Morgunblaðið - 29.05.1994, Side 35

Morgunblaðið - 29.05.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ1994 35 BREF TIL BLAÐSINS Skuldastaða heimilanna í tilefni viðtals við Baldvin Tryggvason Frá Þórði Kristjánssyni: KÆRI Baldvin. í Morgunblaðinu 8. maí, var við- tal við þig þar sem þú gefur nokkr- ar skýringar á því hvers vegna sé í óefni komið með skuldastöðu margra heimila í landinu. Þar sem heimili mitt er eitt ófárra þar sem endar ná ekki saman, launin duga ekki fyrir nauðþurftum, hvað þá afborg- unum, finnst mér málið vera mér skylt og geri því hér nokkrar athuga- semdir við málflutning þinn. í viðtalinu segir þú eina ástæðu þess að illa sé komið fyrir fólki vera „að fólk hefur færst of mikið í fang“. Við erum fjögur í fjölskyldunni, hjón með tvö börn og húsnæðið sem við erum að festa kaup á er tæpir 60 fermetrar. Ég tel þetta vera langt innan við viðunandi stærð af íbúð fyrir fjögurra manna fjölskyldu en við vildum ekki færast of mikið í fang. I annan stað telur þú að „fólk herði ekki ólina, það heldur bara því mynstri sem það hafði vanið sig á“. Við höfum gerbreytt neysluvenjum okkar á seinustu þremur árum, en ég ætla mér ekki að tíunda hér í hvetju það hefur falist. Samt sem áður gengur dæmið okkar ekki upp. Reyndar er það ekki nema sanngjarnt að ég geti þess að kona mín er í Háskólanum og á seinustu tveimur árum hefur námslánið hennar skroppið saman um 60 þúsund krónur á mánuði. Mér dettur ekki í hug að kenna þér um það, þar er stjórnarstefna Davíðs Oddssonar valdurinn, en mér er spurn, eigum við að láta Davíð hrekja konuna mína frá námi? For- sendur íbúðarkaupanna byggðust m.a. á þeirri upphæð sem LIN var reiðubúinn að veita henni í lán þegar námið hófst. Þú getur þess líka að „ekki hafi dregið úr notkun yfirdráttar og greiðslukorta". í okkar tilfelli er bullandi yfirdráttur í gangi, en það er ekki að gamni okkar eða vegna þess að við höldum að hann sé svo hagstæður, heldur vegna þess að á einhverjum tímapunkti var þetta eina leiðin til þess að vinna á van- skilahaugnum, en var náttúrlega eins og þú veist, verra en að pissa í skóinn sinn. Og greiðslukort notum við ekki, bankinn okkar er fyrir löngu búinn að endurheimta þau. í viðtalinu segir þú líka: „Fólk í greiðsluerfiðleikum kemur í of mörg- um tilvikum alltof seint til þess að fá skuldbreytingu eða lagfæringar á lánum í lánastofnunum.“ Tveir stærstu lánardrottnar okkar eru Veðdeild Landsbankans (v/Hús- næðisstjórnarlána) og LÍN. í febrúar sl. voru vanskil okkar við Veðdeild- ina orðin mjög mikil að okkar mati, við sáum ekki fram úr þeim og Veð- Umræðan sem Magnúsi sást yfir Þriðji pistill vegna Magnúsar Skarphéðinssonar Frá Halldóri Kristjánssyni: MAGNÚS bar mig þeim sökum að ég hefi gleymt „grundvallaratriðum umræðunnar, hvers vegna tapast hvert stríðið á fætur öðru“. Þessi ásökun þykir mér ósanngjörn enda þótt ég viti að seint verða grundvall- aratriðin tæmd. Ég hef lengi trúað því að veiga- mikil ástæða vímuefnaneyslu væri óheppileg eða ófullnægjandi lífs- skoðun. Menn væru út úr leiðindum að leita að einhveiju til hressingar og skemmtunar. Nú eru senn 60 ár síðan ég skrif- aði þessi orð: „Við förum einskis góðs á mis við það að vera afsláttarlausir bindindis- menn, en með því tökum við virkan þátt í velferðarbaráttu þjóðarinnar. I þeirri baráttu getur æskan fundið sér tilgang sem gerir lífíð þess vert að lifa því.“ Þetta hefur verið grundvöllur við- horfa minna í áfengismálum alla tíð. Nú eru um það bil 30 ár síðan ég fann í bókaverslun kver á norsku um Viktor Frankl og heimspeki hans. Þar fannst mér ég fá svar við ýmsu sem varðar mannlega ham- ingju. Frankl var tauga- og geðsjúk- dómalæknir í Vínarborg en var árum saman fangi í Auschwitz og öðrlað- ist þar mikla lífsreynslu. Eg komst yfir annað kver þar sem var erindi sem Frankl flutti við háskólann í Ósló. Og ég hef reynt að kynna boðskap hans, þó í smáu sé, í út- varpi og blöðum hér á landi. Til þess skal nú vitnað: „Viktor Frankl missti allt nema lífið sjálft í fangabúðunum. Faðir hans og móðir, eiginkona og bróðir létu lífið - öll fjölskylda hans nema ein systir. Það er fróðlegt að vita hvernig á því stóð að honum fannst þrátt fyrir allt að lífið væri þess vert að lifa því. Niðurstaðan af reynslu Frankls og athugunum er í stuttu máli sú að mestu skipti að maðurinn finni einhvern tilgang og þýðingu með lífi sínu og finni til ábyrgðar. Öll við- leitni hans í þá átt að hjálpa mönnum að endurheimta og varðveita and- lega heilbrigði og lífsgleði beinist að því að vekja ábyrgðartilfinningu þeirra .ógl láta þá finna tilgang með lífi sínu. Þetta telur hann nauðsyn- legt, því að missi maður trúna á líf- ið og tilgang þess og tapi ábyrgðar- tilfinningu er lífsmáttur hans brotinn niður." Önnur tilvitnun: „Það gengur yfir menn og þjóðir eins og plága að efast um tilgang lífsins. Fyrstu einkenni þess eru leiðindi. Þá skilst það sem Schopenhauer segir að mannkynið sé dæmt til að sveifiast milli skorts og leiðinda. Leiðindin eru meira vandamál á Vesturlöndum en skorturinn. Að minnsta kosti reyna þau meira á taugalæknana. Þau vandamál vaxa eftir því sem frítími fólks lengist, því að það eru svo sorglega margir sem ekki vita hvað þeir eiga að gera við tómstundirnar. Þetta er böl aldarinnar. Afbrot unglinga og ofdrykkja, sem nú hefur vaxið hröðum skrefum víða um lönd, eiga sínar orsakir í þessu. Og lífsleiðinn, sem stafar af til- gangsleysi og trúleysi, brýst fram í ýmiskonar öfgum, svo sem gengdar- lausri ásókn í peninga, völd og nautnir." Takmark og ábyrgð heitir grein sem ég skrifaði í jólablað ísfirðinga 1968. Niðurlagsorð hennar eru þessi: „Ég held að íslenska þjóðin ynni stærstan sigur í baráttunni við ógæfu sína og vandamál ef hún reyndi að notfæra sér lífsspeki Vikt- ors Frankls og ala sig og börn sín upp í þeirri ábyrgðartilfinningu sem kallar menn til baráttu og starfar af heilum huga og lífi og sál.“ Ef Magnús Skarphéðinsson vildi lesa bók mína í dvalarheimi, en það- an eru allar þessar tilvitnanir, þá held ég hann hlyti að sjá að orð hans um hvað vanti í umræðuna af minni hálfu eru sleggjudómur sem lítið vit er í. Þar í bók er sitthvað fleira að finna til fyllri skýringar málunum. Svo þakka ég Magnúsi að hann varð til þess að ég ritaði þessa pistla til að rifja upp fyrir honum og öðrum nokkur grundvallaratriði þessara mála eins og ég hef skilið þau og túlkað í 60 ár. HALLDÓR KRISTJÁNSSON öj: n:á V .ifji;jil->i;6/ fpá Kirkjubóli. deildin virtist sammála, því yfir okk- ur vofðu kostnaðarsamar inn- heimtuaðgerðir lögfræðinga stofn- unarinnar. Þar sem við höfðum heyrt í fjölmiðlum fréttir af því að ríkis- valdið hygðist létta undir með fólki í greiðsluerfiðleikum, snerum við okkur til Veðdeildarinnar og báð- umst vægðar. En nei, vandi okkar var ekki nógu stór, fyrir okkur var ekkert hægt að gera fyrr en við værum komin með u.þ.b. eitt ár í vanskil og við værum rétt að fara undir hamarinn. Þangað fýsti okkur ekki að fara þannig að við tókum bankalán til þess að borga af lánun- um og sleppa undan innheimtuað- gerðum. Þetta lán flokkast sennilega með þeim lánum sem þú kallar sein- ast í viðtalinu „neyslulán". Stuttu eftir þessa hreinsun barst greiðsluseðill frá LÍN þar sem mér var gert að greiða fyrstu afborgun af námsláni sem ég hafði tekið. Ég vissi að ég ætti ekki möguleika á að greiða þeim, sendi þeim bréf um hæl þar sem ég útskýrði aðstæður mínar og bað um frestun á endur- greiðslum þar til konan mín hefði lokið námi, eða í tvö ár. En aftur nei, í sögu sjóðsins hefur það aldrei gerst að endurgreiðslum hafi verið frestað vegna náms maka. Ég held að þú hljótir að verða að viðurkenna að við höfum reynt að hafa samband við lánastofnanir og fá úrlausn okkar mála, en samt gengur dæmið enn ekki upp. í þessu sama viðtali segir þú einn- ig: „Við reynum að leysa vandann eftir bestu getu.“ Og því spyr ég þig nú: í hveiju er lausn vanda okk- ar fólgin? Hafir þú einhver svör þá þætti mér vænt um að þú létir mig vita, annars getur þú væntanlega séð nöfnum okkar bregða fyrir í „Lögbirtingi" einhvern tíma á næsta ári. Með kærri kveðju. ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON, kennari. Orðsendin^ til tékkareikningshafa Landsbankans: Frá og með 1. júní verður tekið gjald af hverri færslu te'kka, útborgunarmiða og skuldfærslubeiðna með gíróseðli af tékkareikningi. Gjaldið er kr. 19 á hverja færslu og skuldfærist í einni tölu á næsta póstlagða yfirlit. Frá og með sama tíma kostar 25 blaða tékkliefti kr. 270 og 50 blaða heftir kr. 540. Gjald fyrir hverja færslu með debetkorti frá og með 1. júní verður kr. 9,50 og árgjald frá 1. júlí kr. 250. Vakin er athygli á því að þeir sem stofna debetkort fyrir 1. júlí n.k. þurfa ekki að greiða árgjald vegna þessa ars. Engin færslugjöld eru tekin í Hraðbönkum, í Boðlínunni eða í Þjónustusímanum. Allar nánari upplýsingar eru veittar í útibúum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Síbustu sætin til Kanarí 9. júní frá abeins kr. 39.900 Einstakt tilboð á gististaðnum Barbados, sem naut mikilla vinsælda hjá okkur í vetur. Nú höfum viö fengið sértilboð á aðeins 5 íbúðum sem við bjóðum á hreint einstökum kjörum. Njóttu sumarleyfisins á Kanarí í einstöku veðri og njóttu frábærrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Verð kr. B9.900 pr. mann m.v. hjon meb 2 börn, Barbados, 3 vikur. Verð kr. 49.900 pr. mann m.v. 2 í íbúb í 3 vikur. ^ðeí 'búðii ns s * ^es f boði *«6oð S(| Sverði Flugvallaskattar: Kr. 3.660 fyrir fullorbinn, kr. 2.405 f. barn. Austurstræti 17 Sími 624600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.