Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Sparibolli frúarinnar: Ilmanin er svo hárfín. Plastbolli íslenskukcnnarans: Það fer svo vel í málinu. Kanna piparsveinsins: Keimurinn er svo makalaus. BoIIi skíðamannsins: Það rennur svo vel niður. BoIIi fýlupokans: Það er svo mátulega súrt. GEVALIA - það er kaffið! ______AÐSENPAR GREIIMAR_ Afskipti fjölmiðils af dómsvaldi SIÐASTLIÐINN laug- ardag birti Morgunblaðið forystugrein undir fyr- irsögninni „Ofríki stéttar- félaga“. Þar er fjallað um kjaradeilu Félags ís- lenskra atvinnuflug- manna, FÍA, og flug- manna við Flugfélagið Atlanta hf. Svo virðist sem höfundur greinarinn- ar hafi aðeins kynnt sér málið eins og það lítur út frá sjónarhorni flugfé- lagsins og bergmálar málflutning þess fyrir Félagsdómi. Því er meðal annars haldið fram, að FÍA hafí ekki viljað taka tillit til sérhagsmuna Atlanta, talað um aðför að félagafrelsi og að Atlanta kunni að hrekjast úr landi. Staðreyndir málsins eru þessar. FÍA hefur frá því á árinu 1994 leit- ast við að gera kjarasamning við Atlanta, meðal annars af gefnu til- efni frá flugmönnum félagsins og í samstarfi við þá. Flugfélagið hefur þverskallast við gerð kjarasamnings og komið sér hjá greiðslu launatengdra gjalda, svo sem lífeyrissjóðsið- gjalda, tryggingagjalds og félags- og sjúkrasjóðsgjalds. Jafnræði hef- ur ekki verið milli íslenskra flug- rekstraraðila að þessu leyti og um fleiri kjaraatriði og hefur Atlanta náð yfir helmingi af leiguflugi til og frá íslandi. Ég gæti trúað að útgefendur Morgunblaðsins sættu sig illa við að launakostnaður samkeppnisaðila væri Iægri sem svaraði 20 til 30%. Er gerð sú krafa til stéttarfélaga, að atvinnurekendum sé ekki mis- munað í kjarasamningum. Hvorki gekk né rak í viðræðum við Atlanta og var deilunni því vís- að til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur hjá honum var haldinn að morgni 30. ágúst 1994. Þar rædd- ust aðilar við og FÍA lagði fram kröfugerð í formi kjarasamnings þar sem að ýmsu leyti var tekið tillit til sérþarfa Atlanta og lýsti FÍA sig reiðubúið að taka tillit til þeirra eins og kostur væri og lög leyfðu. Þess skal getið, að FÍA hef- ur áður gert samninga um leigu- flug. Viðbrögð forsvarsmanna Atl- anta voru þau, að strax að afloknum fundinum sendu þeir símbréf til allra flugmanna félagsins. í sím- bréfinu er tekið fram, að FÍA sé í fullum rétti varðandi kröfur um samning fyrir sína félags- menn, en Atlanta vilji semja beint við flugmenn. Þá er lýst þeirri skoðun, að með hugsanlegri vinnustöðvun _ séu félagsmenn FÍA að skjóta sig í fótinn, eins og það er orðað. Loks fer Atlanta þess á leit, að flug- menn félagsins skipi hið fyrsta þriggja manna nefnd til þess að taka málið 'upp að nýju við flugfélagið. Atlanta- menn sáu ekki ástæðu til að láta FÍA vita af tilmælunum. Þessi við- brögð og fleiri ónefnd eru andstæð 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttar- félög og vinnudeilur, sem banna það að atvinnurekandi hafi áhrif á af- skipti starfsmanna af stéttarfélög- um eða kjaradeilum. Lesendur Morgunblaðsins geta sjálfir lagt mat á siðferði slíkra vinnubragða. Fjórir fundir voru haldnir til við- bótar hjá ríkissáttasemjara þar sem forsvarsmenn Atlanta fóru undan í flæmingi, mættu illa til funda og gáfu ekki skýr svör. Gaf það tilefni til mótmæla FÍA með sérstakri bók- un hjá ríkissáttasemjara. Tals- mönnum FÍA varð síðar ljóst hvern- ig stóð á þessum töfum og seina- gangi Atlantamanna. Forsvars- menn Atlanta náðu fram vilja sínum með samningum beint við hluta flugmanna sinna, sem kusu að stofna nýtt félag flugmanna. Það skal upplýst, að fyrir stofnun þessa nýja félags voru 23 flugmenn hjá Atlanta félagsmenn FÍA. Af þeim sögðu 13 sig úr FÍA. Einhver hluti flugmannanna virðist hafa kosið að vera í báðum félögunum, en sex flugmenn héldu tryggð við FÍA og gengu ekki í hið nýja félag. Þessum flugmönnum eru tryggð réttindi að mannréttindasáttmálum og lögum. Þeim er tryggt félagafrelsi og rétt- ur til að semja um kaup og kjör. Þeim verður ekki boiað burt með samningum sem Atlanta hefur gert við hluta flugmanna. Svokallað for- gangsréttarákvæði í samningum hins nýja félags getur ekki haft afturvirk áhrif. Það er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Kjaradeila FÍA og Atl- anta, segir Atli Gísla- son, snýst um heilindi í samskiptum á vinnu- markaði. máli þriggja breskra jámbraut- arstarfsmanna gegn Bretlandi frá árinu 1981. Þrátt fyrir þessi skýru réttindi hefur Atlanta tekið um- rædda flugmenn af áhafnaskrám leiguflugs til og frá íslandi eftir verkfallsboðunina og látið þá gjalda fjárhagslega fyrir skoðanir sínar og afstöðu til stéttarfélags síns. Til glöggvunar um sérþarfir Flugfélagsins Atlanta vil ég upp- lýsa, að í samningi félagsins við hið nýja flugmannafélag eru atriði sem fela að mínu mati í sér lögbrot og önnur eru þess eðlis, að samningur- inn verður marklítill. í samningnum er ákvæði um að uppsagnarfrestur skuli vera einn mánuður. Það er andstætt lögum nr. 19/1979 sem áskilja allt að þriggja mánaða upp- sagnarfrest. Þá er samið um að flugmenn eigi fijálst val um lífeyris- sjóð. Það er andstætt lögum nr. 55/1980 sem skylda launafólk til aðildar að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar og atvinnurekanda til að greiða til hans, enda starfi lífeyr- issjóðurinn samkvæmt sérstökum lögum eða reglugerð, sem staðfest hefur verið af fjármálaráðuneytinu. í forgangsréttarákvæðinu heimilast Atlanta að ráða flugmenn gegnum áhafnaleigur eftir þörfum. Þar með er atvinnuöryggi félaga hins nýja flugmannafélags fyrir borð borið. Þá er samið um 6% lífeyrissjóðs- tillag Atlanta í stað 16% hjá öðrum flugrekstraraðilum, en flugmenn verða, eins og kunnugt er að hætta störfum 63 ára. Fleiri atriði mætti nefna, en FÍA er ómögulegt að semja um sérþarfir Atlanta sem fela í sér lögbrot eða ganga þvert á atvinnuöryggi flugmanna og líf- eyrisréttindi. Um allt annað hefur FIA verið reiðubúið að semja, en Atlanta hefur ítrekað vikið sér und- an samningum. Er illt að FÍA sé legið á hálsi að vilja ekki semja um sérþarfír þegar svo er í pottinn búið. Má benda á, að samningur Atlanta við nýja flugmannafélagið byggir á kjarasamningstillögu FIA að frátöldum þeim atriðum sem nefnd hafa verið og nokkrum öðrum sem skipta minna máli. Á kjaradeilu FÍA og Atlanta eru margar hliðar. Það veldur vonbrigð- um, að Morgunblaðið skuli taka afstöðu án þess að hafa kynnt sér málstað beggja aðila. Málið snýst einna minnst um stofnun nýrra stéttarfélaga heldur um heilindi í samskiptum á vinnumarkaði og að nýtt stéttarfélag geti ekki svipt fé- lagsmenn annars stéttarfélags þeirra mannréttindum og lífsviður- væri. Það er einnig gagnrýnisvert að fjölmiðill hafi afskipti af dóms- valdi með leiðaraskrifum rétt í þann mund sem dómarar eru að reyna að koma sér saman um niðurstöðu. Höfundur er lögmnúur FÍA. Tiilvuíax og motald Innbyggð, utanáliggjandi, PCMCIA frá kr. 10.000,- ^éBOÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 v_____________________/ Atli Gíslason Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Boili prestsmaddöniunnar: Það er svo ótrúlega himneskt. .&UXM-.XW)-!'■1 !i > V'' 5 ’HJ 'li <iL' W LcH* LJWJWW Í Bolli listamannsins: Það gefur svo mikinn innblástur. Fantur hörkutólsins: Það er svo ljúft og milt. ‘W ................. ..... Boili tannlæknisins: Það hefur svo ríka fyllingu. Bolli bölsýnismannsins: Ég hef ekki séð það svartara og betra. GEVALÍJ - það er kaffið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.