Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk 8EETH0VEN HAP AN UNFORTUNATE LOVE AFFAIR T00, CHARLIE BR0WN.. ^ ^ BUT IT DIPN'T DI5C0URA6E HIM.. HE KEPT RlGHT ON UI0RKIN6.. -CjL 5TRIKE THIS NEXT eUY OUT, ANP YOU LOON'T FEEL 50 PEPRE55ED.. Beethoven, átti líka í En það dró ekki úr Felldu þennan ólánsömu ástarsambandi, honum kjarkinn ... næsta gaur úr leik, Kalli Bjarna ... hann hélt bara og þú verður ekki áfram að vinna. eins niðurdreginn. Beethoven var sennilega betri í sveigbolta... BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Við megiim ekki gefast upp! Frá Karli Ormssyni: SÚ ÁKVÖRÐUN sjávarútvegs- ráðuneytisins að fresta um eitt ár, að fullvinnsluskip komi að landi með þann afla sem um borð kem- ur, er illur fyrirboði. Þetta er fyrsta skrefið til að þessi lög verði aldrei framkvæmd. Ef fara á að endurskoða þetta frá grunni og undanskilja minni skip frá því að koma með veiddan afla að lahdi er málið tapað. Hugs- unin á bak við þessi lög er ekki endilega sú að útgerð eigi að græða einhver ósköp á þessu. Það er fordæmið sem er kannski ekki síst, það er að henda ékki sjávarafla í milljóna tonnatali með- an hálfur heimurinn sveltur og hinn helmingurinn drepur sig á ofáti, hertri fitu, og skorti á efnum sem fást aðeins úr sjávarfangi. Breyting til batnaðar Mér er það ósköp vel kunnugt að sjómenn og útgerðir eru ekki hrifnar af að þetta komi sem óbætt- ur kostnaður á þá. Þó útgerðin skuldi þjóðinni fyrir fiskinn, ég hefi aldrei skilið að kalla það auð- lindaskatt, á útgerð, sem segist hanga á horriminni, en það er ann- að mál. Það hefur breyting orðið á til batnaðar á skömmum tíma, menn hafa veitt ónýtta stofna, fisk- ur sem hent var þykir nú herra- mannsmajtur. Nýlega var sagt frá því að við seldum rækjumjöl fyrir 100 milljón- ir í ár, neyðin kennir naktri konu að spinna. En það verður að gera betur, það verður að verða hugar- farsbreyting hjá þjóðinni. Hvernig væri að útgerðin fengi að skila hagnaði, án þess að hann yrði allur tekinn aftur í formi skatta og gjalda? Skattaæði Mér er enn í fersku minni orð sem gamall frændi minn, þekktur og virtur lögmaður, sagði við mig, er við vorum að tala um tap fyrir- tækja. Frændi minn! Hér hefur aldrei neinn mátt eiga peninga, þá er hann þjófur. Þjóðfélagið er orðið svo gegnsýrt í áratugi af skatta- æði, að það er voði að sýna hagnað á fyrirtæki. Fyrir nokkrum árum rakst ég á blað úti í Svíþjóð, þar var listi yfír mörg best reknu fyrirtækin, for- stjórum þeirra var sýndur sá sómi að sýna tekjur þeirra, þeir voru með tugi milljóna í tekjur á ári. Að kalla það burgeisahátt datt engum í hug, þessi fyrirtæki veittu tugum þús- unda manna og kvenna vinnu, og þótti sjálfsagt að þau ættu fé, og þeirra yfírmönnum vel borgað. Talað fyrir daufum eyrum Ég hef um árabil skrifað greinar um hversu miklu er hent af sjávar- fangi, sjálfsagt oft fyrir daufum eyrum. Að minnsta kosti hafa margir talið það ósannindi að fiski sé hent, en nú er að koma annað í ljós. Þekktur aflaskipstjóri, Hörður Guðbjartsson, segir í Fiskifréttum 9. sept., „skelfilegt ástand, þorski fleygt í tugþúsundum tonna á ári“, og bætir við: „lengi vel hélt ég að þetta væri kjaftæði". Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir: „Fiskistofa hefur brugð- ist“, fiski fleygt í sjóinn eða svindl- að framhjá vigt. Forseti FFSÍ spáir því að menn séu dæmdir til að hirða skásta fískinn og henda hinu á næsta kvótaári. Úr Barentshafí berast okkur fréttir frá blaðamanni Morgun- blaðsins, að gullgrafaraháttur sé ráðandi hjá fískimönnum til að þvinga Norðmenn til , samninga. Þegar ég var til sjós var maður sem stakk fískinn alltaf í þykkasta vöðvann, af því honum var illa við skipstjórann. KARL ORMSSON, raftækjavörður og áhugamaður um nýtingu sjávarfangs. Víða leynast heimildir um íslenska sögu HEIMILDA um íslenska sögu er að leita vítt og breitt um lönd og liggja ekki allar á lausu. Þessi mynd var send byggðasafninu í Skógum nú í sumar af Royal Ontario Musem í Toronto. Hún birtist fyrst í Canadian Illustrated News 1875. Undir henni stóð: íslendingar fara frá járnbrautar- stöðinni í Point Edward 1875. Þeir eru um það bil að stíga um borð í gufuskipið Ontario á leið til stranda Manitobavatns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.