Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIMMIIMGAR KRISTÍN BJARKAN síðast allar saman, í ágúst í sumar- bústað á Þingvöllum, á kvöldi sem var eins og þau geta fallegust orðið þar. Við ætlum að muna hana eins og hún var þá, yndisleg vinkona sem okkur þótti öllum vænt um. Við biðjum algóðan guð að geyma hana og gefa fjölskyldu hennar styrk. Látin er í Reykjavík Kristín Bjark- an snyrtifræðingur langt um aldur fram. Það er fagurt við Sundin í Reykja- vík þar sem mannlífið hefur tekið við af svartfuglinum og glæstar nýbyggingar prýða ströndina upp af klöppinni. Kolbeinshaus er horfinn I og steinbryggjan líka svo og stak- | stæðin og fjaran en fegurðin er eft- ir því að hún deyr ekki. Hjónin Kristín og Gunnar Ingi- mundarson höfðu kosið sér þessa nærvist við fegurðina frá Hengla- íjöllum til Jökulsins. Hún var tákn- ræn fyrir þeirra samvist alla um nærfellt þriggja áratuga skeið. Fyrir Kristínu varaði þessi nær- vist aðeins til tveggja nátta. Það var of skammur tími. Kristín var vandvirkur fagmaður á sínu sérsviði og létti þrautir margra lélegra fóta og lúinna handa. En hæst ber reisn hennar í því hvern- ig hún kaus að umbera erfiðan sjúk- dóm sem mest innra með sér án þess að bera hann á torg fyrir aðra. Út á við var hún frískleg og kát og lék á als oddi. Okkur setti hljóð við þá skapfestu og stillingu, sem við urðum vitni að og verður okkur jafnan minnisstæð. Þótt Kristín hafi nú gengið á vit aftureldingarinnar og veðramökkur hjúpi Jökulinn í svip mun aftur birta af því sama sólskini og lýsir á Krist- ínu Bjarkan í hennar hinztu verferð. Við þökkum hennar samveru og sendum Gunnari og börnum einlæg- ar samúðarkveðjur. Björg og Sverrir Ólafsson. Það var árið 1972 að starfs- mannafélag IBM á íslandi efndi til sinnar árvissu Jónsmessunætur- göngu. í það skiptið var gengið á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. í hópnum var Gunnar Ingimundarson sem þá starfaði fyrir IBM í Dan- mörku en var kominn til íslands sem ráðgjafi og til að halda námskeið um tölvutæknileg atriði. í þessari ferð var kona hans í för með honum, Kristín Bjarkan. Það var í þessari ferð sem við kynntumst þeim hjónum og hélst sá kunningsskapur alla tíð síðan. Kristín menntaðist í Danmörku sem snyrtisérfræðingur með fótaað- gerðir sem sérgrein. Hún starfaði alla tíð við sína grein ýmist á stofu eða á stofnunum og nú síðast á Öldr- unardeild Landspítalans í Hátúni. Naut hún mikilla vinsælda í starfi sínu og yar eftirsótt. í Danmörku kynntist hún lífsförunaut sínum. Alla tíð vakti það aðdáun okkar hjóna hversu samrýnd þau Gunnar Iog Kristín voru og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau studdu hvort annað í öllum sínum áhugamálum, engin ákvörðun tekin nema í samráði. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Sigrúnu og Dav- íð. Sigrún er í framhaldsnámi í tölv- unarfræðum í Bandaríkjunum en hún er gift Brynjólfi Þórssyni, verk- fræðingi, og eiga þau einn son, Arn- ór, á öðru ári. Davíð er í framhalds- námi í verkfræði í Frakklandi. Kristín Bjarkan var að mörgu leyti sérstök manneskja. Það sem ein- kenndi hana fyrst og fremst var hreinskilni og glaðværð. Hún sagði hreint út það sem henni bjó í brjósti, duldi aldrei hrifningu sína yfir nýjum hugmyndum, nýjum hlutum. Já, hrifningu, það var eins og ekkert neikvætt væri til í hennar huga, aðeins gleði yfir lífinu og öllu sem í kringum hana var. Kristín bjó yfir listrænum eiginleikum sem lýstu sér í áhuga hennar á myndlist þar sem hún fylgdist vel með öllum sýning- um. ÓIl handavinna var henni leikur einn og hún lét sig ekki muna um að sauma forkunnarfallegan brúðar- kjól á dóttur sína. Síðustu árin barðist Kristín við illvígan sjúkdóm og á þeim tíma sýndi hún á sér nýja hlið. Hún lét aldrei bugast, bað aldrei um vor- kunnsemi, íþyngdi ekki vinum sínum með voli heldur ræddi um veikindi sín af æðruleysi og kjarki, sem kom svo berlega í ljós á síðustu ævidögum hennar. Þó svo að dauðinn biði henn- ar á næstu grösum var hugur henn- ar allur bundinn við nýju íbúðina, sem þau hjónin fluttu í aðeins nokkr- um dögum fyrir andlát Kristínar og hún náði aðeins að njóta í tvo daga áður en hún var lögð inn á spítala í hinsta sinn. Það var Kristínu ómet- anlegt að eiga Gunanr og börnin að, en umhyggja þeirra var einstök. Þau gerðu allt til að gera henni lífið létt- ara. Hennar verður sárt saknað á okk- ar heimili. Við munum sakna allra glaðværu heimsóknanna, allra sím- talanna, samverustundanna og allra greiðanna, sem hún aldrei taldi eftir sér, hvort heldur við eða synir okkar þurftu að leita til hennar. Alltaf tók hún á móti okkur opnum örmum af sinni einstöku hjartahlýju og gleði. Hver einstaklingur, hver fjöl- skylda, á sitt líf, eignast sína sam- ferðamenn, sitt umhverfi sem ekki endurnýjast, skörðin verða trauðla fyllt. Við fráfall Kristínar verður líf okkar litlausara, hversdagsleikinn grárri. Okkar söknuður er þó hjóm eitt í samanburði við þá sorg, sem ríkir í bijóstum hennar nánustu, eig- inmanns, hjartfólginna barna og fjöl- skyldu. Þeim viljum við votta okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kristínar. Hekla og Björgvin. Kær vinkona okkar, Kristín Bjarkan, er látin. Er kynni okkar hófust fyrir nokkrum árum, vorum við nokkrar sem þurftum að takast á við þann illvíga sjúkdóm sem Krist- ín þurfti að lokum að beygja sig fyrir. Með okkur tókst einlæg vin- átta sem við allar mátum svo mik- ils. Kristín barðist hetjulega og hélt alltaf reisn sinni. Sýndi hún best styrk sinn og dugnað er þau Gunnar fluttu í nýja og glæsilega íbúð að- eins fáeinum dögum fyrir andlát Kristínar. En þar hafði hana dreymt um að njóta hins fallega útsýnis yfir sjóinn með Gunnari. Gunnar maðurinn hennar var sem klettur við hlið hennar sem og börn þeirra, Sigrún og Davíð. Litla barnabarnið Arnór var sem sólargeisli hjá afa og ömmu í sumar. Elsku Gunnar, Sigrún og Davíð, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Þið voruð henni allt. Unnur og Þóra Hrönn. Det Nodvendige Seminarium (I Danmörku getur enn tekið inn 3 íslenska NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1995 4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörg- um skólum og uppeldisstoínunum í Evrópu og þriðja heiminurn. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu. • 1 ár námsefni innanlands, innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna i skóla í Afriku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verð- ur haldinn í Reykjavík laugard. 12. nóvember kl. 16 á Hótel íslandi. ÍEf þú hefur áhuga, hringdu í síma 90 45 43 99 55 44 eða sendu símbréf 90 45 43 99 59 82. I Det Nodvendige Seminarium, DK-6990 Ulfborg ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 39 EVRÓPUKEPPNITAFLFÉLAGA TR sló út stórlið Bayern Miinhen Hannes Hlífar vann Benedikt Jónasson sjálfan Artúr Jú- lagði stórmeistarann supov. Bischoff. SKAK UNDANRÁS EM TAFLFÉ- LAGA í EUPEN, BELGÍU HAUSTMÓT TR Október 1994. TAFLFÉLAG Reykjavíkur er óvænt komið í átta liða úrslit í Evrópukeppni taflfélaga með sigri í undanrásariðli í Eupen í Belgíu. TR sló Evrópumeistarana 1992, Bayern Miinchen frá Þýskalandi, út í úrslitaviðureign á sunnudag- inn. Jóhann Hjartarson var í því erfiða hlutverki að þurfa að tefla fyrir Bayem gegn félögum sínum í TR. Hann stóð fyrir sínu, vann Karl Þorsteins á fjórða borði, en það dugði ekki til. Hannes Hlífar Stefánsson vann einn sterkasta skákmann heims, Artúr Júsupov, á öðra borði. Benedikt Jónasson var miklu stigalægri en andstæð- ingur hans á sjötta borði, en tókst samt að sigra. Helgi Ólafsson—Hiibner V2—V2 Hannes H. Stefánsson—Júsupov 1-0 Jón L. Árnason—Ribli V2—V2 Karl Þorsteins—Jóhann Hjartarson 0—1 Helgi Áss Grétarsson—Stangl 0-1 Benedikt Jónasson—Bischoff Í-0 Úrslitin urðu því 3—3, _en TR komst áfram á stigum. Úrslit á fyrsta borði hafa mest vægi við stigaútreikninginn, síðan annað borðið og svo koll af kolli. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Artúr Júsupov Rússnesk vöm '1. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. d4 - exd4 4. e5 — Re4 5. Dxd4 — d5 6. exd6 (framhjáhlaup) Rxd6 7. Rc3 - Rc6 8. Df4 - g6 9. Be3 Júdit Polgar lék 9. Bd2 gegn Júsupov á hraðmótinu í Oviedo á Spáni í fyrra, en eftir 9. — Bg7 10. 0-0-0 Be6 11. Rg5 - 0-0 12. g3 — Rd4 hafði svartur sín gagnfæri. Bg7 10. 0-0-0 - Be6 11. Rg5! - 0-0 12. h4 - Be5 13. Df3 - h5 14. Rxe6 — fxe6 Lakari peðastaða svarts tryggir hvíti nú ívið betri stöðu. 15. Dh3 - Df6 16. Bg5 - Bf4+ 17. Bxf4 - Dxf4+ 18. Kbl - Hae8 19. Be2!? - Re5 Eftir 19. - Dxf2 20. Hhfl - Dc5 21. g4 hefur hvítur fullnægj- andi bætur fyrir peðið. 20. Hhel - Hf5 21. f3 - Db4 22. a3 - Db6 23. g4 - 23. - Hf4? Betra var 23. — hxg4 24. fxg4 - Hg4 en Júsupov treystir á gagn- sókn sína á drottningarvæng. Hannes lætur ekki ragla sig í rím- inu og heldur sínu striki: 24. gxh5! — Rdc4 25. Bxc4 — Rxc4 26. b3 — Rxa3+ 27. Kcl — Df2 28. He2 - Dxf3 29. Dxf3 - Hxf3 30. Kb2 - c6 31. Re4! Hannes er kominn með unnið endatafl og þetta er sá fyrsti af nokkrum laglegum millileikjum sem þvinga fram sigur. Það liggur ekkert á með að leika h5xg6. 30. - c6 31. Re4 - Rb5 32. c4 - Rc? 33. Hd7 - Ra6 34. hxg6 - Hef8 35. g7 - H8f7 36. Hd8+ - Kxg7 37. Hg2+ - Kh7 38. Rg5+ og Júsupov gafst upp. Spánskir andstæðingar TR í fyrstu umferðinni á föstudaginn boðuðu forföll og andstæðingar þeirra voru því Anderlecht frá Belgíu. Einn Belginn missti af lest og Hannes Hlífar fékk vinning án taflmennsku. Loka- tölurnar urðu 4 V2— V/2 TR í vil, Jón L., Karl og Helgi Áss unnu sínar skákir, Helgi Ólafsson gerði jafntefli_ en Benedikt tapaði. í annarri um- ferðinni á laugardag*— mætti TR síðan hei- maliðinu og sigraði 5—1. Þeir Helgi ög Jón L. gerðu jafntefli en hinir unnu. Það breytti miklu í þessum riðli að rússn- eska liðið frá Ekater- inburg sótti ekki um vegabréfsáritun fýrr en 7. október. Það reyndist of seint og þeir féllu því allir á tíma í fyrstu umferð. Úrslitakeppnin fer fram í Lyon í Frakklandi helgina 18.—20. nóvember. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, hefur unnið fimm fyrstu skákir sínar í A flokki á Haust- móti Taflfélags Reykjavíkur og er afar sigurstranglegur. Staða efstu manna í flokkunum fjórum að loknum um fímm umferðum af ellefu á Haustmótinu er þessi: A flokkur: 1. Þröstur Þórhallsson 5 v. 2. Magnús Örn Úlfarsson 4 v. 3. -4. Sigurbjörn Björnsson 3 v. 3.-4. Sævar Bjarnason 3 v. 5.-7. Jón Viktor Gunnarsson 2Vi v. 5—7. Jón Garðar Viðarsson 2Vi v. 5.-7. Tómas Björnsson 2Vi v. B flokkur: 1. Eiríkur Björnsson 3 V2 v. 2. -3. Hrannar Baldursson 3 v. 2.-3. Arnar E. Gunnarsson 3 v. í B flokki er nokkuð um frestað- ar skákir. C flokkur: Einar K. Einarsson 4 V2 v. 2. Torfi Leósson 4 v. 3. Halldór Garðarsson 3'h v. 4. -6. Einar H. Jensson 3 v. 4.-6. Sverrir Sigurðsson 3 v. 4.-6. Árni H. Kristjánsson 3 v. D flokkur: 1. Kristján Halldórsson 4 v. 2. -3. Guðm. S. Jónsson 3*/z af 4 2.-3. Davíð Ó. Ingimarss. 3'/2 af 4 4.-5. Jón Baldur Lorange 3'/2 v. 4.-5. Stefán Kristjánsson 3‘/2 v. Margeir Pétursson Skjaldborg stuðningsmanna SÓLVEIGAR PÉTURSDÓTTUR alþingismanns er að Vegmúla 2, s. 881380 og 881382 Opið virka daga frá kl. 14:00 - 22:00 laugard. og sunnud. frá kl. 14:00 -19:00. Sólveig skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við síðustu kosningar, efst kvenna á þeim lista. Hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á Alþingi. M.a. er hún formaður allsherjarnefndar, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og er formaður íslandsdeildar Norður-Atlantshafsþingsins. HtarsmiMafrtfe - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.