Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. 3 •n* ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VARMEBARONEN ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. Eínar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - “2 622901 og 622900 Formannafundur áhugaleikfélaga haldinn á Iðavöllum Leikfélagasamband Aust- urlands endurvakið Egilsstöðum - Leik- félagasamband Aust- urlands var endurvak- ið á fundi sem stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga hélt með formönnum áhuga- leikfélaga á Iðavöllum nú nýverið. Fundinn sóttu um 40 manns alls staðar að af land- inu og notuðu aust- firsk leikfélög tæki- færið og ræddu þar samstarfsmál sín. Námskeiðahald og leiklistarnám Á formannafundi Bandalagsins voru mörg mál tekin fyrir og m.a. hefur verið kannað hvort Bandalagið geti staðið fyrir skipulögðu nám- skeiðahaldi og leiklistarnámi fyrir félögin, og var niðurstaða þeirra könnunar kynnt á fundinum. Enn- fremur vær rædd reynsla af nýjum úthlutunarreglum á styrkjum frá ríki til áhugaleikfélaga í landinu. Fundurinn samþykkti að halda óbreyttu fyrirkomu- lagi, því þessar nýju reglur þættu þægi- legri og einfaldari en fyrri reglur. Leikfélag Fljóts- dalshéraðs var gest- gjafi fundarins og bauð meðal annars upp á kvöldvöku þar sem Kristrún Jóns- dóttir flutti einþátt- unginn Knall eftir Jökul Jakobsson undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. LAUST endurvakið Leikfélagasamband Austur- lands var stofnað 1973. Tilgangur þess var að efla samvinnu og sam- starf leikfélaga á svæðinu og ráða og útvega leikstjóra til félaganna. Sambandið var fyrsta landshluta- samband sem stofnað var, því á eftir komu leikfélagasamband Norðurlands, Suðurlands og Vest- urlands. Mikil deyfð var yfir leik- listarlífi á árum eftir 1980 og lagð- ist LAUST af 1983. í dag eru níu leikfélög starfandi á Austurlandi og mikil uppsveifla. Félögin eru á Fljótsdalshéraði, Vopnafirði, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði og Höfn. Samgangur hefur ekki verið mik- ill milli félaganna og ekki vanþörf á að bæta úr og því var ákveðið að endurvekja leikfélagasamband- ið eða LAUST eins og það er kall- að. Sambandið var endurreist á for- mannafundi Bandalags íslenskra leikfélaga og voru eftirtaldir kosnir í stjórn: Kristrún Jónsdóttir, for- maður, frá Egilsstöðum, Magnús J. Magnússon frá Höfn og Snorri Emilsson frá Seyðisfirði. LAUST er ætlað að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti og standa jafnvel fyrir námskeiðahaldi og stuðla að öflugri kynnum milli félaga. m TIL MfmiNARt Kristrún Jónsdótt- ir formaður LAUST. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson UR þreksalnum á afmælisdaginn. íþróttamiðstöðin í Vogum Vogum - Fjöldi fólks lagði leið sína í íþróttamiðstöðina í Vog- um 11. október vegna eins árs afmælis hennar. Að sögn Jóns M. Guðmunds- sonar, forstöðumanns íþrótt- amiðstöðvarinnar, var gestum boðið upp á afmælistertu. Frítt var í sundlaugina og I þreksal- inn þar sem einnig var boðið eins árs upp á leiðsögn dagana 11.-14. október. Á fyrsta starfsárinu komu 12.202 gestir í sundlaugina eða 1.017 að meðaltali í hverjum mánuði. Gestir alls eru mun fleiri því íþróttamiðstöðin býð- ur einnig upp á íþróttasal, ljósabekk, þreksal, nuddara og eróbikk. 94029 Excel námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Stykkishólmsferð í minningu Nonna Stykkishólmi - Kaþólski söfnuð- urinn í Stykkishólmi fékk nýlega í heimsókn fermingarbörn frá Landakoti og ungmenni úr ung- lingastarfi kaþólskra sem nefnir sig Unglingahópinn Pilo.Ferðin var farin í tilefni þess að nú er hálf öld liðin frá því að Nonni, sr. Jón Sveinsson, sem fjöldi íslend- inga þekkir af hans góðu barna- bókum, andaðist. Utan helgistunda gafst hópnum tækifæri til að fara um nágrenni Stykkishólms, um Helgafellssveit og sérstaklega skoða náttúrufeg- urðina við Selavallavatn.Sungin var messa í kapellu safnaðarins hér þar sem presturinn þeirra, Jakob Lolland, söng messu og sr. Jan sté í stólinn. Sr. Jakob var fararstjóri í þess- ari ferð og taldi hann góðan áfanga fyrir ungmennin. Starfs Jóns Sveinssonar í kaþólskum söfnuðum erlendis var minnst og lesið var upp úr bókum Nonna. Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aörar stærðir allt að 1200kw. HÓPURINN sem heimsótti Stykkishólm. Morgunblaðið/Árni Helgason fimmtudaginn 20. október; kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Einsöngvarar: Osmo Vánská Sigrún Hjálmtýsdóttir Björk Jónsdóttir Garðar Cortes Tómas Tómasson Kór íslensku óperunnar Efnisskrá Einojuhani Rautavaara: Michael Tippett: Requiem in our Time A Child of our Time 'ÍÓcmcA' h 1 j ó m s v e i t simi 622255 Tölvuþjónustan hf. í nýtt húsnæði Akranesi - Tölvuþjónustan hf. á Akranesi hefur flutt starfsemi sína í fyrrum húsnæði Sláturfélags Suð- urlands við Vesturgötu og verður þar bæði með verslun og viðgerðar- verkstæði. Með tilkomu hins nýja húsnæðis mun öll aðstaða fyrirtæk- isins batna verulega, enda er að- staðan á hinum nýja stað betri. Eigendur Tölvuþjónustunnar hf. eru bræðurnir Eiríkur og Alexander Eiríkssynir og að þeirra sögn hafa umsvif fyrirtækisins aukist mjög þau þijú ár sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Auk þess að versla með tölvur og fylgihluti og reka viðgerðarverkstæði fyrir sömu hluti hafa þeir haldið uppi öflugri þjón- ustu fyrir stofnanir og fyrirtæki og eins hafa þeir haldið úti tölvu- kennslu í námskeiðsformi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÚR HINNI nýju verslun Tölvu- þjónustunnar hf. Á myndinni eru eigendurnir, Eiríkur og Alexander Eiríkssynir. i € i i « « « i Í € i Í i < ( < ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.