Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR Glatt í Hjallakírkju HJALLAKIRKJA SAFNAÐARSTARF í Hjallasókn í vetur ber merki nýjunga og vax- andi starfs í ungum söfnuði. Ungl- ingastarfi er bætt við æskulýðsstarf- ið, nýtt helgihald er í boði fyrir hina fullorðnu og fjölbreytt fjölskyldu- fræðsla er á næsta leiti. Eins er þjón- ustan við aldraða að aukast. Þá er sóknarnefnd að gera úttekt á safn- aðarstarfinu og vinna að breyttu skipulagi sem henti betur söfnuði í nútíma þjóðfélagi. Fjölskyldufræðsla í Hjallakirkju Fimm fræðslufundir á vegum Reykjavíkurprófastdæmis eystra fara fram í Hjallakirkju og verður sá fyrsti þann 27. október nk. Fræðslufundirnir eru helgaðir mál- efnum ijölskyldunnar og gefa gott tækifæri til að íhuga málefni sem snertir flest okkar. Fræðslufundimir verða haldnir á fimmtudögum og hefjast kl. 20.30. Yfirskrift þeirra er: Fjölskyldan í nútímanum. Það er Safnaðaféiag Hjallakirkju sem annast framkvæmd fundanna fyrir hönd safnaðarins og selur kaffi að þeim loknum. Nánari dagskrá fræðslufundanna er: 27. okt. Fjöl- skyldugerðir og uppeldi. Fyrirlesari: Halla Jónsdóttir, hugmyndasagn- fræðingur. 3. nóv. Gildi heimilisins fyrir andlega velferð. Fyrirlesari: Magnús Skúlason, geðlæknir. 10. nóv. Foreldravandamál og unglinga- vandamál. Fyrirlesari: Sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar. 17. nóv. Hjónabandið í kristnum skilningi. Fyrirlesari: Dr. Sigutjón Árni Eyj- ólfsson, héraðsprestur. 24. nóv. Fjöl- skyldustefna á grunni kristinnar trú- ar. Fyrirlesari: Dr. Bjöm Bjömsson, prófessor. Nýtt helgihald fyrir fullorðna Fyrir hina fullorðnu er hafið nýtt helgihald, svonefndar Taize-stundir (lesist ’tese’). Það em samveru- stundir með sérstöku sniði sem munkar í bænum Taize í Frakklandi hafa þróað frá því í síðari heimsstyrj- öldinni. Þetta eru bæna- og lofgjörð- arstundir þar sem Taize-söngvar skipa háan sess í helgihaldinu. Til- Krafa dagsins er öflugt safnaðarstarf, segir Vigfús Hallgrímsson, og þá kröfu reynir Hjallasöfnuður að uppfylla. gangur Taize-stunda er að sameina trúaða einstaklinga til bæna og lof- gjörðar óháð trúarsöfnuðum krist- innar kirkju. Þær eru haldnar annan sunnudag hvers mánaðar kl. 21. Fram til áramóta verða þær 13. nóvember og 11. desember. Fyrsta Taize-stundin fór fram 9. október si. og sóttu hana um 30 manns. „Frábært", sagði einn þátttakenda að stundinni lokinni. Framkvæmdin er í höndum safnaðarfélagsins. Aðventusamkoma á jólaföstu Aðventusamkoman er síðasta verkefni safnaðarfélagsins fyrir ára- mót. Aðventusamkoman verður haldin sunnudaginn 27. nóvember kl. 17. Hún verður nánar auglýst í ijölmiðlum síðar. Safnaðarfélag Hjallakirkju er að slíta barnsskónum en er sífellt starfandi og stjórnin íhugar gaumgæfílega ýmsar leiðir til að efla starf safnaðarins. Æskulýðsfélag fyrir unglingana Æskulýðsfélag Hjallakirkju var stofnað í haust. Það er fyrir ungling- ana í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Félagið er með fundi á mánudögum í vetur kl. 20-22 í safnaðarsal kirkj- unnar. Þar er margt til skemmtunar gert og mikið um að vera en hver fundur endar með helgistund inni í kirkjunni. Nú þegar sækja félagið margir unglingar. Sérstakt starf fyrir eldri börnin Síðasta vetur byijaði starf fyrir tíu til tólf ára börn, nefnt TTT. Þeir eru á miðvikudögum kl. 17 í kirkj- unni. Þar fræðast börnin um frelsara sinn Jesú Krist, biðja bænir, syngja og skemmta sér. Mörg börn koma þar reglulega á fundi. Sunnudagaskólinn fyrir börnin Sunnudagaskólinn er á hveijum sunnudegi í kirkjunni. Hann starfar í tengslum við guðsþjónustur safnað- arins. Öll fjölskyldan kemur saman til kirkju og í miðri guðsþjónustu fara börnin út til eigin samveru- stunda. Hópnum er svo skipt í tvo hópa eftir aldri og fræðsla mismun- andi til að mæta ólíkum þörfum og þroska. Á samverum barnanna er sungið, sagðar sögur, biblíufræðsla og beðnar bænir. Þá fá börnin eigin möppu, límmiða og verkefnablöð sem fylgir þátttöku í sunnudaga- skólastarfínu. Guðsþjónusta á hvíldardegi Guðsþjónustan hefur lengi verið miðpunktur íslensks kirkjustarfs, frátekin stund á sunnudegi til að fara til kirkju. I henni er setið, sung- ið eftir atvikum, hugsað og íhugað, Guðs orð meðtekið og hlustað á kór og orgelleik, að ógleymdri móttöku altarissakramentisins sem útdeilt er í messum. Þar má jafnvel verða vitni að því að kornabörn, og stærri börn, eru skírð og veittur nýr ríkisborgara- réttur, í Guðs ríki. Sannarlega er það helg stund. í Hjallakirkju skipa börnin mikið vægi, sérstaklega í íjöl- skylduguðsþjónustum sem haldnar eru mánaðarlega. Þá sjást ferming- arbörnin og fjölskyldur þeirra æ tíð- ar, svo það er líf og söngur í kirkj- unni. Á hefðbundnum sunnudegi ert þú þátttakandi í um 200 manna hópi barna, unglinga og fullorðinna í Hjallakirkju. Kannski átt þú sam- leið þar með okkur? Mömmumorgnar Á hveijum miðvikudagsmorgni kl. 10-12 hittast mæður og ung börn í Hjallakirkju en feður munu þar enn vera frekar sjaldgæf sjón. Á hveijum miðvikudegi er helgistund fastur lið- ur í dagskránni. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kemur hjúkrunar- fræðingur frá heilsugæslustöð Kópavogs í heimsókn til að leiðbeina og fræða um umönnun barna. Alltaf er nóg rými fyrir nýja til að vera með, fræðast, spjalla og uppörvast. Kirkjustarf fyrir aldraða Kirkjustarf fyrir eldra fólk hófst á ný í Hjallakirkju í lok september eftir sumarfrí. Það hefur verið gerð spennandi dagskrá fram að jólum. Samverur eldra fólksins eru haldnar síðdegis þijá fímmtudaga í mánuði í kirkjunni frá kl. 14-17. Það er spjallað, sungið, fræðst, haldnar helgistundir og drukkið kaffi. Kór Hjallakirkju í safnaðarstarfinu er margt annað að gerast. Kór Hjallakirkju er skip- aður fólki með mikinn áhuga á kór- starfinu og starfar af krafti. Kórinn syngur ekki bara við guðsþjónustur, hann heldur einnig tónleika, m.a. aðventutónleika með kór Árbæjar- kirkju, fer í æfingabúðir og messu- ferð í Húnavatnssýslu. Kórinn æfir á þriðjudögum kl. 20 í kirkjunni og er áhugasömu fólki sem vill syngja í kirkjukór bent á að koma á æfíngu. Fermingarstörfin Fermingarstarfið er hafið en þar sækja yfir 100 unglingar vikulega fræðslustundir í vetur og sækja guðsþjónustur. Nýlokið er velheppn- uðum heimsóknum á fermingar- barnanámskeið í Vatnaskóg. FYæðslunni lýkur svo með ferming- unum í vor. Fréttabréf safnaðarins, Glatt á hjalla, er nýkomið út og kynnti vel það starf sem á döfínni er hjá söfnuð- inum. Blaðið er enn í mótun og leit- að er leiða til að nýta það vel til að þjóna safnaðarfólki. Safnaðarstarf endurskipulagt Forsvarsmenn Hjallakirkju hefur ákveðið að hefja endurskipulagningu á safnaðarstarfínu. Sú vinna er þeg- ar hafin. Skipulagningin felst m.a. í því að viðskipta- og hagfræðinemi og guðfræðinemi eru að gera úttekt á safnaðarstarfinu, og vinna um leið að Iokaritgerðum í námi sínu, og gera þar tillögur um breytingar. Þau plögg verða nýtt til umræðna innan ólíkra starfshópa í safnaðarstarfinu í vetur og tillögur um endurskipu- lagningu mótaðar með vorinu. Hjallasöfnuður er ungur söfnuður í þéttbýli. Hann hefur byggt sér kirkju, sem þó er aðeins að hluta kláruð, án þess að hafa reist sér burðarás um öxl. Það er litið svo á að meginkrafa dagsins sé sú að standa fyrir öflugu safnaðarstarfí. Undir þeim formerkjum er söfnuður- inn að auka starf sitt og bjóða sókn- arbörnum, og öðrum, til fjölbreyttrar starfsemi. Þar er fullvissan um upp- risu Jesú Krists játuð, trúin á heil- aga þrenningu er boðuð, náðarorðin flutt, samfélagið hefur gildi, sakra- mentum útdeilt og trúartilbei'ðslan er sjálfsögð. Þetta er í kirkjunni þinni, Hjallakirkju. Hvar ert þú? Höfundur er kennari. Kirkjuvika í Reykjavíkurprófastsdæmi Foreldramorgnar FORELDRAMORGNARNIR eru á hverjum miðvikudagsmorgni FORELDRAMORGNAR í Lang- holtskirkju hófu göngu sína 1991 og hefur verið blómlegt starf síðan. Á morgnana hafa mætt mæður, ömmur og frænkur með 1-4 böm hver og nokkrar em dagmæður að auki. Enga feður höfum við fengið enn sem komið er og ganga morgn- amir oftast undir heitinu „mömmu- morgnar". Börnin eru á ýmsum aldri, allt frá mánaðargömlum upp að 10 ára. Sumar kvennanna vinna hlutastörf utan heimilis, en koma áfram í kirkj- una. Síðastliðinn vetur höfðu þrjár kon- ur umsjón með starfínu ásamt Hauki I. Jónassyni, starfsmanni kirkjunnar. Okkur fannst hafa gefíst vel að vera þetta margar, bæði hefur álagið dreifst, aak þess sem við höfum ómælda ánægju af samstarfinu. Það hefur verið mikill styrkur að hafa fengið áhugasaman starfsmann frá kirkjunni til liðs við okkur. Tilgangur með mömmumorgnun- um er að foreldrar bama í hverfínu htitist og kynnist. Með þessu er reynt að rjúfa þá félagslegu einangrun sem mæður (foreldrar) lenda einatt í þeg- ar þær sinna bömum sínum og heim- ili. Það er margt sem breytist í lífí þeirra við þessar aðstæður. Breyting- in er mikil frá því að vera í skóla eða vinnu og hafa þar félagsskap af öðru fullorðnu fólki og vera viður- kenndur þátttakandi í lífi eða at- vinnulífí, yfir í að vera „bara“ hús- móðir, í starfí sem oft er vanmetið. Á foreldramorgnum mæta mæður, ömmur og frænkur, segja Þórdís Tómasdóttir, Kristín Edda Ragnarsdóttir og Asdís Bragadóttir, ásamt börnunum til samveru í kirkjunni. Ýmis vandamál koma upp í tengslum við bamauppeldið. Að koma saman og hitta aðrar konur í svipaðri stöðu og ræða málin er dýrmætt. Auk þess að miðla af reynslu okkar, hefur hér einnig gefist gmndvöllur til skoðana- skipta um ýmis mál sem tengjast hverfinu og höfum við beitt áhrifum okkar sem hópur. Tengslin sem skapast hafa á milli barnanna hafa á sama hátt verið mikilvæg. Á þessum morgnum stíga þau sum hver sín fyrstu skref í sam- skiptum við önnur böm, kynnast bömum sem þau síðar meir eru með á leikskóla eða skóla. Dagskrá vetrarins var fjölþætt. Við fengum til okkar ýmsa fyrirles- ara. Sem dæmi má nefna að Halla Jónsdóttir fjallaði um andlegan þroska barna og sjálfstyrkingu kvenna. Diana Jónsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir komu frá Kvennaat- hvarfínu og ræddu reynslu sína af starfínu þar. Guðrún Sederholm námsráðgjafi í Menntaskólanum við Sund, ræddi reynslu sína af fátækt meðal skólabama. Haukur I. Jónas- son fræddi okkur um hjónabandið. Sr. María Ágústsdóttir ræddi um ábyrgð og skyldur kirkjunnar á börn- um og Hreinn Pálsson kynnti fyrir okkur heimspeki fyrir börn. Einnig fengum við að sjá sýnishom af verk- um leirlistakonunnar Heigu Jóhann- esdóttur. Foreldramorgnarnir eru á hveijum miðvikudagsmorgni milli 10 og 12. Stundum er spjallað saman, stundum fengnir fyrirlesarar. Kyrrðarstundir eru, og oft er eitthvað sérstakt gert með börnunum. Margs konar föndur hefurverið, auk brúðuleikhúss, heim- speki fyrir böm o.fl. Ýmis önnur starfsemi var, t.d. styrkingarnámskeið er Halla Jóns- dóttir hélt við góðan orðstír. Við konurnar fómm í helgarferð austur í sveitir, fórum út að borða með mökum okkar og stofnuðum auk þess bæði saumaklúbb og göngu- og skokkhóp. Það er mjög virðingarvert að kirkj- an skuli veita okkur þessa aðstöðu til að koma saman. Ungar konur með lítil börn eru hópur sem æði oft gleymist og sem nær sjaldan saman á þennan hátt. Við höfum átt gott samstarf við starfsfólk kirkjunnar sem við kunnum vel að meta. Við höfum trú á að þetta góða starf mömmumorgnanna skili sér í bættri starfsemi innan sóknarinnar, kirkjunnar, skóla, bamaheimila og íþrótta- og félagsstarfs. Við leituðum til nokkurra kvenna er sótt hafa mömmumorgna og feng- um að heyra svar þeirra við spurning- unni um hvers vegna þær kæmu á mömmumorgnana. „Ég kem hingað vegna þess að mér fínnst þetta tilbreyting frá hefð- bundnum morgni á heimilinu og ekki síst vegna barnanna. Nóg pláss til að hlaupa og ærslast og vera í stór- um barnahóp." „Ég kem á mömmumorgna til að hitta aðrar konur í sömu aðstöðu. Mér finnst nauðsynlegt að komast öðru hvoru út á meðal fólks, þar sem ég er mikið ein heima yfir daginn. Börnin eru líka ánægð með að hitta aðra krakka og geta leikið sér fijálst saman í stórum hóp.“ „Mömmumorgnar eru ómissandi. Ég er eina amman í hópnum með einn ömmustrák. Ég kann ágætlega við mig innan um allar ungu konurn- ar og hóp af börnum. Þessum hóp er mjög vel stjórnað. Ég hlakka til að koma hingað á hveijum miðviku- dagsmorgni og barninu líkar vel að koma innan um öll hin börnin, því hann er alla daga einn með ömmu og afa.“ „Mömmumorgnar eiga tvímæla- laust rétt á sér. Fyrir mig persónu- lega hafa þeir verið eins og ljós í myrkrinu. Að fínna stuðning og hvatningu vina sinna þegar manni finnst lífið ekki brosa við sér og hitta þá aðrar mæður sem búa yfir reynslu og skilningi á þeim málum. Ég myndi ekki leita eftir að koma á mömmu- morgnana, nema af því að mér líður vel þar.“ „Mér finnst mömmumorgnarnir mjög góðir. Maðurinn minn er sjó- maður og ég er því mikið ein með dóttur minni. Hún var að verða mik- il mannafæla, en nú hefur hún mjög gaman af að hitta krakkana. Þetta er mjög góð tilbreyting fyrir okkur báðar.“ Höfundar luifn verið í forsvari fyrir foreldramorgnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.