Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 23 _________LISTIR Launhelgar sálarlífsins BOKMENNTIR Ljód AÐBAKIMÁNANS eftir Ágústínu Jónsdóttur. Fjölvaútgáfan, 1994 - 88 bls. TÁKN og tilvísanir einkenna umfram allt annað fyrstu ljóðabók Ágústínu Jónsdóttur sem hún nefn- ir Að baki mánans. Heiti bókarinn- ar ber með sér vísun til mánans sem er raunar eitt mikilvægasta tákn hennar enda vísar það í senn til kvenleika og innsæis og tengist með ýmsum hætti dulvitund ellegar launhelgum sálarlífs- ins. Bókina er unnt að skoða í heild sem ein- hvers konar könnunar- ferð um hin leyndu svið ellegar afhjúpun dul- vitaðra og óræðra kennda sem taka á sig form í ljóðunum. Þann- ig verkar hún nokkuð sterkt sem heild. Þessi frumraun Ág- ústínu er á ýmsan hátt djörf tilraun til sjálstj- áningar. Hún er metn- aðarfull og sannast sagna búa í þeim metnaði helstu kostir hennar og gallar. Bókinni skiptir Ágústína í þijá megin flokka. Sá fyrsti nefnist Flæði. Yfir honum er töluverð birta og léttleiki. Kvæðin eju mörg hver erótísk og túlka ólgandi brim til- finninga, losta og ást. Annar flokk- urinn nefnist Blóðbrigði. Yfir hon- um er miklu þyngra. Sorg, dauði, missir og tregi eru meðal þeirra kennda sem koma upp úr djúpinu og það er eins og blóðbragð sé af mörgum kvæðanna. Hinu myrka efni fylgir einnig myrkur ljóðstíll. Þriðji flokkurinn, sem nefnist flug- skuggar, einkennist svo af miklu hugarflugi, villtum hugsanatengsl- um, sveiflum milli skynsviða og dálítið súrrealísku myndmáli. Ljóðmál Ágústínu er fjölskrúðugt eins og hún sé að leita fyrir sér í þeim efnum. Fyrirferðamest er kosmískt táknkerfi þar sem máni, vötn og vængir gegna veigamestum hlutverkum en einkalegri tákn not- ar hún einnig töluvert. Auk þess einkennast ljóð hennar af fornlegu orðvali og vísunum í eddukvæði og drótt- kvæði. Mikið er gefið' í skyn og jafnvel höggvið aftan af setningum. Því er ekki að leyna að sum kvæði hennar verða fyrir bragðið torræð og raunar svo á stundum að það hamlar lesanda að njóta textans. Alls ólík eru svo þau ljóð skáldkonunnar þar sem hún gefur skáld- fáknum lausan taum- inn og sveiflast milli skynsviða í villtu brokki hugarflugsins. „Vef úr/ rödd þinni/ hjarta sem/ ilmar/ í brjósti mínu“, segir í Tengslum. Hér gætir fersk- leika og ekki síður í þeim kvæðum þar sem henni tekst að einfalda myndsýnina og tjá tilfinningar sínar í ljósu máli: „Höfuðið er/ rós// í lófa// teygar/ blóð“, segir í Þyrn- um. Og einna best þykir mér fyrsta ljóð bókarinnar, Nánd. Það er engin nýlunda að skáld leiti fanga í nátt- úrunni til að lýsa elskhuganum. Samt er eins og sú tilfinning verði aftur ný: Ágústína Jónsdóttir Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 571800 Plymouth Voyager V-6, 7 manna ’90, sjálfsk., ek. 108 þ. km. V. 1.350 þús. Honda Clvlc GLi 16V ’90, 5 g., ek. 80 þ. km., rauður, sóllúga, spoiler o.fl. V. 790 þús. Sk. ód. Nissan Terrano 5 dyra, 5 g., ek. 20 þ. km., ABS bremsur o.fl. Toppeintak. V. 2.650 þús. Nissan Sunny SLX Sedan ’92, sjálfsk., ek. 38 þ. km. V. 970 þús. MMC Galant GTi 2000 ’89, 5 g., ek. 92 þ. km. m/öllu. Gott eintak. V. 1.090 þús. Sk. ód. Daihatsu Charade TX ’91, blár, 5 g., ek. aðeins 26 þ. km. V. 680 þús. Izusu Trooper 4x4 ’83, 5 g., ek. 40 þ. km. á vél, nýskoðaður. Gott eintak. V. 390 þús. Toyota Hi Lux ’88, svartur, 5 g., ek. 153 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, 5:71 hlut- föll, 35" dekk, aircond. o.fI. V. 1.100 þús. Mazda 626 GLX station '89, sjálfsk., ek. 106 þ. km. V. 850 þús. Range Rover 4ra dyra '85, sjálfsk., ek. 129 þ. km. V. 1.090 þús. Cherokee Limited '92, 4.0 L, sjálfsk., ek. aðeins 31 þ. km., leðurklæddur m/öllu. V. 2,9 millj. Nissan Sunny GTi 2000 '93, 5 g., ek. 38 þ. km., m/öllu. V. 1.350 þús. Toyota Landcruiser Turbo diesel m/lnt- erc. '89, 5 g., ek. 112 þ. km., 36" dekk, kastarar o.fl. V. 1.890 þús. Chevrolet Suburban 6.2 diesel '88, sjálfsk., góð vól o.fl. Tilboðsv. 1.150 þús. Hyundai S Coupé Turbo '93, 5 g., ek. 27 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.190 þús. Toyota Corolla Uftback GTi '93, 5 g., ek. 17 þ. km., m/öllu. V. 1.390 þús. Toyota Corolla Touring XL 4 x4 '89, 5 g., ek. 85 þ. km. V. 890 þús. Toyota Landcruiser langur (bensfn) ’82, óvenju gott eintak. V. 1.050 þús. Subaru Justy '88, 4ra dyra, rauður, 5 g., ek. 63 þ. km. V. 380 þús. Nissan Sunny SR 1600i '94, sjálfsk., ek. 10 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.280 þús. Sk. á ód. sportbíl. Nissan Sunny SLX Sedan '93, Ijósgrár, 5 g., ek. 34 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.100 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. BMW 518i '91, steingrár, 5 g., ek. 52 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.750 þús. Sk. ód. Subaru Legacy GL 16V 4x4 ’91, hvítur, 5 g., ek. 82 þ. km. V. 1.390 þús. Honda Civic LSi '92, rauður, sjálfsk., ek. 18 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboðsverð 1.090 þús. Suzuki Vitara 5 dyra JLXi ’92, hvítur, 5 g., ek. 39 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.f. V. 1.790 þús. Grand Cherokee Laredo '93, sjálfsk., m/öllu, ek. 26 þ. mílur. Sem nýr. V. 3.7 millj. Daihatsu Charade Sedan SG '91, rauður, sjálfsk., ek. 55 þ. km. V. 790 þús. Höfuð hans fjallaloft hárið andvari hendumar vængjaþytur hann lauk upp vörum mínum tunga hans strengur í hörpu minni Að baki mánans er frumraun sem er allrar athygli verð. Skáldkonan er að sönnu leitandi og hættir til að treysta um of á vísanir og tákn. En ljóðabókin er heildstæð og efnis- tökin víða góð. Mörg kvæðin eru ort af innsæi og þegar best lætur freskri myndsýn. Skafti Þ. Halldórsson Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október Asgerður Jóna Flosadóttir\ Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðleikum Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgðl Tryggjum Ásgerði Jónu 8.-10. sœtið w 12, æríð vekomin að líta á stórglæsilegt úrval gull- og silfurskartgripa. Sífelldar nýjungar fyrir dömur og herra á góðu verði. W SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 689066 féÍQodosi Fljótlegt-Létt-Braðgott BIRYANI - INDVERSKT: HRÍSGRJÓN MEÐ GRÆNMETI, KJÚKLING OG KRYDDl. TORTIGLIONI - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKIÖTl OG KRYDDI. FARFALLE - ÍTALSKT: PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETI, SKINKU OG OST. Ein msk. smjör á pönnuna, rétturinn út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.