Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Jr Dýraglens HÉIe KEMUR KSKlSllHG A EFNI KUÖLDSIMS... Tommi og Jenni l/issi Fei? YfiR HKAE>- BCAunwA EG HELP /VIEg> TIZUKt- UNUM Kæra pennavinkona, ég hef Spyrðu hana Er allt í besta lagi? Eða lögfræðing. ekki heyrt frá þér um tíma. hvort hana vanti Líður þér vel? skurðlækni. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Tví- eða þrí- sköttun lífeyris greiðslna Opinber ræningjastarfsemi Frá Sveini Ólafssyni: SÚ SPURNING, sem kemur fram í fyrirsögn þessarar skrifa, hlýtur að leita á fólk, þegar hugað er að fram- ferði stjórnvalda í sambandi við margsköttun greiðslna úr eigin líf- eyrissjóðum til þeirra, sem komnir eru á efri ár og hafa skilað þjóðfélag- inu sínum skerf til uppbyggingar þess velferðarsamfélags, sem íslenzk þjóð býr við í dag. Manni verður á að spyrja, hvers- konar hugsunarháttur það sé, sem ráði því, að stjórnvöld þráist við þeg- ar háttvirt Alþingi hefur margsinnis samþykkt viljayfírlýsingar þ.e. „þingsályktunartillögur" til ríkis- stjórnar landsins um ieiðréttingu á þeim órétti, sem gengið hefur fyrir sig á annan áratug - um að gera ráðstafanur til að leiðrétta það rang- læti, sem þetta ástand margsköttun- ar felur í sér. Málið í athugun Áður en sú mikilvæga endurbót á skattakerfinu, sem felst í stað- greiðsla skatta var tekin upp, var skattheimta með eðlilegu móti hjá þeim sem greiddu í lífeyrissjóði og þáðu síðan til baka aftur lífeyri, sem þeir þannig höfðu lagt fyrir og þegar greitt skatt af. Þegar svo breytingin verður, verð- ur sá óafsakanlegi misbrestur að þessu er breytt. - Maður hefði hald- ið að allir sanngjamir og réttsýnir stjórnmálmenn myndu hafa keppst við að hafa hraðann á til að leiðrétta þessi mistök. - En hvað gerist? Öll þau ár sem síðan eru liðin, hefur verið hamrað á að fá þessu kippt í lag. - Samþykktar ályktunartillögur á Aþingi; rætt við stjórnvöld, en ekk- ert gerist. - Málið er alltaf í athug- un. Það verður að segjast afdráttar- laust, að svona háttarlag opinberra aðila er ekki til þess fallið að færa stjórnvöldum mikla virðingu. Og þeg- ar kröfur eru uppi um almenna þegn- lega löghlýðni í skattamálum og ásakanir fylgja um undanbrögð, þá er það nánast spurnig, hvort einmitt slíku er ekki boðið heim, þegar stjómvöld gera sig sek um svona háttarlag, sem er siðferðislega óframbærilegt. Skýlaust brot Varla er líka fjarri lagi, þar sem augljóslega er um að ræða gróft brot á mannréttindum, hvort ekki sé við hæfi að skoðaðir séu möguleikar á að skjóta svona málum til Mann- réttindadómstólsins. Hér er skýlaust brotið á fólki og það í stórum stíl. - Spurningin er líka, hvort svonalagað sé sæmandi fyrir sjálf stjórnvöld landsins? - Ég segi nei! - Um leið undirstrika ég, að þetta eru hrein rangindi og brot á öllu velsæmi. Og hvar er mannkærleikurinn í svona hátterni? Mig brestur skilning til að átta mig á, hvað hér getur ráðið ferð. - Auðvitað þarf að innheimta skatta, en það er lágmakskrafa að þar sé viðhaft réttlæti. - Ég spyr því, hvar er réttlætiskennd ráðamanna í þessu máli? Mér og fleirum sýnist hún hafa orðið utangátta, eða hefur henni kannski verið varpað fyrir róða í öll- um nýmóðins hugsunarhættinum, þar sem ungir bóklærðir og oftast reynslulausir menn hafa fengið að ryðja hinum eldri og reyndari til hlið- ar og keyra síðan allt áfram og oft í strand út frá hörðum teóríu- og þröngsýnissjónarmiðum, þar sem mannúðinni og jafnvel hagkvæmn- inni er af glámskyggni kastað fyrir borð? - Ef það er slíkur hugsunar- háttur, sem ræður þarna líka, þá er illa komið fyrir íslenzkri þjóð og ekki vanþörf að biðja fyrir henni. Misbeiting valds Eldri borgarar geta varla verð- skuldað að fá svona meðhöndlun, þar sem um hreina misbeitingu valds gagnvart þeim er hér að ræða af hálfu stjórnvalda, - hver svo sem hefur í upphafi orsakað mistökin eða viðhaldið þeim á þeim bæ síðan. Eldri borgarar eru hinsvegar minnimáttar og hafa engin völd. Því er auðvelt að skella skollaeyrum við því, sem þeir eru að kvaka. En hvort það sé drengilegt í þessu efni má gjaman spyrja, og svarið getur vart verið augljósara! - Eldri borgarar hafa yfírleitt ekki verið harðsnúinn þrysti- hópur með allskyns kröfur, þótt segja mætti að þeir ættu þar ýmsa mögu- leika og ýmsan rétt til að byggja slíkt á. Það verður hinsvegar varla talið stórmannlegt af þeim, sem með völd- in fara, að hundsa rétt eldri kynslóð- arinnar svo blygðunarlaust sem hér er gert. Það verður að segjast tæpi- .tungulaust að ætlast verður til þess að stjómvöld sjái sig um hönd og kippi svona hlutum í liðinn án frek- ari tafa og vífillengna. - Að svæfa málið gagnstætt vilja Alþingis um árabil með því órréttlæti sem því fylgir á grundvelli þess að það sé „í athugun" er ekki hlutur sem hægt er að sætta sig við. Slíkum loddara- leik er hægt að halda áfram til eilífð- arnóns. Og illskiljanlegt er að Al- þingi skuli líða svona háttarlag. - Svo nefnd séu dæmi er vert að skoða fréttagrein í Morgunblaðinu 4. febr- úar sl. og einnig grein 28. september sl. eftir Sólrúnu Pétursdóttur alþing- ismann um atriði, er varða þróun þessara mála, þá líka ýtarlega grein Guðmundar H. Garðarssonar, þá al- þingismanns, - sem var ódeigur bar- áttumaður í þessu máli, - í biaðinu 8. marz 1991. Stjórnvöld taki málið tafarlaust til afgreiðslu Því er hér með skoðað á viðkom- andi stjórnvöld, að taka þetta mál til afgreiðslu án frekari tafar og undanbragða. Um leið er skorað á samtök aldraðra, að, ef þessu verður ekki sinnt með viðhlítandi hætti, þá gangist þau fyrir því, að hin lögfræði- lega og mannréttindalega hlið verði tekin til athugunar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að réttlæti fá- ist í þessum málum, jafnvel þótt grípa verði til þeirrar nauðvamar, að leita á erlendan vettvang til að koma vitinu fyrir stjórnvöld, sem væri til skammar fyrir íslenzkt rétt- arfar, ef gera þyrfti. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.