Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 22
es auglýsingastofa/Markaössókn
22 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofutækni
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif-
stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu.
Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á
verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni
nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
18 Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Gagnagrunnur
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Lokaverkefni
STARFSMENNTUN
fjárfestíng til framtíðar
„Ég hafði samband við Töivuskóia
Islands og ætlaði að fá undirstöðu
íbókhaldi og var mér bent á skrlf-
stofutækninámið. Eftir að hafa
setið þetta nám þá tel ég mig mun
hæfari starfskraft en áður og nú
get ég nýtt mér þá kosti, sem
töivuvinnsian hefur upp á að
bjóöa. Ég mæli eindregið með
þessu námi. “
Ólafur Benediktsson,
starfsmaður Glófaxa.
K
i
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66
__________LISTIR________
Hreinn og klár Ford
ATRIÐI úr myndinni Yfirvofandi ógn með Harrison Ford.
KVIKMYNPIR
Bí 5 h ö M i n/
II áskólabíó
Bein ógnun „Clear and
Present Danger“ ★ ★ ★
Leikstjóri: Philip Noyce. Handrit:
Donald Stewart, Steven Zaillian og
John Milius. Aðalhlutverk: Harrison
Ford, Willem Dafoe, Anne Archer,
James Earl Jones, Joaquim De AI-
meida, Harris Yuiin, Donald Moffat
og Henry Czemy. Paramount. 1994.
SPENNUMYNDIR sumarsins,
þótt góðar væru, kröfðust ekki
nokkurs af áhorfendum enda er
allri hugsun pakkað niður um sum-
artímann í Hollywood. Sannar lyg-
ar var fáránlega spennandi undir
lokin en svo varðaði mann ekkert
um hana á eftir og Leifturhraði
var hin fullkomna sumarmynd;
það komst ekki heil hugsun að
undir þeim hasar öllum.
Nýjasta spennumyndin eftir
metsölusögu Toms Clancys með
Harrison Ford í aðalhlutverki,
„Clear and Present Danger“, eða
Bein ógnun, er af nokkuð öðru
sauðahúsi að því leyti að efnisinni-
haldið byggir ekki aðeins á spreng-
ingum og skothríð. Hún minnir á
leynilegar aðgerðir bandaríkja-
stjórnar í S-Ameríku undanfarinn
áratug og lýsir stjórnkerfi á villi-
götum án þess þó að nokkur efist
um hvem hug myndin, líkt og for-
verar hennar í Clancybálknum, ber
til Bandaríkjanna sjálfra sem
heimkynni hinna fijálsu og hug-
rökku.
Á fornum slóðum
Aðalpersóna myndarinnar, Jack
Ryan, sem Ford leikur í annað
sinn með alvöruþrungnum svip,
er kominn á hættuslóðir sem fyrr.
Við kynnumst enn á ný hlýlegri
kjarnafjölskyldu hans, en Anne
Archer leikur hina umhyggjusömu
eiginkonu. Vinur hans hjá CIA er
þungt haldinn af krabbameini eins
og sjá má á fínum leik James
Earl Jones og Ryan er farinn að
mæta á fundi hjá sjálfum forsetan-
um þar sem umræðuefnið er vax-
andi ógn sem stafar af kókaín-
hringjum Kólumbíu. Pólitíkin í
Washington er miskunnarlaus
frumskógur og áður en Ryan veit
af er hann orðinn blóraböggull í
leyniaðgerð stjómarinnar gegn
eiturlyfjabarónunum, sem kostað
gæti mannslíf og veldur örugglega
stórkostlegu hneyksli ef upp
kemst.
Skúrkarnir og sá heiðarlegi
Myndin flakkar á milli Kólumb-
íu og Hvíta hússins í fararstjóm
æ brúnaþyngri Harrisons Fords
og það má ekki á millum sjá hvor-
ir eru samviskulausari forseta-
mennimir eða kókaínmillamir
þegar allt kemur til ails. Ford
gefur sögunni aukið vægi eins og
áður með sinni heiðarlegu og
flekklausu samvisku og aukahlut-
verkin em vel mönnuð en Willem
Dafoe fer með hlutverk málaliða
og Harris Yulin er sleipur sem
fyrr í hlutverki öryggisráðgjafa
forsetans. Röggsöm leikstjóm
Philip Noyce heldur manni við efn-
ið og nýtir í ystu æsar mikilúðleik-
ann sem dýrar Hollywoodmyndir
einar hafa. Frásögnin er spenn-
andi og býður annars vegar uppá
góðan hasar en þreifar hins vegar
á spumingunni um hversu langt
réttlætanlegt er að ganga í stríð-
inu við kókaínið.
Góð tilbreyting
Best er þó að Bein ógnun fer
aldrei niður á plan Stallone/
Schwarzenegger manndráps-
mynda þar sem söguhetjan skilur í
eftir tvö hundruð manns í valnum |
áður en lokabardaginn hefst við
óþokkann. Þetta er mynd þar sem
Ford bankar sallarólegur uppá hjá
honum með CLA-nafnspjaldið sitt
og þeir eiga tal saman. Þetta er
spennumynd sem treystir á rök-
hugsun og persónusköpun og það
er ekki svo lítil tilbreyting í því.
Arnaldur Indriðason !
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
WILLEM Labey hélt sýningu Egilsstöðum.
Islenskt landslag
Hollendings
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
Hollenski listamaðurinn Will-
em Labey hélt sýningu á Egils-
stöðum um síðustu helgi. Sýn-
ingin bar yfirskriftina Islenskt
landslag og sýndi hann lands-
lagsmyndir unnar með vatn-
slitum. Willem hefur búið á
íslandi um fimm ára skeið og
hefur hann hrifist rnjög af ís-
lensku landslagi. í vor og sum-
ar dvaldi hann í Neskaupstað,
þar sem hann er með vinnu-
stofu. Einnig dvaldi hann á
Borgarfírði eystra um skeið
og málaði þar. Willem og kona
hans Marleen fluttu til EgUs-
staða í haust og hyggjast þau
starfa á Austurlandi um tíma.
Ragnar
Björnsson á
tónleikum í
Mið-Evrópu
RAGNAR Björns-
son hélt fyrr á ár-
inu í tónleikaferð
til Sviss og Þýska-
lands, þar sem
hann lék m.a. á
söguleg hljóðfæri,
orgel, sem hann
hafði aldrei leikið
á áður. í Leonard-
skirche í Basel lék
Ragnar til dæmis
á Silberman-orgel frá átjándu öld,
sem hann segir að hafi verið ævin-
týralegt að kynnast.
Ragnar lék einnig á þýsk orgel
og á tónleikunum lék hann aðallega
íslensk verk eftir Pál ísólfsson, Jón
Nordal, Þorkel Sigurbjömsson og
Láms Grímsson, auk eigin verka.
Tónleikamir vöktu athygli
áheyrenda og var víða fjallað um
þá í dagblöðum. Er farið mjög lof-
samlegum orðum um orgelleik
Ragnars og hann sagður „snilldar-
legur orgelleikari". Tækni hans er
sögð í hæsta gæðaflokki og innlifun
mikil.
Ekki síst hreifst einn gagnrýnd-
andinn af túlkun hans á orgelverk-
um eftir Bach, sem leikin vom sem
aukaverk í lok tónleika á alþjóð-
legri orgeltónlistarhátíð í Eppingen
í Þýskalandi.
I kjölfar tónleikaferðarinnar hef-
ur Ragnari Björnssyni verið boðið
að koma aftur árin 1995 og 1996
Ragnar
Bjömsson.
n I
I
I
I
\
\
til að leika á tónleikum.