Morgunblaðið - 18.10.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 18.10.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 37 MINIMINGAR sonur Sigrúnar og Brynjólfs, fæddist og hún var ákaflega stolt af að vera orðin amma. Svo kom áfallið í annað sinn. Inn og út af spítala. Ótrúlegt þrek og dugnaður, aldrei kvartað, en reynt að sjá það jákvæða í lífinu. í sumar fóru þau til Frakklands að heimsækja Davíð og með honum fóru þau til Portúgals. Sigrúnu, Brynjólf og Arnór ætluðu þau að I heimsækja til Ameríku, eins og áð- ur, en þá þraut þrek. Sigrún og fjöl- ) skylda kom heim í staðinn. Voru þau | hér um sinn, en urðu að halda vest- ur aftur. Þegar hún fann hvert stefndi ákváðu þau hjónin að flytja í minna húsnæði. Seldu þau Sigrúnu dóttur sinni húsið, og keyptu sér glæsiíbúð við Klapparstíg, með út- sýni í allar áttir. Þar vonuðust þau til að eiga góðar stundir enn um sinn. Davíð kom heim til að hjálpa þeim Iað flytja, en nú var þrekið búið. Maðurinn með ljáinn gefur engum i grið. I Við söknum hennar sárt, enda mikil og náin tengsl alla tíð milli fjölskyldna okkar. Sigrún, Ársæll og Karen þakka þeim hjónum um- hyggju við Karen, en þau reyndust henni sem foreldrar þann tíma sem hún dvaldist hjá þeim. Við þökkum henni samfylgdina og biðjum algóð- an Guð að gefa ykkur öllum styrk, IGunnar minn, og sefa ykkar sáru sorg. Hvíli hún í friði. Sigurbjörg Axelsdóttir. Elsku Stína mín, það hryggir mig hvað samverustundir okkar voru fáar seinustu 15 árin, en ég gleðst yfír því að þrátt fyrir langan aðskiln- að tókst okkur að varðveita vináttu okkar, þá vináttu sem móðir okkar var búin að rækta á heimili okkar í bernsku, en hún var lítil kona með Istórt hjarta. Vinátta sem frá henni kom var byggð á kletti, en ekki I sandi. „í nafni Guðs föður sonar og heil- ags anda. Amen. Anna. Það er komið haust. Fyrir utan gluggann eru trén óðum að fella laufið og haustliturinn setur svip 4 sinn á náttúruna. En það var vor í lofti I Kaup- 1 mannahöfn fyrir 30 árum, þegar f vinátta okkar Kristínar eða Stínu hófst. Við vorum reyndar tengdar. Inger systir hennar er gift Jóhanni bróður mínum. Ég hafði heyrt um Stínu og vissi af henni í Kaupmanna- höfn, þegar ég flutti mig um set í vinnu og hóf störf hjá skrifstofu Flugfélags íslands í borginni við sundið. Kristín var þá við nám í a snyrtifræðum og orðin hagvön í stór- borginni. Atvikin höguðu því svo til að við vorum saman að skemmta 4 okkur á Nellunni, þeim vinsæla stað meðal Hafnarstúdenta, þegar við kynntumst tveimur námsmönnum er þar voru staddir ásamt félögum sínum. Þessi kynni leiddu til hjóna- bands og þarna fann Stína lífsföru- naut sinn, Gunnar Ingimundarson, sem stundaði þar nám í rafmagns- verkfræði. 4Margs er að minnast frá árunum í Höfn. Það voru íjórar fjölskyldur Q sem umgengust mikið og áttu góðar 4 stundir saman. Þar hófum við bú- skap, börnin okkar fæddust og kom- ið var saman til að gleðjast yfir nýju húsnæði eða nýjum áfanga í lífinu. Eftir að komið var til íslands, tók við annað amstur og ekki gafst tækifæri til að hittast eins oft og áður. En vináttuböndin slitnuðu ekki. Þau Gunnar keyptu einbýlishús í ® Fossvoginum og þar undu þau sæl | við sitt. Gunnar, alltaf traustur, g brosandi og umhyggjusamur eigin- maður og faðir. Stína, glaðlynd, bjartsýn, dugleg og unni lífinu. Hún lét sér mjög annt um fjölskyldu sína, var afar natin móðir og börnin Sig- rún og Davíð bera foreldrum sínum gott vitni. Þetta var samheldin og hamingjusöm fjölskylda. Og fjöl- skyldan stækkaði, þegar Sigrún gift- . ist Brynjólfi og lítill dóttursonur I fæddist, stolt afa síns og ömmu. 4 En það brá skugga yfír heimilið g þegar Stína veiktist af krabbameini " fyrir nokkrum árum. Hún tók veik- indum sínum með miklu raunsæi og hugrekki og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Fyrir tveimur vikum talaði ég við hana í síma. Þá var hún í óða önn að undirbúa flutning úr Fossvogin- um. Þau Gunnar höfðu keypt íbúð í nýju sambýlishúsi á horni Skúla- götu og Klapparstígs. Hún sagði við mig hress í bragði: Þú verður að koma að heimsækja mig og sjá út- sýnið úr íbúðinni, það er svo stór- kostlegt. En það er annað og meira útsýni sem Stína hefur fyrir augum núna. Þar ríkir eilíf heiðríkja, þar er him- inninn blár og sólin hnígur aldrei til viðar. Þessi heiðríkja fylgir einnig minn- ingunni um Stínu. Þökk fyrir allt, kæra vinkona. Gunnari, Davíð, Sigrúnu, Brynj- ólfi, Arnóri og öðrum ættingjum sendum við Ólafur innilega samúðar- kveðju. Ingibjörg Björnsdóttir. Kær vinkona okkar, Kristín Bjarkan, er látin eftir löng og ströng veikindi. Er leiðir skilur um sinn rifj- ast upp áralöng kynni við góða konu. Við kynntumst Kristínu er við bjuggum í Kaupmannahöfn fyrir 30 árum. Svo vildi til að hún vann sem nemi á fótsnyrtistofu rétt við heim- ili okkar. Hún varð fljótt góður vinur okkar hjóna og ekki síst dætra okk- ar ungra því að Kristín var ákaflega barngóð. Litlu hnáturnar elskuðu Stínu og oft rak hún foreldrana í bíó til þess að fá að passa þær. Fjölskylda okkar naut umgengni og vináttu við hóp ungra náms- manna. í þeim hópi var Stína hrókur alls fagnaðar. Fljótlega bættist í hópinn verkfræðinemi, Gunnar að nafni. Við fylgdumst með samdrætti Kristínar og Gunnars og sáum grunninn lagðan að ástríku og góðu hjónabandi. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Sigrúnu og Dav- íð. Fjölskyldan fluttist heim til ís- lands og bjó sér fallegt heimili. Þar ríkti góður heimilisandi og þar leið íjölskyldu og vinum vel. Ánægja þeirra hjóna var mikil þegar Sigrún giftist Brynjólfi Þórssyni og svo síð- ar þegar Arnór litli fæddist. Kristín kom sér upp snyrtistofu á heimili sínu. Einnig vann hún á Rey- kjalundi, Sólvangi og við Ríkisspítal- ana. Hún var metnaðarfull í starfí og fylgdist vel með nýjungum í starfsgrein sinni. Kristín naut lífsins í ríkum mæli. Hún var mikil útivistarkona og lét ekki áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm aftra sér frá löngum göngu- ferðum. Vináttan við Kristínu og fjölskyldu hennar var okkur og bömum okkar mikils virði. Við minnumst einlægrar, hjartahlýrrar konu sem öllum vildi hjálpa, konu sem var trúr vinur vina sinna. Samheldni þeirra hjóna í hetju- legri baráttu við sjúkdóm Kristínar og sú reisn sem 'þau bæði héldu uns yfir lauk var aðdáunarverð. Við biðjum Guð að styrkja Gunnar og fjölskyldu í sorg þeirra. Blessuð sé minning Kristínar Bjarkan. Sigrún Erla Sigurðardóttir, Páll Ásmundsson. Það hefur verið hnípinn göngu- hópur sem gengið hefur Elliðaárdal- inn síðustu daga. Ein úr hópnum er horfin og kemur ekki aftur. Við höfðum ætlað að ganga svo miklu lengur allar saman, helst þangað til við yrðum gamlar og lúnar. Mennirnir áætla en guð ræður. Göngu Kristínar - með okkur hér er lokið, svo alltof fljótt að okkar mati. Kynni okkar göngusystra af Kristínu er mislöng, en flestar höfum við hist hvern virkan morgun síðustu árin og gengið saman í hvaða veðri sem er og bundist sterkum vináttu- böndum, öslandi í snjó og blindbyl, rigningu og roki eða baðaðar sól- skini. Alltaf erum við að dásama náttúrufegurðina í dalnum og alltaf stönsum við smástund á brúnni okk- ar, teygjum okkur og þökkum fyrir að fá að vera til og hafa heilsu í þessar göngur. Þar sem við deildum gleði okkar og sorgum á þessum gönguferðum finnst okkur við þekkja fjölskyldu Kristínar vel. Við höfum fylgst með börnum hennar, Sigrúnu og Davíð, og hve vel þeim hefur vegnað og fundið hvað hún var stolt af þeim. Mikil var gleði Kristínar þegar von var á barnabarninu í Kaliforníu og fóru þau hjónin út til að vera ná- lægt þessum merkisatburði, þegar -•hann fæddist þessi sólargeisli sem átti eftir að gefa ömmu sinni svo mikið og auka baráttuþrek hennar til muna. Það var yndislegt að sjá Kristínu sem stolta ömmu keyrandi Arnór litla í vagni á móti okkur I sumar, þegar hún gat ekki lengur tekið þátt í göngunum af fullum krafti. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með Kristínu takast á við veikindi sín og alltaf fundum við hvað Gunnar var sterkur við hlið hennar og gekk í gegnum allt með henni. Hún kom í göngur með okkur eins lengi og hún gat, en þegar fór að líða á sumarið talaði hún um að hún vildi spara kraftana fyrir Arnór litla og njóta þess að vera með hon- um og Sigrúnu sinni meðan hún hefði þau hjá sér. Það var henni ómetanlegt að hafa þau hjá sér í allt sumar. Einnig var ferðin til Frakklands í vor, að heimsækja Davíð og ferðast með honum, henni dýrmæt. Kátína hennar, gleði og glens voru allsráðandi þegar við hittumst Sjá bls.39 + MARÍA REBEKKA SIGURÐARDÓTTIR frá Bæjum á Snæfjallaströnd, lést á Hrafnistu sunnudaginn 16. októ- ber 1994. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HJARTARDÓTTIR, Lindargötu 57, (áöurtil heimilis í Ljósheimum 2) verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 18. októ- ber, kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Félag krabba- meinssjúkra barna. Helga Lára Jónsdóttir, Einar Sigurðsson, Sigurrós B. Eövarösdóttir, Ásgeir Flórentsson, Ásta B. Eðvarösdóttir, Sveinbjörn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda móðir, amma og langamma, sigrIður eyjólfsdóttir frá Laugardal, Vestmannaeyjum, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, 15. október. Pétur Þorbjörnsson, Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason, Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gísladóttir, Lfney Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson, Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SIGURBJÖRG SÆMUIMDSDÓTTIR frá Hafnarfirði, Bólstaðahlfð 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 19. október kl. 15.00. Haraldur Hafliðason, Sæmundur Haraldsson, Andrea Benediktsdóttir, Hafliði Haraldsson, Eilen Eirfksdóttir, Hafsteinn Haraldsson, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Erlendur Sæmundsson, Særún Axelsdóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug þeim fjölmörgu. sem heiðruðu minningu ELÍNAR KARfTASAR THORARENSEN, Hagamel 42, Reykjavík, og sýndu okkur samúð, vinsemd og vináttu. Hildur Thorarensen, Ólafur Thorarensen og fjölskylda, Aðalsteinn Thorarensen og fjölskylda. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frófall ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, RUDOLFS THORARENSEN, Hamragarði 4, Keflavfk. Sérstakar þakkir færum við slökkviliðs- mönnum á Keflavíkurflugvelli. Edda Emilsdóttir, Steila María Thorarensen, Skúli Ágústsson, Ragnar Már Skúlason, Edda Rós Skúladóttir, Ástrós Skúladóttir. + Innilegar þakkir færum við læknum, starfsfóiki og hjúkrunarliöi á Sólvangi, einnig þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR VIGFÚSDÓTTUR, Strandgötu 19, Hafnarfiröi. Guðleif Einarsdóttir, Guöfinna Jóhannesdóttir, Guðmundur Vigfússon og ættingjar. Lökað Vegna jarðarfarar KRISTÍNAR BJARKAN verður verslunin lokuð fyrir hádegi í dag, þriðjudaginn 18. október. Axel Ó., Laugavegi 11, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.