Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA / FIMLEIKAR Gerplustúlkur bestar í trompfimleikum STÚLKURNAR ítrompfimleika- hópi hjá Gerplu segjast vera þær bestu á landinu í sinni grein og það er fátt sem mælir gegn því. Þær hafa orðið ís- landsmeistarar síðustu tvö ár- in og hafa verið á sigurþrepi á síðustu mótum. Hópurinn er skipaður stúlkum á aldrinum 16 - 21 árs og þær munu fara til Finnlands í næsta mánuði til að keppa á Norðurlanda- móti félagsliða í trompfimleikum. Að því tilefni var þessi skemmtilegi hópur tekinn tali með það að mark- miði að fræðast um íþróttina og þá vinnu sem liggur að baki því að standa sig í trompfimleikum. Hörkupúl „Það er búið að keppa í tromp- fimleikum í sex ár hér á landi en það virðast ennþá fáir vita um hvað þessi íþrótt snýst enda hefur um- fjöllun fjölmiðla verið lítil sem eng- in. Viðhorfið hjá sumum er að þessi íþrótt sé fyrir uppgjafarfímleika- menn og þó við höfum allar verið í áhaldafimleikunum þá getum við ekki tekið undir það. Það er hörkup- úl að stunda þessa tegund af fím- leikum og sem betur fer er áhuginn að aukast. Margir tromphópar eru starfandi hjá Gerplu og mótin eru vel sótt af áhorfendum og þá sér- staklega íslandsmótið. Stemmingin er líka mikil á mótum, þau hafa yfir sér yfírbragð sýningar, ganga 'hratt fyrir sig og eru að því leyti ólík mótum í áhaldafímleikum." Hópurinn hefur undanfarið æft mismunandi stökk og dansa en ein- kunnir dómara byggja að mestu á mati á samæfíngu og að tímasetn- ingar séu réttar í dönsum og eftir því hversu erfið stökk eru leyst af hendi. Meðalaldur hópsins er um nítján ár og það segir sína spgu um aldur- inn í íslenskum fímleikum að hópur- inn er elsti tromphópurinn sem keppir á mótum hér á landi. „Margir stelpur í fimleikum hætta alltof snemma, þrettán til fjórtán ára. Sumar halda áfram í Tromphópur Gerplu sem æfir stíft fyrir Norðurlandamót fé- laga sem fram fer í Finnlandi. Frá vinstri: Sunna Guðný Pálmadóttir, Guðný Guðlaugs- dóttir, Helga Bára Jónsdóttir, Arna Þórey Þorsteinsdóttir, Hildur Pála Gunnarsdóttir, Auð- ur Inga Þorsteinsdóttir og Íris Ösp Ingjaldsdóttir. Aftast eru þær Svetlana stökkþjálfari og Elín Hrönn Jónasdóttir. trompfímleikum þar sem samvinn- an er meiri en samkeppnin minni.“ Þrátt fyrir að vera elsti hópurinn hér á landi verður hópurinn líklega sá yngsti á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Stúlkurnar hafa verið iðnar við það að undanfömu að safna upp í ferðina með sölu á ýmsum vamingi en auk þess mæta þær á 5 - 6 æfíngar í hverri viku. Drengirnir sem æfa fyrir Norðurlandamótið í áhaldafimleikum sextán ára og yngri sem haldið verður í Danmörku. Tromphópur Gerplu Arna Þórey Þorsteinsdóttir.17 Auður Inga Þorsteinsdóttir (16) Elín Hrönn Jónasdóttir (18) Guðný Guðlaugsdóttir (20) Heiða Steinunn Ólafsdóttir (16) Helga Bára Jónsdóttir (21) Hildur Pála Gunnarsdóttir (18) Jóhanna R. Ágústsdóttir (19) Sunna Guðný Pálmadóttir (19) íris Ösp Ingjaldsdóttir (19) ■Hópurinn keppir á NM fé- lagsliða í Trompfimleikum sem fram fer í Abo í Finnlandi í næsta mánuði. Hrund Þorgeirs- dóttir er aðalþjálfari hópsins. Svetlana Makarycheva er stökkþjálfari. (Aldur keppenda í sviga) Piltalands- liðið 16 ára og yngri Þórir A. Garðarsson.Ármanni Ómar Örn Ólafsson....Gerplu Axe! Ó. Þórhannesson, Ármanni Daði Hannesson.....Ármanni Dýri Kristjánsson..Gerplu Birgir Björnsson...Ármanni Gísli Kristjánsson.Ármanni ■Mótið er haldið 5.-6. nóvem- ber. Þjálfari liðsins er Jan Cer- ven. Elsa Jónsdóttir fararstjóri og Bjöm M. Pétursson og Heim- ir J. Gunnarsson verða með í för sem dómarar. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Óvenjuleg verðlaunaafhending fyrir þá yngstu ÓHÆTT er að segja að verðlaunaafhending í Hólmaborg- Hólmaborg sem sigldi út miðjan Eskifjörð. Þar sá skip- armóti sjöunda flokks í knattspyrnu sem fram fór á stjórinn Þorsteinn Kristjánsson um að afhenda verðlaun. Eskifírði síðla sumars hafi verið með sérstökum hætti. Á myndinni má sjá drengi frá Austra taka við verðlaun- Mótið var styrkt á áhöfn Hólmaborgar, útgerð skipsins um sínum en félagið sigraði hjá bæði A- og B-liðum og Landsbankans. Þegar keppni lauk var hinum ungu eftir harða keppni við Þrótt Neskaupstað og Hött. keppendum boðið upp á veitingar og síðan um borð í B.J. Eskifirði Fullskipað piltalið á NM í Danmörku Sjö piltar keppa um sex sæti ÍSLENSKT piltalandslið verður sent á Norðurlandamót ungl- inga sextán ára og yngri í fim- leikum sem haldið verður í Danmörku. Það er í fyrsta skipti í mörg ár sem íslending- ar senda fullt lið á Norður- landamót í þessum aldurs- flokki. Reiknað er með að sex piltar fari á mótið sem fram fer fyrstu helgi næsta mánaðar en aðeins einn íslenskur keppandi tók þátt í mótinu í fyrra. Við verðum ekki í baráttunni í samanlögðu en ég vonast eftir því að við eigum möguleika á að komast í úrslit á einstökum áhöld- um,“ segir Heimir Jón Gunnarsson, þjálfari hjá Gerplu sem aðstoðað hefur Jan Cerven aðalþjálfara liðs- ins. Sjö drengir voru valdir í landsl- iðshópinn í haust og þeir hafa að undanförnu æft fyrir Norðurlanda- mótið og hafíð fjársöfnun fyrir ferð- ina en Fimleikasambandið greiðar um þriðjung. Ljóst er að einn þeirra situr heima en hópurinn er skipaður fimm drengjum úr Ármanni og tveimur frá Gerplu. Fyrsta mótið erlendis „Söfnunin gengur ágætlega og flestir taka okkur vel,“_sögðu þeir Axel Þórhannesson úr Ármanni og Dýri Kristjánsson úr Gerplu þegar þeir voru spurðir um hvernig gengi að afla fjár fyrir ferðina. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem við kepp- um á erlendri grundu en báðir höf- um við farið erlendis í æfingabúð- ir,“ sagði Dýri. Nöfn féllu niður í umfjöllun um Handknattleiks- skóla HSÍ á síðustu unglingasíðu gleymdist að geta þriggja leik- manna sem valdir voru í skólann. Það eru þeir Hreiðar Ævar Jakobs- son, Baldur Knútsson og Trausti Ómar Sigurðsson. Þeir leika allir með Fram. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.