Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 250. TBL. 82. ARG. FIMMTUDAGUR 3. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórn sænskra jafnaðarmanna kynnir róttækar efnahagsráðstafanir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. GÖRAN PERSSON, fjármálaráð- herra Svía, var hvergi banginn þeg- ar hann kynnti efnahagsráðstafanir sænsku stjórnarinnar í gær. „Póli- tískt séð tel ég mig standa mjög vel að vígi,“ sagði hann og bætti við að jafnaðarmenn hefðu kynnt áformin fyrir kosningar. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, sagði ráðstafanirnar mestu skattahækk- anir í sögu Svía, sem væru þó ýmsu vanir í þeim efnum, og jafn- framt þær mestu í Evrópu. Samkvæmt áætlunum stjórnar- innar minnkar einkaneyslan um 2,5% á næsta ári. Mjög kom á óvart að minnihlutastjórn jafnaðarmanna leitar stuðnings Vinstriflokksins til að koma áformunum gegnum þing- ið, þar sem Ingvar Carlsson leiðtogi flokksins hafði svarið fyrir að það yrði gert. Bitnar á barnafjölskyldum Sænska stjórnin gerir ráð fyrir að spara sem svarar um 900 millj- Skattahækkanir og niðurskurður Bildt segir þetta mestu skattahækkanir Evrópu örðum íslenskra króna á fjögurra ára kjörtímabili. Aðgerðirnar eru annars vegar niðurskurður en hins vegar skattahækkanir í anda þess sem jafnaðarmenn boðuðu í kosn- ingabaráttunni í haust. Af niðurskurði má nefna að ýms- ar félagslegar greiðslur verða skert- ar, sem kemur sér einkum illa fyrir barnafjölskyldur. Afnumdar verða greiðslur til foreldra sem vilja gæta barna sinna heima, en þeim kom stjórn borgaraflokkanna á. Barna- bætur hafa verið stighækkandi með auknum barnaíjölda, en nu verða bætur með þriðja barni lækkaðar um sem nemur 21 þúsundi ís- lenskra króna á ári. Skattur á lægri millistétt Ennfremur verða afnumdar sjálf- virkarverð bætur námsstyrkja og ellilífeyrisbóta, fólki torveldað að fara á eftirlaun fyrir tímann og hækkaður hluti almennings í greiðslum fyrir ýmiss konar opin- bera þjónustu. Af skattahækkunum má nefna hækkaða jaðarskatta, hátekjuskatt og fimm prósent skatt á mánaðar- iaun yfir 160 þúsund íslenskra króna, sem eru venjuleg laun lægri millistétta. Fasteigna-, eigna- og hlutafjárskattar verða hækkaðir og einnig verður lagður skattur á elli- lffeyrisreikninga. Á móti kynnti stjórnin sérstakar aðgerðir til að auka atvinnu, sem fela meðal ann- ars í sér fyrirheit um opinberar framkvæmdir og lærlingastöður. Einnig gefst fólki kostur á að sækja um styrk upp á 150 þúsund íslensk- ar krónur ef viðkomandi hyggst flytja til að fá vinnu í öðrum lands- hluta. Hlutabréf lækka í verði Ýmsir hagfræðingar sögðu að sparnaðurinn þyrfti að vera um 300 milljörðum íslenskra króna meiri og það sé ekki nóg að vinda ofan af fjárlagahallanum á þremur árum eins og stjórnin ætli sér. Ýmsir frammámenn í sænsku efnahags- og viðskiptalífi vöruðu kjósendur eindregið við afleiðingum kosningaloforða jafnaðarmanna fyrir kosningar. í þeim herbúðum ríkir því lítill fögnuður vegna að- gerðanna, enda féllu sænsk hluta- bréf í verði strax eftir að þær voru kynntar og stefndi í frekara gengis- fall sænsku krónunnar. Varnarmálaráðherra Rússlands orðinn valtur í sessi Gratsjov hvattur til að láta af embætti Pavel Gratsjov Moskvu. Reuter. SERGEJ Júshenkov, formaður varnarmálanefndar neðri deildar rússneska þingsins, hvatti í gær Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra til að segja af sér eftir að aðstoðarráðherra hans var vikið frá vegna meintr- ar spillingar. Júshenkov er í flokki sem styður Borís Jeltsín og þetta er í fyrsta sinn sem stuðningsmaður forsetans krefst afsagnar Gratsjovs. Júshenkov sagði að Jeltsín hefði tekið rétta ákvörðun með því að víkja Matvel Búrlakov aðstoðarvarnarmálaráðherra frá. „Næsta rökrétta skrefið er að Gratsjov ákveði sjálf- ur að segja af sér,“sagði Júshenkov við fréttamenn. Breytingar á straumum Atlantshafs Hitinn gæti snar- lækkað í Evrópu I.undúnum. Reuter. MEÐALHITINN í Evrópu og Norður-Atlantshafi gæti snar- lækkað þótt hitastigið hækkaði í öðrum heimshlutum, að sögpi þýska vísindamannsins Stefans Rhamstorfs. Vísindamaðurinn segir að fremur smávægilegar breyting- ar á sjávarstraumum í Atlants- hafi hafi áður valdið miklum hitabreytingum og geti gert það aftur. Fimm gráða lækkun „Við erum að tala um að árs- meðalhitinn lækki um fimm gráður á nokkrum árum, ein- göngu vegna hringstreymis- breytinga í suður,“ segir Rham- storf í bréfi í nýjasta hefti vís- indatimaritsins Nature sem kemur út í dag. Rhamstorf kveðst hafa búið til líkön af hringstreymi Atl- antshafsins til að prófa kenn- ingar um að loftslagsbreytingar eins og þær sem ollu ísöldunum hafi orðið vegna mikilla breyt- inga á sjávarstraumunum. Hann hafi hins vegar komist að því að litlar breytingar á straumunum nægi til að breyta loftslaginu, en ekki sé ljóst hvort meiri hiti í heiminum geti haft slík áhrif á strauma Atlantshafsins. Heitara í öðrum álfum „Ef svo er gæti það leitt til þeirrar þversagnarkenndu stöðu að Norður-Atlantshaf og Evrópa yrðu kaldari en aðrir heimshlutar heitari,“ segir Rhamstorf. „Afsögn Gratsjovs væri í sam- ræmi við siðareglur hersins og myndi stuðla að siðferðislegri hreinsun innan hans,“ sagði Sergej Júshenkov. Fréttastofan Ítar-Tass skýrði frá því að umdeildur hershöfðingi, Alexander Lebed, hefði fagnað brottrekstri Búrlakovs og þykir það einnig til marks um að Gratsjov standi höllum fæti. Lebed er yfirmaður rússneskra hersveita í Moldóvu og sagði að siðferðisleg hreinsun innan hersins myndi styrkja hann og rússneska ríkið. Lebed nýtur mun meiri stuðnings meðal herforingja en Gratsjov og margir spá því að hann verði næsti varnarmálaráðherra. ívan Rybkín, forseti Dúmunnar, neðri deildar þingsins, hvatti í gær Jeltsín til þess að stokka upp í stjórninni. Viðriðnir morð? Gratsjov hefur tekið upp hansk- ann fyrir Búrlakov og fékk Jeltsín til að skipa hann aðstoðarráðherra í ágúst þrátt fyrir hörð mótmæli ráðgjafa forsetans. Gratsjov og Búrlakov. voru sakaðir um að vera viðriðnir mál rússnesks blaða- manns, sem beið bana í sprengju- tilræði fyrir þrem vikum þegar hann var að rannsaka meint tengsl yfirmanna hersins við skipulögð glæpasamtök. Búrlakov var yfirmaður rúss- neskra hersveita í Þýskalandi áður en brottflutningi þeirra lauk í ág- úst. Rússnesk dagblöð hafa birt greinar um að herforingjar sveit- anna hafi verið viðriðnir ólöglega sölu á vopnum, olíu, málmum og tollfrjálsum varningi. Réuter Umdeild blaðamennska BRESKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða að fela nefnd að rannsaka mál Peters Prestons, ritstjóra dag- blaðsins Guardian, sem falsaði símbréf með því að nota bréfsefni þingsins til að ná í upplýsingar um meint misferli aðstoðarráð- herra í stjórninni. Þingmenn úr öllum flokkunum fordæmdu þessa aðferð. Preston fylgdist með um- ræðunum og kvaðst ánægður með að fá tækifæri til að hreinsa sig af ásökununi um siðlausa blaða- mennsku. Myndin er af Preston við þinghúsið í Lundúnum. ■ Notaði falsað símbréf/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.