Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 5
FRÉTTIR
Breytingar á frumvarpi
að lögnm um leigubíla
Allir atvinnubíl-
stjórar hætti við
7 0 ára aldurinn
Sérstakar
umsjónarnefndir
SAMKVÆMT breytingum er gerð-
ar hafa verið á lagafrumvarpi um
akstur leigubifreiða sem lagt var
fram á seinasta Alþingi, er lagt til
að atvinnuleyfi fyrir allan akstur í
atvinnuskyni, þar á meðal leigu-
sendi- og flutningabílar, falli úr
gildi við lok 70 ára aldurs og gert
ráð fyrir 5 ára aðlögunartíma. í
fyrra frumvarpi var aðeins gert ráð
fyrir að leyfin féllu úr gildi á vissum
svæðum og ekki allur atvinnúakstur
tiltekinn.
„Þetta frumvarp fjallar um við-
kvæma hluti og skiptar skoðanir
eru um hvernig þessum málum skuli
háttað. Sumar vilja fara þá leið að
opna fyrir það að bifreiðastjórar
megi verða eins gamlir í starfi og
drottni þóknast og aðrir vilja láta
fylgjast með heilsu bifreiðastjóra
með svipuðum hætti og gert er við
flugstjóra, en ég held að það sé
erfitt í framkvæmd og betra að eitt
gangi yfir alla,“ segir Halldór Blön-
dal, samgönguráðherra.
Skylduaðild felld úr gildi
Helsta markmið frumvarpsins er
að fella úr gildi lögbundna skyldu-
aðild fólksbifreiðastjóra, vörubif-
reiðastjóra og sendibifreiðastjóra
að stéttarfélögum sínum, til sam-
ræmis við niðurstöðu tveggja ára
gamals dóms Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í máli leigubifreiða-
stjóra sem kaus að standa utan
Bifreiðarstjórafélagsins Frama.
Einnig gerir frumvarpið ráð fyrir
að í stað þess að takmörkun áTjölda
vörubifreiða og sendibifreiða á ein-
stökum félagssvæðum sé fram-
kvæmd af félögunum sjálfum, verði
hún framkvæmd af sérstökum um-
sjónarnefndum. Áætlað er að stofn-
un nefndanna feli í sér þriggja millj-
óna króna kostnaðarauka fyrir rík-
issjóð. Einnig er gert ráð fyrir að
ráðherra sé heimilt að fella tak-
mörkun úr gildi ef meira en fjórð-
ungur atvinnuleyfishafa á viðkom-
andi félagssvæði gangi úr stéttarfé-
lagi því sem óskaði takmörkunar.
Refsingar vegna
stórfelldra skatt-
svika verði hertar
STARFSHÓPUR á vegum fjármálaráðuneytisins vinnur nú að því að
gera tillögur um lagabreytingar í því skyni að lögfesta refsilágmörk fyrir
skattsektir og skyldubundnar refsivistarákvarðanir þegar um alvarleg
skattsvik er að ræða.
Þá eru viðræður ráðuneytisins við
dóms- og kirkjumálaráðuneytið
hafnar um að samið verði frumvarp
til laga um breytingar á almennum
hegningarlögum þar sem stórfelld
skattsvik verði gerð refsiverð sam-
kvæmt þeim. Þetta kom fram í svari
Friðriks Sophussonar fjármálaráð-
herra við fyrirspurn frá Áma R.
Árnasyni á Alþingi.
Refsingar of léttbærar
í svari fjármálaráðherra kom
m.a. fram að nú sé unnið að sér-
stakri athugun á viðurlagaákvæðum
bókhaldslaga og að vænta sé til-
lagna um lagabreytingar í framhaldi
þeirrar vinnu, en vonast er til að
ný frumvörp til alga um bókhald
og um ársreikninga sem lögð voru
fram til kynningar á síðasta þingi
verði afgreidd á þingi í vetur.
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um
stofnun sérstaks skattadómstóls og
þyngingu viðurlaga í skatta- og
bókhaldsbrotum. I svari sínu sagði
fjármálaráðherra að dráttur væri
sannanlega oft óeðlilegur á rann-
sókn og dómsniðurstöðu í auðgunar-
brotum, en á því mætti ráða bót
með öðrum hætti en stofnun sér-
staks dómstóls sem stríði gegn þeirri
meginstefnu sem uppi hefur verið
um að fækka sérdómstólum. Sagði
hann að álitlegra væri að efla rann-
sóknarstarfsemi og styrkja stöðu
ákæruvaldsins til þess að flýta máls-
meðferð. Hvað þyngingu á refsingu
varðar sagði fjármálaráðherra að
taka mætti undir það að refsingar
við auðgunarbrotum væru of létt-
bærar og að þær þurfi að vera það
þungar að þær fæli hlutaðeigandi
frá því að svíkja undan skatti.
Flugleiðir fjölga
ferðum til Ostende
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að
fraktflug á vegum félagsins til Ost-
ende í Belgíu verði tvisvar í viku frá
og með næstu mánaðamótum, en
hingað til hefur verið flogið þangað
einu sinni í viku. Að sögn Einars
Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa
Flugleiða, er þetta gert vegna þess
að þörf fyrir fraktflug til Evrópu
hefur farið vaxandi upp á síðkastið,
en fyrst og fremst er um að ræða
útflutning á físki.
Einar sagði að um síðustu helgi
hefðu Flugleiðir flutt 30 tonn með
áætlunarflugi til Bandaríkjanna, 40
tonn hefðu verið flutt til Ostende
og 30 tonn til annarra staða í Evr-
ópu. Hann sagði botninn hafa dottið
nokkuð úr fraktflutningum til
Bandaríkjanna sl. 3 vikur og mark-
aðinn vera sveiflast meira til Evr-
ópu.
Það sem af er árinu hefðu Flug-
leiðir flutt um sjö þúsund tonn af
fiski með vélum félagsins, og þar
af hefðu þtjú þúsund tonn farið til
Bandaríkjanna og íjögur þúsund
tonn til Evrópulanda. Sagði Einar
að áætlað væri að flutningarnir yrðu
samtals um níu þúsund tonn á þessu
ári, en það þýðir að flutningarnir
hafa sexfaldast á 10 árum.
Tfmi
iiiii inn iiiii
mu iiin ■mi nm IIIH lllll lllll lllll lllll ■1111 lllll lllll
iii niii lllll lllll lllll lllll III
BÍLHEIMAR
Fossháls 1 HOReykjavík Sími 634000
Viö biðjumst
afsökun
Végna mikillar sölu dgui,. Qp^l
vib ekki allar gerbir Opel ebalmerki
til á lager eins og er. I á
Þær hreinlega seldust upp. uppleiö
Viö erum auövitaö stolt if
■0-
335% söluau
Opel bíla á ís
Viö áttum von á góöum
undirtektum en þetta ei
framar björtustu vonumi
Viö þökkum kærlega fyrj
ingu
ndi
• Corsa
kemur innan
fárra daga
• Astra
1 • Vectra
1
H ’
1
1 • Omega
I • Calibra
Veriö velkomin aö kynna ykkur hvaö
viö eigum til afgreiöslu strax eöa
skoöa hvaö er væntanlegt alveg
næstu daga..