Morgunblaðið - 29.05.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 29.05.1994, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLÁÐIÐ FRÁ uppfærslu Þjóðleikhússins á Niflungahring Richards Wagners. N iflungahríngur Wagners í stuttmynd FLYTJENDUM var vel fagnað í sýningarlok. Hér sést listrænn sljórnandi sýningarinnar, Wolf- gang Wagner, í hópi þeirra. TONLIST Þjóðlcikhúsið NIFLUNGAHRINGUR- INN EFTIR RICHARD WAGNER LISTAHÁTÍÐ 1994 Niflungahringurinn eftir Richard Wagner í styttri útgáfu, sem var sérstaklega gerð fyrir Listahátið í Reykjavík. Sextán íslenskir söngv- arar, Sinfóm'uhljómsveit Islands og Kór íslensku óperunnar taka þátt í sýningunni en með hlutverk Bryn- hildar, Sigurðar Fáfnisbana og Oðins fara Anna Linden, András Molnár og Max Wittges. Listræn yfirumsjón Wolfgang Wagner, hljómsveitarstjóri Alfred Walter, leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir, leiksviðs- og búningahönnuður Sig- uijón Jóhannsson. 27. maí. HVERS vegna Hringinn? Hvers vegna ekki Meistarasöngvarana, best skrifuðu óperu Wagners, einn- ig að hans eigin mati og um leið þá óperu Wagners sem kannske þýskust er? Eða hvers vegna ekki þá óperu sem stóð hjarta Wagners næst og hann glímdi lengst við, Tristan og ísolde, úr því ráðist skyldi í að sviðsetja Wagnersóperu á Islandi? Já, hvers vegna útdrátt úr þessum fjórum óperum á einu kvöldi, sem einnig má skilgreina sem þrjár óperur, með Rínargullið sem forleik að því eiginlega drama? Þessi tilraun er, að því ég best veit, algjör nýjung í meðferð Wagner-ópera, og víst eru óperur Hringsins þær einu sem hugsan- legt væri að kubba niður á þennan hátt, en hvers vegna þessa tilraun á íslandi þar sem engin leið er að uppfylla þær kröfur sem Wagner sjálfur gerði um uppfærðslu á þessum óperum? Að flytja þær með sjö eða átta fyrstu fiðlum, látum vera þó ekki sé hægt að tvöfalda sum blásturshljóðfærin, eins og Wagner sjálfur vildi, að ætla sér að sviðsetja þessar óperur á minna en tuttugu metra djúpu sviði í sex hundruð manna sal,. er bjartsýni sem íslensk verður að teljast. Wagner er vaxinn upp úr þýsku leikhúslífi, ólst upp við Shake- speare, Goethe og þegar hann, unglingur, heyrði Egmont-forleik Beethovens í fyrsta skipti skynjaði hann að eitthvað minna dugði hon- um sjálfum ekki. Hann var að miklu leyti sjálfmenntaður í tónlist og má það ef til vill skýra þörf hans til að yfirganga annað á sviði lista, þar sem hann og vildi gera öllum listgreinum jafn hátt undir höfði í formi óperunnar. Hann hreifst af kenningum Schopenhau- ers og víst er að járnvilji Wagners og nær því óskiljanlegur sköpunar- máttur skópu óforgengileg meist- araverk þó skipast menn enn í flokka annað hvort undir merkjum Bruckners eða Brahms, eru Wagn- eristar eða „anti“-Wagneristar. Ekki er ætlunin að rekja sögu Völsunga né Niflunga, Wagner fer enda nokkuð ftjálslega með þessar sagnir, meðal annars staðsetur hann heimakynni Óðins, Valhöll, ekki langt frá heimakynnum Rínardætra, líklega á fjöllum sem Þjóðveijar kalla Siebengebirge og m.a. eru kennd við fræg ævintýri. Mikilvægara er að þekkja „Erlös- ungs“-þema Wagners, sem gengur sem rauður þráður í gegnum flest- ar hans óperur. Einhver eða ein- hveijir verða að láta Iífið til þess að aðrir losni úr fjötrum og dæmið leysist upp. í Hringnum gerist það á áhrifamikinn hátt þegar Bryn- hildur lætur hlaða bálköst að líki Sigurðar Fáfnisbana og Valhöll brennur. Músíklegum hápunkti þessa þema nær Wagner þó í Trist- an. Það er ástin sem Wagner er að glíma við allt sitt líf. Var þetta vegna óhamingjusams hjónabands hans og Minnu? Var það Cosima? Eða var það frú Wesendonk sem hann var í sambandi við frá því hann gisti fyrst í Sviss, og tókst aldrei að leysa upp það samband? Lengi má halda áfram að flétta þessar hugsanir og þótt svörin verði fá er fléttan hugsuninni holl. En í kvöld voru þar Rínargullið, Valkyij- urnar, Siegfried og Ragnarök, allar í einum pakka á einu kvöldi. Móttökur áheyrenda að sýningu lokinni voru sterkar og innilegar og rúmlega fimm klukkustunda seta leið furðu átakalítið fyrir okk- ur áheyrendur. Ég geri líka ráð fyrir því að viðstaddir hafi gert sér grein fyrir því að þeir voru að upplifa merkilega tilraun, tilraun sem okkur einum var boðið til. „Kinder, macht was neues,“ sagði Wagner og því þá ekki þetta, að minnsta kosti lét hann sig hafa, á Parísar-árum sínum, að gangast inn á breytingar á óperum sínum vegna áheyrenda. Að þetta form á Hringnum komi í stað þess gamla held ég að ekki verði skrifað und- ir, til þess saknar maður of margs, einnig það að sögumenn, þótt stíliseraðir og góðir væru, setja flutninginn í þýskt „Singspiel“- form sem illa samræmist skrifmáta Wagners. Leitmotivsnotkun Wagners, sem hvergi er fjölbreytt- ari en í Hringnum, getur einnig stangast á við langar útstrikanir. En í kvöld fengu menn mikið magn á einu bretti og frábærir listamenn komu við sögu. Af söngvurum skal fyrstur telja Óðin og Brynhiidi. Max Wittges mun ekki áður hafa sungið hlutverkið en skilaði því eins og það hefði fæðst með hon- um. Af djúpum skilningi á skap- sveiflum Wotan Wagners og með glæsilegri rödd skilaði hann eftir- minnilega hlut þessa höfuðpaurs Æsa. Brynhildur, sungin af Liu Frey Rabine, minnti á hippa þegar hún fyrst birtist, og röddin virtist í byrjun ekkert spennandi, en þetta breyttist fljótlega og stór var sigur hennar í lokin í Ragnarökum, upp- gjörið við Gunnar Gjúkason og þar til hann gengur á bálið með Sig- urði Fáfnisbana. Atriðið hennar með Óðni og síðar Sigurði voru kannski sönnustu atriði sýningar- innar og þar sem maður fann sterkast fyrir Wagner ómenguð- um. András Molnár var dæmigerð- ur Wagner tenór, hraustur tenór sem kunni sitt fag, sönglega og leiklega. Elsa Waage söng varnar- orð Jarðar til Óðins og gerði í anda Wagners. Ólöf Kolbrún og Garðar Cortes sungu systkinin Sig- mund og Signýju. í senu þeirra í Valkyijunni byggðu þau á mikilii reynslu sinni. Garðar er reyndar ekki einkennandi Wagner-söngvari og virtist því á mörkunúm að hafa úthald sönglega, en Kolbrún er á góðri leið að verða Wagner söngv- ari, leikurinn góður en hvers vegna öll þessi hlaup? Mitt er ekki að fjalla um leik, en ég veit það eitt að áheyrandinn á að finna fyrir Wagner-persónunum þó þær standi hreyfingarlausar á sviðinu, því varð senan í Rínargullinu milli Óðins, Friggjar, konu hans og Freyju minna en máttlaus, þar sem þær tvær voru látnar endasendast um sviðið með marklausar handa- hreyfingar, þar sem heldur ekki skildist orð af því sem þær sungu. Þetta hlýtur að vera leikstjórans feill. Annars var textaframburður erlendu söngvaranna nokkuð sem íslenskir söngvarar mættu tileinka sér, þar sem svo til hvert orð heyrð- ist. Keit Reed og Viðar Gunnarsson koma báðir frá þýskum óperuhús- um og áttu heima sem Andvari og Högni. Fleiri væri ástæða til að nefna, en þegar um fjórar óper- ur er að ræða á sama kvöldinu verður að stytta einhvers staðar, eins og gert er í óperunum sjálfum. Við breytinguna á Þjóðleikhúsinu hefur hljómburðurinn breyst. Lík- lega þarf fleiri tækifæri til að segja til um hvernig, en mér virðist það koma niður á hljómsveitinni og kannski fyrst og fremst strengjun- um. Vitanlega ætlast Wagner til miklu fjölmennari stokhljóðfæra- hóps en hægt er að koma fyrir í gryfjunni, en strengirnir hurfu líka afar mikið í hljóm blásaranna. Hugsanlega væri betra að hafa aðra uppröðun, sem þurfti þá að gera tilraunir með. Hvers vegna ekki að strengirnir skiptu um sæti við blásarana? sagði Wagner ekki „macht was neues“? Auðheyrt var að hljómsveitin er ekki vön að spila Wagner, því þótt oft væri fallega spilað var oft eins og vantaði Wagner-sveifluna, nákvæmari inn- komur hjá blásurum og nákvæm- ari rythma, en vegna hljómburðar- ins hljómaði sveitin oft sem blás- arasveit sem út af fyrir sig er ekki slæmt, en ekki nóg gott í Wagner. Hljómsveitastjórinn, Alfred Walt- er, hélt þó öllu batteríinu vel sam- an og á vitanlega einn stærsta þáttinn í afrakstrinum. Leikmynd kvöldsins var einföld, sama sviðið óperurnar allar út í gegn, og tölu- vert reyndi á lýsingu sviðsmyndar- innar. Þetta voru verk Sigutjóns Jóhannssonar og Páls Ragnarsson- ar. Leikstjóri var Þórhildur Þor- leifsdóttir. íslenskur texti var í gerð Þorsteins Gylfasonar og í leik- skrá segir að listræna yfirumsjón hafi Wolfgang Wagner haft. Margra aðra, sem nálægt sýning- unni komu, væri sannarlega ástæða til að nefna en sem fyrr segir þarf að strika út hér líkt og gert er í Hring Wagners. En hvers vegna Hringinn og ekki til dæmis þær óperur Wagners óstyttar, sem ég nefndi í upphafi? Persónulega hefði undirritaður frekar kosið Tristan, Meistarasöngvarana, eða jafnvel einhveija eina óperu Hringsins, en þetta var djörf til- raun sem verður öllum viðstöddum ógleymanleg. Óperugestir framtíðarinnar munu svo dæma um hvort tilraun- in verður endurtekin. En Listahá- tíðarnefnd hlýtur að fá rós í hnappagatið fyrir að undirskrifa hugmyndina. Ragnar Björnsson -. !■ ■ ...... I ) I ) I ) ) ) ) )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.