Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FINNARINN UR KULDANUM * AKVORÐUN finnsku þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu um seinustu helgi um inngöngu Finnlands í Evrópusambandið hefur verið kölluð sú mikilvægasta í sögu landsins frá því það hlaut sjálfstæði frá Rússum árið 1917. Saga Finnlands seinustu tvær aldir hefur einkennzt ann- ars vegar af þjóðfélagsþróun, sem haldizt hefur að miklu leyti í hendur við það, sem gerzt hefur í Vestur-Evrópu, og hins vegar af því óöryggi og óvissu, sem sambúðin við Rússland og Sovétríkin hafði í för með sér. Uggur við nágrannann í austri hafði áreiðanlega úrslitaáhrif á afstöðu margra Finna í atkvæðagreiðslunni. Eftir tvær styijaldir á árunum 1939-1944 settu Sovét- menn Finnum afarkosti og þvinguðu þá til að undirrita sáttmála um gagnkvæma vináttu og aðstoð. Sú staða, sem Finnar höfðu þar með verið settir í og er stundum kennd við „Finnlandiseringu", hafði í för með sér að þrátt fyrir lýðræðisskipulag, markaðshagkerfi og vestrænan hugsun- arhátt gátu Finnar aldrei skipað sér að fullu á bekk með vestrænum lýðræðisríkjum. Þeir tóku til dæmis ekki sama þátt í vestrænu samstarfi og flest önnur ríki vestan járn- tjalds. Inngöngu Finnlands í Norðurlandaráð seinkaði um fáein ár vegna andstöðu Sovétmanna og þátttaka Finna í norrænu samstarfi bar ætíð nokkurn keim af varkárni í garð Moskvuvaldsins. Sömuleiðis átti Finnland allt fram á níunda áratuginn aðeins aukaaðild að EFTA og var eina Vestur-Evrópuríkið sem stóð utan Evrópuráðsins þar til árið 1989. „Á þessum tíma var afstaða Finnlands á alþjóðavett- vangi mjög á reiki, bæði í raun og í augum annarra lýðræð- isríkja," sagði fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Helsingin Sanomat í grein í blaðinu fyrir skömmu. „Nú höfum við loks tækifæri til að ganga á opinskáan hátt til liðs við samfélag lýðræðisríkja í Evrópu, samfélag vestrænna gilda.“ Þetta tækifæri nýttu Finnar sér nú um helgina. Niður- staða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er skýr yfirlýsing um það hvar meirihluti finnsku þjóðarinnar telji sig eiga heima — í innsta hring samstarfs vestrænna lýðræðisríkja, en ekki úti í kuldanum með nágrönnum sínum í austri og í skugga þeirra. Hins vegar verður það vandaverk fyrir finnsk stjórnvöld að tryggja þjóðareiningu eftir inngöngu í Evrópusamband- ið. Augljós klofningur milli landsbyggðar og þéttbýlis kom fram í kosningunum. Og þótt niðurstaðan í Finnlandi kunni að auka líkurnar á því að Svíar og Norðmenn greiði ESB- aðild atkvæði, er sami klofningur þar fyrir hendi og alls óvíst hvernig leikar fara. SIGUR KOHLS NIÐURSTÖÐUR þingkosninganna í Þýskalandi um helg- ina eru öðru fremur sigur fyrir Helmut Kohl, kansl- ara Þýskalands undanfarin tólf ár. Þó að stjórn hans hafi tapað verulegu fylgi og þurfi að búa við einungis tíu manna þingmeirihluta á kjörtímabilinu, hefur Kohl tryggt sig í sessi sem einn öflugasti stjórnmálamaður Þýskalands eftir stríð. Það er Ijóst að næstu fjögur ár verða kanslaranum erfið og margir spá því nú þegar að stjórn hans lifi ekki út kjör- tímabilið. Kohl hefur hins vegar í áranna rás oft verið vanmetinn og allt að því afskrifaður af andstæðingum sín- um. Flestir þeirra eru nú horfnir af stjórnmálasviðinu, en hann er enn kanslari. Kohl er einn af fáum leiðtogum á Vesturlöndum sem enn sitja í embætti frá því á kaldastríðsárunum. Hann hefur því meiri og víðtækari reynslu en flestir aðrir stjórnmála- menn í heiminum í dag. Það, ásamt stærð og efnahagsleg- um styrk Þýskalands, gerir það að verkum að Kohl ber nú höfuð og herðar yfir aðra ráðamenn í Evrópu. Hann er ekki bara kanslari Þýskalands heldur einnig he'sti forystu- maður Evrópusambandsins. Kosningasigur hans hefur því áhrif langt út fyrir landa- mæri Þýskalands. Kohl hefur lýst því yfir að helsta baráttumál hans á næstu árum verði áframhaldandi samruni ríkja Evrópusam- bandsins. Kanslarinn var helsta driffjöðurin í gerð Maastric- ht-sáttmálans og hann hyggst ljúka stjórnmálaferli sínum með að tryggja markmið þess sáttmála í verki. Endurkjör hans um helgina gerir mun líklegra en ella að sú verði raunin. ÞÝSKU ÞINGKOSNINGARNAR Þingrneirihluti getur dugað þótt naumur sé Reuter HELMUT Kohl fagnar sigri á kosningavöku kristilegra demó- krata ásamt eiginkonu sinni Hannelore. NIÐURSTÖÐUR ÞYSKU KOSNINGANNA AF ERLENDUM VETTVANGI Helmut Kohl verður áfram kanslari Þýska- lands næstu árin. Steingrímur Sigur- geirsson fjallar um niðurstöður kosning- anna og áhrif þeirra. STJÓRN Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, hélt velli í þingkosningunum á sunnudag. Meirihlutinn er naumur (48,4%) og fylgi stjórnar- flokkanna er um sex prósentustigum minna en í kosningunum árið 1990. Stjórnarflokkarnir þrír, Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU), bæ- verski systurflokkurinn (CSU) og Frjálsi demókrataflokkurinn (FDP) fengu 341 mann kjörinn en stjórnar- andstaðan, Jafnaðarmannaflokkur- inn (SPD), Græningjar og Flokkur hins lýðræðislega sósíalisma (PDS), arftakaflokkur gamla austur-þýska kommúnistaflokksins, alls 331 mann. Kom nokkuð á óvart hversu mikið fylgi gamla kommúnista- flokksins reyndist en fyrir kosningar var talið óvíst hvort hann næði mönnum inn á þing. Það vekur þó ekki síður athygli að öfgaflokkar á hægrivængnum, s.s. Repúblikana- flokkurinn, sem áberandi hafa verið í þýskum stjórnmálum á undanförn- um árum og komist inn á þing nokk- urra sambandslanda, sáust varla í kosningabaráttunni. Fylgi þeirra reyndist einnig hverfandi í kosning- unum. Þrátt fyrir hinn knappa meirihluta er ljóst að stjórnarflokkarnir ætla að halda samstarfi sínu áfram. Kohl benti á blaðamannafundi í gær á að fordæmi væri fyrir slíku. Jafnaðar- mennirnir Willy Brandt og Helmut Schmidt hefðu báðir á tímabili orðið að láta sér nægja 10-12 þingmanna meirihluta í kanslaratíð sinni. Vitnaði Kohl í Brandt sem eitt sinn sagði: „Meirihluti er meiri- hluti“. Menn í þýsku at- vinnulífi hafa hins vegar látið í ljós áhyggjur af því að erfitt geti reynst að knýja í gegn umdeild- ar en nauðsynlegar umbætur á sviði efnahagsmála til að auka samkeppn- isfærni þýsks atvinnulífs. Það er ljóst að það mun reynast erfiðara fyrir Kohl að stjórna Þýska- landi en undanfarin tólf ár er hann gat reitt sig á öruggan þingmeiri- hluta. Hafði stjórnin til dæmis 134 þingsæta rneirihluta á síðasta kjör- tímabili þó svo að hún missti á síð- ari hluta þess meirihluta sinn í efri deild þingsins, Sambandsráðinu, vegna sigra jafnaðarmanna í sam- bandslandakosningum. Jafnaðar- mönnum, sem nú fara með völdin í flestum sambandslöndum Þýska- lands, tókst hins vegar ekki að ná sínu fram í mikilvægustu kosningun- um: Sambandsþingskosningunum. Scharping spáir sigri 1998 Kanslaraefni jafnaðarmanna í kosningunum, Rudolf Scharping, spáði því í gær að stjórnarsamstarfið yrði brothætt og sagði Þýskaland þurfa meiri stöðugleika á næstu árum. „Við munum taka við völd- um árið 1998 - ef ekki fyrr,“ sagði Scharping. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig Scharping reiðir af inn- an flokksins eftir kosningarnar. Óneitanlega er það mikið áfall fyrir SPD að tapa enn einum kosningum þó svo að fylgi flokksins hafi vissu- lega aukist um 3% frá kosningunum árið 1990. Það ber hins vegar að hafa hugfast að flokkurinn var búinn að „vinna kosningarnar" í nánast hverri einustu skoðanakönnun fram á þetta ár. Kenna margir kanslara- efninu um að því forskoti hafi verið glutrað niður. Scharping getur samt huggað sig við að Manfred Schröder, forsætis- ráðherra Neðra-Saxlands, sem barð- ist við hann um að verða leiðtogi flokksins og kanslaraefni á sínum tíma, verður nú áfram á sínum stað. Hefði flokkurinn komist í ríkisstjórn hefði Schröder orðið efnahagsmála- ráðherra stjórnarinnar og því náð að hasla sér völl í landsmálunum. Scharping stefnir ótrauður að því að verða aftur kanslaraefni SPD í næstu kosningum, árið 1998, en til að svo megi verða verður hann að festa sig í sessi sem leiðtogi stjórnarand- stöðunnar. Flokkurinn er líklegur til að gefa honum' tækifæri til að sanna sig, enda hafa hin miklu um- skipti í flokksforystunni á undanförn- um árum ekki orðið honum til góðs. Það hefur líka komið á óvart að jafnaðarmenn virðast, að minnsta kosti opinberlega, furðu sáttir við kosningaúrslitin. Þeir líta svo á að þeir hafi styrkt stöðu sína og geti á næstu árum nýtt sér veikleika stjórn- arinnar til að tryggja sér sigur næst. Veiki hlekkurinn Fylgistap stjórnarinnar má ekki síst rekja til afhroðs fijálsra demó- krata en þeir hröpuðu úr 11 prósent- um í 6,9%. Þeir eru því margir sem telja að flokkurinn verði að láta af hendi ýmis mikilvæg ráðuneyti, sem hann hefur farið með á síðustu árum, til dæmis ráðuneyti utanríkis- og efnahagsmáia. Þá má búast við að kristilegir demókratar muni krefjast þess að flokkurinn láti af andstöðu sinni við ýmis mál sem þeir vilja setja á oddinn, til að mynda harðari bar- áttu gegn glæpum. Það á þó allt eftir að koma í ljós. Frjálsir demókratar hafa setið í stjórn nær óslitið frá því að sambandslýð- veldið var stofnað árið 1949 (þeir hafa einungis verið utan stjórnar í sex ár á því tímabili) og þetta er alls ekki í fyrsta skipti, sem fylgi þeirra hefur verið þetta lítið í kosn- ingum. Styrkur þeirra innan stjórn- arinnar felst í því að ef þeim líkar ekki stjómarstefnan eða telja að ver- ið sé að valta yfir þá geta fijálsir demókratar hreinlega gengið út. Þannig var til að mynda ástæðan fyrir því að Kohl komst til valda á sínum tíma að FDP ákvað að taka upp samstarf við kristilega demó- krata í staðinn fyrir jafnaðarmenn. FDP er því hinn veiki hlekkur stjórnarinnar, ekki síst ef gerð verður aðför að núverandi formanni flokks- ins, Klaus Kinkel, utanríkisráðherra. Honum er kennt um að hafa ekki tekist að tryggja stöðu flokksins eft- ir að hinn vinsæli Hans-Dietrich Genscher hætti stjórnmálaafskiptum. Flokkurinn hefur nú boðað til auka- flokkþings í desember til að ræða stöðu sína. Helsti keppinautur Kin- kels, Jurgen Möllemann, fyrrum efnahagsmálaráðherra, gæti hugsan- lega boðið sig fram gegn honum þá. Lengur en Adenauer Helmut Kohl hefur þegar verið við völd í tólf ár og ef hann situr út kjör- tímabilið (sem hann hefur lýst yfír að hann hyggist gera) verða árin samtals sextán. Þar með hefur hann setið lengst allra þýskra kanslara eftir stríð en sá sem lengst hefur setið til þessa er Konrad Adenauer, er var kanslari í fjórtán ár. Það er því ljóst að „Kohl-tímabil- inu“ mun ljúka á þessu kjörtímabili. Og þó að hann hafi neitað því í kosn- ingabaráttunni telja margir að Kohl muni draga sig í hlé einhvern tímann eftir ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins, sem á að hefjast 1996. Evrópumálin eru Kohl mjög hugleik- in og hann hefur boðað að helsta baráttumál hans á næsta kjörtíma- bili verði aukinn Evrópusamruni. Það má búast við að eftir því sem tíminn líður muni baráttan innan Kristilega demókrataflokksins um það hver verði eftirmaður Kohls fara að setja svip sinn á stjórnarsamstarf- ið. Vonast jafnaðarmenn til að sú barátta muni jafnvel lama stjórnina. Sá sem oftast er nefndur sem hugsanlegur arftaki Kohls er Wolf- gang Scháuble, sem telst til íhaldssamari manna í flokknum. Hann hefur til þessa ekki viljað tjá sig um málið. Þá má gera ráð fyr- ir að fulltrúar fijálslyndari afla í flokknum muni reyna að bjóða fram mann og er Heiner Geissler, fyrrum framkvæmdastjóri flokksins, þar helst talinn koma til greina. Telja fréttaskýrendur um- mæli hans eftir kosningarnar tví- mælalaust gefa til kynna að hann hafi hug á að bjóða sig fram. í kosn- ingasjónvarpi þýska sjónvarpsins á sunnudagskvöld gagnrýndi hann til að mynda ráðandi öfl í flokknum og sagði nauðsynlegt að CDU einbeitti sér í auknum mæli að félagslegum málefnum og að flokkurinn mætti ekki verða að „uppa-flokki“. Þau ummæli eru í algjörri andstöðu við þá stefnu sem Scháuble hefur boðað, en hann segir nauðsynlegt að grípa til „harkalegs niðurskurðar, einnig í velferðarmálum". Óvíst hver tekur við af Helmut Kohl Hægriöfga- menn fengu hverfandi fylgi ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 2 Mikilvægasti atburður í sögu finnsku þjóðarinnar frá sjálfstæðistökunni 1917 ANDSTÆÐINGAR ESB-aðildar voru í meirihluta í tveimur þriðju allra sveitarfélaga í Finnlandi en þá MARTTI Ahtisaari, forseti var yfirleitt um að ræða strjálbýlar byggðir eins og í Lapplandi þar sem þessi Sami kaus. í Suður-Finn- Finnlands, á kjörstað. landi þar sem fjölmennið er mest var stuðningurinn við aðild þeim mun meiri. • • Oryggi Finnlands best borgið með ESB-aðild Um áratugaskeið voru Finnar á nokkurs konar einskis manns landi mitt á milli austurs og vesturs og óttinn við Sovétríkin mótaði þjóðlífíð og stefnu stjómvalda. Sovétríkin hmndu 1991 og þá fengu Finnar sögulegt tækifærí, sem þeir nýttu sér á sunnudag þegar þeir sam- þykktu í mikilvægustu kosningum í sögu lýð- veldisins að gerast aðilar að Evrópusambandinu. NIÐURSTAÐA þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Finn- landi á sunnudag um aðild að Evrópusambandinu, ESB, sýnir fyrst og fremst, að lands- menn telja nú hag sínum, jafnt í efna- hags- sem öryggismálum, best borgið með því að taka fullan þátt í samfé- lagi Vestur-Evrópuríkjanna. Um ára- tugaskeið hefur sjálfstæði Finnlands verið meira í orði en á borði vegna óttans við risann í austri en með hruni Sovétríkjanna fengu Finnar sögulegt tækifæri, sem þeir hafa nýtt sér með þessum hætti. Enginn vafi er á, að fínnska þingið mun fljótlega sam- þykkja ESB-aðildina án tillits til hugsanlegrar útkomu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Svíþjóð í næsta mánuði og frá og með næstu áramót- um mun því Evrópusambandið eiga landamæri að Rússlandi. Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, sagði á sunnudag þegar niðurstaðan lá fyrir, að aðild Finna að ESB væri „eðlilegt framhald þeirrar stefnu að tengjast Evrópuríkjunum nánari böndum. Við erum ekki að ganga á vit hins ókunna, heldur að taka hönd- um saman við þjóðir okkur líkar um framtíðarþróun álfunnar". Um langan aldur var aðild að Evr- ópusambandinu útilokuð í Finnlandi vegna hlutleysisstefnunnar en ekki var nema eitt ár liðið frá hruni Sovét- ríkjanna þegar finnska stjórnin sótti um aðild í mars 1992. Þá strax var það meginröksemd þeirra, sem voru hlynntir aðild, að hún myndi sýna ölium heiminum, að Finnland, sem væri á milli austurs og vesturs nyrst í álfunni, ætti og vildi skipa sér á bekk með Vestur-Evrópuríkjunum. Skiptust eftir búsetu Finnskir kjósendur voru ekki á einu máli um aðildina og fór skiptingin mikið eftir búsetu. Stuðningsmenn aðildar voru sterkastir i iðnaðarbæj- unum í suðurhluta landsins en and- stæðingarnir höfðu víða yfirhöndina til sveita og í norðurhluta landsins. Af 15 kjördæmum alls voru nei- atkvæðin fleiri í sex og voru þau aðallega i austur- og norðurhlutan- um. Stuðningsmenn aðildar héldu því fast fram, að hún myndi bæta efna- hagsástandið og draga úr atvinnu- leysi en aðrir óttuðust hrun landbún- aðarins og fólksflótta af landsbyggð- inni. Niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Finnlandi hefur verið fagnað í Evrópu og Simopekka Nortamo, rit- stjóri fínnska dagbiaðsins Helsingin Sanomat, sagði fyrir nokkrum dög- um, að með henni fengju Finnar loks- ins tækifæri til að ganga opinberlega í flokk með lýðræðisríkjunum í Vest- ur-Evrópu. Ofurvald Sovétríkjanna Allt frá því Finnar fengu sjálfstæði 1917 hafa samskiptin og afstaðan til Sovétríkjanna verið hornsteinn utan- ríkisstefnunnar og þegar best lét sýndu vestræn ríki skilning á þeirri erfiðu aðstöðu, sem Finnar voru í. í annan tíma var talað um „finnlandíser- ingu“ og þá átt við, að landsmenn væru að nokkru leyti á valdi Sovétríkjanna. Finnar hafa alltaf mótmælt þessari lýsingu og þeir bentu á, að þeir hefðu tvívegis, á fjórða og fimmta áratugn- um, háð grimmilegt, stríð við Rússa. „Finnar komu frá stríðinu sem sjálf- stæð þjóð en sjálfstæðið var meira í orði en á borði. Hagsmunir Sovétríkj- anna gengu fyrir hagsmunum Finn- lands,“ segir finnski fréttaskýrandinn Max Jakobson. Þótt Rússar séu nú almennt álitnir vinir á, Vesturlöndum, hafa Finnar enn áhyggjur af nágrannanum í austri. Þjóðernisöfgamaðurinn Vlad- ímír Zhírínovskí kynnti verulega und- ir þeim þegar hann lýsti yfir, að Finn- land ætti aftur að falla undir Rúss- land og Helsingin Sanomat skýrði frá því í síðustu viku, að Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, vildi að Rússar skipuðu málum að vild í Finnlandi, Eyst- rasaltsríkjum og í Póllandi. Oruggur mcirihluti á þingi „Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar er siðferðilega bindandi fyrir forsetann, þingið og ríkisstjórnina," sagði Ahtisaari að kosningunni lok- inni en aðildina verður að samþykkja á þingi með tveimur þriðju atkvæða. Fyrir kosningarnar lýstu formenn allra helstu stjórnmálaflokka í Finn- landi yfír, að yrði aðildarumsóknin aðeins samþykkt með litlum mun, tveimur eða þremur prósentum, gæti þingið ekki staðfest hana en í útvarpsávarpi ti! þjóð- arinnar á sunnudagskvöld sagði Ahtisaari forseti, að landsmenn hefðu kveðið upp sinn dóm og meirihlut- inn væri meira en nægur til að þingið afgreiddi umsóknina. Samkvæmt könnun meðal finnskra þingmanna, sem blaðið Ilta-Sanomat birti í gær, er þessi meirihluti örugg- ur. 150 þingmenn ætluðu að segja já, 22 nei og 24 voru óákveðnir. Einn vildi engu svara og í einn náðist ekki. Til að fella aðildina þarf atkvæði 67 þingmanna. Ekki hefur verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan verður á þingi en talið er, að hún verði fljót- lega og áður en Svíar ganga til sinnar þjóðaratkvæðagreiðslu 13. nóvember. Dómínóáhrifin Líklegt er, að mjórra verði á mun- unum í þjóðaratkvæðagreiðslunum í Svíþjóð og Noregi en í Finnlandi og enn er hugsanlegt, að Norðmenn segi nei. Enginn vafí leikur þó á því, að niðurstaðan í Finnlandi hefur geysi- mikil áhrif í báðum ríkjunum og kann að ríða baggamuninn. Fyrir skömmu höfðu stuðningsmenn Evrópusam- bandsaðildar í Svíþjóð aðeins vinning- inn í fyrsta sinn í tvö og hálft ár og í fyrsta sinn eru stuðningsmenn aðild- ar í Noregi fleiri en andstæðingar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá var forsendan hins vegar sú, að Finnar og Svíar segðu já. Þótt stjórnvöld á Norðurlöndum hafi ekki viljað viðurkenna það, þá var tímasetningu þjóðaratkvæða- greiðslnanna í löndunum þremur út- hugsuð og ætlað að framkalla svoköll- uð „dómínóáhrif", það er að segja, að fyrst var gengið til atkvæða í Finn- landi þar sem mestar líkur voru á, að aðildin yrði samþykkt, síðan í Sví- þjóð 13. nóvember og loks í Noregi 28. nóvember. Fárra kosta völ fyrir Svía Bendir flest til, að þetta muni ganga eftir þótt stuðningsmenn ESB- aðildar í Svíþjóð hafi orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með, að Ingvar Carls- son forsætisráðherra ætli ekki að láta neitt til sín taka í kosningabarátt- unni. Er ástæðan sú, að tveir ráðherr- ar í stjórn hans eru andvígir aðild og Jafnaðarmannaflokkurinn er klofínn í málinu. Talsmenn at- vinnulífsins í Svíþjóð segja hins vegar, að það yrði efnahagslegt stórslys ef Svíar stæðu utan við, eink- um eftir að Finnar væru gengnir inn. Líklegt er, að sænskir kjósendur muni taka mark á þessum rökum og þá munu Norðmenn sjá sína sæng uppreidda. Það hefði verið mikið áfall fyrir Evrópusambandið, hefðu Finnar sagt nei á sunnudag en nú þegar tvö ríki af fjórum, Finnland og Austurríki, hafa sagt já, anda menn léttar í Brussel. Neitun Finna og þar með líklega Svía og Norðmanna, þriggja velmegunarríkja, hefði dregið veru- lega úr áhuga Evrópusambandsríkj- anna á fátæku grönnunum í austri en nú er væntanleg aðild Finna og Austurríkismanna einna beinlínis ávísun á útþenslu til austurs. (Heimild: Reuter, The Daily Telegraph.) Sovéskir hagsmunir gengu fyrir finnskum Tímasetning þjóðarat- kvæðisins var úthugsuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.