Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tveir á slysadeiid
eftir árekstur
Vatnavextirnir í Svarfaðardal
Aurskriður ollu
hundruð þúsunda
tjóni á túnum
Meirihluti
bæjarráðs
samþykkir
leikskóla-
nefnd
MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar
samþykkti tillögu Sigfríðar Þor-
steinsdóttur um stofnun leikskóla-
nefndar á fundi á fimmtudag.
Bæjarstjórn mun kjósa fimm full-
trúa í nefndina og aðra fímm til
vara á næsta fundi sem verður á
þriðjudag.
Á fundi bæjarráðs óskaði Sigríð-
ur Stefánsdóttir eftir að eftirfarandi
yrði bókað: „í stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins fyrir bæjarstjórnar-
kosningar sl. vor voru settar fram
ákveðnar tillögur um breytingar á
nefndakerfí bæjarins. Þar kom m.a.
fram eftirfarandi stefna: „Skóla-
nefnd sjái um málefni grunnskóla,
leikskóla og tónlistarskóla." Ég er
sammála því að færa málefni leik-
skóla frá félagsmálaráði, en hefði
talið ofangreinda leið betri, m.a. til
að tengja saman og fá heildarsýn
á málefni leikskólans og grunnskól-
ans.“
Sigurður J. Sigurðsson óskaði
eftir að eftirfarandi yrði bókað: „í
samræmi við stefnumál sjálfstæðis-
manna tel ég að fela ætti skóla-
nefnd grunnskóianna stjómun leik-
skólamála í stað þess að stofna
nýja nefnd til þess að sinna þessu
verkefni.
----» ♦ ♦---
Skólanefnd tón-
listarskólans
verði lögð niður
Á FUNDI bæjarráðs kom frá tillaga
frá Sigríði Stefánsdóttur um að
fela grunnskólanefnd málefni tón-
listarskólans, en skólanefnd tónlist-
arskólans verði lögð niður og taki
breytingin gildi um næstu áramót.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins
til bæjarstjórnar.
í greinargerð með tillögunni seg-
ir að verksvið skólanefndar tón-
listarskólans sé mjög takmarkað en
falli jafnframt vel að verkefnum
skólanefndar grunnskóla.
ÖKUMENN tveggja fólksbíla voru
fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri eftir harðan
árekstur laust eftir hádegi í gær.
Óhappið varð við Lónsbakka, rétt
norðan við bæjarmörk Akureyrar
og Glæsibæjarhrepps. Annar bíllinn
var á leið í bæinn þegar bifreið sem
ekið er úr suðurátt frá bænum var
TUTTUGU og fimm ára gamall
maður á Akureyri var í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra dæmdur
til að sæta öryggisgæslu á viðeig-
andi stofnun og til að greiða 200
þúsund krónur í miskabætur konu
sem hann braust inn til og þröng-
beygt í veg fyrir hann inn á hliðar-
veg. Að sögn varðstjóra lögreglunn-
ar á Akureyri var talið að ökumenn
hefðu sloppið vel miðað við aðkomu
á slysstað, en annar þeirra skarst
í andliti og hinn meiddist í baki.
Bílarnir eru báðir mikið skemmdir
og voru fluttir af slysstað með að-
stoð kranabíls.
vaði með ofbeldi til holdlegs sam-
ræðis. Maðurinn hefur átt við al-
varlegan geðsjúkdóm að stríða og
þarf að mati geðlækna á reglu-
bundinni geðlæknismeðferð að
halda og félagslegan stuðning.
Atburðurinn átti sér stað í apríl
síðastliðnum þegar maðurinn kom
á heimili konunnar sem er á sjö-
tugsaldri og er öryrki. Hann var
drukkinn og þekkti lítt til konunn-
ar, hafði komið þar tvívegis áður.
Hann bguð konunni greiðslu fyrir
að hafa við sig samfarir en hún
TJÓN, sem varð á túnum við bæ-
inn Hreiðarstaðakot í Svarfaðardal
þegar aurskriða féll á þau, nemur
hundruð þúsunda króna að sögn
Ævars Hjartarssonar, ráðunautar
hjá Búnaðarsambandi Eyfjarðar,
en hann skoðaði verksummerki.
Skriðan fór yfir veginn og niður
á túnið í miklu vatnsveðri sem
varð á fimmtudaginn var. Þá fór
einnig vegurinn í sundur við brú
yfir að fremsta bænum í dalnum,
að Koti, og sagði Sigurður Odds-
son hjá Vegagerð ríkisins á Akur-
eyri að búið væri að laga veginn
að mestu leyti, en ekki væri enn
vitað hversu mikið tjónið væri í
peningum talið. Hann taldi að bet-
ur hefði farið en á horfðist og að
undirverktakar hefðu verið sendir
á vettvang strax til að fylla upp
í skarðið sem myndaðist í veginn.
Mun taka 2-3 ár að græða
tún og haga aftur
Ævarr Hjartarsson sagði að
skriðan hefði farið yfir um 4-5
aftók slíkt með öllu og reyndi að
koma manninum út úr íbúð sinni
jafnframt því að kalla eftir hjálp
nágranna. Réðst maðurinn að
henni og fékk vilja sínum fram-
gengt.
Maðurinn var sem fyrr segir
dæmdur til að sæta öruggri vistun
á viðeigandi stofnun og mun áfrýj-
un ekki fresta áhrifum þess dóms-
ákvæðis. Þá var hann dæmdur til
að greiða konunni 200 þúsund
krónur í miskabætur. Ólafur
Ólafsson héraðsdómari kvað upp
dóminn.
hektara túns og svipaða stærð
bitahaga sem hann sagði að taka
myndi 2-3 ár að gróa aftur. Frost
hefði verið norðan heiða síðustu
daga og því væri beðið eftir þíðu
svo hægt yrði að hreinsa.
------♦ ♦—♦----
Sjálfstæðisflokkur á
Norðurlandi eystra
Efstu sæti
óbreytt
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi eystra fyr-
ir alþingiskosningarnar næsta vor
var samþykktur á fundi kjör-
dæmisráðs flokksins á Húsavík á
sunnudaginn var með fyrirvara um
samþykki miðstjórnar flokksins.
Halldór efstur, Tómas
annar, Svanhildur þriðja
í fyrsta sæti verður Halldór
Blöndal, landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra, í öðru sæti Tómas
Ingi Olrich, alþingismaður, Akur-
eyri, í þriðja Svanhildur Árnadótt-
ir, Dalvík, Jón Helgi Björnsson,
Laxamýri, S-Þingeyjarsýslu, í
fjórða sæti, Anna Blöndal, Akur-
eyri, í fimmta sæti, Gunnlaugur
J. Magnússon, Ólafsfirði, í sjötta
sæti, Rúnar Þórarinsson, Sand-
fellshaga, Öxarfirði, í sjöunda sæti,
Sæunn Axels, Ólafsfirði, í áttunda
sæti, Sædís Guðmundsdóttir,
Húsavík, í níunda sæti, Andri
Teitsson, Akureyri, í tíunda sæti,
Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri,
í ellefta sæti og Ingvar Þórarins-
son, Húsavík, í því tólfta.
Halldóra Bjarnadóttir, formaður
Tóbaksvarnanefndar, lýsti því yfir
fyrir rúmri viku að hún gæfi ekki
kost á sér á listann og var því ekki
í framboði í 4. sætið á kjördæmis-
ráðsfundinum um helgina, eins og
fram kom í frétt hér í blaðinu um
helgina.
Héraðsdómur Norðurlands eystra í máli 25 ára gamals manns
Dæmdur til öryggisvist-
unar fyrir nauðgun
Til sölu nýtt 44fm heilsárs sumarhús með 20
fm svefnlofti og 12 fm verönd. Húsið er svo til l_
fullklárað og tilbúið til flutnings.
Verð 2.300 þús. Ath. skipti á bíl, einnig góðan
staðgreiðsluafsl. Húsið er til sýnis á staðnum.
Bílasalan Hraun, Kaplahrauni 2 - 4, Hfj. s: 652727
Tryggvagata - „stúdíó“-íbúð
Frábær kjör
Ca 30 fm glæsileg „stúdíó“-íbúð á 3. hæð með frá-
bæru útsýni yfir höfnina. Parket. Nýtt eldhús. Mögulegt
er að lána helming íbúðarverðs til 6-8 ára og einnig
að taka bíl uppí sem greiðslu. Verð 2,8 millj.
Hafið samband. 700.
Gimli, fasteignasala,
Þórsgötu 26, sími 25099.
94026
Word námskeið
Tölvu- og verkfræöibjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16-© 68 80 90
Endurbættar
lyflækn-
ingadeildir
LYFLÆKNINGADEILDIR
Fjórðungssjúkrahúsins á Akur-
eyri hafa verið endurbættar og
efnt til kynningar á starfsemi
deildanna af því tilefni. Lyflækn-
ingadeild hefur verið starfrækt
við FSA frá árinu 1953, en svo-
kölluð lyflækningadeild II var
stofnuð árið 1989. Deildirnar
veita alla alhliða þjónustu í ly-
flækningum og hjúkrun ásamt
sérfræðiþjónustu í hjartasjúk-
dómum, lungnasjúkdómum og
meltingafærasjúkdómum. Sér-
fræðingur í krabbameinslækn-
ingum kemur einu sinni í mánuði
frá Landspítala. Hjúkrunarfræð-
ingar og sjúkraliðar starfa á þrí-
skiptum vöktum, þá starfa
sjúkraþjálfari við deildina. FSA
er kennslusjúkrahús þannig að
þar eru iðulega margir hjúkrun-
ar- sjúkraliðar og læknanemar
að störfum. Lyfjadeild I rúmar
23 sjúklinga en lyfjadeild II19
sjúklinga og er markmiðið að
veita sjúklingum bestu mögulega
meðferð á sviði lyflækninga og
hjúkrunar.
Á kynningunni var sýnt mynd-
band af hjartaþræðingu og
Morgunblaöið/Rúnar Þór
hjartaómskoðun og margvísleg-
ar upplýsingar um starfsemina
lágu frammi og eins og vera ber
í tilefni dagsins var gestum boðið
upp á ríkulegar veitingar sem
þeir nutu óspart.