Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 19 ÚRVERINU Vilji virðist fyrir skiptingn úthafskarfakvótans ÓFORMLEGT samkomulag hefur tekist með íslenskum og grænlenskum stjornvöldum um að standa saman að því að bera fram tillögu á fundi Norðaustur-Atlantshafsráðsins um að settur verði kvóti á úthafskarfaveiðar út af Reykjaneshrygg. Fyrstu hugmyndir um skipt- ingu kvótans eru á þá leið að einn þriðjungur komi í hlut hvors strandríkis, þ.e. Islands og Grænlands, og einn í hlut annarra ríkja sem veiða á úthafinu, þar á meðal íslendinga. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ósk- aði eftir því í haust við Grænlendinga að tekn- ar yrðu upp viðræður um þessi mál og átti hann fund í síðustu viku með þeim. „Ég hef haft af því nokkrar áhyggjur að Oformlegt samkomulag- liggur fyrir milli íslands og Grænlands það væri ekki nægilega góð samstaða milli okkar og Grænlendinga. Þessi fundur var mjög jákvæður og það er mikiil vilji til sam- starfs milli þjóðanna um að ná stjórnun á stofninum og skipta honum niður. Þær hug- myndir voru ræddar óformlega á fundinum að eðlilegt væri að skipta honum þannig að þriðjungur kæmi í hlut hvors strandríkis og þriðjungur í hlut þeirra þjóða sem eru að veiða á úthafínu, þar á meðal okkar,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að áformað væri að þjóðirnar stæðu saman að þessum hugmyndum þegar þær koma á fund Norðaustur-Atlantshafs- nefndarinnar síðar í þessum mánuði. Þó væri ekki ljóst hveijar niðurstöður þessa máls yrðu. Rök fyrir meiri karfaveiðum Síðasta ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins um karfaveiðar á þessum slóðum hljóðaði upp á 100 þúsund rúmlesta heildarveiði. „Við teljum að það séu líffræðileg rök fyrir því að auka þessa veiði en endanlegar tillögur þar um liggja ekki fyrir,“ sagði Þorsteinn. 19. þing Sjómannasambands íslands Tekist á um formennsku og atvinnumál SJÓMANNASAMBAND ísland heldur nú þing sitt í 19. sinn. Helztu málefni þingsins eru at- vinnu- og kjaramál og öryggis- og tryggingamál, en breytingar á reglum lífeyrissjóðs sjómanna eru einnig til umræðu. Þá setur slagur um formennsku í samabandinu svip sinn á þingið, en formaður þess, Óskar Vigfússon, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku eftir að hafa verið í for- ystusveit íslenzkra sjómanna um árabil. Þingið hófst árdegis í gær með ávörpum geta, sem voru Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannas- mabands íslands, Helgi Laxdal, fomaður Vélstjórafélags íslands og Benedikt Davíðsson, formaður Al- þýðusamabands íslands. í gær fluttu einnig erindi þeir Sævar Gunnarsson og Hafþór Rósmunds- son, en þeir fjölluðu um atvinnu- kjaramál og öryggis- og trygg- ingamál. Stjórnarkjör í dag Þinginu verður framhaldið í dag og á morgun, en í dag flytja þeir erindi Jakob Jakobsson, forsýóri Hafrannsóknastofnunar og Arni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna. Stjórn sambandsins verður einn- ig kjörin í dag, en til formennsku nú hafa einkum tveir menn verið nefndir, Sævar Gunnarsson, Grindavík og Sigurður Ólafsson frá Vestfjörðum. Morgunblaðið/Sigurgeir Hugað að nótinni SIGÞÓR Ingvarsson hugar að nótinni á bryggjunni í Eyjuni. Danir fást ekki til fiskvinnslu • SKORTUR á vinnuafli í sjávarútvegi veldur nú vand- ræðum í Danmörku. í Hanst- holm, sem er ein af helztu fiski- höfnum Dana, hefur verið sett nefnd í málið. Þrátt fyrir að atvinnuleysi í Danmörku sé um 12% ogjafnvel hærra á norðanverðu Jótlandi, vantar fólk í fiskvinnslu og á sjóinn, þegar mest er að gera. Ungt fólk, sem er að ljúka námi, virðist ekki vilja vinna í sjávar- útveginum og vinnumiðlanir hafa ekki náð að beina fólki í útveginn. • FISKNEYZLA í Frakk- landi hefur aukizt undanfarin misseri vegna lækkandi verðs á sjávarafurðum, samkvæmt frétt í franska sjávarútvegs- _ blaðinu Prouduits de la Mer. I fyrra borðaði hvert manns- barn í Frakklandi 19 kíló af fiski og fiskafurðum, sem svar- ar til um 25 kilóa af fiski upp úr sjó. Um fjórðungur fiskmet- isins var borðaður á veitinga- stöðum, en heima borðuðu Frakkar tvo þriðju magnsins eða um 733.000 tonn. • „ÞAÐerekkiréttaðLÍÚ' hafi ekki viljað senda fulltrúa sinn á ráðstefnu Landverndar um nýtingu auðlinda hafsins,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður stjórnar LÍÚ. „Við buðum Landvernd að Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðing- ur, héldi erindi á fundinum, en því var hafnað. Kristján er formaður nefndar skipaðri af sjávarútvegsráðuneytinu um bætta umgegni um auðlindir hafsins og okkur fannst við hæfi að hann flytti erindi á ráðstefnunni. Landvernd vildi hins vegar ráða því hver kæmi frá okkur, vildi útgerðarmann en ekki stofnvistfræðing og formann fyrrnefndrar nefnd- ar. Því var enginn fuUtrúi okk- ar á fundinum," segir Kristján Ragnarsson. i „Ég er laus við sveiflur í útgjöldum. Ég borga bara eina fasta greiðslu mánaðarlega." Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður Með greiðsludreifingu Heimilislínunnar er útgjaldaliðum ársins, einum eða fleiri, dreift á 12 jafnar mánaðargreiðslur. Sarna upphæð er millifærð mánaðarlega af launareikningi yfir á útgjaldareikning og bankinn sér um að greiða reikningana. í stað gluggaumslaga færðu sent mánaðarlegt yfirlit yfír greidda reikninga. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS HEIMILISLINAN - Einfaldar fjármálin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.