Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur ■ ÍSLENSKI KILJUKL ÚBB- URINN hefur sent frá sér þijár nýjar bækur. Grænmetisréttir af gnægtaborði jarðar hefur að geyma sígildar uppskriftir frá öllum heimshornum sem Robert Budwig hefur safnað og myndskreytt. í bókinni eru 120 klassískar upp- skriftir af súpum og forréttum, sal- ati og aðalréttum frá Ítalíu, Frakk- landi, Man-okkó, Tælandi og Ind- landi, auk þess sem fjallað er á al- mennan hátt um matargerð á hveiju svæði. Helga Guðmunds- dóttir þýddi. Bókin er 192 bls., lit- prentuð og í stóru broti. ■ MEIRI BJÓR er spennusaga eftir þýska höfundinn Jakob Aijo- uni. Fjórir meðlimir umhverfis- verndarsamtaka eru ákærðir fyrir morð á forstjóra efnaverksmiðju. Veijandi þeirra ræður einkaspæjar- ann Kemal Kayankaya til að kom- ast að hinu sanna í málinu. Höfund- ur bókarinnar er líkt og söguper- sóna hans af tyrkneskum ættum og hafa sakamálasögur hans notið mikilla vinsælda í þýskumælandi löndum undanfarin ár. Kristín Hjálmtýsdóttir þýddi bókina sem er 168 bls. ■ FYRSTA BÓK Guðbergs Bergssonar, Músin sem læðist, er nú komin út í endurskoðaðri gerð á vegum íslenska kiljuklúbbs- ins í samvinnu við Forlagið. Músin sem læðist kom fyrst út árið 1961 og voru gagnrýnendur á einu máli um að sagan væri framúrskarandi byijandaverk. Músin sem læðist hefur verið ófáanleg í áratugi. Bók- in er 189 bls. í kiljubroti og kostar 898 kr. » hummé! SPORTBÚÐIN Ármula 40 ■ Slmi 813555 oq 813655 Þögnin rofin LEIKLIST Alhcimslcikhúsið 1 Illaövarpanum EITTHVAÐ ÓSAGT Höfundur: Tennessee Williams. Þýðandi: Vilborg Halldórsdóttir. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. 14. október. Það er óhætt að segja að Kaffi- leikhúsið í Hlaðvarpanum fari af stað með krafti, því með viku milli- bili hafa verið frumsýnd þar tvö leikrit. Leikhópurinn Alheimsleik- húsið varð til á Listasumri á Akur- eyri í sumar, þar sem „Eitthvað ósagt“ var á fjölunum en er nú komið suður yfir heiðar til að vera á fjölum Kaffileikhússins í Hlað- varpanum. Leikurinn á sér stað við morgun- verðarborðið á heimili fröken Scott, sem bíður eftir niðurstöðum úr for- mannskjöri í stórum kvennasam- tökum, sem hún er meðlimur í. Hún vill verða formaður. Einkaritari hennar til 15 ára, Grace, er að hjálpa henni að bíða og þótt ljóst sé að spennan eftir fréttum af for- mannskjörinu sé mikil, er spennan milli frökenarinnar og einkaritar- ans ekki minni. Það er sitthvað ósagt milli þeirra tveggja og fröken Scott reynir hvað eftir annað að segja það. Hún ger- ir þráfaldlega tilraunir til að nefna hlutina sínum réttu nöfnum en Grace verst hetjulega. Það eru þær Steinunn Ólafsdótt- ir og Anna Elísabet Borg sem leika fröken Scott og Grace. Samleikur þeirra er alveg sérlega góður og hvor um sig skapar mjög sterka persónu. Steinunn leikur töluvert upp fyrir sig í aldri í hlutverki hinn- ar auðugu og hégómlegu frökenar Scott og ferst það ótrúlega vel úr hendi. Þrátt fyrir tilraunir frö- kenarinnar til að tala hreint út um samband sitt við Grace, er síður en svo að hún geti kallað hlutina sínum réttu nöfnum, þegar kemur að því að ræða framapot hennar innan hreyfíngarinnar. Tvöfeldni hennar er mjög skýr, sem og valda- þörf; þegar hún fer að átta sig á að veraldargengið er eitthvað fall- valt, undirstrikar hún vald sitt yfir Grace. Steinunn lék óaðfinnanlega á þessa strengi. Hún er sterk og vönduð leikkona og í rauninni finnst mér undarlegt hversu lítið hefur sést af henni í „stóru“ leik- húsunum hér. Anna Elísabet Borg leikur Grace. Þetta er dálítið staðlað hlut- verk undirlægjunnar, sem þó hefur undirtökin vegna veikleika þess sem valdið hefur. Leikur Önnu er mjög góður í þessu hlutverki. Hún nær að skapa mikla spennu í varnarleiknum sem Grace leikur gegn yfirboðara sínum; slakar á þegar málefni kvennasamtakanna ber á góma, flýr inn í heim tónlist- arinnar þegar umræðuefnið fer að nálgast hana sjálfa og Anna túlkar mjög vel skelfinguna sem grípur Grace* þegar eitthvað ósagt er h sagt. L Hlín Agnarsdóttir skilar sinni ^ vinnu mjög vel; hreyfingin í sýning- 9 unni er mikil, þagnir nákvæmar, persónumar vel unnar og það er mikil spenna í sýningunni á þessu verki, sem virðist ósköp einfalt á yfírborðinu. Eftir að hafa séð tvær fyrstu sýningarnar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum er ekki hægt annað en óska aðstandendum til hamingju P og vona að þetta sé leikhús sem á |) framtíðina fyrir sér. w Súsanna Svavarsdóttir " Leyniþræðir og draumórar MYNPLIST Listhúsiö Úmbra GRAFÍK MAGÐALENA MARGRÉT Opið daglega frá 14-18. Lokað mánudaga. Aðgangur ókeypis. MAGÐALENA Margrét Kjart- ansdóttir er á leið með að skapa sér nokkra sérstöðu í íslenzkri grafík, sé tekið mið af verkum hennar í listhúsinu Úmbru þessa dagana. Hún virðist vera að fjarlægjast hestaformið, sem var að verða ein- kenni hennar og satt að segja nokkuð ágengt, og þó þess fínni stað í einstaka mynd er það minna áberandi, en þá er það frekar til að draga úr heildaráhrifunum. Jafnframt minnti það mann að nokkru á að hér væri um að ræða litlu systur Magnúsar Kjartans- sonar í listinni, því hún lagði mun seinna á listabrautina, þótt hún sé að öðru leyti eldri að árum! Það eru einungis sjö myndir á sýningunni, en allar stórar, eða metri á langveginn og sjötíu senti- metrar á þverveginn. En ekki er það fyrir stærðina eina að þessar myndir hafa meiri áhrif á rýninn en það sem hann hefur áður séð frá hendi Magðalenu, heldur dul- rænn krafturinn og áhrifaríkari samspil forma. Sýningin kom satt að segja á óvart, því að hér er um að ræða umtalsverða breytingu á mynd- málinu, þótt stutt sé í ýmis fyrri tákn og þá hestaformið um leið. Þannig þótti mér eitt andartak myndin „Ofinn leyniþráður“ eitt kröftugasta verkið á sýningunni, en kom svo auga á nokkra litla hesta við enda leyniþráðanna, þar sem ég hélt að væri óhlutlægt tákn og það raskaði sjónskynjun mína. En svo það verði ekki mis- skilið, skal tekið fram að í sjálfu sér er ég ekkert á móti þessu sér- staka formi, en það er einfaldlega orðið dálítið útjaskað í þessari sí- bylju. Það voru myndimar „Feluleik- ur“ (3) og „Draumórar" (7) sem höfðuðu sterkast til mín fyrir dul- úðugan og upphafínn tjákraft ásamt „Vængslætti“ (7), en allar eru þessar myndir einfaldar og ögrandi. Láta skoðandann ekki í friði, en án þess að hneyksla. Það eru einmitt þessi viðbrögð sem eru svo mikilvæg í listinni, vegna þess að það er hið myndræna sem ögr- ar, en ekki einhver hugmynda- fræði eða sóðaskapur á myndræn form og tilvísanir á afbrigðilegar athafnir. Menn eru orðnir lang- þreyttir á slíku og biðja frekar um hrifrík átök á sjálfum myndfletin- um. Það er einmitt þetta sem er að gerast í myndlist Magðalenu Mar- grétar og maður bíður spenntur eftir framhaldinu. Bragi Ásgeirsson Frú Emilía frumsýnir Kirsuberja- Jj garðinn * FRÚ Emilía frumsýnir Kirsubeija- garðinn, gamanleik Antons Tsjekovs sunnudaginn 23. október kl. 20. Kirsubeijargarðurinn er síðasta leik- rit Tsjekovs. í fréttatilkynningu segir: „Okkur birtist fýndið fólk, sem segir eitt og gerir annað, sem reynir að róa sjálft sig með því að tala um nágrann- P anna, um veikindi sín, um gamla p daga og fjarlæg lönd - og þráast við að opna augu sín fyrir sannleik- anum.“ Kristbjörg Kjeld leikur frú Ranevskaju, aðalhlutverk leiksins. Aðrir leikarar eru Jón Guðrún Jóns- dóttir, Edda Heiðrún Backman, Þröstur Guðbjartsson, Ingvar E. Sig- urðsson, Steinn Ármann Magnússon, Harpa Amardóttir, Kjartan Bjarg- mundsson, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Árni Tryggvason | og Valgeir Skagfjörð. Kristbjörg ® Kjeld og Ingvar E. Sigurðsson eru fastráðnir leikarar Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, leik- mynd er eftir Gretar Reynisson og búninga annast Elín Edda Ámadótt- ir. Hljómsveitin „Skárra en ekkert“ tekur þátt í sýningunni. Maður þarfnú ekki jólaföt til að fara til Ljósmyndarans! TILBOÐSVERÐ í OKTÓBER " Nýir " Ijósmyndarar Nína Lára LJOSMYNDARINN I MJODDINNI SIMI 79550 Ljóðsaga eftir Þorstein Stefánsson KOMIN er út bókin Þú, sem komst Ijóð- saga eftir Þorstein Stefánsson rithöfund, sem lengi hefur verið búsettur í Danmörku. Þorsteinn er þekktur rithöfundur og hefur hlotið verðlaun og við- urkenningar fyrir verk sín. Bækur hans hafa verið þýddar og gefnar út í mörgum löndum. Efni Þú, sem komst er persónusaga skálds- ins og besta vinar í þessu lífí Rigmor Birg- itte Hövring, sem lést langt um aldur fram. Hún var bóka- safnsfræðingur og stofnaði bókaút- gáfuna Birgitte Hövring Biblio- teksforlag 1975 í þágu íslenskra bókmennta í Danmörku. Fram að þessu hefur útgáfan gefið út á þriðja tug íslenskra bóka í þýð- ingum. Nú gefur skáldið út ljóðsöguna á móðurmálinu. Á næsta ári er væntanlegt á ís- lensku 2. bindi ljóðsög- unnar: Ég kyssti fót- spor þín. Þú, sem komst er gefin út af Birgitte Hövrings Biblioteksforlag. Bók- inn er 224 bls. að stærð. Prentun og band er unnið í Prent- smiðjunni Odda. Bókin er gefín úr í mjög takmörkuðu upplagi og kost- ar 2.380 krónur. Þorsteinn Stefánsson I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.