Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 35 MINNINGAR MAGNUS ÁSMUNDSSON + Magnús Ásmundsson var fæddur á Heggsstöðum í Andakíl 29. september 1896. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Þórðardóttir bónda á Heggsstöðum Magnússonar, f. 7. september 1864, d. 22. maí 1943 og Ásmundur Þorláksson bóndi á Heggsstöðum í Anda- kíl og Fellsaxlarkoti í Skil- mannahreppi, f. 25. maí 1871, d. 29. apríl 1909. Systkini Magnúsar sem upp komust voru níu: Sveinn Júlíus, f. 1894, Þorlákur, f. 1895, Sigurbjörn, f. 1898, Þórður, f. 1899, Ás- björg Gróa, f. 1900, Þorkell, f. 1902, Guðríður Jósefína, f. 1903, Guðrún Ólafía, f. 1904, Krisiján, f. 1907. Hinn 3. des- ember 1932 kvæntist Magnús Sigríði Ebenezersdóttur, f. 16. september 1899, d. 21. sept. 1988. Hún var dóttir Ebenezers Helgasonar verkamanns í Reykjavík sem ættaður var úr Breiðafjarðareyjum og konu hans Ingibjargar Gunnarsdótt- ur frá Gullberastaðaseli í Lundarreykjadal. Börn Magn- úsar og Sigríðar eru: Ebba Ingibjörg, f. 1938, gift Högna Ingimundarsyni, þeirra börn eru Lilja Björk og Magnús; Gylfi, f. 1940, var giftur Jó- hönnu Aðalsteinsdóttur, en þau skildu, dætur þeirra eru Aðal- heiður og Magnea; Haraldur, sonur Sigríðar af öðru hjóna- bandi sínu með Jóhanni Valdi- marssyni, ólst ungur upp með móður sinni og Magnúsi. Útför Magnúsar verður gerð frá Akraneskirkju í dag. MAGNÚS ólst upp í æsku hjá for- eldrum sínum en missti föður sinn á þrettánda ári og fór þá að Brekku á Hvalfjarðarströnd og var þar til 1913 er hann fór í Lambhaga og síðar að Vogatungu. Árið 1919 fluttist hann til Akraness, en um líkt leyti fluttu þangað móðir hans og systkini og keyptu þau í samein- ingu Lambús og voru lengi síðan við þau kennd. í vertíðarbyrjun 1920 hóf Magnús störf sem land- verkamaður hjá fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar & Co og starfaði hjá því allan sinn starfsaldur með litl- um hvíldum, bæði á bátum á vertíð og í landi, fram undir áttrætt. Fyrstu vertíð sína var Magnús með Jóni Ottóssyni skipstjóra, sem þá var með bátinn Egil Skallagríms- son, síðar var Magnús á bát sem Valur hét og var Einar á Bakka skiþstjóri hans og eigandi að hálfu. Báðir bátarnir voru gerðir út frá Sandgerði, en á þeim árum var ekki gert út frá Akranesi og Akur- nesingar því fjölmennir á vertíðum í Sandgerði og dvöldu þar í verbúð- um frá áramótum og til vertíðar- loka, 11. maí. Slðar var Magnús víst eina vertíð á bátum sem gerð- ir voru út frá Akranesi, en hætti þá á sjó og fór í land og líkaði það betur. En það starf sem hann hafði með höndum sem landmaður á bát á línuvertíð var erfiðisverk; land- menn beittu, gerðu að, hausuðu og söltuðu aflann, forfærðu saltfisk- inn, sóttu salt og vatn langar leið- ir, skáru beitu og hvaðeina annað milli þess sem þeir norpuðu eftir bátunum; vaka landmanna var annasöm og kalsþm og svefntími þeirra skammur. Á sumrum á þess- um árum var Magnús kaupamaður, eitt eða tvö sumur var hann í Þing- nesi og kynntist þá Sigríði Ebenez- ersdóttur, er síðar varð kona hans, en hún var þá heitbundin Haraldi Sigurðssyni, giftist honum síðar en Haraldur lést 1922. I stríðinu byijaði Magnús sem fastur starfsmaður hjá Haraldi Böðvarssyni & Co, þá var mikil atvinna og unnið mest með nýjan fisk sem settur var í skip og flutt- ur ísaður til Englands, eins var þá mikil vinna við reknetasíldina á haustin. Síðar vann Magnús mikið við saltfisk og hrognasöltun sem var vandvirknisstarf. Seinustu árin sagðist Magnús hafa unnið við létt- ara dútl og hann vann meðan hann gat rölt um. Alla ævi var hann stál- hraustur og veitti konu sinni mik- inn styrk og umhyggju eftir að hún fór að tapa heilsunni. Á allra síð- ustu árum var sjón hans þó farin að bila. Magnús Ásmundsson var einn hinna trúu verkmanna sem íslenska þjóðin hefir átt afkomu sína undir en sem minnst vitað af. Hann var sjómaður og verkamaður, hljóðlát- ur í fasi, vel látinn af öllum, snyrti- menni, hjálpsamur maður, ekki gleðimaður en smáglettinn, skipti ekki skapi, traustur heimilisfaðir, sívinnandi allar stundir. Hann var lágur vexti en sterklega vaxinn og handarverk hans ósvikin. Hann gaf sig lítt að félagsmálum en var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Akraness, fylgdist grannt með landsmálum og var minnugur, greip oft niður í íslenskar æviminn- ingabækur heima með Sigríði konu sinni. Heimili þeirra á Akranesi að Fáfnisvegi og síðar Deildartúni var hlýlegt og hreinlegt, þar var gott að koma. Magnús var þar hinn hógværi gestgjafi, erfiðismaðurinn sem nú hefir skilað starfi sínu öllu til velferðarríkisins íslands. Hvíli hann í friði. Guðrún Ása Grímsdóttir. Þeim fækkar nú óðum stofnun- um sterku sem studdu mann fyrstu skrefin. Tíminn líður og tekur sinn toll. Hvert af öðru hafa þau horfið yfir móðuna miklu systkini móður minnar. Nú síðast Magnús og fyrr á þessu ári Kristján bróðir hans. Öll hafa þau náð háum aldri en Magnús þó hæstum. Níutíu og átta urðu árin hans hér en eftirlifandi eru þijú systkini níutíu til níutíu og íjögurra ára. Þau systkin urðu ekki þeirrar gæfu aðnjótandi nema að litlu leyti að alast upp saman. Faðir þeirra lést er þau öll voru á ungum aldri yog sum í frumbemsku. Var þá Magnúsi ásamt fleirum þeirra systkina er eldri voru komið fyrir hjá vandalausum, sem svo var kall- að. Magnúsi var þannig komið fyr- ir á Brekku á Hvalfjarðarströnd og var þar mörg sín unglingsár en með móður sinni dvöldu aðeins tvö þau yngstu. Þetta var stór systk- inahópur, alls 10 systkini, og sárt mun það hafa verið fyrir móður þeirra að geta ekki haldið hópnum sínum saman eftir lát eiginmanns síns. En þannig voru tímarnir á fyrstu árum aldarinnar og vart hægt að búast við að allsnægtafólk nútímans geti sett sig í þau spor. En komu dagar og komu ráð. Börn- in uxu úr grasi og ástúðin, trú- mennskan og mannkostirnir sem þau systkini höfðu hlotið í arf frá Mismunandi myn^jr, vöndúS vinna. Slml »1-3593» oq 35735 foreldrum sínum og æskuheimili áttu svo sannarlega eftir að gagn- . ast þeim á lífsleiðinni. Eftir margra ára aðskilnað sameinuðust systkin- in og nú voru það þau sem gátu búið móður sinni það athvarf og þann aðbúnað sem hún átti skilið. Húsið Lambhús á Akranesi var keypt og við þann stað voru þau systkin oft kennd. Eftir nokkur ár í Lambhúsum fóru systkinin svo að stofna sín eigin heimili. Þeir bræður, Magnús og Þorlák- ur, reistu þá af miklum stórhug og myndarskap íbúðarhús, Deild- artún 4, sem lengi var eitt svip- mesta íbúðarhús á Akranesi. Þar bjó Magnús og fjölskylda hans lengst af og var • snyrtimennska hans í öllu sem að húsi hans og heimili laut einstök. Magnús, frændi minn, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, var eins og þau systkin öll mikil gæfumað- ur. Sigríður kona hans var mikilhæf mannkostakona, framúrskarandi vel gefin, trygg og traust og var heimili þeirra til fyrirmyndar. Ég átti hann og fjölskyldu hans að sérstökum vinum frá fyrstu tíð og hefur þar aldrei borið skugga á. Magnús var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ef eitthvað bjátaði á og fannst mér hann alltaf bera sérstaka umhyggju fyrir velferð okkar. Á sínum yngri árum var Magnús víða við störf í sveit en eftir að hann flutti til Akraness var sjó- sóknin hans starfsvettvangur. Eftir að hann hætti svo á sjónum var hann starfsmaður í landi hjá Har- aldi Böðvarssyni og hygg ég að um hálfa öld hafi hann verið starfsmað- ur þess fyrirtækis á sjó og í landi. Fór það aldrei á milli mála að hug- urinn var bundinn því að vinna sín- um húsbændum af tryggð og trú- mennsku enda naut hann á móti velvildar og vináttu stjómenda þar í þijá ættliði og þótti vænt um allt það fólk, sem og samstarfsfólk. Hann hætti störfum hjá fyrirtæk- inu 83 ára gamall. Magnús var ætíð glaður og reifur og vinsæll af öllum þeim er honum kynntust. Ekki verður svo skilist við þessi fátæklegu kveðjuorð en að nefna þá einstöku umhyggju sem börnin hans, þau Ebba og Gylfi, og fjöl- skyldur þeirra, hafa sýnt foreldrum sínum. Er að því slíkur sómi að leitun mun vera að öðru eins. Nú er leiðir skilja um sinn vil ég þakka Magnúsi fyrir allt sem hann var okkur, mér og mínum alla tíð. Guð blessi hann um tíma og eilífð. Einar J. Ólafsson. Blömastofa Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öllkvöld tll kl. 22,- elnnlg um helgar. Skreytingar viö öll tllefni. Gjafavörur. + Bróðir okkar, GUNNAR BJÖRGVINSSON fyrrverandi verkstjóri hjá fslenskum aðalverktökum, Mánagötu 22, Reykjavik, lést í Landspítalanum 16. október. Systkinin. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, GUÐBRANDUR MAGNÚSSON kennari, _ Siglufirði, lést 15. október. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. októ- ber kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Anna Júlía Magnúsdóttir, Skúli Guðbrandsson, Þóra Björg Guðmundsdóttir, Hildur Guðbrandsdóttir, Ævar Sveinsson, Anna Gigja Guðbrandsdóttir, Haraidur Eiríksson, Magnús Guðbrandsson, Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Filippía Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðbrandsson, Margrét Dagmar Ericsdóttir, Borghildur Kristín Magnúsdóttir og fjölskyldur. t Faðir minn, KRISTJÁN JÓHANNESSON, Efstasundi 32, lést í Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 15. október. Diana Nancy. t Eiginmaður minn, AXEL ANDRÉSSON, Stykkishólmi, lést í Borgarspítalanum 15. október. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Hinriksdóttir. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR E. GUÐMUNDSSON, Álftamýri 58, lést 7. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Systkinin. + Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, EMILÍA SAMÚELSDÓTTIR, Kleppsvegi 142, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. október kl. 15.00. Baldvin Jónsson, Anna og Jóhann Möller. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN RIST vatnamælingamaður, Skriðustekk 4, Reykjavík, er látinn. Marfa Sigurðardóttir, Rannveig Rist, Jón Heiðar Rfkharðsson, Bergljót Rist, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, Maria Rist Jónsdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar KRISTÍNAR BJARKAN verða verslanir okkar lokaðar í dag, þriðjudaginn 18. október. Axel Ó., skóverslun, Vestmannabraut 23, Axel Ó., sport, Vestmannabraut 30, Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.