Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Friðrik Halldórsson Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum Lækkar skuld- ir milli ára um 700 milijónir VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum lækkaði skuldir sínar á milli ára um rúmlega 700 milljónir króna. Fyrirtækið bætti afkomu sína af reglulegri starfsemi um 114,5 milljónir króna á nýliðnu rekstrarári. Hagn- aður af reglulegri starfsemi fyrir rekstrarárið sem lauk nú 31. ágúst nam 31 milljón króna, en á fyrra ári var tap af reglulegri starfsemi 83,5 millj- ónir króna. Samkvæmt upplýsingum Sighvatar Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar, voru aðrar tekjur á þessu ári 184 milljónir króna, miðað við gjöld í fyrra upp á 254 milljónir króna. Heildarhagnað- ur nýliðins árs er því 215 milljónir króna, en 184 milljónir króna eru söluhagnaður af skipum o.fl., á móti heildartapi upp á 353 milljónir króna í fýrra. Dómsmál höfðuð vegna rað- smíðaskipa LÁNASÝSLA ríkisins undirbýr að fara með fyrir dómstóla mál fjög- urra skipa, sem smíðuð voru hér á landi með stuðningi ríkisvaldsins. Lítið hefur verið greitt af lánunum og hafa þau fallið á Ríkisábyrgðar- sjóð. Skuldir útgerða skipanna við sjóðinn nema hundruðum millj. kr. Skipin íjögur voru svokallað rað- smíðaverkefni. Með smíði þeirra var ætlun stjórnvalda að útvega skipa- smíðastöðvum verkefni og skapa atvinnu í landinu. Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lána- sýslu ríkisins, sagði að ákveðið hefði verið að heija undirbúning málshöfð- unar þar sem innheimta lánanna hefði ekki gengið og ágreiningur væri við útgerðir um lausn málsins. Málarekstur yrði tímafrekur en dóm- stólaleiðin ein virtist fær. Sighvatur segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu ,þolanlega sáttir við niðurstöðu fyrirtækisins miðað við rekstrarárið á undan. Rekstrar- ár Vinnslustöðvarinnar miðast við fiskveiðiárið, þ.e. frá 1. september 1993 til 31. ágúst 1994. „Það sem ég er ósáttur við, er að á þessu rekstrarári þurftum við að eyða 61 milljón króna í leigu á kvóta, sem ég kalla blóðpeninga," segir Sig- hvatur. Þolum ekki vaxtahækkanir „Við höfum náð umtalsverðum árangri á mörgum sviðum. Við höf- um lækkað skuldir fyrirtækisins um rúmar 700 milljónir á milli ára og við sjáum fram á að ijármagnsgjöld okkar munu lækka verulega á næsta ári. Við áætlum að regluleg starfsemi á næsta ári skili 82 millj- óna króna hagnaði, miðað við óbreytta vexti. Það er náttúrlega ljóst að Vinnslustöðin þolir éngar vaxtahækkanir, ekki frekar en önn- ur fyrirtæki, og því er mjög brýnt að jafnvægi og stöðugleiki haldist hér áfram,“ sagði Sighvatur Bjarnason. ■ Heildarhagnaður/16 Sofandi pilti gefið raflost NOKKRIR unglingspiltar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir að gefa 17 ára pilti, sem sofn- aði í samkvæmi sem þeir voru í, raflost með þeim afleiðingum að hann hlaut brunasár og var lagður inn á Landspítalann vegna hjartsláttartruflana. Unglingarnir voru saman í samkvæmi aðfaranótt sunnu- dagsins. Eftir að einn þeirra hafði sofnað festu hinir vír við hendi hans og hleyptu á straumi oftar en einu sinni með því að stinga vírnum í samband við rafmagnstengil, að því er fram kemur í kærunni, að sögn RLR. Pilturinn brenndist illa á hendi og leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna vanlíðanar og hjartsláttartruflana. Að lok- inni skoðun á bráðamóttöku var hann lagður inn á hjartadeild sjúkrahússins til frekari rann- sókna og meðhöndlunar. RLR barst í gær kæra frá foreldrum piltsins. Málið var þegar tekið til rannsóknar og stóð til að yfirheyra hina kærðu í gær. Eiturgufur í íþróttahúsi SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kall- að að íþróttahúsi Hagaskóla í gær- morgun vegna sterks hreinsiefnis sem hafði dottið úr hillu og dreifst yfír gólf. ; Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði starfsmaður íþrótta- hússins-reynt að þrífa upp efnið, sem er stíflueyðir, vopnaður gúmmí- hönskum og tusku en ekki orðið um sel þegar efnið át sig í gegnum hanskana og tuskuna og eitraðar gufur ruku af því. Tungnár- jökull áskrið Félagsdómur dæmir verkfallsboðun FÍA hjá flugfélaginu Atlanta lögmæta Fijálsa flugmannafélagið SPORÐUR Tungnárjökuls hóf að skríða fram fyrir rúmri viku og hleypur jökullinn nú fram um 2 metra á sólarhring. Fram til 1992 var hraðinn um 30 metrar á ári. Sporðurinn er um kílómetri að breidd og mjög sprunginn og hrikalegur ásýndum, en talið er að jökullinn muni leggja undir sig nokkurra ferkílómetra svæði áður en skriði hans lýkur. Helgi Björns- son jarðeðlisfræðingur varar ein- dregið við að menn hætti sér upp á jökulinn. „Slík ferð væri óðs manns æði, jökullinn er hættuleg- ur yfirferðar og vesturhlutinn með öllu ófær, sérstaklega nú þegar farið er að snjóa í sprung- ur,“ segir Helgi. Hann kveðst reikna með að framhlaupið í Tungnárjökli muni valda breyt- ingum á afrennsli til Tungnár og auka aurburð og vatnsrennsli í ánni og niður að virkjunum þar fyrir neðan. Tungnárjökull hljóp seinast fram 1945-46 og hafa vís- indamenn átt von á hlaupi sein- ustu tvo til þijá áratugi, þar sem jökullinn hefur orðið brattari á hveiju ári. fullgilt stéttarfélag FÉLAGSDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að stofnun Frjálsa flugmannafélagsins standist og fé- lagið sé samningsaðili um kaup og kjör sinna félagsmanna. Boðuð vinnustöðvun Félags íslenskra at- vinnuflugmanna gagnvart flugfé- laginu Atlanta er lögmæt og kom til framkvæmda á hádegi í gær, en hún nær aðeins til þeirra félags- manna FIA sem ekki eru bundnir af kjarasamningi Atlanta við Fijálsa flugmannafélagið. Aðilar mætast á fundi hjá sáttasemjara kl. 14 í dag. Fjórir dómarar Félagsdóms, Auð- ur Þorbergsdóttir, Erla Jónsdóttir, Gylfi Knudsen og Astráður Har- aldsson, standa að dómsorðinu. Fimmti dómarinn, Valgeir Pálsson, segir í sératkvæði að hann sé sam- mála meirihlutanum hvað varðar lögmæti boðunar verkfalls og verk- fallið nái ekki til flugmanna FFF. Fulltrúar Atlanta og FÍ A hittast hjá ríkissáttasemjara í dag Morgunblaðið/Sverrir AUÐUR Þorbergsdóttir, dómforseti, ræðir við lögmennina Hrein Loftsson og Atla Gíslason eftir dómsuppkvaðningu í gær. Hann telur hins vegar fiugmenn innan FÍA ekki í slíku ráðningar- sambandi við Atlanta að þeir eigi kjarasamningskröfur á hendur fé- Iaginu og geti knúið fram verkfall. Niðurstöðunni fagnað Hreinn Loftsson, lögmaður Atl- anta, og Tryggvi Baldursson, for- maður FÍA, fagna niðurstöðunni í samtali við Morgunblaðið. Hreinn og Arngrímur Jóhannsson, eigandi Atlanta, segja að svo virðist sem skollið sé á verkfall sem enginn sé í. Tryggvi segir að sex FIA-menn hafi starfað hjá Atlanta. Þeir eru hins vegar ekki með bókuð flug til og frá landinu í október. Atli Gísla- son, lögmaður FIA, telur koma til greina að boða stöðvun á meðalhlut- falli flugtíma FÍA-manna hjá Atl- anta. ■ Verkfallsboðunin lögmæt/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.