Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hún verður þér ekki til ama Pétur minn. Það er sérstaklega beðið fyrir henni af öllum
prestum og heyrst hefur að biskupinn geri það líka . . .
Mælt fyrir nýju grunnskólafrumvarpi á Alþingi
Allur rekstur skóla til
sveitarfélaga 1995
ALLUR rekstur grunnskólanna flyst
til sveitarfélaganna 1. ágúst á næsta
ári, samkvæmt lagafrumvarpi um
grunnskóla sem menntamálaráð-
herra mælti fyrir á Alþingi í fyrra-
dag. Menntamálaráðherra lýsti
þeirri ósk að sátt gæti tekist um
málið en fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar sögðu það illa undirbúið, lítill
tími væri til stefnu og því rétt að
fresta afgreiðslu þess til næsta
þings.
Olafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra sagði að grunnskólafrum-
varpið og nýtt frumvarp um fram-
haldsskóla sem einnig liggur fyrir
Alþingi miðuðu að því að auka vald-
dreifingu i skólakerfinu. Fjölga á
samræmdum prófum í skólakerfínu
til að tryggja lágmarksgæði í skóla-
starfí hvar sem er á landinu og jafn-
rétti nemenda til skólastarfs af sam-
bærilegum gæðum óháð því hvar
þeir sækja skóla.
Ríkið greiðir nú laun kennara,
rekstur sérskóla, sérkennslu, kostnað
við námsgögn og rekstur fræðslu-
skrifstofa. Þessum verkefnum eiga
sveitarfélögin að taka við að undan-
skilinni útgáfu námsbóka sem sveitar-
félögin greiða þó fyrir. Samkvæmt
Stjórnarandstað-
an segir málið
vanbúið og rétt að
fresta því
umsögn fjárlagaskrifstofu fjármála-
ráðuneytis hefur frumvarpið 680-910
milljóna króna kostnaðarauka í för
með sér miðað við núgildandi lög, en
heildarrekstrarfjárveiting til grunn-
skóla í fjárlagafrumvarpi næsta árs
er tæpir 5,4 milljarðar.
Ófrágengin atriði
Gert er ráð fyrir að starfstími
skólanna verði áfram níu mánuðir
eins og nú er en kennsludögum verði
fjölgað til að nýta skólaárið betur
og kennslustundum fjölgað í áföng-
um til aldamóta. Menntamálaráð-
herra sagði að endurskoða yrði kjara-
samninga kennara frá grunni þar
sem bæði frumvörpin gerðu ráð fyrir
breyttum starfsháttum í skólunum
sem kölluðu á breyttar vinnutíma-
skilgreiningar í kjarasamningum.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu ýmis atriði í grunnskóla-
frumvarpinu og það hve tími væri
naumur þar til sveitarfélögin ættu
að taka við rekstri grunnskólanna.
Pétur Bjarnason þingmaður Fram-
sóknarflokks sagði að mörg atriði
sem snera að sveitarfélögum væru
óljós og ófrágengin; Þetta varðaði
meðal annars tekjustofna sveitarfé-
laga og lífeyrisréttindi kennara sem
yrðu ekki lengur ríkisstarfsmenn.
Svavar Gestsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins tók undir þá skoðun
að þetta mál væri vanbúið og sagði
skynsamlegast að fresta afgreiðslu
frumvarpsins.
Menntamálaráðherra sagði enga
ástæðu til að fresta málinu og ta!
um slíkt væri venjulegar úrtöluradd-
ir. Þar sem ekki væri hægt að búast
við að frumvarpið yrði afgreitt fyrir
áramótin væri ekki hægt að verða
við þeim fyrirvara Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga að búið verði
að ganga frá samningum við kenn-
ara fyrir áramót, því slíkt væri ekki
hægt að gera fyrr en frumvarpið
yrði að lögum. Á sama hátt væri
heldur ekki ljóst hvaða fjármuni
þyrfti að yfirfæra til sveitarfélag-
anna fyrr en örlög frumvarpsins
væru ljós. Þá sagðist ráðherra bráð-
lega myndu leggja fram frumvarp
um réttindamál kennara sem fylgi-
frumvarp með grunnskólafrumvarp-
inu.
Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður
Kvennalista sagðist geta tekið undir
margt í grunnskólafrumvarpinu en
mörgum spurningum væri einnig
ósvarað. Stóra spurningin væri
hvemig skólar, einkum á lands-
byggðinni, væru í stakk búnir til að
axla þá ábyrgð sem væri verið að
leggja þeim á herðar. Jóhanna Sig-
urðardóttir, þingmaður utan flokka,
lýsti svipaðri skoðun. Ólafur G. Ein-
arsson sagðist vera sannfærður um
að ef sveitarfélögum væru tryggðir
tekjustofnar og þau hefðu samstarf
sín á milli um ýmiskonar þjónustu
við skólana myndu þau reka grunn-
skólann með miklum sóma.
HIK mótmælir vinnu-
brögðum stjórnvalda
FULLTRUARAÐ Hins íslenska
kennarafélags kom saman sl. mánu-
dag og ályktaði um skóíamál. í
ályktuninni er vinnubrögðum stjórn-
valda mótmælt og þess m.a. krafist
að þau framkvæmi strax þær um-
bætur í skólamálum sem sátt er um.
í ályktuninni segir að framkvæmd
skólamálastefnu síðustu ríkisstjórn-
ar hafi vart verið hafin þegar núver-
andi ríkisstjórn tók við völdum. „Þá
var enn hafist handa við mótun nýrr-
ar menntastefnu. Sú stefna hefur
nú Iitið dagsins Ijós ásamt nýjum
frumvörpum til laga um grunn- og
framhaldsskóla. Ekki er farið að
vinna eftir hinni riýju stefnu og þess
sjást lítil merki að stjórnvöld ætli
að fylgja henni eftir með nauðsyn-
legum fjárveitingum. I næstum tvö
kjörtímabil hafa umbætur í skóla-
málum setið á hakanum meðan beð-
ið hefur verið eftir nýrri stefnumörk-
un.“
Bátaútgerðarmenn láta heyra í sér
Hugsanleg leið
að leggja bátum
og frysta lánin
Oddur Sæmundsson
ODDUR Sæmunds-
son, útgerðarmað-
ur úr Keflavík,
hafði forystu fyrir því að
bátaútgerðarmenn buðu
fram lista við stjórnarkjör
á þingi Landssambands
íslenskra útvegsmanna,
sem lauk fyrir skömmu.
Þetta er í fyrsta skipti í
um þijá áratugi sem mót-
framboð kemur fram gegn
tillögu uppstillingarnefnd-
ar. Þrátt fyrir að enginn
af listanum næði kjöri tel-
ur Oddur að framboðið
háfi skilað árangri. Hann
segist hafa trú á að rödd
bátamanna heyrist með
skýran hætti innan stjóm-
ar LIU en áður.
Hvers vegna beittir þú
þér fyrir framboði bátaút-
gerðarmanna á þingi LÍÚ?
„Ég er þeirrar skoðunar að rödd
bátaútgerðarinnar hafí ekki verið
nægilega kröftug innan stjómar
LÍU fram að þessu. Þar eru full-
trúar stórútgerðar í mikium meiri-
hluta og þeir hafa eðlilega ekki
sama skilning á sjónarmiðum
bátamanna og menn sem eru í
bátaútgerð."
Nú náði enginn kjöri af þeim
lista sem þú beittir þér fyrir að
yrði boðinn fram. Ert þú ekki
ósáttur við það?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég er
ekki ósáttur við þennan fund. Mér
fannst sjónarmið bátamanna fá
ágætan hljómgmnn á fundinum.
Bátamönnum fjölgaði í stjórn
þrátt fyrir að listinn sem ég beitti
mér fyrir fengi ekki mann kjörinn.
Það kom þarna fram nýtt framboð
sem leiddi til þess að Sigurður
Bjarnason frá Þorlákshöfn náði
kjöri í stjórn, en hann er verðugur
fulltrúi bátamanna í stjórn. En ég
vil meiri endumýjun í stjórn en
varð á fundinum.“
Hvað eiga bátamenn marga í
stjórn?
„Ætli þeir séu ekki fjórir af fjór-
tán manna stjórn. Mér þætti ekki
óeðlilegt að við ættum átta full-
trúa í stjórn.“
Má túlka mótframboðið sem
vantraust á Kristján Ragnarsson,
formann LÍÚ, eða sem óánægju
með störf hans?
„Nei, það ber ekki að skilja
framboðið á þann hátt. Kristján
er okkar starfsmaður. Ég tel hins
vegar að það þurfí að fjölga báta-
mönnum í stjóm og stjórnin þarf
að beita sér meira fyrir hagsmun-
um bátaútgerðar."
Ætlar þú að beita þér áfram
fyrir því innan LÍÚ að bátamenn
séu samstiga?
„Já, ég hef hug á því. Ég tel
fulla þörf á því að bátamenn standi
saman. Það eru miklir
erfíðleikar sem steðja
að bátaútgerðinni.
Fiskveiðiheimildimar
hafa verið að dragast
saman ár frá ári. Bát-
amir geta ekki brugðist við eins
og togararnir, að bæta sér upp
tekjumissinn með því að sækja á
fjarlæg mið. Mér finnst að stjórn
LÍU þyrfti að benda á þetta atriði
með kröftugri hætti en hún hefur
gert og beita sér fyrir einhveijum
aðgerðum til úrlausnar fyrir bá-
taútgerðina."
Hvaða aðgerðir telur þú að séu
brýnastar í þessu sambandi?
„Ég held að það sé hægt að
gera ýmislegt til að létta báta-
mönnum róðurinn meðan við erum
að bíða eftir því að fiskistofnarnir
► Oddur Sæmundsson er fædd-
ur í Keflavík 12. maí 1950. Hann
útskrifaðist úr fiskimannadeild
Stýrimannaskólans í Reykjavík
1969. Hann varð skipstjóri að-
eins tvítugur að aldri. Oddur á
hlut í Stafnesi KE130 og er
jafnframt skipstjóri. Skipið er
200 tonn að stærð, með 11
manna áhöfn. Oddur er kvænt-
ur Jónínu Guðmundsdóttur.
Þau eiga þijú börn.
stækki aftur. Það er skelfíleg sóun
á verðmætum að vera að henda
stórum hluta af bátaflotanum. í
dag er verið að úrelda ágæta báta
og annaðhvort henda jieim eða
selja fyrir lítið verð til Irlands og
fleiri landa. Svo þegar fiskistofn-
arnir koma upp aftur fer allur
afrakstur af veiðunum í að kaupa
nýjan flota. Ég held að það væri
skynsamlegri leið að gera mönn-
um kleift að leggja einhveiju af
honum tímabundið og gefa þeim
þannig færi á að bíða.“
Geta menn ekki lagt skipum
sínum í dag?
„Nei, það geta þeir ekki. Skuld-
irnar eru svo miklar að menn geta
ekki leyft sér að stoppa. Það sagði
við mig útgerðarmaður sem skuld-
ar 100 milljónir að hann væri til
í að stoppa í tvö ár ef hann gæti
treyst því að skuldirnar stæðu í
100 milljónum þegar hann hæfí
útgerð að nýju. Eg held því að
það kunni að vera skynsamlegt
að frysta lánin. Þetta gæti verið
hluti af friðunaraðgerðum. Þetta
er mál sem ég tel að samtökin
okkar þurfí að beijast fyrir.“
Hvað annað þarf að gera til að
bæta stöðu bátaútgerðarinnar?
„Það var samþykkt á aðalfund- |
inum að stjóm LIU beitti sér fyrir
breytingum á fískveiði-
frumvarpinu þar sem í
kveðið er á um tak- I
mörkun framsals fisk- ;
veiðiheimilda. Það j
ákvæði er mjög mikill i
þyrnir í augum okkar einyrkja í
útgerð. Ég veit að það er hljóm-
grunnur meðal mjög margra for-
ystumanna i sjómannasamtökun-
um fyrir því að þessu verði breytt.
Þeir sjá fram á að margir af þeirra
félagsmönnum koma til með að
missa vinnuna vegna þessa. Ég
tel að þessi ákvæði um takmarkað
framsal geti haft mjög slæmar
afleiðingar fyrir bátaútgerðina.
Fundurinn tók mjög eindregið
undir okkar sjónarmið og ég vona
að stjórn LÍÚ fylgi því kröftuglega
eftir.“
Eftilvill skyn-
samlegt að
frysta lánin