Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Að óbreyttu verða 280 milljónir afgangs til framkvæmda hjá borginni 1995, segir borgarstjóri Samanburður á launum og fríðindum undirbúinn Meint ölvun við akstur ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 '92 '93 Ölvaðir í umferðaróhöppum Hlutfallsleg íj'ölgun á milli ára HLUTFALL ölvaðra ökumanna í umferðaróhöppum í Reykja- vík fyrstu níu mánuði ársins er hærra en á sama tíma í fyrra. Meint ölvun við akstur hefur þó heldur minnkað á landinu öllu síðustu ár, miðað við kærur lögreglu. Lögreglan í Reykjavík sendi 603 ökumenn í blóðsýnatöku fyrstu níu mánuði líðandi árs vegna gruns um ölvun við akst- ur. Þetta voru 476 karlar og 127 konur og af þeim reyndist 61 undir viðmiðunarmörkum. 110 voru í óhöppum eða 18,2%. Þetta hlutfall var heldur lægra á sama tímabili í fyrra eða 13,4%. Þá voru 695 öku- menn sendir í blóðsýnatöku vegna gruns um ölvun við akst- ur, 546 karlar og 149 konur. 76 reyndust undir viðmiðunar- mörkum. 93 lentu í umferðar- óhöppum eða 13,4% eins og áður segir. í nýútkominni skýrslu Um- ferðarráðs um umferðarslys á íslandi árið 1993 kemur fram að tilvikum um meinta ölvun við akstur hefur fækkað síðustu ár. Árið 1987 voru skráð 2.664 tilvik á landinu en í fyrra voru þau 1.955. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði m.a. á borgara- fundi í gærkvöldi, að sú hugmynd væri nú á sínu borði að gera saman- burð á launakjörum, fríðindum, bílastyrkjum og yfirvinnu hjá Fé- lagsmálastofnun annars vegar og hjá embætti borgarverkfræðings eða einhverri veitustofnananna hins vegar. Borgarstjóri sagði einnig að verði rekstrargjöld Reykjavík- urborgar með svipuðum hætti á næsta ári og þau hafa verið til þessa og hvergi gripið til viðbótamiður- skurðar í fjárhagsáætlun borgar- innar blasi við að þau aukist í 8,6 milljarða króna. Rekstur og ný- framkvæmdir við götur og holræsi yrðu að óbreyttu 1,5 milljarðar og heildarrekstrarútgjöld borgarsjóðs 10,1 milljarður á árinu 1995 en tekjur næmu að óbreyttu 10,4 millj- örðum þannig að aðeins 280 milljón- ir væru afgangs til allra byggingar- framkvæmda á næsta ári. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra á borg- arafundi Regnbogans, samtaka um Reykjavíkurlista, í gærkvöldi. Ingibjörg sagði að ef haldið yrði áfram á fullum dampi við fram- kvæmdir án þess að tekjur borgar- innar ykjust yrðu skuldir Reykjavík- urborgar komnar í 20 milljarða árið 1998. Útboðsmál verði tekin fastari tökum Fram kom í máli borgarstjóra að í undirbúningi væri að taka útboðs- mál hjá borginni fastari tökum. Borgarendurskoðun væri að safna upplýsingum frá öllum stofnunum borgarinnar um innkaup á þjónustu, vörum og verklegum framkvæmd- um. Nú þegar væri komið í ljós að umtalsverður hluti færi framhjá útboðum og nefndi sem dæmi að á árinu 1993 hefði Hitaveita Reykja- víkur gert verksamninga að upphæð 276 milljónir án þess að um útboð væri að ræða. Einnig kom fram í máli borgar- stjóra að viðræður væru nú í gangi milli embættismanna borgarinnar og Arkitektafélags íslands um að koma á ákveðnum verklagsreglum við val á arkitektum vegna fram- kvæmda borgarinnar í framtíðinni. I ræðu sinni fjallaði borgarstjóri um forkönnun sem gerð hefur verið á stjórnkerfi borgarinnar og sagði m.a. nauðsynlegt að breyta starfs- mannapólitík borgarinnar og setja endurmenntun og þjálfun stjórn- enda á oddinn og að mönnum yrði gefinn kostur á að færa sig milli stofnana í borgarkerfinu. Þá væri nauðsynlegt að fjölga konum meðal stjórnenda borgarinnar og kanna launamál karla og kvenna hjá borg- inni. Kjaradeila sjúkraliða Kosning hefst í dag- um verk- fallsboðun BYRJAÐ verður í dag að senda út atkvæðaseðla til félaga í Sjúkraliðafélaginu um hvort boða skuli til verkfalls sjúkra- liða þann 10. nóvember næst- komandi. Atkvæðagreiðslan fer fram alla þessa viku og lýkur kl. 19 á laugardag. Hefst taln- ing strax að atkvæðagreiðslu lokinni og er gert ráð fyrir að niðurstaða hennar liggi fyrir á sunnudag. Samningafundur var haldinn í kjaradeilu Sjúkraliðafélags ís- lands og viðsemjenda þess í húsnæði ríkissáttasemjara sl. sunnudag. Annar samninga- fundur var svo haldinn í gær, auk funda í starfshópum. Ekkert hefur þokast í sam- komulagsátt í viðræðunum samkvæmt upplýsingum Krist- ínar Á. Guðmundsdóttur, for- manns Sjúkraliðafélags íslands. Næsti samningafundur í deil- unni hefur verið boðaður á morgun kl. 10. Þingflokks- formenn funda um vantraust ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins komst ekki að niður- stöðu í gær um það hvernig bregðast eigi við tillögu stjórn- arandstöðuflokkanna á Alþingi um að lýsa vantrausti á hvern einstakan ráðherra ríkisstjórn- arinnar. Fundur formanna þingflokkanna hefur verið ákveðinn fyrir þingfundi í dag og verður þar rætt hvenær van- trauststillagan verður tekin á dagskrá þingsins. I upphafi þingfundar í gær varð umræða um hvenær van- trauststillagan kæmi á dagskrá þingsins. Talsmenn stjómar- andstöðunnar kröfðust um- ræðna strax, en forseti sagði forsætisráðherra koma til landsins á miðvikudag og ætti þá að vera hægt að koma sér saman um málið. Það varð hins vegar að sam- komulagi að formenn þing- flokkanna hittast í dag. Fyrstu framboðs- listarnir FRAMBOÐSLISTAR Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi og Norðurlandi eystra voru samþykktir um helgina og eru fyrstu framboðslistarnir, sem ákveðnir eru fyrir næstu al- þingiskosningar. Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra var sam- þykktur á fundi kjördæmis- ráðs flokksins á Húsavík á sunnudaginn með fyrirvara um samþykki miðstjórnar flokksins. Listi flokksins í Austur- landskjördæmi var samþykkt- ur á aðalfundi kjördæmisráðs flokksins sem haldinn var á Egilsstöðum um helgina. Listana leiða Halldór Blön- dal, ráðherra, og Egill Jóns-' son, alþingismaður. ■ Listar/2-12 Morgunblaðið/Júlíus ÞESSI mynd var tekin á Suðurbraut á móts við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði aðfaranótt sunnu- dags. Ökumaður, sem var grunaður um ölvun við akstur, hvolfdi bílnum eftir að hafa ekið á stólpa við hraðahindrun en við hana mjókkar gatan. Ökumanninn sakaði ekki. Lánsfjáraukalög samþykkt á Alþingl þannig að afgreiðsla húsbréfa getur hafist á ný Seðlabankinn á 25 milljarða króna í ríkisverðbréfum LÁNSFJÁRAUKALÖG voru samþykkt frá Al- þingi í gær og er þar með heimilað að auka útgáfu húsbréfa um 3,7 milljarða króna frá því sem var áætlað í iánsfjárlögum, auk þess sem heimild ríkissjóðs til lántöku var hækkuð um 1.250 milljónir króna. í nefndaráliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar kemur fram að nettóeign Seðlabanka Islands á ríkiverðbréfum er nú um 25 milljarðar króna og að hann er kominn í þrot hvað varðar kaup á ríkisverðbréf- um. Miklar umræður spunnust um vaxtaþróun- ina og húsbréfakerfið við afgreiðslu frumvarps- ins og kom meðal annars fram að 60% greiðslu- erfiðleikalána í húsbréfakerfinu eru í vanskilum. Frumvarpið fór með sérstökum hraða í gegn- um þingið vegna fjölda þeirra umsókna um hús- bréfaián sem bíða afgreiðslu. Bæði stjórn og stjórnarandstaða lögðu áherslu á að auka þyrfti heimildir til útgáfu húsbréfa og var sú grein frumvarpsins samþykkt samhljóða. Stjórnarand- staðan sat hjá við afgreiðslu frumvarpsins að öðru leyti og var það samþykkt með 24 atkvæð- um en 13 sátu hjá. 60% greiðsluerfiðleika- lána í húsbréfakerfinu eru nú í vanskilum Vandi að hlaðast upp Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalagsins mælti fyrir nefndaráliti minnihlut- ans en í því kemur m.a. fram að fráleitt sé að hækka nú ábyrgðargjald á húsbréfum um 0,1 prósentustig í 0,35%. Steingrímur sagði að vaxtablaðran væri sprungin. Ríkisstjórninni hefði tekist að kaupa niðuri vextina með aðstoð Seðlabankans, en því væri lokið nú þar sem bankinn væri kominn í þrot, en hann hefði haldið að sér höndum að undanförnu varðandi kaup. Verðbréfaeign bank- ans hefði stóraukist á undanförnum mánuðum og skiptist þannig að fjórir milljarðar væru í húsbréfum, 11,8 milljarðar eða tæpur helmingur væri í ríkisvíxlum og 8 milljarðar væru í spari- skírteinum. Vextirnir færu hækkandi og hefði ávöxtunarkrafa kauptilboða í húsbréf á verð- bréfamarkaði í gær verið 5,65%. Átta milljarðar erlendis Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, sagði að hækkun ábyrgðargjaldsins um 0,1 prósentu- stig yki greiðslubyrði af einnar milljónar króna húsbréfaláni um 700 krónur á ári eða sem svar- aði til 3.500 króna af fimm milljón króna láni. Hann sagði að margt væri að gerast á markaðn- um. Gert væri ráð fyrir að fjárfest yrði fyrir átta milljarða erlendis á þessu ári, meðal annars vegna framvirkra samninga, en þessi markaður myndi mettast. Ávöxtunarkrafan réðist af vænt- ingum manna á markaðnum og það væri ekki ástæða til að ætla að ávöxtunarkrafán færi veru- lega upp. Þá benti hann á að almenningur ætti mest af sínum fjármagnsviðskiptum við banka og útlánsvextir banka gætu lækkað frá því nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.