Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Frelsi ríkisútvarpsins og ábyrgð áhorfendum fyllstu til- litssemi. Löggjafinn hefur ætlað Ríkisút- varpinu að vera gangr- áður talaðra orða í landinu og vettvangur fyrir allan íslenzkan veruleika. Ekkert er þar undan dregið. Rík- isútvarpið fer daglega höndum um uppistöð- una í lífi þjóðarinnar og ívafið, eins og það leggur sig. Þetta er hlutverk Ríkisútvarps- ins, hvorki meira né minna. Þannig hefur málum verið háttað í 64 ár. Og þótt margt hafi breytzt í fjölmiðlun undangengna áratugi eru skyldur Ríkisútvarpsins í þessu tilliti öldungis hinar sömu og í ár- daga. I 15 grein Útvarpslaga segir: „Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana." Hér er gripið á kviku Ríkisútvarpsins, og hún er hin sama og kvikan í lífi alþjóðar: Lýðræðis- legar grundvallarreglur og mann- réttindi og frelsi til orðs og skoðana eru hornsteinar íslenzka lýðveldis- ins, bundnir í stjórnarskránni. Það sýnir mætavel, hvert verkefni hið háa Alþingi ætlar Ríkisútvarpinu, að slík orð skuli vera að finna nær upphafi markmiðsgreinar laga um stofnunina. Ríkisútvarpið hefur ætíð kapp- kostað að virða þetta frelsisákvæði í verki og gerir enn. Hér er reyndar ekki einungis um að ræða ákvæði í lögum, heldur þelið í brjósti sér- hvers íslendings. Ríkisútvarpið hef- ur á hverjum tíma staðið opið upp á gátt og heimilt öllum þeim, sem eitthvað hafa fram að færa lands- mönnum til heilla, gagnrýni og glöggvunar. Hvers konar stjórn- mála- og trúarskoðanir hafa t.d. átt greiðan aðgang að Islendingum um rásir Ríkisútvarpsins. Þegar kemur að framkvæmd þeirrar reglna, sem stjórn- málalíf í landinu lýtur,/ hefur Ríkisútvarpið ævinlega gætt þess svo sem framast mátti verða, að hveijum að- ila væri ætlað sitt rými í dagskránni. Þessi við- leitni Ríkisútvarpsins kemur berlega í ljós, þegar líður að almenn- um kosningum, en læt- ur sín vissulega með nokkrum hætti getið í sérhvern tíma annan. Þannig rækir Ríkisút- varpið hinn gullna draum kynslóðanna - frelsið - eftir fremsta megni. Enn skal vitnað í 15. grein Út- varpslaga. Þar segir um Ríkisút- varpið: „Það skal gæta fýllstu óhlut- drægni í frásögn, túlkun og dag- skrárgerð." Hér birtist hinn óhjá- Ríkisútvarpinu er ekki aðeins ætlað að standa- vörð um frelsið, segir Heimir Steinsson, heldur jafnframt feta hinn gnllna meðalveg óhlutdrægninnar. kvæmilegi förunautur frelsisins, - ábyrgðin. Ef frelsið á ekki að snú- ast upp í glundroða og ráðleysi, verða menn jafnan að gæta ábyrgð- ar við framkvæmd þess. Ríkisútvarpinu er ekki aðeins ætlað að standa vörð um frelsið. Það skal jafnframt feta hinn gullna meðalveg óhlutdrægninnar. Einnig þessa skyldu hefur löggjafinn lagt Ríkisútvarpinu á herðar. Ríkisútvarpið kappkostar að framkvæma ákvæðið um óhlut- drægni á fjölmarga vegu. Hér mun ég nú nefna eina leið. Ríkisútvarpið Heimir Steinsson Kveðjupistill til Sigurðar G. Tómassonar RÍKISÚTVARPIÐ er umsvifa- mesti fjölmiðill hér á landi. Ríkisút- varpið nær ekki eyrum margra ís- lendinga og augum, eins og t.d. DV og rásir íslenzka útvarpsfélags- ins, né heldur flestra íslendinga, eins og t.d. Morgunblaðið. Ríkisút- varpið nær augum allra íslendinga og eyrum. Rödd Ríkisútvarpsins og mynd berast inn á hvert heimili, til innstu dala og yztu nesja og um þéttbýlið allt í sveit og við sjó. Jafn- vel á miðum úti leitast Ríkisútvarp- ið við að ná til þeirra, sem þar velkj- ast á seltu, þótt á ýmsu gangi um árangurinn. 116. grein Útvarpslaga segir: „Ríkisútvarpið skal senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring.“ Ljósvakamiðill, sem slíkum skyldum er bundinn, hlýtur að leit- ast við að sýna hlustendum og VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 4934 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4543 3718 0006 3233 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Afgreiösiufólk vinsamlegast takiö ofangreind kwt úf umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VEHBLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. m^m VlSA ISLAND Álfabakka 16-109 Reykjavfk Sími 91-671700 KÆRI Sigurður. Nú myndi ég segja: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri" - ef það gæti bara verið á hreinu hvor okkar væri Gunnar og hvor hundurinn væni; sennilega verðskuldum við hvorugt og altént værum við báðir feigir. Því segi ég aðeins: ósköp er leiðinlegt að sjá þig þurfa að reka erindi Elvu Bjarkar og svartasta hlutans af íhaldinu eins og hver annar hvolpur. Við skulum ekki sóa tímanum í aukaatriði. Við vitum báðir að það var ekki að þínu frumkvæði sem ég var rekinn frá Rás tvö; við vitum jafn vel að það var heldur ekki með þínum vilja. Gerðu bara eitt fyrir mig - ekki ljúga. Ekki reyna að halda því fram að þér finnist allt í einu að ég hafi „gengið of langt“ eða „verið of persónulegur“ í mínum pistlum. Ekki reyna að halda því fram að þú hafir gert athugasemd- ir um það við mig - það vitum við báðir að þú hefur aldrei gert. Aldr- ei. Við vitum líka báðir hver er hin raunverulega ástæða fyrir því að þú lætur undan þrýstingi Elvu Bjarkar um að segja mér upp, þótt þú sem yfirmaður Rásar tvö eigir auðvitað að standa með þínu fólki. Þú ert smeykur, Sigurður. Smeykur um þína eigin stöðu. Þú ert smeyk- ur vegna þess að þú gerðir líklega Við vitum báðir, Sigurð- ur, að það var ekki að þínu frumkvæði að ég var rekinn, segir Illugi Jökulsson, gerðu bara eitt fyrir mig, ekki ljúga! slæm mistök í vor þegar borgar- stjórnarkosningar stóðu fyrir dyr- um í Reykjavík. Þú skrifaðir undir stuðningsyfir- lýsingu við R-listann - þú, fastráð- inn yfirmaður við Ríkisútvarpið. Það var sennilega brot á fyrirmæl- um útvarpsstjóra um að starfsmenn hvetur þá, sem tjá sig á rásum þess, til að gæta hófs í orði og málflutningi öllum. „Hóf er bezt, hafðu á öllu máta,“ segir í gamalli vísú. „Hófstilling" er ánnar draum- ur kynslóðanna og fylgispakur frelsisdrauminum á öllum öldum. Ríkisútvarpið heiðrar hugsjón hóf- stillingarinnar til jafns við leiðarljós frelsisins. Fyrir nokkrum árum tók Ríkisút- varpið til við að iðka ákvæðið um frelsi á nýjan hátt: Svonefndum „pistlahöfundum" var falið að segja skoðun sína á rásum Ríkisútvarps- ins. Hér var reyndar einnig á ferð framhald fyrri hátta: Þátturinn „Um daginn og veginn" var þannig gott dæmi um „pistil“ frá öndverðu, og fleira mætti nefna. En fram- kvæmdin var ný. Um var að ræða heillandi aðferð, sem mönnum upp til hópa þótti fengur að og þykir enn. Frelsið hafði eignazt enn einn farveginn um æðar Ríkisútvarpsins. Þessum nýju frelsisháttum fylgdi að sjálfsögðu sama ábyrgðin og allri annarri iðkun Iýðræðisreglunn- ar. Pistlahöfundum er skylt að beygja sig fyrir kröfunni um hóf- semi og sanngirni í málflutningi rétt eins og öðrum. Ef þeim fatast í þessu efni, er óhjákvæmilegt að bera fram athugasemdir við hátt- semi þeirra, jafnvel gera hlé á máli þeirra, unz um skipast fyrir þeim. Ef Ríkisútvarpið ekki gætti þessara sjónarmiða í umgengni sinni við pistlahöfunda, gæti það sem hæg- ast lent í að bijóta ákvæði Útvarps- Iaga um óhlutdrægni. Nýlega lét dagskrárstjóri Rásar 2 tvo pistlahöfunda hætta að flytja mál sitt á rásinni. Rétt er að minna á að pistlahöfundar eru ekki í hópi fastráðinna starfsmanna Ríkisút- varpsins, heldur verktakar. Hér var því ekki um að ræða „uppsögn“ í venjulegum skilningi, sízt af öllu „brottrekstur". Einnig hefur komið fram, að ákvörðunin var tímabund- in. Líklegt er, að báðir pistlahöfund- arnir verði boðnir velkomnir til sömu starfa á Rás 2 síðar. Þá er það einnig Ijóst, að báðum munu nú þegar heimil önnur viðfangsefni á rásum Ríkisútvarpsins eftir því, sem um kann að semjast. Hvor um sig eru þeir þekktir útvarpsmenn og vel að margs konar verkefnum komnir. Annar pistlahöfundurinn var lát- inn hætta af því að hann hafði a.m.k. einu sinni farið langt út fyr- ir þau mörk hófsemdar og tillits- semi, er að framan greinir. Líklegt þótti, að honum kynni enn að verða hið sama á. Aðstæður í íslenzku mannfélagi gerðu það að verkum, að ástæðulaust var talið að eiga slíkt yfir höfði sér að sinni. Hinn pistlahöfundurinn var bein- línis látinn hætta vegna reglunnar um óhlutdrægni. Álitið var óeðli- legt, að hann héldi áfram pistla- flutningi, meðan starfsbróður hans ekki nyti við á Rás 2. Þar af leið- andi voru báðir kvaddir að svo stöddu. Ég var með í ráðum um að hinn fyrr nefndi pistlahöfundurinn hyrfi frá um stund. Hafði enda birt hon- um mjög eindregna viðvörun í bréfi fyrir meira en fjórum mánuðum. Framkvæmdastjóri Útvarpsins hafði þar einnig bein afskipti af, hefur og gert ýtarlega grein fyrir rökum sínum, og fellst ég á þá greinargerð fullkomlega. Dagskrár- stjóri Rásar 2 var einn um fram- kvæmd alls þessa máls. Hann tók og upp á sitt eindæmi ákvörðun um að láta síðari pistlahöfundinn hætta í bili. Ég geri hins vegar engan ágreining við dagskrárstjórann hvorki um framkvæmd hans né ákvörðun. Sama máli gegnir um framkvæmdastjóra Útvarpsins. Þannig eru þeir yfirmenn Ríkisút- varpsins, sem málið varðar einhuga um efnistök í veigamestu greinum. Það er engan veginn auðvelt að bera ábyrgð á ákvæðum Útvarps- laga um frelsi og óhlutdrægni og á framkvæmd þeirra ákvæða. Þessa byrði ber yfirstjórn Ríkisútvarpsins á hverri tíð. „Allt orkar tvímælis, þá gert er,“ og svo er jafnan um þessa framkvæmd. Hitt er þó óhjá- kvæmilegt, að yfirstjórnin axli ábyrgðina, taki ákvarðanir sam- kvæmt samvizku sinni og beztu vitund og standi við þær ákvarðan- ir, hversu mjög sem um hana kann að blása. Það hefur verið gert í þessu tilviki og verður vonandi framvegis á hveiju sem gengur. Hinu skal allsendis vísað á bug, að útvarpsstjóri og samverkamenn hans láti stjórnast af þrýstingi vald- hafa við framkvæmd reglunnar um lýðræði og óhlutdrægni. Sennilega þyrftu þeir, sem halda slíku fram, öðru fremur að læra að feta hinn gullna meðalveg hófstillingarinnar í málsmeðferð sjálfir. Höfundur er útvarpssijóri. RÚV skyldu gæta hlutleysis í hvívetna fyrir kosningarnar. Þetta olli, skal ég segja þér, gífurlegri reiði í þinn garð innan Ríkis- útvarpsins þar sem nærri öllum starsf- mönnum fannst að með þessu væri dregið stórlega úr trúverðug- leika og hlutlausri ásýnd RUV fyrir kosn- ingarnar. (Ekki fara að tala um minn pistil þá. Við vitum báðir að þér fannst, réttilega, ekkert athugavert við hann.) Þú varðst nátt- úrulega lítið var við reiðina í þinn garð, af því þú stökkst til útlanda strax og þú varst búinn að skrifa undir listann, en þessi reiði var mjög mikil. Aðeins einn starfsmað- ur RÚV svo ég heyrði til reyndi að halda uppi nokkrum vörnum fyrir þig, með þeim rökum að mannrétt- indi þín til að skrifa undir stuðn- ingsyfirlýsingu við stjórnmálasam- tök hlytu að vera æðri fyrirmælum útvarpsstjóra ef tryggt væri að stuðningur þinn við R-listann kæmi ekki fram í sjálfu starfi Rásar tvö. Þessi rök bitu Jítið á reiðina í þinn garð innan RÚV en þessi starfs- maður var reyndar ég sjálfur. Hafi sem sé einhver starfsmaður Rásar tvö „gengið of langt“ eða „brotið starfsreglur“ fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor, þá var það ekki ég, heldur þú sjálfur. En síðan ert þú í veikri stöðu gagnvart máttarvöldunum, það vitum við báðir. Ef þér er skipað að reka mig - svo ég verði ekki nöldrandi út í ríkis- stjórnina í heilan kosn- ingavetur - þá gerir þú það, af því staða þín er veik. Ekki nóg með pólitíkina, heldur vitum við báðir að ekki ríkir einróma ánægja með störf þín sem yfir- maður Rásar tvö. Þú hefur séð að hin æðri máttarvöld sem ráðsk- ast með hlut Ríkisút- varpsins þessi misserin skirrast ekki við að reka fólk sem þeim lík- ar ekki við; hví skyldu þau skirrast við að reka þig, sem gafst á þér þvílíkan höggstað með undirskriftinni í vor? Svo þú gerir eins og þér er sagt. Þetta vitum við báðir að er ástæðan fyrir brottrekstri mínum. Ekki reyna að halda öðru fram, ekki heldur flækja þig enn frekar í vef hins sérkennilega fram- kvæmdastjóra. Ekki varstu að hugsa um almenna hlustendur Rík- isútvarpsins og ekki voru markaðs- lögmálin þér heldur ofarlega í huga - nema þá hvað snertir framboð og eftirspurn á þér sjálfum. Þú varst bara að hugsa um að fá laun- in þín áfram. Kannski ég segi það þá eftir allt saman: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri." Með kveðju og þökk fyrir sam- starf sem hingað til hefur aldrei fallið skuggi á. Höfundur er fyrrv. pistlahöfundur á RAs 2. Illugi Jökulsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.