Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.10.1994, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FORREST GUMP Þessi magnaði þriller segir frá Martin sem er svo óheppinn að gerast næturvörður í líkhúsi á kolröngum tíma þegar fjöldamorðingi og náriðill gengur laus. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. Sýnd Kl. 5, 9 og 11. Fjögur brúökaup og jarðarför Sýnd kl. 5. Rafmagnaðasti þriller ársins. Harrison Ford er mættur aftur í hlutverki Jack Ryan í sögu eftir Tom Clancy. Gulltryggð spenna frá Philip Noyce sem einnig gerði Patriot Games og Dead Calm. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Willem Dafoe, Anne Archer og James Earl Jones. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Veröldin verSur ekki sú sama... ... eftir að þú hefur séS hana meS augum Forrest Gump. ,,... drepfyndin og hádramatísk ... vel leikin og innihaldsrík." Ó.H.TRás 2 ★ ★★ 'h AIMBL ★★★★★ Morgunpósturinn Tom Hanks Forrest Gump HASKOLABIO SIMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ~ ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. 140 mín. Svipmikill leikari horf- inn af sjónarsviðinu LEIKARINN ástsæli Raul Julia lést síðastliðinn mánudag eftir að hafa legið meðvitundarlaus um vikutíma, en hann fékk hjartaáfall ■'í byrjun síðustu viku. Hann var 54 ára gamall þegar hann lést. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Raul Julia ólst upp í Puerto Rico, flutti snemma tii New York og vegna rómantísks útlits og klassískrar menntunar náði hann langt bæði á leiksviði og í kvik- myndum. Shakespeare-leikari Raul Julia var nafnkunnur Shakespeare-leikari og lék í fjór- um verkum á Shakespeare-hátíð í New York, sem voru síðar meir flutt á Broadway. Það voru „Two ‘^Gentlemen of Verona“, „The Three-penny Opera“, „Where’s Charley" og „Nine“. Fyrir hlutverk sitt í tveimur fyrmefndu uppfærsl- unum fékk hann Tony-verðlaunin, en þau eru Oskarsverðlaun leik- húsanna. RAUL Julia var óborganleg- ur sem Gomez í „Addams Family Values". í kvikmyndum naut Raul Julia mestra vinsælda sem Gomez Add- ams í „The Addams Family“ og framhaldi hennar „Addams Fam- ily Values“. Aðrar myndir sem gerðu hann ódauðlegan í kvik- myndasögunni voru „Kiss of the Spiderwoman", „Tequila Sunrise" og „Presumed Innocent". í mynd- inni „Kiss of the Spiderwoman“ lék hann Valentino, pólitískan fanga, sem deildi klefa með sam- kynhneigðum hárgreiðslumanni og fékk William Hurt Óskarsverð- laun fyrir túlkun sína á hár- greiðslumanninum. Nýjungagjarn Raul Julia vildi alltaf spreyta sig á einhveiju nýju og sú viðleitni hafði næstum valdið því að hann lagði leiklist á hilluna. Hann var þekktur fyrir túlkun sína á vinstrisinnuðum suður- amerískum stjórnmálamönnum og árið 1989 lék hann í myndinni „Romero", sem var bönnuð af yfir- völdum í E1 Salvador. Julia lék Oscar Romero erkibiskup sem var einn af píslarvottum borgarastyij- aldarinnar í E1 Salvador. Erkibis- kupinn, sem var harður gagnrýn- andi hægri stjórnarinnar í landinu, var myrtur í dómkirkju San Salvador árið 1980. Julia hrósað Þegar Raul Julia lést hafði hann nýlokið við að leika í mynd um brasilíska píslarvottinn Chico Mendez, sem nefnist „The Burning Season“. Myndin fjallar um von- lausa baráttu hugsjónamannsins Mendezar við eyðingu regnskóg- anna. Myndin hefur fengið mis- jafna dóma þótt Julia hafi verið lofaður fyrir sitt framlag. 0 Hagatorg. Raubir tönleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 27. október kl. 20.00 Hljómrveitarstjóri: Richard Barnes Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir Efnisskrá IV.A.Mozart: Sinfónía nr. 35, Haffner Herbert H. Agústsson: Formgerð II Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1 Miöasala cr alla virka daga á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. ANJELICA Huston og Raul Julia í myndinni „Addams Family Values". SVIPMIKILL leikari er horfinn af sjonarsviðmu með Raul Julia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.