Morgunblaðið - 18.10.1994, Page 21

Morgunblaðið - 18.10.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 21 SkiptiborO 41000, 641919 C5EŒQ Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 cni'iiiiim'nrrflT.iiiaiiHiiuuun Almenn afgreiðsla 54411, 52870 Almenn afgreiðsla 629400 Byggt og búið, Kringlunni V FlcalrL <3mnmTracc Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 996410 Söluaðilar: Ljósgjafinn, Akureyri - Nupur, Isafirði - K.H.B., Hgilsstöðum - Skipavík, Stykkishólmi. Mótum saman morgundaginn Kosningaskrifstofa Lóru Margrétar er opin á Lækjartorgi, Hafnarstræti 20, 2. hæð, alla virka daga 16 - 22, laugardaga og sunnudaga 13 -19. Símar: 24908, 24912 og 24914. Lára Margrét í © sætið LISTIR Sársaukafull reynsla og áleitnar spurningar Kenzaburo Oe hafnar opinberri viðurkenningu og segist hættur að skrifa skáldsögur, Benedikt Stefánsson í Tókýó segir frá nýkjörn- um Nóbelsverðlauna- hafa í bókmenntum. ÞÆR eru ágætis ráð við svefn- leysi,“ segir Kenzaburo Oe, nýkjörinn Nóbelsverðlauna- hafi í bókmenntum, um skáldsögur sínar. En margir japanskir lesendur taka þeim þvert á móti eins og glym í vekjaraklukku. Skáldið glím- ir við áleitnar spurningar um fortíð og framtíð þjóðarinnar, söguhetjur hans uxu úr grasi á árunum eftir síðari heimsstytjöld og þurfa að fóta sig í veröld þar sem lítið hald virðist í fornum hefðum og siðum. Oe var virkur þátttakandi í hreyfingu vinstrimanna á sjöunda áratugnum og hefur verið andvígur stefnu stjórnvalda í varnar- og ut- anríkismálum. Hann situr við sinn keip og hafnaði á föstudag einni æðstu orðu japanska ríkisins fyrir störf að menningarmálum. „Ég get ekki tekið við viðurkenningu sem veitt er af stjórnvöldum," sagði hann í viðtali við dagblaðið Asahi. „Ég féllst aðeins á að taka við Nóbelsverðlaununum af því þau eru ekki veitt af sænska ríkinu heldur sænsku þjóðinni.“ Utnefning Oe ber upp á óvissutíma í japönskum stjórnmálum. Hefðbundið flokkamynstur virðist endanlega útmáð, sósíalistar hafa tekið sæti í ríkisstjórn og afneita fyrri afstöðu í utanríkis- og varnarmálum. Þótt hálf öld sé liðin frá lokum síðari heimsstytjaldar er arfur stríðsár- anna að mörgu leyti óuppgerður,- Og á árinu hafa tveir ráðherrar hrökklast úr embætti vegna um- deildra yfirlýsinga um aðgerðir jap- anska hersins í stríðinu. í minningarbrotum frá stríðsár- unum lýsir Oe því hvernig skóla- drengir urðu að sveija þess dýran eið á hveijum morgni að rista sig á kvið ef fyrirskipun kæmi frá keis- aranum. Einn góðan veðurdag í ágúst 1945, þegar Oe var tíu ára gamall, ávarpaði þessi goðsagna- kennda vera þjóðina í fyrsta sinn. Börnin skyldu ekki orðfæri keisar- ans, en voru slegin óhug að hann mælti með svo alþýðlegri röddu. PIPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 í verkum sínum glímir Oe gjarn- an við áleitnar spurningar sem varða hernaðarhyggju og útþenslu- stefnu Japana á fyrri hluta aldar- innar, frá sjónarhóli þeirra sem voru enn á barnsaldri þegar heims- styijöldinni lauk. Þessi kynslóð þoldi niðurlægingu þjóðarinnar og tók þátt í efnahagslegri uppbygg- ingu, slitin úr tengslum við arfleifð forfeðranna. Oe sækir einnig efnivið í sárs- aukafulla reynslu ijöl- skyldu sinnar. Ein víðlesn- asta bók höfundarins, Einkamál, fjallar um rótlausan ungan mann sem eignast vanskapaðan dreng. í fyrstu vill faðirinn fara að ráðum lækna og láta barnið deyja, en ákveður í sögulok að axla þá ábyrgð að koma syni sínum á legg. Ári áður en skáldsagan kom út eignaðist Oe dreng með alvarlegan heilaskaða. Hann er einhverfur með greind á við barn. Hikari Oe er nú 31 árs gamall og hefur þroskað hæfíleika til að tjá tilfinningar sín- ar í tónverkum fyrir sígild hljóð- færi. Tónlist hans hefur verið gefin út á tveimur geislaplötum, sem notið hafa talsverðra vinsælda í Japan. Um þessar mundir leggur Oe lokahönd á handrit þriðja og síð- asta bindis ritraðar sem hlotið hef- ur heitið „Logar í laufgrænu tré.“ í pistli sem birtist í dagblaðinu Asahi á laugardag staðfesti hann fyrri ætlun sína að hætta skáldskap þegar verkinu lýkur. Hann kveðst hafa fundið sterka þörf til þess að ganga aftur á fund sögupersóna fyrri bóka og endurmeta reynslu sína síðastliðna áratugi. „Eftir Nóbelsútnefninguna heyri ég innri rödd skýrar en áður. Hún segir mér að staldra nú við og grand- skoða farinn veg,“ segir hann. Oe ólst upp á eynni Shigoku í japanska eyjahafínu. Fæðingarbær hans er í Ehime, stijálbýlu héraði sem ein- kennist af hæðóttu landslagi, hrís- gijónaökrum og fábrotnum sveita- býlum. Fréttaritari var þar á ferð fyrir skömmu, þáði gistingu af ald- urhnignum hjónum sem enn færa guðum Shinto og Búddatrúar fórn- ir á hveijum morgni. Minning Hiro- hito keisara er enn í hávegum höfð og ljósmynd af honum prýddi lang- vegg í stássstofunni. Þegar Yasunari Kawabata hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1968, fyrstur japanskra skálda, tók hann við viðurkenningunni klæddur þjóðlegum silkibúningi. Við þetta tækifæri flutti hann ávarp um hefð- ir og fegurð föðurlandsins. Oe, þekktasti sonur Ehime-héraðs er af sögufrægri höfðingjaætt, en gæti eins verið uppruninn í öðru landi en því sem Kawabata þekkti og lýsti í bókum sínum. Oe sækir innblástur til erlendra rithöfunda, skrifaði lokaritgerð í Tókýóháskóla um verk Jean-Paul Sartre og telur Stikilsbeija Finn eftir Mark Twain til uppáhalds- bóka. Þegar Oe stígur í pontu við af- hendingu Nóbelsverðlaunanna í desember ætlar hann að fjalla um þau vandamál sem steðja að jap- önsku þjóðinni á síðasta áratug aldarinnar. Hann hefur um ára- tugaskeið verið gagnrýndur fyrir að vera fremur bölsýnn og eflaust mun einhveijum svíða boðskapur hans að þessu sinni. En líklega verður hann seint vændur um að svæfa þá sem á hlýða. NOBELSVERÐLAUNAHAFINN Kenzaburo Oe Frys Nún frá Elcold eru löngu landskunnar fyrir öryggi og sparneytni. m við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem allir ráða við. 3.IA AStA ABYKGI) a ollum Elcold frystikistum HF 120 125 lítrar HFL 230 210 Iftrar KR. 36.790 KR. 42.052,- Kfclfcldidftna HFL 390 365 lítrar EL 61 576 lítrar KR. 69.344 mhm EL 53 500 Iftrar KR. 60.957 KR. 51.387,- CEEEQBSd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.