Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 43 BRÉF TIL BLAÐSIIMS GREINARHÖFUNDUR hefur ekki mikla trú á getu mannsins til að aðstoða náttúruna við gang mála í lífríki sjávar. Fóðrun á þorski í náttúrunni Frá Krístjáni Högnasyni: EINU sinni las ég sögu, þar sem sagði af bræðrunum á Bakka. Þeir tóku sig til og byggðu hús. Þegar húsið var fu'.lbyggt, tóku þeir eftir því að niðamyrkur var inni í hús- inu. Til þess að bjarga málum fóru þeir að bera birtu inn í húsið í föt- um, en það gekk ekki. Það þarf nú ekki að þekkja skammtafræði eða afstæðiskenn- inguna til að sjá að þetta var ekki gáfulegt. Það er nú samt svo með okkur mennina að við fremjum afglöp meðan við göngum á þess- ari jörð. Þá gildir einu hvert okkar mannana barna á í hlut. Staðbundinn fiskur og smár Jæja, tilefni bréfsins er að fjalla um fóðrun á þorski í náttúrunni. Vísindamenn eru núna búnir að komast að því að þorskur á það til að vera tiltölulega staðbundinn inni á fjörðum fyrir austan. Hann er smár og líklegt má telja að hann myndi vaxa meira fengi hann meira að éta, enda liafa tilraunir sýnt að þorskur í eldi í kvíum þyngist um það bil helmingi meira en þorskur á sjó á sama tíma. Því hafa nú hafist tilraunir með að fóðra fiskinn inni í fjörðum. Sem fóður er notuð síld og mætir þorsk- urinn í mat á réttum tíma sem sið- uðum fiskum sæmir. Til þess að dafna og þyngjast um eitt kg má búast við því að meðalfiskurinn þurfi um það bil 5 kg af síld. Þá er bara að fara og ná í þessa síld, þá þarf þorskurinn heldur ekki að vera að eyða orku í að elta hana uppi. Nú ef það vantar meiri síld, þá sækjum við bara dýrasvif handa henni. Nú ef það vantar dýrasvif, þá skjótum við bara nýrri sól á loft og dælum næringarefnum í sjóinn. Er þorskurinn húsbóndahollur? Ekki bara gætum við stóraukið framleiðslu á þorskafurðum, heldur er þetta ábyggilega mjög atvinnu- skapandi. Einnig mætti hugsa sér að við tækjum upp hirðingjalíferni og rækjum þorskinn á hagann, þ.e. þangað sem síld eða loðnu er að hafa hveiju sinni. Nei, þó að þorskurinn mæti í mat hjá okkur er nú ekki eins víst að hann sýndi okkur sömu tryggð þeg- ar væri farið að veiða hann. Vaxi þorskurinn hægar í náttúrunni en í eldi er það vegna þess að margir eru um takmarkaða fæðu. Veiðum meiri þorsk Það er ekki á okkar valdi að fóðra fiskinn í sjónum. Því eigum við að gera það sem er einfaldara, veiða þorskinn, þannig að þeir sem eftir eru fái nóg að éta. Við getum miðað við að þegar villtur þorskur vex í einhveiju samræmi við það sem gerist í kvíum, þá erum við að nálgast það magn sem nauðsyn- legt er að veiða. KRISTJÁN HÖGNASON, Ofanleiti 11, Reykjavík. AUt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RÍGN- OG POUAGALLAR á hreeea krakka! Mikiö úrval af vind- og vatnsþéttum hlíf&arfatnaði á krakka. Margar stærðir, fjölbreyttir litir, gott verð. mm SKÚLAGÖTU 51, SÍMI: 91 - 11520 OG FAXAFENI 12, SÍMI: 91 - 886600 VEGNA MIKILLAR AÐSOKNAR framlengjum víð ivy ingureiningii /emberl «lað 2.500. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf. Lækjargata 4, Fteykjavík Tímapantanir í síma 91-14711 ifjwifizating. í líetú heitoa og vMídan ! „Áöur fyrr var ég gjörsam/ega búinn á hádegi í vinnunni, þarsem éger með mikiö iisig. Þreytuverkir í ökkium, hnjám og baki voru að gera útafviö mig. Ég viidi he/st ekki þurfa að stíga í fæturna! Þetta orsakaði áiagsmeiðsii hjá mér svo égmissti afæfíngum. innieggin frá STOÐTÆKNi gjörbreyttu iífí mínu. Nú finn ég ekki fyrir verkjum eða þreytu ogstunda vinnu ogiþróttir affuiium krafti!“ "'V. Kolbeinn Gís/ason, stoötækjafræðingur við greiningarbúnaðinn. STÁLUASKAR Besta verð ó íslandi! Danska fyrirtækið THOR flutti verksmiðjur sínar til Spánar og lækkaði þannig framleiðslukostnað, án þess að fórna gæðum. Þess vegna kosta THOR vaskarnir miklu minna en sambærilegir vaskar frá öðrum framleiðendum! Við bjóðum nú fjölmargar gerðir af gæðavöskum frá THOR. Dæmi um verö: Kringlóttur, eitt hólf. Þvermál 490 mm. Kr. 6.S7Q stgr. Eitt hólf. 300 x 400 mm. Kr. 2.SSO stgr. Eitt hólf án borðs. 480 x 440 mm. Kr. 3.9SO stgr. Eitt hólf og borð. 800 x 440 mm. Kr. 6.750 stgr. Eitt hólf og borð. 800 x 440 mm. Kr. S.TSO stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.