Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 19 ERLENT Jean-Bertrand Aristide forseta fagnað við heimkomuna til Haítí Hvatti til sátta við valdaræningjana Port-au-Prince, Washington. Reuter. ÍEAN-Bertrand Aristide, forseti Haítí, kom til íeimalands síns úr útlegð á laugardag. í ræðu ;inni við komuna, hvatti hann til sátta og að indir yrði bundinn á blóðbaðið á Haítí. Lands- nenn og ráðamenn víða um heim fögnuðu endur- omu Aristide og aflétti öryggisráð Sameinuðu Jóðanna viðskiptabanni á landið á sunnudag. Sama dag gerðu öryggisverðir við forsetahöllina handsprengjur, sem fundust í bíl yfirmanns Haítí-hers, Jean-Claude Duperval, upptækar. Bandaríkjaher neitaði því að hann hefði ætlað að sýna forsetanum banatilræði. Aristide kom til Haítí í fylgd Warrens Chri- stophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og blökkumannaleiðtogans Jesse Jacksons. Sagðist Christopher vona að endurkoma Aristide yrði leiðtogum valdaránsins þörf áminning. Ekki að- eins Bandaríkin, heldur öll heimsbyggðin væri reiðubúin að verja lýðræðið. Hvatt til samstarfs við herinn Þúsundir fögnuðu Aristide við heimkomunaj en þeir voru þó færri en búist hafði verið við. I ræðu sinni við heimkomuna sleppti Aristide hvítri dúfu og lýsti þeirri von sinni að blóðbaðinu í landinu væri nú lokið. „Okkur þyrstir öll í frið,“ sagði Aristide, þar sem hann stóð á bak við skothelt gler. „Þaggið niður í vopnunum.“ Þá hvatti forsetinn til sátta við valdaræningjana, og sló á ótta þeirra sem töldu að hann hygði á. hefndir. „Afneitum ofbeldi, afneitum hefndar- þorsta, biðjum um sættir.“ Undirtektir voru hins vegar litlar er forsetinn hvatti til samstarfs við Haítíher, að Haítíbúar gengju hönd í hönd með hermönnum sem vildu Handsprengjur teknar af yfirmanni hersins við forsetahöllina frið. Ósk hans um gott samstarf við bandaríska herinn var hins vegar fagnað ákaflega. Aristide tilkynnti að hann myndi fljótlega út- nefna nýjan forsætisráðherra í stað Roberts Malvals, sem sagði af sér á síðasta ári eftir að herinn hafði komið í veg fyrir tilraunir hans til að stjórna landinu. Viðskiptabanni aflétt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fagnaði um helgina endurkomu Aristide og samþykktu 14 aðildarríki af 15 að aflétta viðskiptabanni frá og með miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Brasil- íumenn sátu hjá, þar sem samþykktin fól í sér að SÞ myndu senda gæslulið til Haítí til að taka við af Bandaríkjaher þegar SÞ teldu að öryggi og stöðugleika hefði verið komið á. Sögðu Brasil- íumenn að samþykkt SÞ fæli í sér viðurkenningu á hernaðarafskiptum Bandaríkjamanna, sem Brasilía og fleiri Ameríkuríki voru mótfallin. Sprengjur í bíl yfirmanns hersins Duperval undirhershöfðingi var á leið til for- setahallarinnar á sunnudag er öryggisverðir fundu handsprengjur í bíl hans. Fullyrti heimild- armaður Reuters að spengjurnar hefðu verið ætlaðar í sprengjuvörpu. Þær voru gerðar upp- tækar en hershöfðingjanum leyft að fara inn í höllina. Bandaríkjamenn fullyrtu að ekkert óvenjulegt Reuter ARISTIDE, forseti Haítí, hlýðir á söngv- ara, sem speglast í skotheldu glerinu umhverfis forsetann, við athöfn þar sem heimkomu hans var fagnað. væri við vopnaburð Dupeivals, hann væri vana- lega vopnaður slíkum sprengjum og hefði ekki ætlað að ráða forsetann af dögum. Sögusagnir þess efnis að Aristide hefði verið sýnt banatilræði, breiddust hins vegar út með eldingarhraða í höfuðborginni og safnaðist mannfjöldi saman fyrir framan forsetahöllina til að veita Aristide vemd, yrði á hann ráðist. Hróp- aði mannfjöldinn ókvæðisorð um herinn og Du- perval og krafðist þess að fá að eta hann. Friðsamlegt hefur verið að mestu á Haítí frá komu Aristides en á sunnudag fundust lík tveggja stuðningsmanna forsetans í fátækra- hverfi því þar sem mestur stuðningur er við hann. Drengir drepa fiinm ára stúlku Ósló. Reuter. FIMM ára stúlka var drepin í Þránd- heimi af jafnaldra leikfélögum sínum í fyrsta vetrarsnjónum í Noregi um helgina. Lögreglan vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið, en dagbiaðið Verdens Gang sagði að drengir á sama reki hefðu traðkað á stúlkunni og slegið hana með gijóti nálægt íbúðarhverfi í Þrándheimi. Blaðið sagði að þrír drengir hefðu tekið þátt í árásinni og einn þeirra hefði sagt að þeir hefðu beðið stúlk- una að afklæða sig, sem hún hefði gert. Síðan hefðu þeir skipst á um að hoppa á henni. Einn drengjanna hefði náð í gijót sem hefði verið notað til að slá hana í höfuðið og líkamann. „Við drápum ekki mömmu henn- ar, við erum of ungir til þess,“ á einn drengurinn að hafa sagt við foreldra sína og lögregluna, að sögn Verdens Gang. Lögreglan yfirheyrði drengina og sagði að rannsókninni væri að mestu lokið. Norskir fjölmiðlar líktu árás- inni við morðið á James Bulger, tveggja ára breskan dreng sem tveir tíu ára piltar börðu til bana í Liver- pool í fyrra. Faðir stúlkunnar setti kerti, bréf, rauða rós og mynd af henni þar sem hún fannst á sunnudagskvöld. „Þakka þér fyrir allt. Hvíldu í friði. Minningin um þig verður alltaf með okkur,“ sagði í bréfinu, sem var und- irritað af foreldrum stúlkunnar, bróð- ur og systur. Tónlistarrað Islands heldur viðhafnardansleik á degi íslenskrar tónlistar, laugardaginn 22. október kl. 19:00 í Perlunni, til sty rktar Samtökum unt Tónlistarhús. Þríréttaður kvöldverður. Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar leikur fyrir dansi. Kór islensku óperunnar og einsöngvarar flyfja perlur úr þekktum óperum við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands Islenski dansflokkurinn kemur fram. Atján manna Stórsveit Reykjavikur undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar leikur fyrir gesti. Aggi Slæ og l amlasveitið kemur fram ásamt fleiri uppákoinum. Miðaverð: 5.700 kr. Miðasaia í Perluhni inilli 17:00 og 19:00 frá miðvikudeginum 19. októbcr. Tónlistarráð Islands • 101 Reykjtwik • Si'mi 91-62 92 77 • F/tx 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.