Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Texti Guðmundur Guðjónsson Ljósmyndir eftir Þorkel Þorkelsson ÞAÐ STYTTIST óðum í stóra daginn. þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, sem að þessu sinni er markverðari en oftast áður, því hann er nú haldinn hátíðlegur í fimmtugasta sinn. Og eins og alþjóð veit, verður í til- efni þess stórfelld þjóðhátíð á Þingvöllum, í sjálfri vöggu íslenska lýðræðisins. í undirbúningi og uppsigl- ingu er einhver mesta úti- hátíð sem haldin hefur ver- ið, margþætt dagskrá sem útheimtir miklar fram- kvæmdir og óendanlega skipulagningu. Starfið er nú komið á lokasprettinn, en segja má að ísland sjálft hafi sett því skorður, því á Þingvöllum var „harða vet- ur fyrir tveimur vikum“, eins og Sveinn Fjeldsted verkstjóri fyrir austan orð- aði það nú í vikulok og enn hafa framkvæmdaraðilar ekki lagt í að fara með vinnutæki á viss svæði vegna aurbleytu. Morg- unblaðið leit austur í vik- unni og með í för var Steinn Lárusson fram- kvæmdastjóri Þjóðhátíðar- nefndar. Hann er markaðs- fulltrúi hjá Flugleiðum, en tók sér ársleyfi til þess að Undirbúningur vegna þjóðhátíðar á Þingvöllum er komin á lokastig Fjölbreytileiki Steinn Lárusson getur þess að dagskrá dagsins hafi ekki verið gerð opinber enn sem komið er, því þótt meginlínur séu fyrir löngu klárar, þá sé enn verið að útfæra margar hugmyndir og enn væri svigrúm til breytinga. En hann segir margt komið á hreint og getur þess að fjöl- breytileikinn hafi verið hafður í fyr- irrúmi, en þó haldið sig við þjóðleg- ar línur. „Það er margt sem mun koma gestum á óvart. Við verðum til dæmis með síldarplan og vinnslu í fullum gangi. Þetta er skipulagt af Siglfírðingum og er ásamt fleiri atriðum til marks um að þetta er ekki einvörðungu þjóðhátíð Reyk- víkinga heldur landsmanna allra. Þarna verða síldarsöngvar sungnir í bland við söltunina og nikkan þan- in með. Þá verða þarna tólf fjallkonur. Það er alltaf verið að spyrja mig hver verði fjallkonan. Ég veit þá varla hvar ég á að byrja, því við verðum með tólf slíkar. Það verða ungar leikkonur sem munu taka upp á því að stíga upp á steina og fara með kvæði. Fleira getum við tínt til á óvenju- legu nótunum. Til dæmis verða ís- leriskar grátkonur syngjandi trega- söngva við Drekkingarhyl. Álfareið með þátttöku púka má og nefna að ógleymdum tólf útskriftarnemum frá MHÍ sem verða út um allar holtagrundir með krumpaða hattkúfa og málningartrönur, má- landi hraunið og álfana. Þetta er langur listi ef allt er skoðað, það mætti t.d. nefna björg- unarsveitarmenn sem munu síga í Almannagjá. Einnig verður atriði með saltfiskverkun og fiskiþvotti. Annað mætti ef til vill segja að sé hefðbundnara án þess að á það sé nokkuð hallað. Gömul samgöngu- tæki verða til sýnis, útvarpsviðtæki, starfsemi Pósts og síma í gegn um áratugina, flugvélar, fornbílar, gamlar kvikmyndir, heyvinna, heim- ilisiðnaður margs konar, auk léttari skemmtiatriða á borð við húsdýra- sýningar, barnaskemmtunar í tjaldi, gæðingasýningar, leikþátta, rev- íustubba, lúðrasveita, leikfimisýn- inga upp á gamla móðinn, glímusýn- inga og þjóðlagasöngvara og -sveita og danssýninga." Sljórnstöðin En hvað með löggæslu, eftirlit og stjórnun? „Það verður að sjálf- sögðu í föstúm skorðum. Vel stað- sett á hátíðarsvæðinu verður stjórn- stöð þar sem lögreglan hefur aðset- ur. Þar verður einnig sjúkratjald með fagfólki og skammt undan verður það sem við köllum huggu- horn. Búast má við að eitthvað af smáfólkinu verði viðskila við for- eldra sína og þá verður hægt að vitja barnanna í hugguhorninu. Þar verða lærðar fóstrur sem hafa ofan af fyrir börnunum á meðan nauðsyn krefur. Á þessu miðstöðvarsvæði verður einnig stórt sölutjald, 120 fermetra kaffisölutjald og aðsetur fjölmiðlanna. Þess má geta, úr því ég nefndi fjölmiðla, að ríkissjónvarp- ið verður með beina útsendingu frá hátíðarhöldunum á Þingvöllum allan daginn.“ Það má búast við mikilli umferð til Þingvalla 17. júní, miklu meiri heldur en gengur og gerist. Með hvaða hætti stendur til að koma í veg fyrir örtröð og öngþveiti? „Það SVEINN Fjeldsted verkstjóri t.v. og Steinn Lárusson framkvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefndar t.h. veita verkefni þessu for- ystu. Það gustar af honum og hann segist ekki hafa tekið þetta að sér til þess að liggja í slökun. Og ef það „verði eitthvað eftir af sér“ að átakinu loknu, liggi leiðin aftur til Flugleiða. Það er mikið um að vera á flötunum, gröfur, ýtur og vörubílar. Smiðir að störf- um. Það virðist vera mikið starf óunnið, en Steinn segir: „Þetta er bara eins og á jólun- um heima hjá þér, klukkan sex er frúin enn með krullupinnana í hár- inu! En grínlaust, þá er þetta á fullri ferð og hafa verður í huga að það eru ekki nema nokkrir dagar síðan hægt var að koma með vinnuvélam- ar á svæðið, því eins og Sveinn benti á, var hér hörkuvetur fyrir hálfum mánuði. Ef menn hafa komið í þessi miklu gallerí og safnhús í útlöndum kvöldið fyrir stóru stundina, þá þekkja þeir þetta. Það er allt á tjá og tundri og enginn myndi trúa því að daginn eftir væri allt komið í röð og reglu. Staðreyndin er sú, að allt smellur þetta saman.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.