Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
'
ERLEIMT
Reuter
SÉRSVEITARMENN búa sig undir leit að öðrum fanganna í skóglendi fyrir norðan Frankfurt.
Drierdorf. Reuter.
ELTINGARLEIK þýsku lögregl-
unnar við tvo vopnaða ræningja
lauk á þriðjudagskvöld er sá síð-
ari þeirra gaf sig fram. Lög-
regla hafði handtekið hinn fyrr
um daginn eftir að þeir höfðu
verið á flótta um þvert og endi-
langt Þýskaland eftir vopnað
bankarán og gíslatöku. Mennirn-
ir flúðu úr fangelsi í Hamborg
fyrir þremur vikum en þeir sátu
inni fyrir morð og vopnað rán.
Hefur leið þeirra legið um alls
sex sambandsríki í Þýskalandi.
Atburðarásin hófst á mánu-
dag, er fangarnir tóku tvo lög-
regluþjóna í Stuttgart í gíslingu.
Fóru þeir með gíslana í banka í
Fulda í Hessen og hótuðu að
drepa þá, fengju þeir ekki allt
handbært fé í bankanum. Er tal-
ið að mennirnir hafi haft sem
svarar 11 milljónir upp úr krafs-
Eltir um
mestallt
Þýskaland
Bankaræningjarnir slepptu
lögregluþjónunum fljótlega en
tóku þeirra í stað ungan mann
og tvö börn hans með sér á flótta
til borgarinnar Erfurt. Þeir
slepptu börnunum en tóku mið-
aldra hjón í gíslingu og flýðu
með þremenningana til Sax-
lands. Skutu ræningjarnir í átt
að lögreglu sem veitti þeim eftir-
för. Þeir héldu áfram til Berlín-
ar, þaðan aftur til Saxlands,
Thtiringen og Hessen.
Ræningjarnir létu gíslana
lausa í Weilburg á þriðjudag og
voru þeir heilir á húfi en eldri
maðurinn hafði þó hlotið skotsár
á hendi. Lögreglan hélt eftirför-
inni áfram en ekkert var hins
vegar látið uppi um leitina um
tíma, þar sem mennirnir hótuðu
að „sprengja allt í loft upp“, léti
lögregla ekki af eftirförinni.
Annar mannanna, 35 ára
Svisslendingur, sem sat inni fyr-
ir vopnað rán, náðist skammt
fyrir norðan Frankfurt á þriðju-
dag. Reyndi hann að komast
undan lögreglu sem hafði um-
kringt sumarleyfisstað í Heister-
berg. Hinn, 32 ára Þjóðveiji, sem
sat inni fyrir morð, gafst upp í
gærkvöldi, algerlega uppgefinn.
Um 400 lögregluþjónar, sérsveit-
ir og um 50 leitarhundar tóku
þátt í eftirförinni, um 1.000 km
leið.
Sljórnvöld vara ferðamenn við
að fara til Kambódíu
Lík vest-
rænu gísl-
anna fundin
London, París, Phnom Penh. Reuter.
STAÐFEST hefur verið að lík þriggja vestrænna gísla, sem skæruliða-
samtökin Rauðu khmerarnir í Kambódíu tóku til fanga í júlí sl., voru
í gröf sem fannst á mánudag. Bresk, frönsk, bandarísk og kambódísk
yfirvöld hafa fordæmt morð Rauðu khmeranna á mönnunum. Sihano-
uk, konungur Kambódíu, varaði ferðamenn í gær við því að koma til
Kambódíu, sagði stríðsástand ríkja í landinu.
Mark Slater, 28 ára Breti, Jean-
Michel Braquet, 27 ára Frakki og
David Wilson, 29 ára gamall Ástr-
ali, voru teknir til fanga ásamt
þremur Víetnömum og tveimur
Kambódíumönnum er Rauðu
khmerarnir gerðu árás á lest í
Kampot-héraði í suðurhluta lands-
ins. Þrettán manns féllu í árásinni.
Liðhlaupi úr skæruliðasamtök-
unum sagði frá því um helgina að
mennirnir hefðu verið teknir af
lífi. Kambódíski herinn náði að-
setri skæruliðanna í síðustu viku
og fundust þá grafir gíslanna átta.
Á þriðjudag var einnig tilkynnt
að Rauðu khmerarnir hefðu myrt
að minnsta kosti 50 af 72 mönn-
um, sem þeir höfðu tekið í gíslingu
í norðurhluta Kambódíu.
Gligorov
sigraði
Skopje. Reuter.
KIRO Gligorov, forseti Makedóníu,
treysti sig í sessi í seinni umferð
þingkosninga á sunnudag. Eftir
þær hefur flokkur hans, Makedó-
níufylkingin, rúmlega tvo þriðju
sæta á þinginu.
Stjórnarandstæðingar fylktu liði
í miðborg Skopje á sunnudag og
var leiðtoga þeirra, Ljupco Ge-
örgijevski, ákaft fagnað. Sökuðu
þeir stjórnina um kosningasvindl í
fyrri umferðinni og sniðgengu þá
seinni. Eftirlitsmenn Evrópuráðsins
úrskurðuðu hins vegar að kosning-
arnar hefðu verið fijálsar og farið
vel fram.
Reutcr
HERMENN stjórnarinnar í Kambódíu á verði við spítala í Phnom Penh þar sem líkamsleifar gíslanna þriggja voru rannsakaðar í gær.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi 5. nóvember 1994
Við styðjum
Ama Ragnar Arnason
til áframhaldandi
þingsetu
- tryggjum honum
góða kosningu
Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri, Seltjarnarnesi
Þröstur Lýðsson, framkvstjóri, Mosfellsbæ
Valgerður Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Mosfellsbæ
Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifststjóri, Mosfellsbæ
Jón M. Guðmundsson, bóndi/hreppstj., Mosfellsbæ
Halldór Jónsson, verkfr./framksstj., Kópavogi
Ásgeir Margeirsson, verkfr., Hafnarfirði
Alma Jónsdóttir, læknaritari, Sandgerði
Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri, Keflavik
Albert Karl Sanders, deildarstjóri, Njarðvík
Hulda Matthíasdóttir, húsmóðir, Garði
Díðvík Friðriksson, verkfr., Mosfellsbæ
Sigriður Jóna Friðriksdóttir, bókari, Mosfellsbæ
Jón Arnar Guðmundsson, lögrþjónn, Mosfellsbæ
Gunnar E. Hubner, rafeindavirki, Mosfellsbæ
Eydís Lúðvíksdóttir, leirkerasmiður, Mosfellsbæ
Björn Kristinsson, rafverktaki, Njarðvík
Falur Harðarsson, tölvunarfræðingur, Keflavlk
Arnór Pálsson, framkvstj./bæjarfúlltrúi, Kópav.
Jóhann Líndal Jóhannsson, rekstrarstj., Njarðvík
Guðmundur Gunnarsson, oddviti, Bessastaðahr.
Magnús B. Jóhannesson, ráðgjafi, Keflavík
Rúmeníuforseti vill
l
Kröfðust gulls fyrir gísla
Talsmaður breska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að allt
hefði verið gert til að koma í veg
fyrir að gíslarnir yrðu teknir af
lífi. Bretar hefðu verið í daglegu
sambandi við frönsk, áströlsk og
kamódísk yfirvöld en þau síðast-
nefndu hefðu átt að sjá um samn-
inga við skæruliðana. Þá hefðu
verið sendir lögreglumenn, sér-
þjálfaðir í að fást við mannræn-
ingja.
Hvorki gekk né rak í viðræðun-
um en meðal þess sem Rauðu
khmerarnir kröfðust var gull og
þess að vestræn hernaðaraðstoð
við Kambódíu yrði stöðvuð.
náda bamasmyglara
London. Reuter.
ION Uiescu, forseti Rúmeníu, sagð-
ist í gær reiðubúinn að náða bresk
hjón sem dæmd voru í rúmlega
tveggja ára fangelsi fyrir að reyna
að kaupa reifabarn af kornungum
foreldrum með það að markmiði að
smygla því til Bretlands.
Iliescu sagði fréttamönnum að
hann teldi að hjónin, Adrian og
Bernadette Mooney, hefðu ekki
haft illt í huga með viðskiptunum.
Þau eiga fyrir þriggja ára dóttur
sem þau ættleiddu frá Rúmeníu.
Forsetinn, sem er í Bretlandi í opin-
berri heimsókn, sagðist myndu
veita náðun ef áfrýjun Bretanna
bæri ekki árangur. Talsmaður hans
sagði Iliescu hafa fylgst vel með
málinu öllu og mun hann ræða það
á fundum með John Major forsætis-
ráðherra.
Er kommúnistastjórn Nicolae
Ceausescu hrundi 1989 kom í Ijós
að tugþúsundir rúmenskra munað-
arleysingja hírðust á hælum við
skelfilegan aðbúnað. Síðan hefur
verið mikið um að rúmensk börn
væru ættleidd til Vesturlanda.
Vicious lélegur á gítar
London. Reuter.
SID Vicious, sem lék með pönk-
sveitinni Sex Pistols, lék aldrei
sjálfur með sveitinni því að hann
var svo lélegur gítarleikari.
Umboðsmaður sveitarinnar
sagði að slökkt hefði verið á há-
tölurum tónlistarmannsins þegar
hann var á sviðinu en annar gítar-
leikari látinn spila að tjaldabaki.
Enginn þorði að segja Vicious,
sem var alræmdur fyrir ofbeldis-
hneigð og fíkniefnanotkun, frá
þessum skollaleik.
?
i