Morgunblaðið - 26.10.1994, Page 11

Morgunblaðið - 26.10.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 11 FRÉTTIR * Islenzkir frímerkja- safnarar unnu í báðum ald- urshópum SAMNORRÆN frímerkjasýning, NORDIA 94, var haldin dagana 21.-23. október sl. í Árósum í Danmörku. Sýningarrammar voru alls 922 í nokkrum deildum en að auki voru í bókmenntadeild 47 frí- merkjarit af ýmsu tagi. Alls tóku 16 Islendingar þátt í þessari sýn- ingu með margvíslegt efni. Dómar- ar voru kynntir síðastliðinn laugar- dag. Kom þá í ljós, að íslenzku þátttakendurnir höfðu staðið sig með mikilli prýði. Hæstu verðlaun hlaut safn Indr- iða Pálssonar, sem nefnist Island. Póstþjónusta 1836-1902. Fékk það 95 stig og gullverðlaun, en að auki sérstök heiðursverðlaun, Grand Prix Nordic. Voru þetta hæstu verðlaun á sýningunni. Jafn- framt eru þetta langhæstu verð- laun, sem íslenzkum frímerkja- safnara og íslenzku safni hefur hlotnazt á frímerkjasýningu til þessa. Þá fékk hið íslenzka flugfrí- merkjasafn Páls H. Ásgeirssonar, sem lézt í ágústmánuði, stórt gyllt silfur eða 85 stig. Hið þriðja í röð- inni var safn Sigurðar R. Péturs- sonar af Tveggja kónga frímerkj- um, sem hlaut 84 stig og gyllt silf- ur. Safn Jóns Aðalsteins Jónssonar af tvílitum dönskum frímerkjum 1870-1905 fékk 75 stig og stórt silfur. Flugpóstsögusafn Þorvalds S. Jóhannessonar, sem nær yfir árin 1945-1960, fékk 70 stig og silfur. Unglingarnir stóðu sig vel íslenzkir unglingar stóðu sig einnig vel á NORDIU 94. Gunnar Garðarsson fékk 83 stig og gyllt silfur fyrir safn sitt, sem hann nefnir Ránfuglar í útrýmingar- hættu. Jafnframt fékk safnið heið- ursverðlaun frá póststjórn Álands- eyja, enda var það hæst í unglinga- flokki. Guðni Friðrik Árnason hlaut 79 stig og stórt silfur fyrir safn sitt um Kristófer Kólumbus. Þá fékk Björgvin Ingi Ólafsson 77 stig og stórt silfur fyrir safnið Fuglar á eyjum í Norður-Atlants- hafi. Gísli Geir Harðarson fékk 74 stig og silfur fyrir safn sitt Tþnlist og tónskáld. Safn Péturs H. Ólafs- sonar, Styrjöld í Evrópu 1939- 1941, fékk 72 stig og silfur. Silfur- verðlaun og 70 stig fékk safn Kára Sigurðssonar, sem hann kall- ar Merkir íslendingar. Jón Þór Sig- urðsson hlaut silfrað brons fyrir safn sitt um sögu flugsins. Að endingu fékk Daði Halldórsson brons fyrir safn, sem nefnist Flug. í bókmenntadeild hlaut Rann- veig Gísladóttir stórt silfur eða 78 stig fyrir bókina íslenzk frímerkja- söfnun og póstsaga: Heimildaskrá. Þór Þorsteins átti þijár bækur á NORDIU 94, sem allar fengu silf- ui-verðlaun. Bókin Frímerkingavél- ar hlaut 72 stig. Bækurnar íslensk- ir stimplar, brúar-, rúllu- og vélst- implar og Pósthús og Bréfhirðing- ar á íslandi fengu 70 stig hvor. Verðlisti Sigurðar H. Þorsteinsson- ar, íslensk frímerki, fékk silfur og 71 stig. Af framansögðu sést, að íslenzk- ir safnara hafa staðið sig með miklum ágætum á NORDIU 94. Þeir áttu bezta frímerkjasafn í samkeppnisdeild, bæði meðal full- orðinna og unglinga. Hefur slíkur árangur aldrei náðst áður á frí- merkjasýningu erlendis, að sögn .Tnns Arfalafpina .Tnnssnnnr Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra, afhendir Hildi Petersen, forstjóra Hans Petersen hf., viðurkenningu fyr- ir lofsvert framtak á sviði jafnréttismála. Til hægri er Lára V. Júlíusdóttir, formaður Jafnréttisráðs. Jafnréttisráð veitir Hans Petersen hf. viðurkenningu HANS Petersen hf. hefur hlotið viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir framtak á sviði jafnréttis- mála. Starfshópur Jafnréttisráðs var á einu máli um að jafnréttis- viðurkenning ársins skyldi veitt Hans Petersen hf. Lára V. Júlíusdóttir, formað- ur starfshópsins sagði, þegar viðurkenningin var afhent, að fyrirtækið hefði um margt verið áberandi í íslensku athafnalífi og nefndi að forstjóri þess væri kona og hefði sem slík komið inn á vettvang jafnréttisbarátt- unnar, auk þess sem sex aðilar af tíu í efstu stjórnunarstöðum væru konur. í máli hennar kom fram að samkvæmt tölulegum upplýsingum frá fyrirtækinu gegni konur margvíslegum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum innan fyrirtækisins og komi fram fyrir þess hönd. Lára vék að launamálum fyrirtækisins og benti á, að þar beri karlar og konur jafnt úr býtum. Hildur Petersen sagði að jafnrétti innan fyrirtækisins væri stjórnendum þess í blóð borið og vonaðist til að Hans Petersen hf. gæti orðið öðrum til eftirbreytni á þessu svið*. STACCO er nú meö betri svampi og er enn þægilegri STACCO stóllinn var hannaöur áriö 1981 af Pétri B. Lútherssyni og hefur veriö framleiddur óslitiö i 12 ár. Á þeim tíma hafa selst hátt á annað hundraö þúsund stólar. STACCO er í fundarsölum, listasöfnum, biöstofum, matsölum, sjúkrahúsum, iþróttahúsum, safnaöarheimilum og skólum, eöa á flestum þeim stööum þar sem fólk kemur saman. Petta köllum viö hönnun á heimsmælikvarða Smiöjuvegi 2 Kópavogi • Sími 672110 • Fax 671688

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.