Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 21
Reuter
Líkamsleifar
frá Pompeii
VÍSINDAMAÐUR hjá lækna-
rannsóknastöð í Sydney undir-
býr könnun á líkamsleifum
konu sem fórst í borginni Pom-
peii á Italíu fyrir nær 2.000
árum er eldfjallið Vesúvíus
gaus. Talið er að konan hafi
verið 30-40 ára gömul. Ástralsk-
ur fornleifafræðingur átti
frumkvæði að rannsókninni á
líkamsleifunum en hann hefur
kannað leifar um 300 karla og
kvenna sem voru meðal þeirra
er fórust í gosinu árið 70 eftir
Krists burð.
Afleiðingar krepp-
unnar í Færeyjum
Fæðing-
um fækk-
ar um
helming
Þórshöfn. Reuter.
AFLEIÐINGAR efnahags-
krepppunnar í Færeyjum
teygja anga sína víða og eftir
því sem lengri tími líður frá
því að hún reið yfir verða víð-
tæk áhrif hennar sífellt ljós-
ari. Fæðingartíðnin á eyjunum
hefur dregist saman um helm-
ing á fímm árum. Þrefalt fleiri
ófijósemisaðgerðir eru nú
framkvæmdar á éyjunum en
fyrir fimm árum og aðeins eitt
bam var ættleitt árð 1992, en
bömin vom 15 árið áður.
„Kreppan leiðir til þess að
fólk verður ráðvillt og óör-
uggt. Ungar íjölskyldur sem
þekktu aðeins góðærið og
höfðu tekið há bankalán,
glíma nú við atvinnuleysi um
leið og verðmæti húsa þeirra
dregst saman um helming,"
segir Marita Petersen, fyrrum
lögmaður Færeyja.
Það er fyrst og fremst ungt
fólk með börn sem flytur á
brott í von um betri lífskjör.
Ólíklegt er talið að það flytjist
aftur til eyjanna. Heil kynslóð
er að hverfa þaðan og hver á
þá að sjá um þá sem eldri eru?
20% fólksfækkun
„Færri fæðingar og fleiri
ófijósemisaðgerðir endur-
spegla að fólk hefur ekki leng-
ur efni á því að eignast börn,“
segir Högni Debes Joensen
læknir. Búist er við að um
2.400 manns flytji frá eyjun-
um á þessu ári og að
fólksfækkunin nemi um 20%
fram til ársins 2002. Þrátt
fyrir þessa fækkun er at-
vinnuleysi um 23%.
Landsframleiðsla hefur
dregist saman um 30%, er-
lendar skuldir nema sem svar-
ar um 2 milljónum ísl. kr. á
hvem íbúa og Danir hafa veitt
sem svarar 30 milljörðum í
færeyska bankakerfið. Verð-
mæti fasteigna hefur fallið
mikið, hús sem voru metin á
12-15 milljónir kr. fyrir fáein-
um árum, eru nú metin á um
5 milljónir.
„Það er ekki verst að missa
tekjur vegna atvinnuleysis,"
segir Eydun Andressen,
mannfræðingur. „Þunglyndið
nær tökum á mönnum þegar
þeim fínnst þeir ekki lengur
hafa rétt og möguleika á að
búa í heimalandi sínu, þegar
þeir verða að flytjast á brott.“
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
í REYKJANESKJÖRDÆMI 5. NÓVEMBER
SaLOME ÞöRKELSDÓTTIR hefur setið á Alpingi íhartnær 15 ár.
Störf Salome, jafnt sem pingmanns ogforseta Alpingis, hafa einkennst
afyfirvegun, réttsýni og reisn. Henni hefur auðnast að sætta ólík sjónarmið og stuðla að
framgangi mikilvægra mála. Við viljum að reynsla hennar og dugnaður nýtist áfram í págu
lands og pjóðar og teljum jafnframt að með kjöri hennar skapist sú kjölfesta sem erforsenda
farsælla kynslóðaskipta í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styðjum við
Salome í 2. sætið
Þengill Oddsson Kristján Oddsson Valgerður Sigurðardóttir Halldór Guðmundsson Ingibjörg Ámadóttir
heilsugæslulæknir bóndi fiskverkandi fv. framkvæmdastjóri nemi
Reykjalundi Kjósarhreppi Hafnarfirði Njarðvík Hafnarfirði
Magnús Sigsteinsson Hildur Axelsdóttir Eðvarð Júh'usson Sigríður Aðalsteinsdóttir Hildur Hálfdánardóttir
búfræðiráðunautur fóstra forstjóri húsmóðir skrifstofustjóri
Mosfellsbæ Kjósarhreppi Grindavík Njarðvík Garðabæ
Þórdís Sigurðardóttir Hilmar Sigurðsson Hjördís Gissuradóttir Guðmundur Gíslason Anna Snæbjömsdóttir
skrifstofustjóri viðskiptafræðingur gullsmiður bókbindari skrifstofustjóri
Mosfellsbæ Mosfellsbæ Kjalameshreppi Kópavogi Bessastaðahreppi
Helga Richter Ingunn Finnbogadóttir María E. Ingvadóttir Tómas Tómasson Ása María Valdimarsdóttir
kennari húsmóðir viðskiptafræðingur fv. sparisjóðsstjóri menntaskólakennari
Kjalameshreppi Mosfellsbæ Seltjamarnesi Keflavík Hafnarfirði
Sigríður K. Jónsdóttir Jón Bjami Þorsteinsson Björgvin Lúthersson Halldóra Ingibjömsdóttir Jón M. Guðmundsson
hjúkrunarfræðingur heilsugæslulæknir stöðvarstjóri kennari bóndi
Kjalameshreppi Garðabæ Hafnarhreppi Sandgerði Mosfellsbæ
KOSNINGASKRIFSTOFA SALOME ÞORKELSDÓTTUR
er í Urðarholti 4, Mosfellsbæ, 3. hæð. Símar 66 63 24 og 66 63 34.
Opið kl. 17-21 virka daga og kl. 14-18 um helgar.