Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 41 Fyrirlestur um sjálf- virkni í fiskvinnslu SIGURÐUR Guðmundsson flytur þriðjudaginn 18. október kl. 17.15 fyrirlestur um ritgerð sína til meistaraprófs í verkfræði við Há- skóia íslands, í stofu 158, VR II, Hjarðarhaga 2-6. Ritgerðin íjallar um sjálfvirkni í fiskvinnslu og endurhönnun á þeim hluta af vinnsluferli bolfisks sem felst í hausun og flökun. Meginmarkmið þeirrar endurhönn- unar er að einfalda ferlið og gera það skilvirkara með það í huga að nota róbóta við'innmötun. Við lausn verkefnsisins eru not- aðar kerfisbundnar aðferðir þar sem byijað er á því að skilgreina þarfir, flokka og greina aðgerðir og setja fram lausnarrúm. Við sam- anburð og greiningu á lausnum er gert einfalt líkan af ferlinu þar sem róbóti tekur fisk af færibandi setur hann í gegnum hausara inn á söðul sem flytur hann í flökunarvélina. Líkanið sýnir að flöskuhálsinn er færsla róbótans í gegnum hausar- ann og er það vandamál leyst með því að hanna sérstakt sæti sem flyt- ur fiskinn á meðan róbótinn sækir annan fisk. Við hönnunina er notað tölvulíkan sem sýnir snertingu físksins við sætið. í umsjónarnefnd með verkefninu eru Magnús Þór Jónsson, dósent í verkfræðideild sem er formaður nefndarinnar, Anna Soffía Huaks- dóttir, prófessor í verkfræðideild og Ingvar Kristinsson; deildarstjóri hjá Iðntæknistofnun Islands. Öllum er heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir. Erindaröð Pét- urs H. Blöndal DR. PÉTUR H. Blöndal, stærð- fræðingur, mun flytja erindi í Skeifunni llb, jarðhæð (húsi Still- ingar hf.). Þeir málaflokkar sem hann mun fjalla um snerta hvern einasta þjóðfélagsþegn. Allir eru velkomnir til að hlýða á erindin og þiggja kaffi. Erindin taka um 30 mínútur og á eftir eru almenn- ar umræður og mun Pétur svara fyrirspurnum. Erindin eru sem hér segir: Mið- vikudaginn 19. okt. kl. 21 3. er- indi; Erlendar og innlendar skuld- ir. Skattar framtíðarinnar, laug- ardagur 22. okt. kl. 17.30 4. er- indi; Lífeyriskerfið. Staða þess og völd, sunnudagur 23. okt. kl. 17.30; Skattamál. Eru skattar réttlátir, skilvirkir og atvinnuskap- andi?, mánudagur 24. okt. kl. 21 6. erindi; Evrópusambandið. Eig- um við að sækja um?, þriðjudagur 25. okt. kl. 21 7. erindi; Fiskveiði- stefna. Er aðeins til ein lausn?, miðvikudagur 26. okt. kl. 21 8. erindi; Fé án hirðis - jafnrétti. Hvers vegna er farið illa með opin- bert fé? og fimmtudagur 27. okt. kl. 21 9. erindi; Siðferði. Hvers virði er heiðarleiki? Tvær tísku- sýningar sama kvöld ÁSLAUG Leifsdóttir fatahönnuður heldur tískusýningu miðvikudaginn 19. október. Tvær sýningar verða haldnar um kvöldið, sú fyrri á Kaffi Reykjavík kl. 20 og sú síðari kl. 22 í Rósenberg- kjallaranum. Áslaug lauk námi frá Ace- demie dé Beeld- ende Kunsten í Maastricht, Hol- landi. Fatnaður hennar er að mestu leyti unninn úr íslenskri uil og fiskinetum og vakti hann mikla athygli á útskriftarsýningu Áslaug- ar sl. sumar í Hollandi. Hluti fatn- aðarins ,fer til Þýskalands að lokn- um sýningunum og verður hann sýndur á listasöfnum í Þýskalandi og Belgíu í allan vetur en einnig mun verslunin Nói á Skólavörðustíg 25 hafa fatnað til sölu eftir sýningu. Auk tískusýningarinnar kemur fram nýstofnaður strengjakvartett og sýnd verða dansatriði. Fyrirlestur um sagnfærslu og setningagerð DR. ÞÓRHALLUR Eyþórsson heldur opiniberan fyrirlestur á veg- um Islenska málfræðifélagsins í stofu 101 í Odda, fimmtudaginn 20. október kl. 17.15. Fyrirlestur- inn nefnist Sagnfærsla og setn- ingagerð í germönskum málum. Þórhallur Eyþórsson nam mál- vísindi í Þýskalandi og Bandaríkj- unum og lauk doktorsprófi frá Cornell-háskóla í íþöku í júní sl. og fjallaði ritgerð hans um setn- ingafræði fomgermanskra mála. Hann er nú styrkþegi Vísindaráðs. 1100. Kiwanis- fundur Heklu 1100. fundur Kiwanisklúbbsins Hekiu verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 18. október kl. 19.30 á Engjateigi 11, Reykjavík. Gestur fundarins og ræðumaður verður Geir H. Haarde, alþingismaður. Hekla er fyrsti kiwanisklúbbur- inn sem stofnaður var á íslandi og 9. klúbburinn í Evrópu fyrir 30 ámm. Aðalhvatamenn voru Einar A. Jónsson, gjaldkeri Sparisjóðs Reykjavíkur, og Hilmar Skagfíeld, ræðismaður í Tallahasse Flórída. Var þessum tímamóta minnst með veglegum hátíðarhöldum 14. janúar sl. Á þessu tímabili hefur Hekla staðið fyrir stofnun 15 kiwanis- klúbba víðsvegar um landið en alls eni 46 klúbbar á íslandi í dag með 1.360 félaga. 8 til 9 þúsund kiwanis- klúbbar eru starfandi í heiminum í dag þar af 900 klúbbar í Evrópu. Klúbburinn hefur frá upphafi tekið þátt í alþjóðastarfi Kiwanis- hreyfingarinnar og hefur bæði átt forseta og varaforseta í Evrópu- stjórn og á í dag kjörforseta og væntanlegan heimsforseta Kiw- anishreyfingarinnar, Eyjólf Sig- urðsson. Frá upphafi hefur verið unnið að ýsmum líknarmálum í samræmi við markmið Kiwanishreyfingar- innar m.a. styrkt Hrafnistu í Reykjavík á hveiju ári auk margs annars sem of langt mál er upp að telja. Forseti klúbbsins er Bent Jörg- ensen. Geisladrif Hljóðkort frákr. 17.900,- #BOÐEIND” ■ Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 v ________________' VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 15.10.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 of 5 0 4.600.472 2.pi“s59 799.143 3. 4af5 96 8.316 4. 3af5 3.465 537 Heildarvinnlngsupphæb: 8.058.656 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 41. leikvika, 1S.-16. okt. 1994 Nr. Leikur:_______________RHdirt: 1. Göteborg - Landskrona 1 - - 2. Halmstad - Frölunda 1 - - 7TO 32X33 FRÁ ÞUMALÍNU SLIT- OG SPANGAROLÍA ómissandi í meðgöngu og fæðingu. SLÖKUNARSPÓLAN í meðgöngu og fæðingu gerir þér gott. ÓGLEÐIARMBANDIÐ hefur sannað gildi sitt. MÆÐRA/FORELDRANÁMSKEIÐIN eru í fullum gangi. FYRIRBURAFATNAÐUR Komdu og líttu á úrvalið. MESTA BLEYJUÚRVAL landsins er í Þumalínu. TUFF—TUFF mest seldu bleyjubuxurnar. VERJUM LANDIÐ veljum vistvænar bleyjur. SVISSNESKIULLARFATNAÐURINN fyrir mömmu og börnin, frábær í verði og gæðum. NÝSJÁLENSKU ULLARGÆRURNAR notalegar í vögguna, rúmið, vagninn og kerruna. ERTU MEÐ BARN Á BRJÓSTI Ef þú þarft aðstoð eigum við góð ráð. BRJÓSTAKREM, BOSSAKREM, ALDUTSKREM fyrir þau minnstu, það besta sem þú færð. HREINAR JURTA SNYRTIVÖRUR Ofnæmisprófaðar og ekkert plat. 0 PABBI/MAMMA 5 Allt fyrir nýfædda barnið. AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið. Verum vistvæn, verslum í Þumal/nu þar sem úrvaliö er mest og LA fagmennskan í fyrirrúmi. & þumalíjsa Aw Æiuíéiiwm /»*« Leifsgötu 32, póstsendum, sími 12136/fax 626536. - kjarni málsins! D DANSHÖGSKOLAN DANSHÖGSKOLAN auglýsir stöðu REKTORS Danshögskolan er sjálfstæður listaháskóli - eini dansskólinn á háskólastigi í Svíþjóð. Danshögskolan vinnur að því að styrkja stöðu dansins í samfélaginu. Danshögskolan hefur á síðustu árum aukið mjög við starfsemi sína og býður nú upp á eftirtaldar námsbrautir: Danskennslufræði, dansstjórnun, þjóðdansabraut, dansarabraut (nútíma og nýtískudansar) sem og sjálfstæð námskeið í m.a. sögulegum dönsum og dans- terapíu. Danshögskolan skipuleggur einnig framhaldsnámskeið fyrir mismunandi hópa í samfélaginu. Við Danshögskolan er stundað listrænt þróunarstarf. Rektor er æðsti yfirmaður skólans og ber ábyrgð á listrænni og kennslufræðilegri stjórnun, stjórnsýslu og skipulagningu og samhæfingu starfseminnar. Rektor Danshög- skolans gegnir mikilvægu hlutverki sem fremsti talsmaður dansins, jafnt menningar- pólitískt sem gagnvart öðrum háskólum og stjórnvöldum. Þeir teljast hæfir til að gegna stöðu rektors sem uppfylla kröfur háskólalaga (SFS 1993:100 2 kap. 11 ) um lektora og prófessora. Æskileg reynsla: - Reynsla af listrænu starfi á sviði dansins. - Stjórnunarreynsla í yfirmannsstöðu og hæfileiki til að leiða og þróa starfsemi, skipu- lag og starfsmenn. - Breiða reynslu af og góða þekkingu á danslífinu jafnt innanlands sem utan. - Hæfileika til að tjá sig skilmerkilega jafnt í ræðu sem riti. Tekið er við stöðunni: 1996-07-01 Rektor er skipaður af ríkisstjórn að fengnum tillögum háskólastjórnar til sex ára. Launakjör ákvarðast af ríkisstjórninni, menntamálaráðuneyti. Upplýsingar um stöðuna veitir Lena Malmsjö rektor í síma 90-46-8-4590514, Gun Román prorektor 90-46-8-4590519, Gunnel Gustafsson kanslichef 90-46-8-4590515. Fulltrúar stéttarfélaga eru Anna Karin Stáhle (TCO) 90-46-84590533 og Annette Lars- son (SAC) 90-46-8-4590513. Umsókn ber að stíla á Regeringen, Utbildningsdepartementet og senda á eftirfar- andi heimilisfang: Danshögskolan, Box 27043, 102 51 Stockholm, eigi síðar 15. des- ember 1994. 3. Hclsingbrg - öster - - 2 4. Hðcken - AIK - - 2 5. Trelleborg - Norrköping - - 2 6. örebro - Dcgerfors I - - 7. Arsenal - Cheisea 1 - - 8. Blackburn - Livcrpool 1 - - 9. C. Palace - Ncwcastle - - 2 10. Ipswich - Sheff. Wed - - 2 11. Leeds-Tottenham - X - 12. Leicester - Southamptn 1 - - 13. QPR - Man. City - - 2 Heildarvinningsupphæöin: 96 milljón krónur 13 réttir: i 139.490 _| kr. 12 réttir: 5.790 _J kr. tl réttir: 680 | kr. 10 réttir: 0 J kr ÍTALSKI BOLTINN 41. leikvika , 15.-16. okt. 1994 Nr. Leikur: Rödin: 1. Brcscia - Genoa - - 2 2. Cagliari - Cremonese 1 - - 3. Foggia - Juventus 1 - - 4. Inter - Bari - - 2 5. Lazio - Napoli I - - 6. Padova - Milan 1 - - 7. Reggiana - Fiorentina - X - 8. Sampdoria - Parma 1 - - 9. Ancona - Ataianta 1 - - 10. Como - Cosenza 1 - - 11. Palcrmo - lldincsc - X - 12. Pescara - Venezia 1 - - 13. Viccnza - Verona - X - lleildarvinningsupphæöin: 14,7 milljón krónur | 13 réttir: 5.383.130 1 kr. 12 réttir: 112.420 | kr. 11 réttir: 10.320 J kr. 10 réttir: 2.350 I kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.