Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 36

Morgunblaðið - 29.05.1994, Page 36
36 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTASVIÐ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Myndlistarbraut Fjölbrautaskólinn Breiðholti Handíðabraut FB þegarþú velur verknám Eam Your American University Degree at a College in London Study Business Administration, Commercial Art, Fashion Design, Fashion Marketing, Interior Design, and Video Production. You’ll feel rigth at home studying with your fellow students from lce- land who have chosen The American College in London. With an international student body, The American College caters your personal and educational needs. We put emphasis on an educ- ation for yor career with specialized courses in every aspect of your field, contacts with top professionals, famous guest lecturers, and exposure to real world situations through our internship program. U.S. accredited and degree granting. Terms begin September, Jan- uary, March, June and July. Housing and job placement services ava- ilable. Study abroad opportunities to sister campuses in Atlanta and Los Angeles. The American College confers university-level bachelor’s associate degrees. For further information or a prospectus, contact: Classes begin October, January, March, June, July. Aflaðu þér bandarískrar háskólagráðu í London Nám í viðskiptafræði, auglýsingateiknun, tískuhönnun, markaðs- setningu tfskuvarnings, innanhúshönnun og myndbandafram- leiðslu. Þér mun líða eins og heima í félagsskap annarra íslenskra náms- manna, sem hafa valið The American College í London. Nemendur skólans koma úr öllum áttum og The American College leggur áherslu á að mæta þínum persónulegu þörfum og námsþörf- um. Við leggjum áherslu á menntun, sem mun nýtast þér í starfi, sérhæfðum námskeiðum er ná til allra þátta þíns fags, samskipti við menn úr fremsu röð á sínu sviði, fræga gestafyrirlesara og tækifæri til að takast á við raunveruleg vandamál gegnum starfskynninguna sem við skipuleggjum. Skólinn er viðurkenndur af bandarískum yfirvöldum og hefur rétt til að veita bandarískar háskólagráður. Námsannir hefjast í október, janúar, mars, júní og júlí. Aðstoð við að finna húsnæði og atvinnu er fáanleg. Boðið er upp á þann möguleika að nema einnig við systur- skóla okkar í Atlanta og Los Angeles. The American College býður upp á „bachelor” og „associate" háskóla- gráður. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða kynningarbækling, hafðu þá samband við: yThc Amedcan College in London 110 Marylebone High Street, London W1M 3DB Phone: (071) 486-1772 • FAX: (071) 935-8144 ^^^NámsanniiTTefjasUKJktóbe^anúai^ IDAG SKÁK II m s j 5 n Margcir Pétursson Þessi staða kom upp á opnu móti í Mar del Plata í Argentínu í vor. Loiterstein (2.255) hafði hvítt, en það var enginn annar en sjáífur Miguel Najdorf (2.445), 85 ára gamall, sem hafði svart og átti leik. Svartur hefur yfirburði í rými og fallega stöðu en það er ekki auðvelt að færa sér það í nyt. Gamla kempan var ekki lengi að finna lausnina: 61. - f4!!, 62. gxf4 (Eftir 62. exf4? - Df3, 63. Dfl - Dxc3 hefur hvítur tapað manni) 62. — Df3, 63. Dfl - Bxf4!, 64. Bd2 (Drottn- ingarendataflið eftir 64. exf4 - Dxc3 er einnig tapað) 64. - Bxh2+!, 65. Kxh2 - g3+ og hvítur gafst upp, því hann verður mát eða tapar drottn- ingunni eftir 66. Kxh3 — g2+. Najdorf teflir ótrúlega vel miðað við aldur. Hann hlaut 6*/2 v. af 9 mögulegum og varð í 7.-15. sæti. Gamall félagi hans, Oscar Panno, sigraði með 8 v. Najdorf er líka hress og minnugur og þegar við Hannes Hlífar hitt- um hann á veitingastað á Spáni í desember síðastliðn- um kom hann til okkar og ræddi við okkur um heima og geima. Hann hefur aðeins einu sinni teflt á íslandi, það var á Reykjavíkurskákmót- inu 1976. Kappinn kvað upp palladóma um marga stór- meistara og þykir sumir Rússanna treysta alltof mik- ið á bókina. Hann bar hins vegar !of á íslenska skák- menn og var þessi fundur sérlega fróðlegur fyrir Hannes. Á þeim kollegunum er 64ra ára aldursmunur — eitt ár fyrir hvem reit á skákborðinu! Með morgunkaffinu „LIATTA STAUÞA'A HENMI:„TU- HAMíKGTU MEE> UKIÞANKjOMUNA." /\FM£U$ TE KFUFL LEIÐRÉTT COSPER Röng dagsetning Gullbrúðkaup áttu í gær hjónin Sesselja 01- geirsdóttir og Sigurður F. Helgason. Ranghermt var í blaðinu í gær, að gullbrúðkaupið væri í dag. Þá var ranghermt að þau hjón væru frá Hafnarfirði, þau eru frá ísafirði. Þau taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar Kambsvegi 3, Reykjavík, í dag, sunnu- dag, klukkan 16-19. Beð- ist er velvirðingar á þess- um mistökum. Hlutavelta Þeir styrktu Rauða kross íslands Þessir strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóð- inn 9.834 krónur. Þeir heita Víðir, Svanur, Bjarni, Viktor og Breki, en hann komst ekki í myndatökuna. Víkveiji skrifar.. essar línur koma fyrir augu þín, lesandi góður, að loknum sveitarstjórnarkosningum. Þegar þú berð þær augum hefur mörgum og mikilvægum spurningum um fylgi framboða og skipan sveitar- stjórna verið svarað. Þá liggja sum sé fyrir forvitnileg svör háttvirtra kjósenda, sem Víkverji sá ekki fyrir hver yrðu þegar hann festi þessi orð blað. Máski hafa skoðanakannanir, sem tröllriðu fjölmiðlum síðustu vik- ur, hlotið staðfestingu í kosninga- niðurstöðum? Máski hafa þær orðið sér rækilega til skammar? Það er, satt bezt að segja, fróðlegt að sjá og heyra, hvort þær koma heima og saman við þann veruleika sem orðinn er. xxx Hver sem úrslitin hafa orðið er eitt kristaltært. Einhverjir kætast! Aðrir sleikja sárin! Þannig er nú einu sinni blessað lýðræðið, þetta margfræga almenningsálit, sem sagt er jafn óstöðugt, ef ekki óstöðugra, en veðurfarið. Frambjóðendur og fylgilið, sem „hjuggu mann og annan“ í orrahríð kosningabaráttunnar, vakna að henni lokinni upp við staðreynd, sem alltaf hefur blasað við, en flokkshestar horfa gjaman framhjá í hita leiksins. Þá staðreynd, að við erum öll, íbúar hvers sveitarfélags, skipveijar á sömu sveitarfélags- skútunni eða sömu höfuðborgar- skútunni, að ekki sé nú minnzt á sjálfa þjóðarskútuna, og eigum mun fleira sameiginlegt, bæði félagslega og hagsmunalega, en hitt sem á milli ber. Þetta tengiband spannar okkur öll: blóðrauðan bolsann, sótsvartan íhaldsmanninn, nábleikan kratann og grasgrænan framsóknarmann- inn, hvort sem mönnum líkar nú betur eða verr. Jafnvel „reynslu- heimur kvenna", sem nú er fólki tungutamur, rúmast innan þessa veruleika. xxx Að kosningahríðinni afstaðinni tekur hvunndagurinn við, stundum grár, stundum litríkur. Reyndar verða dagarnir okkur það, sem við gerum úr þeim, hver í sínu homi — og sameiginlega. Sigurvegarar kosninganna, hægrimenn eða vinstrimenn (Vík- veiji sér ekki fyrir hverjir þeir eru föstudaginn fyrir kjördag), sitja á hábungu loforðafjaltsins, sem þeir hafa hlaðið upp vikum og mánuðum saman, máski af meira kappi en fyrirhyggju. Eins gott að þeir séu ekki lofthræddir! Niður í dalbotninum sitja hátt- virtir kjósendur fullir tilhlökkunar yfir efndunum, sem sjá eiga dagsins ljós næstu mánuði og misseri. Ekki er þó örgrannt um að í þeim sé nokkur uggur. Fyrst og fremst vegna þess að þeir verða greiðendur efndanna sem skatt- borgarar, svo og hins, að loforð stjómmálamanna eru á stundum eins og fuglar í skógi, sýnd veiði en ekki gefin. xxx Hvað sem öðru líður, þá eru hörkukosningar að baki. Og það sem meira er um vert: Fram- undan eru aðrar kosningar og ekki smærri í sniðum — sum sé þing- kosningar að ári. I millitíðinni höldum við upp á fimmtugt lýðveldið með tilheyrandi húllumhæi (og sinnum máski brauðstritinu agnarögn). Það er sum sé sitt hvað framundan til að dunda sér við í „náttlausri voraldar- veröld“, svo Víkveiji noti nú skáld- lega tilvitnun, svona til tilbreyting- ar. Síðan er bara að vona að stjórn- málamönnunum, margblessuðum, gefizt tóm og tími til að standa við eitthvert smáræði af loforðamergð- inni, áður en næsta loforðavertíð hefst í tengslum við alþingiskosn- ingar að ári. Þeim er sannarlega ekki til setunnar boðið. Megi sólin skína á okkur næstu vikurnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.