Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Krístinn Guðfinnsson efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum EINAR Kristinn Guðfinnsson alþingismaður varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sem fram fór um heigina. Hlaut hann 960 atkvæði í það sæti, eða 56% gildra atkvæða í það sæti en 1.466 atkvæði alls í prófkjörinu sem er 86% atkvæða. Helsti keppinautur hans, Einar Odd- ur Kristjánsson, fékk 623 atkvæði í fyrsta sætið. Hann varð í öðru sæti, hlaut 1.071 atkvæði í tvö efstu sæt- in og 1.363 atkvæði alls sem er 80% gildra atkvæða. Guðjón Arnar Kristjánsson varð í þriðja sætinu í prófkjöri flokksins, hlaut 561 atkvæði í efstu þrjú sætin og 818 atkvæði alls. Ólafur Hanni- balsson kom næstur að atkvæðum í þriðja sætið, var með 529 atkvæði í það eða 32 atkvæðum minna en Guðjón Arnar. Ólafur fékk flest at- kvæði í fjórða sætið, 766. Næst honum var Hildigunnur Lóa Högna- dóttir með 604 atkvæði. Niðurstaða prófkjörsins í heild er birt í meðfylgj- andi töflu. 500 fleiri þátttakendur A kjörskrá í prófkjörinu voru 2.050. Þar af voru 910 kjósendur sem ekki eru flokksbundnir en undir- rituðu stuðningsyfírlýsingu við flokkinn. 1.783 greiddu atkvæði eða 87% þeirra sem voru á kjörskrá. Þar af voru 77 seðlar auðir og ógildir og gild atkvæði því 1.706. Til þess að fá bindandi kosningu urðu fram- bjóðendur að fá helming gildra at- kvæða og náðu aðeins tveir efstu menn því marki. 500 fleiri tóku þátt í prófkjörinu nú en í prófkjöri vestfírskra sjálf- stæðismanna fyrir síðustu alþingis- kosningar er 1.282 kusu en þá var einnig hart barist um efstu sætin. Þá má geta þess að Sjálfstæðisflokk- urinn fékk 1.966 atkvæði í síðustu kosningum í Vestfjarðakjördæmi þannig að aðeins vantar 183 upp á að jafn margir hafi tekið þátt í þessu prófkjöri og studdu flokkinn í kosn- ingunum. í prófkjörinu fyrir fjórum árum fékk Matthías Bjarnason flest at- kvæði í 1. sætið eða 515 atkvæði sem er 41% af gildum atkvæðum. Til samanburðar má geta þess að Einar Kristinn fékk 56% gildra at- kvæða í það sæti nú. Einar K., Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Guð- jón A. fengu yfir 100 atkvæði í fyrsta sætið fyrir fjórum árum. Einar Krist- inn varð þá í öðru sæti, Guðjón Am- ar í þriðja og Þorvaldur Garðar sem þá var alþingismaður í fjórða sæti. Einar Kristinn hlaut mestan stuðn- Eínar Oddur ætlar að skípa 2. sæti listans Einar K. Guðfinnsson o g Einar Oddur Krist- jánsson hlutu bindandi kosningu í tvö efstu sæti framboðslista sjálf- stæðismanna á Vest- fjörðum í prófkjöri um helgina. Einar Oddur sagði við Morgunblaðið í gær að hann tæki nið- urstöðunni og mundi skipa 2. sætið listans. ing í heild, eða 84% gildra atkvæða, en Matthías og Guðjón A. voru með rúm 73% atkvæða í fjögur efstu sætin. „Finn tíl mikillar ábyrgðar" „Ég er mjög ánægður með þennan góða stuðning og þá afdráttarlausu kosningu sem ég fékk,“ sagði Einar Einar Kristinn Einar Oddur Guðfínnsson Kristjánsson Guðjón A. Kristjánsson Hannibalsson Kristinn Guðfínnsson í samtali við Morgunblaðið. Sagðist hann vilja þakka öllum sem hefðu stutt sig, ekki síst þeim tugum manna úti um allt kjördæmið sem lagt hefðu á sig ómetanlega vinnu við undirbúning prófkjörsbaráttunnar. „Ég fínn á þessari stundu til mik- illar ábyrgðar við að leiða listann, ekki síst vegna þess að á undan mér hefur setið í 1. sætinu Matthías Bjamason og staðið sig með sóma og sanni. Ég vona hins vegar að með hjálp góðra manna á Vestfjörð- um rísi ég undir skyldum og þeim væntingum sem til mín eru gerðar," sagði Einar Kristinn. Hann sagðist ekki vera farinn að velta fyrir sér hveija hann vildi helst hafa með sér á framboðslistanum. Nægur tími væri til þess að huga að því og komast að skynsamlegri niðurstöðu. „Ég fagna alveg sérstak- lega þátttöku Einars Odds Kristjáns- sonar í þessu prófkjöri og að hann skuli vera kominn inn í stjórnmála- baráttuna með þessum hætti. Ég tel að það sé mikill liðsauki í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Vestfirði," sagði Einar. „Skípa annað sætið“ Einar Oddur Kristjánsson segist munu skipa annað sætið á lista flokksins við alþingiskosningar í vor. „Ég vil nota tækifærið til að koma á framfæri innilegu þakklæti til minna mörgu og góðu vina, sem studdu mig svo eindregið í þessu prófkjöri. Þessi niðurstaða er ákaf- Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum Hlutfall af Röð frambjóðenda_____________Atkv.alls í sæti_Atkv.alls__________gildum atkv. 1. 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1. Einar Kristinn Guðfinnsson 960 1.466 86% 2. Einar Oddur Kristjánsson 623 1071 1.363 80% 3. Guðjón Arnar Kristjánsson 30 308 561 818 48% 4. Ólafur Hannibalsson 27 218 529 766 45% 5. Hildigunnur Lóa Högmadóttir 20 229 420 604 35% 6. Gísli Ólafsson 15 118 370 496 29% 7. Ásgeir Þór Jónsson 14 77 174 485 28% 8. Kolbrún Halldórsdóttir 11 75 263 475 28% 9. Sigríður Hrönn Elíasdóttir 6 53 153 351 21% 2.050 voru á kjörskrá, 1.783 greiddu atkvæði eða 87%. Auðir og ógildir seðlar voru 77. lega skýr. Einar Kristinn var kosinn í fyrsta sætið og ég hlaut annað sætið. Báðir hlutum við bindandi kosningu. Ég dreg enga dul á það, að ég sóttist eftir fyrsta sætinu og barðist fyrir því eins og ég gat. Þess vegna er því ekki að neita að ég lít á þessa niðurstöðu sem ákveðna höfnun. Ég þekki sjálfan mig og veit að ég hef ávallt viljað vera for- inginn. En þetta varð niðurstaðan og það þýðir ekkert að gráta hana, úr því sem orðið er. Nafni minn vann þessa baráttu og við munum eiga gott samstarf, enda hefur aldr- ei fallið skuggi á það,“ sagði Einar Oddur í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar Oddur sagði að miðað við allar aðstæður, þá leyfðist honum ekki „að vera í einhverri fýlu. Slík afstaða gengur bara ekki upp og þess vegna tek ég niðurstöðunni og mun skipa annað sæti Iista Sjálf- stæðisflokksins hér fyrir vestan í komandi alþingiskosningum og ég mun beijast í kosningabaráttunni með oddi og egg. Það þarf enginn að efast um það,“ sagði Einar Oddur jafnframt. „Ég veit að ég sótti þetta fylgi mitt fyrst og síðast niður á bryggjur Vestfjarða og ég hef verk að vinna, sem ég mun gera af fullri einurð," sagði Einar Oddur Kristjánsson. „Tveir sterkir að slást“ Guðjón Arnar Kristjánsson sagð- ist vera sáttur við niðurstöðu próf- kjörsins. Hann var í þriðja sæti list- ans við síðustu kosningar og sóttist eftir öðru sætinu nú. „Þarna voru tveir sterkir menn að slást um fyrsta sætið. Það hlaut að fara þannig að sá sem ekki næði því færðist í annað sætið,“ sagði Guðjón Arnar. Þessi niðurstaða hefði því ekki komið sér- staklega á óvart. Guðjón Arnar hlaut ekki bindandi kosningu í þriðja sætið. Hann sagð- ist þó sækjast eftir því að skipa það sæti á framboðslistanum. „Sæmilega ánægður“ „Ég held að ég geti verið sæmi- lega ánægður með minn hlut í þessu prófkjöri," sagði Ólafur Hannibals- son, sem lenti í fjórða sætinu. „Ég hefði að vísu viljað fá nokkrum tug- um atkvæðum fleira, þannig að ég hefði tryggt mér þriðja sætið, en miðað við það, að þarna var við vara- þingmann flokksins að etja, þá held ég að ég megi una nokkuð glaður með minn hlut, því raunar er ekki á okkur marktækur munur,“ sagði Ólafur Hannibalsson. Framboðsmál vegna alþingiskosninga Andlát D-listi á Austurlandi Níu efstu sæti réðust í / iu ••• • protkjori FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi var sam- þykktur á aðalfundi kjördæmisráðs flokksins sem haldinn var á Egiis- stöðum um helgina. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöður prófkjörs sem haldið var fyrir rúmri viku. Listinn er þannig skipaður: 1. Egill Jónsson alþingismaður á Selja- völlum, 2. Arnbjörg Pétursdóttir fjármálastjóri á Seyðisfirði, 3. Krist- inn Pétursson fískverkandi á Bakka- fírði, 4. Sigurður Eymundsson um- dæmisstjóri RARIK á Egilsstöðum, 5. Ólafur Áki Ragnarsson sveitar- stjóri á Djúpavogi, 6. Jóhanna Hall- grímsdóttir leikskólastjóri á Reyðar- fírði, 7. Skúli Sigurðsson verkstjóri á Eskifirði, 8. Magnús Brandsson skrifstofustjóri á Neskaupstað, 9. Ásmundur Ásmundsson skipstjóri á Reyðarfirði og 10. Hrafnkell A. Jónsson skrifstofumaður á Eskifirði. Á fundinum var' Hrafnkell A. Jónsson kosinn formaður kjördæ- misráðsins. Framsóknarflokkur Prófkjör á Vest- fjörðum- upp- stilling á Vest- urlandi FRAMSÓKNARMENN á Vestfjörð- um ákváðu á kjördæmisþingi um helgina að efna til prófkjörs vegna uppröðunar á framboðslista fyrir alþingiskosningar. Framsóknar- menn á Vesturlandi ákváðu að kalla saman útvíkkað kjördæmisþing til að raða á listann. Prófkjör framsókn- armanna á Vestfjörðum verður opið flokksbundnum og þeim sem undir- rita stuðningsyfírlýsingu við flokk- inn. Stefnt er að því að prófkjörið verði 3.-4. desember. Á þinginu lýstu Pétur Bjarnason varaþingmaður og Sigurður Krist- jánsson fv. kaupfélagsstjóri yfir framboði. Þá var lesið upp bréf Sig- mars B. Haukssonar þar sem hann gaf kost á sér. Kjördæmisráðsþing framsóknar- manna á Vesturlandi samþykkti að kalla saman útvíkkað kjördæmisþing um miðjan nóvember til að greiða atkvæði milli frambjóðenda við upp- röðun á lista. Til þingsins verður boðið þreföldum fjölda fulltrúa. Ingibjörg Pálmadóttir alþingis- maður sagðist í gær gefa kost á sér áfram í fyrsta sæti listans. Á fund- inum kom það einnig fram að Sig- urður Þórólfsson í Innri-Fagradal, sem síðast skipaði annað sæti list- ans, myndi gefa kost á sér. A-listi á Vesturlandi Listi valinn í opnu prófkjöri OPIÐ prófkjör Alþýðuflokks á Vest- urlandi verður haldið 19. nóvember nk. Framboðsfrestur rennur út 24. október. Þetta var ákveðið á kjördæ- misráðsfundi á laugardag. Að sögn Böðvars Björgvinssonar formanns kjördæmisráðs verður prófkjörið með svipuðu sniði og fyr- ir síðustu kosningar og opið öllum sem ekki eru flokksbundnir í öðrum flokkum. Gísli Einarsson alþingis- maður sækist eftir fyrsta sæti og búist er við framboði Sveins Þórs Elínbergssonar í Ólafsvík og Sveins G. Hálfdánarsonar í Borgarnesi en þeir voru í baráttu ásamt Gísla fyrir síðustu kosningar. Þá hefur Helgi Daníelsson sýnt áhuga á framboði. GUÐBRANDUR MAGNÚSSON Guðbrandur Magnússon Guðbrandur varð aftur kennari við gagn- fræðiskólann á Siglu- firði 1947 og skóla- stjóri 1956-57 og yfír- kennari við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur var for- maður skólanefndar á Siglufirði í fjögur ár, vann mörg sumur við tollgæslu, lögreglustörf og í ÁTVR á Siglufirði. Hann var meðhjálpari og kirkjuvörður á Siglufírði 1958-82 og vann í mörg ár við bók- GUÐBRANDUR Magnússon, kennari á Siglufirði, lést 15. október sl. Guðbrand- ur var fæddur að Hól- um í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. For- eldrar hans voru Magnús Steingríms- son og Kristín Áma- dóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 oglauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var kenn- ari við bændaskólann á Hvanneyri 1935-36, við Austurbæjarskóla í Reykjavík 1936-37, skólastjóri á Hofsósi 1938, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík 1939-41, kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1941-46 og skólastjóri gagnfræði- skólans á Akranesi 1946-47. band og skrautskrift. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um nátt- úrufræði. Hann vann við gerð gróðurkorts af Skagafjarðarsýslu um árabil og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eftirlifandi eiginkona Guð- brands er Anna Júlía Magnúsdótt- ir. Þau eignuðust átta börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.