Morgunblaðið - 26.10.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 26.10.1994, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIGURJÓN RIST + Signrjón Rist vatnamæl- ingamaður var fæddur á ■*-Akureyri 29. ágúst 1917. Hann lést í Reykjavík 15. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 25. október. Á margan hátt voru þeir boðber- ar vorsins, rauður Bedford með bát í dragi og þessi stórbrotni maður. Koma þeirra féll saman við leysing- amar í Eyvindaránni og flóðin í Fljótinu sem voru eins og náttúru- hamfarir í augum lítilla pilta sem misstu leiksvæði og felustaði undir ^atn og stóðu agndofa starandi á þann ógnarkraft sem steyptist nið- ur gljúfur og gil og hringiðumar sem æddu hamhleyptar fram og til baka í hyljunum. Við þennan uppvöxt lærðist mikil virðing, e.t.v. lotning, fyrir vatnsföllum. Það fór þess vegna ekki hjá því að maður sem virtist hafa gert samkomulag við beljandi ár og fljót í versta ham og stóð upp úr þeim eins og álf- kóngur nyti óskilgreindrar virðing- ar og aðdáunar smáfólksins. Reyndar skynjaði maður strax á unga aldri að sú lotning og virðing náði í stómm mæli inn í raðir há- fólksins. Hann vakti lengi forvitni hvíti kofinn með rauða þakinu utan ^a’Lagarfljótsbrúnni og einnig lengi var eina tenging hans við umheim- inn háð vatnamanninum sem fylgdi vorinu. Að sjá svona kofa síðan við margar ár sem þjóðvegimir liggja yfir sýndi manni að trúlega hefði hann gert samning við flestar ár á öllu landinu. Bara hugmyndin var stór fyrir svona smátt fólk. Hún lifír enn sterkt í minningunni hugsunin um að maður sem gerði samning við Jökulsá á Dal hlyti vera kóngur. Það var ekki fyrr en mörgum áram síðar að ég skynj- aði að konungdæmi Siguijóns Rist yar vatnasvið íslands. Það var ein af tilviljunum lífsins að ég villtist í rann Siguijóns og fjölskyldu og kynntist honum þá sem ofumæmum, tilfínningaríkum og stórt gefnum persónuleika. Fjöl- skyldan var honum heilög. Afstaða hans til eiginkonu og dætra var byggð á svo sterkum stoðum að hún líktist virki sem aldrei yrði hrandið. Það er ekki alltaf auðvelt að vera ábyrgur uppalandi á mót- um tvennra tíma og e.t.v. hefur því verið fleygt að hann hafí um of viljað halda í gömul gildi, gildi sem minni kynslóð er trautt að skilja, en því skal á móti haldið fram að hann hafi lagt sig mjög fram um að skilja þarfir og kröfur unga fólksins um leið og það kost- aði hann oft mikla þanka. Á heim- ili þar sem mætast skörulegir og mikilhæfír einstaklingar vill ást og umhyggja stundum snúast í and- " hverfu sína, þ.a. sanngirni og rétt- _ 1 _ Krossar I I I áleið' I viSarlit og máloöir Mismunandi mynstur, vönduð vinna. Stmi 91-35929 oq 357331 Eríidnklvjur (ílæsileg kídíi- lilaðlx)rð lidlegir síilir og mjög g(KÍ J)j()IHIStlL Dpplýsingar ísáiia22322 FLUOLEIDIR HÓTEl LOFTLEIIIR sýni mega víkja um stund. Slíkar stundir vora honum erfíðar en ein- mitt þá birtist með svo skýrum hætti ást hans og trú á eigin fjöl- skyldu að það mun mér aldrei úr minni líða, ekki sízt vegna þess hve allt hans fas var sveipað yfir- vegun, víðsýni og traustri fram- komu. Ást og trú sem hann fékk ríkulega endurgoldna. Siguijón var vinsæll maður, enda fróður og ræðinn og í raun svo fordómalaus að hann gerði nánast hvaða álf sem var að gáfu- menni með návistinni einni saman og fáa hef ég séð geta haldið úti greindarlegum samræðum við hvaða sérvitring sem er eins og hann gerði. Þessi dýrmæti eigin- leiki hans við mannleg samskipti er mér einkar hugstæður og það er heldur engin tilviljun að margir þeirra sem höfðu allt og alla á homum sér sáu sómann í Siguijóni. Það er komið að leiðarlokum. Siguijón talaði oft um æskustöðvar sínar í Eyjafirðinum þ.a. fáir vora ósnortnir. Hin síðari ár bar ég ekki gæfu til þess að umgangast þau Maju og Siguijón eins og mig oft dreymdi. í hugarfýlgsninu örlar alltaf fyrir lýsingum hans á æsku- paradísinni, lýsingum sem fá nýja vídd þegar maður spennir fyrir sig gæðingi og berst í faxins hvini niður flatirnar sunnan við Grand, meðfram ánni og suður að túnfæt- inum á Torfum. Hugur hans dvaldi mikið fyrir norðan hinztu misserin og það er mér ljúf tilhugsun að hafa hann með í fylgd á þeim ævintýraferðum. Lífsviðhorf og siðferðisvitund hans höfðu mikil áhrif á mig svo seint verður metið og í návist hans, lífs sem liðins, er maður eilífur þiggjandi. í morgun knúði sorgin dyra. Á morgun heilsum við gleðinni með djúpu þakklæti fyrir að hafa notið þess mikla ríkis að hafa átt Sigur- jón Rist að eiginmanni, föður, afa og vini. Boðbera vorsins í þessu lífi. Vinarkveðja að norðan. „Framkvæmd vatnamælinga er einnig erfíðari hér en víðast ann- arsstaðar, bæði sökum stijálbýlis iandsins og erfiðrar veðráttu og takmarkaðra samgangna mikinn hluta ársins. Bæði vatnamælinga- maðurinn, Siguijón Rist, og þeir bændur ýmsir sem lesa reglubund- ið á vatnshæðarkvarða, hafa oft og einatt lagt á sig mikið erfiði og sýnt dugnað og harðneskju í vetrarferðum og í fangbrögðum við vatn, snjó og ís í vetrarhörkum. Ber að þakka þessum mönnum öllum þrautseigju þeirra og ósér- plægni í vatnamælingastörfum þeirra.“ Þannig farast Jakobi Gíslasyni raforkumálastjóra orð í niðurlagsorðum formála að bókinni íslensk vötn sem kom út 1956. Höfundur var Siguijón Rist og bókin lýsti niðurstöðum 10 ára vatnamælinga á vegum embættis- ins. Það var ekki oft sem sá hóg- væri maður Jakob Gíslason tók til orða með svo afgerandi hætti. í orðum sínum hitti hann naglann á höfuðið einu sinni sem oftar. Með harðfylgi sínu og dugnaði var Sig- uijón ekki bara afkastamikill vatnamælingamaður, hann kom Sérfræðingar í hlóiiiaskirylingiiin vií) öll lii'kif'aTÍ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 MINNINGAR sér upp vaskri sveit aðstoðar- manna víða um land sem gættu vatnshæðarmæla og skráðu af- lestra í bækur. Þessi samvinna hans við bændur var einstök í sinni röð. Þegar Siguijón snéri heim frá námi erlendis kom hann hér að landi þar sem þörfin fyrir vatna- mælingar var orðin mikil. Raforku- lögin 1946 vora í undirbúningi og stór áform uppi um rafvæðingu alls landsins með vatnsafli. Margar samþykktir var búið að gera og margir menn lagt hönd á plóginn alla götu síðan fyrir aldamót. Eng- um hafði þá tekist að hvorki skynja né framkvæma það gífurlega verk- efni að leysa hina vatnafræðilegu gátu íslands og gefa mönnum þá yfírsýn orkunnar sem féll óbundin í sjó fram sem vatnafræðin veitir. Þetta verkefni leysti Siguijón á 10 árum. Með útgáfu áðumefndrar bókar íslensk vötn árið 1956 kom Siguijón íslendingum upp að hlið þeirra þjóða sem höfðu heillar ald- ar forskot í vatnamælingum og vatnafræði. íslensk vísindi standa í ævarandi þakkarskuld við Siguijón fyrir þetta afrek. Fyrir utan bókina koma hann upp tölvutæku gagna- safni með tímaröðum yfír rennsli helstu vatnsfalla, skrá og kortum yfír helstu stöðuvötn. Siguijón kom Islendingum í alþjóðlega samvinnu um vatnafræði og vann grunngögn svo sem skiptingu landsins í vatna- svæði og kort yfir afrennsli. En Siguijón var ekki þekktastur sem vísindamaður. Á ferðum sínum um jöklana og hálendið sýndi hann og sannaði hvaða úrslitaþýðingu sam- göngutæknin hefur fyrir vatna- fræðina. Sú þekking og kunnátta sem felst í að geta ferðast um ókannaða stigu, komist leiðar sinnar og sinnt verkum sínum í öllum veðram var vatnamælinga- manninum nauðsynleg. Það er ekk- ert jafn heillandi og tilkomumikið og íslensk náttúra þegar hún skart- ar sínu fegursta og brosir sínu blíð- asta, en jafn hættuleg er hún hveij- um þeim sem býður afli hennar birginn, þær hamfarir sem eiga sér stað á hálendi íslands í vetraraf- tökum eru meiri en venjulegir menn fá lært eða skilið. En Sigur- jón skildi til fulls hamhleypuna móður náttúru og hann vissi að í glímunni við hana var aðeins eitt sem gilti, að hafa betur. Fyrir þekkingu og áræði á ferðalögum var Siguijón goðsögn í lifanda lífi. Eins og vera ber var Sigutjóni margvíslegur sómi sem frumkvöðli íslenskrar vatnafræði. Yrði það allt of langt mál upp að telja, hér skal aðeins getið þess atviks að dagana 22. og 23. október 1987 var haldin stór vatnafræðiráð- stefna í tilefni 40 ára afmælis vatnamælinga og 20 ára afmælis Orkustofnunar. Þessi ráðstefna var tileinkuð Siguijóni Rist sjötugum. Voru þar fluttir margir og merkir vísindalegir fyrirlestrar, en það fyrsta sem prentað var í ráðstefnu- ritið er vísa eftir Jóhann Má Mar- íusson, aðstoðarforstjóra Lands- virkjunar. Lýsir hún betur en mörg orð þeirri mynd sem við geymum í huga okkar af Siguijóni Rist, sem við nú kveðjum með söknuði. Hans líka mun ísland ekki eignast fram- ar. Hefur í vísindin lagt sína list leiftrandi af áhuga háð sína vist löngum við vatnsföllin galvaskur gist glaður og reifur vor Sigurjón Rist. Siguijón átti erfítt ævikvöld, en við geymum í huga okkar mynd vísunnar af Siguijóni, það er mynd garpsins og hugsjónamannsins, sem upptendraður af áhuga lagði allt í sölurnar til að koma íslandi í hóp siðmenntaðra þjóða, með þá þekkingu á eigin náttúra sem þeirri stöðu tilheyrir - og tókst það. Að endingu vil ég votta eigin- konu Siguijóns, ásamt fjölskyldu hans allri, innilega samúð mína. Jónas Elíasson, prófessor í vatnafræði. ARINA ÞORLA UG IBSENSDÓTTIR + Arína Þórlaug Ibsensdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 11. september 1923. Hún andaðist á Borgarspítalanum 14. október og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. október. Sá sem eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnamir honum yfir (Hannes Pétursson.) í blámóðu bernskunnar frá Flat- eyri fyrir rúmum fjöratíu áram, er minningin um fjölskylduna í sænska húsinu, bátsflakið í fjöranni og æv- intýrin sterk. Börnin voru þá fjögur. Síðar komum við aftur saman í Keflavík og var aðeins kálgarðurinn á milli. Bömin urðu sjö. Það var reisn og samkennd yfir þessari fjöl- skyldu. Angantýr var mikið glæsi- menni og Arína eða ína eins og við krakkarnir kölluðum hana alltaf, umvafði alla í væntumþykju og glað- værð. Við áttum margar gleðistund- ir saman á þessum áram og ekki spillti fyrir, að faðir okkar og ína áttu sama afmælisdag. Flugelda- sýningu Angantýs á gamlárskvöld höfum við oft minnst með eftirsjá og fátt hefur þar staðist samanburð á síðari árum. Það tognaði nokkuð úr samband- inu milli okkar barnanna þegar þau, Angantýr og ína, fluttu í Goðheim- ana en mikill vinskapur hélst milli foreldra okkar alla tíð. Það var mikið áfall þegar Angan- týr lést skyndilega langt fyrir aldur fram. ína lauk því verki, sem þau höfðu hafið saman, og kom börnum sínum vel til manns. Það var án efa oft þröngt í búi, en aldrei heyrðum við æðraorð og móttökur vora alltaf konunglegar. Síðar urðum við samstarfsmenn á röntgendeild Borgarspítalans. Al- úð og vinnusemi ásamt eiginlegri glaðværð og hinn smitandi hlátur Inu eru þeir eiginleikar sem okkur mun seint gleymast. Ina kom okkur til hjálpar þegar faðir okkar varð bráðkvaddur á miðjum starfsdegi. Hún var móður okkar ómetanleg stoð þegar við dvöldum öll á erlendri grund við nám og rósimar, sem hún gaf okkur til að leggja í kistu föður okkar voru aldrei fullþakkaðar Það er ekki einungis eitt stórt sem skapar heilsteypta manneskju, held- ur allir litlu hlutirnir sem_ okkur flestum er tamt að gleyma. ína var manneskja sem lagði alúð við alla hluti stóra sem smáa. Hún uppskar ekki allt sem hún vildi og hún fékk sinn skerf af sorgum þessa lífs. Hún þurfti enga uppfyllingu í eyður verð- leikanna og hlaut virðingu og ást þeirra sem hana þekktu. Við þökkum þá vináttu sem hún sýndi móður okkar og ævilanga umhyggju fyrir okkur og okkar fjöl- skyldum. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur, Marta og Grímur Kjartansbörn. Arína Ibsensdóttir var ráðin til aðstoðarstarfa við röntgendeild Borgarspítalans um miðjan janúar 1968, en starfaði síðan í afgreiðslu deildarinnar þar til hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir um síðastliðin áramót. Þegar Borgarspítalinn varð 25 ára í lok desember 1992 birtist við- tal við Arínu í starfsmannablaði Borgarspítalans, Spítalapóstinum. I þessu viðtali lýsir Arína því meðal annars hvernig hún var ráðin að röntgendeildinni, þar sem þrír mánuðir urðu að 25 árum. Hún hafði misst mann sinn 4 árum áður og þurfti að vinna fyrir sér og fimm börnum sínum. Hún hafði verið atvinnulaus um nokkurn tíma og leitað árangurslaust að vinnu þegar henni var bent á að athuga með vinnu á Borgarspítal- anum. Henni var tjáð á skrifstofu spítalans að samband yrði haft við hana ef starf losnaði. Á leiðinni út úr spítalanum, frekar vondauf um að fá vinnu, var kallað á hana og hún beðin að koma til viðtals við Ásmund Brekkan yfír- lækni röntgendeildar, en þar vant- aði aðstoðarmanneskju næstu þijá mánuðina. Eftir nokkra bið kom Ásmundur og bauð henni inn á skrif- stofu sína og spurði um menntun hennar. Hún sagðist bara vera hús- móðir, en steingleymdi í allri spenn- unni að geta um skólagöngu og námskeið er hún hafði sótt til að undirbúa sig betur fyrir vinnumark- aðinn. Bara húsmóðir, er það ekki starf? spurði Ásmundur. Jú, svaraði hún og það meira að segja erfítt og margbreytilegt, en var ekki viss um að það kæmi að notum við vinnu á röntgendeild. Þegar kom að lokum þessa þriggja mánaða tíma spurði hún Ásmund varfæmislega hvort hún ætti nokkuð að mæta meira. Hann svaraði: „Hver segir að þú eigir ekki að mæta? Farðu niður á skrifstofu og segðu þeim að þú sért ráðin áfram eins lengi og þú vilt.“ Arína ræddi oft um þessi tímamót í lífi sínu og þakkaði forsjóninni fyrir að hafa óvart lent á þessum vinnustað, sem hún þjónaði svo dyggilega í tæp 26 ár. Minningarn- ar um þessa ágætu konu eru marg- ar. Arína var ákaflega samviskusöm í starfí og hlýja og vinsemd voru hennar aðalsmerki. Hún var ákaf- lega hjálpsöm og vildi allt fyrir alla gera. Hún var mjög félagslynd og vildi alltaf vera með þegar starfs- menn deildarinnar komu saman við hin ýmsu tækifæri og þá geislaði frá henni hlýju og glaðværð. Öllum þótti vænt um hana og samstarfs- fólkið leit á hana eins og góða móð- ur. Þegar starfsmenn röntgendeild- arinnar kvöddu Arínu um síðastliðin áramót fannst mér ljóð Matthíasar Jochumssonar eiga vel við: Hvi skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? Að sjálfsögðu kom Arína í heim- sókn á þessu ári eftir að hún lét af störfum og saknaði greinilega vinnustaðarins og samstarfsfélag- anna. Á síðastliðnu vori veiktist Arína alvarlega. Búast mátti því við að vera hennar meðal okkar lyki fyrr en nokkurn hafði grunað um síðastliðin áramót. Samstarfsmenn á röntgendeild- inni og margir fleiri í Borgarspítal- anum minnast hennar með hlýju og söknuði. Ættingum hennar færum við innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks röntgen- deildar. Örn S. Arnaldsson. Nú er hún Arína okkar dáin. Margar góðar minningar eigum við um Arínu, því mikið höfum við brall- að saman í gegnum árin, bæði í vinnu og utan hennar. Alltaf var hún Arína okkar glöð og kát og allan vanda vildi hún leysa. Góð- mennskan og velvildin sem fylgdi henni var einstök. Alltaf fylgdist hún með samstarfsfólki sínu, spurði um fjölskyldur þeirra og hvernig þessi og hinn hefði það. Jafnvel í sínum veikindum var henni umhug-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.