Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 33 GUÐBJÖRG HJARTARDÓTTIR + Guðbjörg Hjartardóttir var fædd á Gimli á Hellissandi 23. des- ember 1917. Hún lést í Reykjavík 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hjört- ur Cýrusson, f. 26. júlí 1891 á Önd- verðarnesi, Snæ- fellsnesi, bóndi í Ytr i-Keflavíkurbæ á Hellissandi, og kona hans, Sigur- rós Hansdóttir, f. 30. apríl 1898. Systkini Guð- bjargar eru: Baldur, f. 1910; Guðrún, f. 1916; Hansína Sigurbjörg, f. 1919; Hörður, f. 1922; Sigrún, f. 1923; Cýr- us, f. 1927; Sigurhans Víglund- ur, f. 1929; Hjördís Alda, f. 1934; og Hreinn Snævar, f. 1935. Guðbjörg giftist Jóni Lárussyni árið 1940. Hann lést 1941. Árið 1944 giftist hún Eð- varði B. Helga- syni. Börn Guð- bjargar eru: 1) Helga Lára Jóns- dóttir, f. 13. mars 1940. Maki Einar Sigurðsson. Börn þeirra: Alexandra, Jón Þór, Guðbjörg og Hjörtur. 2) Sig- urrós B. Eðvarðs- dóttir, f. 21. maí 1944. Maki Ásgeir Flórentason. 3) Jón Eðvarðs- son, f. 25. apríl 1946, d. 23. desember 1982. Hans börn: Harpa og Andrea. 4) Ásta B. Eðvarðsdóttir, f. 16. nóvember 1948. Maki Sveinbjörn Stef- ánsson. Börn þeirra: Krist- jana, Stefán, Eðvarð Hlynur og Sveinbjörn. OKKUR langar í fáum orðum að minnast ömmu okkar, sem var okkur afar kær. Amma átti við þrálát veikindi að stríða, en lét þó aldrei bilbug á sér finna. Það var sama hvað á dundi, alltaf var hún amma okkar hress og kát. í hvaða vandræði sem við rötuðum í, alltaf var hægt að leita til hennar. Hún var ætíð boðin og búin til að rétta hjálpar- hönd. Við munum ætíð minnast ánægjustunda okkar í Ljósheim- um, þar sem oft var margt um manninn. Eru jólaboðin og afmæl- isdagar hennar okkur efst í huga. Engin veisla var orðin veisla fyrr en amma var mætt. Amma undi sér vel í fjölmenni og var mikil félagsvera. Hún var því mikið á ferðinni milli ættingja og vina og undi sér hvergi betur en í faðmi þeirra. Amma var mjög viljasterk og sést það best á því að daginn fyr- ir andlát sitt fór hún í slátur með sínum nánustu og var henni þessi stund mikils virði. Hún amma okkar var einstök kona, svo einstök að því verður ekki lýst með orðum. Og svo sann- arleg var hún vinur vina sinna og reyndist þeim, sem minna mega sín, ómetanleg stoð og miðlaði öll- um af sinni óeigingjörnu elsku og trúmennsku. Þó amma hafi verið lág í loft- inu, var hún stórmenni í okkar augum. Munum við sárt sakna hennar, en erum þó viss um að vel hafi verið tekið á móti henni og nú sé hún meðal vina og vanda- manna. Með þessum orðum kveðj- um við elskulegu ömmu okkar. Barnabörn og fjölskyldur. Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta’ en þú, það vakti mér löngum lotning; í örbirgð mestu þú auðugust varst og allskyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning. Þannig kvað Matthías Jochums- son um móður sína, fátæka al- þýðukonu. Nú hálfri annarri öld síðar eiga þau vel við aðra alþýðu- konu sem upplifði þrautir og mót- læti en lét aldrei bugast. Þegar okkur barst fregnin um andlát móðursystur okkar, Guðbjargar Hjartardóttur, kom hún okkur í senn á óvart en þó ekki. Daginn áður en hún lést vorum við svo lánsöm að eiga með henni yndis- lega stund þegar hún fékk leyfi MINNINGAR af spítalanum og var með okkur í sláturgerð eins og á hveiju hausti undanfarin ár. Þessi dugmikla kona bar sig vel eins og venjulega og það var ekki að sjá að hún ætti ekki nema rúman sólarhring eftir ólifaðan þegar við kvöddum hana seinni part dags. Æðruleysi einkenndi framkomu hennar alla tíð. Hún var alltaf hress og kát þó lífið léki hana stundum grátt og erfiðleikarnir hafi oft verið miklir. Gugga hefur ávallt verið mikil- væg persóna í lífi okkar. Fyrstu minningarnar um hana eru frá heimsóknum hennar í Nökkvavog- inn til ömmu. Gugga stoppaði aldr- ei lengi og um leið og amma sá hana renna í hlað var drifið í að laga góðan kaffisopa svo Gugga mætti njóta heimsóknarinnar sem best. Koma Guggu var öllum á heimilinu til ánægju, þó sérstak- lega ömmu sem dáðist mjög að dugnaði þessarar dóttur sinnar en hafði jafnframt áhyggjur af því að hún fengi litla hvíld. En Gugga, þessi lágvaxna, léttstíga og kvika kona, virtist hafa ótakmarkað þrek. Á þessum árum hafði hún fyrir stórri fjölskyldu að sjá og átti fáar stundir fyrir sjálfa sig. Hún gaf sér þó tíma til að líta inn til foreldra sinna því hún vissi hve það var þeim mikils virði. Gugga vann erfiðisvinnu allt sitt líf og þegar venjulegum vinnu- degi var lokið fór hún í skúringarn- ar á skrifstofuin Ríkisskipa. Sú vinna hafði mikið aðdráttarafl fyr- ir okkur börnin því á skrifstofun- um var margt nýstárlegt að sjá. Þegar horft er til baka rifjast upp að það var ekki staðurinn einn sem olli því hve við nutum ferðanna á skrifstofurnar. Viðmót Guggu var ekki síður ástæðan; aldrei skamm- aðist hún yfir hlaupum á göngun- um né látum heldur hrósaði hún okkur og lét okkur trúa því að við Afritnnar- stöðvar með hugbúnaði frá kr. 25.000,- *BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 værum að gera henni stóran greiða. Þannig örvaði hún okkur um Ieið til dáða svo við buðumst til að hjálpa og fengum ánægju- legt hól fyrir. Ferðalög voru líf og yndi Guggu og hefur margur fengið að njóta þess. Alltaf var hún boðin og búin að taka krakkaskinn með meðan pláss var í bílnum. Ein ferð með Guggu og vini hennar Óskari á Moskvitsnum er sérlega eftir- minnileg. Farið var austur fyrir fjall, á Selfoss og Hveragerði. í Kömbunum á bakaleiðinni drap bíllinn á sér í bröttustu brekkunni og urðu farþegar í aftursætinu ekki lítið skelkaðir þegar bíllinn tók að renna aftur á bak. Gugga lét sér ekki bregða, stóð sem fastast á bremsunni meðan Óskar setti steina við dekkin og þau fikt- uðu síðan eitthvað í vélinni sem fór í gang á endanum. Ekkert æsingar- né styggðaryrði féll með- an á þessu stóð en Gugga og Ósk- ar glettust og hlógu að þessu. Fjölskyldan var Guggu mikils virði og hún takmarkaðist ekki í hennar huga við systkini hennar og börn. Fyrir Guggu voru allir ættingjar hennar ein fjölskylda og hún var óþreytandi að skipuleggja fjölskylduferðir, ættarmót og jóla- skemmtanir með systkinum sín- um, Cýrusarættinni, Söndurum eða hveijum þeim sem hún taldi til síns fólks. Hún lét sér afar annt um velferð ættingjanna og ef hún taldi eitthvað á skorta gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að bæta úr því. Ef einhvern vantaði stóla bauð hún sína, væri einhver að leita að vinnu spurðist hún fyrir um störf þar sem hún þekkti til, væri einhver húsnæðis- laus bauð hún íbúðina sína; þann- ig var Gugga alltaf reiðubúin að hjálpa, lána eða gefa af sínu þótt efnin væru sjaldnast mikil. Það þurfti sjaldnast að leita til Guggu, hún var venjulega búin að bjóða fram aðstoð sína áður en til þess kom. Saga Guggu verður varla skráð á spjöld sögunnar frekar en saga annarra alþýðukvenna. Þó er saga hennar svo merk að hún má ekki gleymast. Hún er saga konu sem ólst upp við kröpp kjör alþýðufjöl- , skyldunnar og varð ung að fara að vinna fyrir sér. Hún segir okk- ur hvernig fátæk kona kom fjórum j bömum til manns; sýnir okkur f konu sem sigraðist á erfiðum sjúk- dómum og æðraðist aldrei; hún } sýnir okkur hvernig móðir sem ; missir einkason sinn vinnur sig út úr sorg sinni. Síðast en ekki ; síst er hún saga verkakonu sem | vissi að hún gegndi mikilvægu hluterki rétt eins og aðrir þegnar \ þessarar þjóðar og bar því höfuðið f hátt. Það er oft sagt að almættið leggi þyngstu byrðarnar á sterk- • ustu einstaklingana. Gugga fékk að reyna margt og stóðst hveija raun. Hún fylgist nú með sínum nánustu frá öðrum stað og vakir yfir velferð þeirra og okkar allra rétt eins og hún gerði hér áður. Elsku Helga, Rósa og Ásta, við fæmm ykkur og fjölskyldum ykk- ar innilegustu samúðarkveðjur á þessari kveðjustundu. Minningin um góða konu með hlýtt hjarta lifir. Rósa, Guðbrandur og Þröstur. Hefur þú kynnt þér Lffeyrissjóðinn Einingu? Hringdu í síma 689080 og fáðu upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.