Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldismyndum
Tölvuleikir lúti sömu
reglum og kvikmyndir
ÓLAFUR G. Einarsson mennta-
málaráðherra hefur kynnt í ríkis-
stjórn frumvarp til laga um skoðun
kvikmynda og bann við ofbeldis-
kvikmyndum, sem m.a. gera ráð
fyrir því að ráðherra geti með reglu-
gerð fellt tölvuleiki undir hliðstæða
skoðun og takmarkanir og kvik-
myndir lúta.
Ólafur G. Einarsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að frum-
varpið væri á lista yfir þau málefni
sem hann legði áherslu á að yrðu
afgreidd á yfirstandandi þingi.
Hann sagði að tilefni þess að
frumvarpið er lagt fram væri að
þegar málefni bamavemdar færðust
frá forræði menntamálaráðherra til
félagsmálaráðherra hefði sá kafli
bamaverndarlaganna sem fjallaði
um þetta efni fallið úr gildi. Frá
þeim tíma hefði eftirlit með kvik-
myndum hvílt á veikum lagagrunni.
Ólafur sagði að í frumvarpinu
fælust ekki sérstök nýmæli umfram
það að heimilt væri að leggja tölvu-
leiki að jöfnu við kvikmyndir.
Framvarpið gerði þó ráð fyrir að
kvikmyndaskoðunarnefnd leysi
Kvikmyndaeftirlit ríkisins af hólmi.
Nefndina skipi þrír fulltráar til-
nefndir af félagsmálaráðuneyti,
einn frá kvikmyndaframleiðendum,
einn frá dómsmálaráðherra og einn
skipi menntamálaráðherra án til-
nefnir.gar. Ráðherra tilnefni jafn-
framt einn nefndarmanna forstöðu-
mann nefndarinnar.
Myndir verður að auðkenna
Ráðherra sagði að lögin kvæðu
á um að niðurstöður mats kvik-
myndaskoðunarnefndar skyldu vera
öllum aðgengilegar og skylda hvíli
á framleiðendum, innflytjendum og
dreifendum að auðkenna myndirnar
mati kvikmyndaskoðunar.
Ólafur G. Einarsson kvaðst gera
ráð fyrir að eftir gildistöku laganna
yrði sett reglugerð um að tölvuleik-
ir skyldu háðir sams konar eftirliti
og kvikmyndif en kvaðst þó þurfa
að afla gleggri upplýsinga um
hvernig innflutningsmálum tölvu-
leikja væri háttað og hvernig unnt
yrði að koma við eftirliti.
Fram-
kvæmdir á
fullum skrið
LANDSBÓKASAFN íslands -
Háskólabókasafn verður vígt 1.
desember nk. og gætir nú vaxandi
þunga við allar framkvæmdir í
Þjóðarbókhlöðu og flutning safn-
anna, að sögn Einars Sigurðsson-
ar, landsbókavarðar. Stefnt er að
því að bókakostur, húsbúnaður og
aðrir innanstokksmunir bygging-
arinnar verði í meginatriðum
komnir á sinn stað á vígsludag.
Öll gólfefni komin í bygging-
una og langt koinið að setja upp
allar bókahillur og skrifstofuhús-
gögn. Innan viku eru lesborð
safnsins væntanleg. Byrjað var
að flytja bækur í kjallara safnsins
í ársbyrjun og flutningar þangað
komnir vel á veg, en einnig er
hafinn flutningur bókakosts á
þær efri hæðir safnsins sem verða
opnar gestum og á næstu dögum
verður hafist handa við að flytja
þjóðdeildarritakost Landbóka-
safns.
Uppsagnir
hjá mjólkur-
stöð KHB
STARFSFÓLKI mjólkurstöðvar
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um var sagt upp um mánaðamótin
með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti. Að sögn Inga Más Aðalsteins-
sonar kaupfélagsstjóra era uppsagn-
iraar liður í hagræðingu og verður
flest fólkið endurráðið.
Ingi Már segir verð á mjólkurvör-
um ekki hafa hækkað í langan tíma,
eins og samningar geri ráð fyrir, og
nú sé að opnast fyrir innflutning og
erlenda samkeppni í greininni þannig
að fyrirsjáanlegt sé að ná þurfi fram
hagræðingu með lækkun alls til-
kostnaðar við rekstur stöðvarinnar.
Með þessum uppsögnum muninást-
fram lækkun launakostnaðar. Færri
starfsmenn verða ráðnir og einhveij-
ar breytingar gerðar á verkefnum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tryggingastofnun
Sagt upp
samning-
um við tvo
heilbrigðis-
hópa
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hefur sagt upp verktakasamningum
við 20 hjúkrunarfræðinga og Félag
íslenskra sjúkraþjálfara. Karl Steinar
Guðnason, forstjóri stofnunarinnar,
segir að samningunum sé sagt upp
með sex mánaða fyrirvara. Uppsagn-
irnar séu eðlileg varnaraðgerð vegna
fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.
Þjónusta við sjúklinga verði söm og
áður.
Karl Steinar sagði að ekki hefði
tekist að halda kostnaði við heima-
hjúkrun innan ramma fjárveitingar
árið 1993. Nú væra 40 milljónir
áætlaðar til þjónustunnar og útlit
fyrir að sú upphæð dygði ekki út árið.
Hann sagði að gott samstarf hefði
verið við Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga um ráðstafanir til að halda
kostnaði innan fjárveitingar. Hins
vegar hefði verið hugað að öðrum
skipulagsbreytingum og^yrðu hug-
myndir að þeim ræddar á fundi með
félaginu í dag. Ekki vildi Karl Stein-
ar gefa upp í hveiju fyrirhugaðar
skipulagsbreytingar gætu verið
fólgnar.
Nýjar áherslur
Karl Steinar sagði að mál sjúkra-
þjálfa værí af svipuðum toga. Hug-
myndir væra uppi um nýjar áherslur
og af fjárlögum mætti ráða að 50
milljón króna niðurskurður yrði í
málaflokknum á næsta ári.
Aðspurður kyað Karl Steinar enga
ástæðu til að halda að breytingin
hefði í för með sér atvinnuleysi, enda
sama þörf fyrir þjónustuna og áður.
Hann tók fram að þjónusta við sjúkl-
inga yrði áfram sú sama og af og
frá að greiðsiubyrði fatlaðra yrði
aukin.
Sjúkrastofnanir búa sig undir verkfall sjúkraliða sem hefst 10. nóvember hafi ekki samist áður
Dregið verður
úr innlögmim og
deildum lokað
Áhríf boðaðs verkfalls
sjúkraliða verða mest á
stóru sjúkrahúsunum í
Reykjavík og á öldrun-
arstofnunum sam-
kvæmt athugun Egils
Ólafssonar. Þegar hef-
ur verið dregið úr inn-
lögnum á öldrunardeild-
um Borgarspítala.
*
AHRIFIN af verkfallinu, komi
það til framkvæmda, verða
nokkuð mismunandi frá einni sjúk-
rastofnun til annarrar. Ekki eru
allir starfandi sjúkraliðar í Sjúkral-
iðafélagi íslands. Til dæmis eru
margir sjúkraliðar _á landsbyggðinni
í öðrum félögum. Áhrif verkfallsins
á sjúkrastofnanir á landsbyggðinni
eru því mjög víða engin eða óveru-
leg. Verkfallið nær þó til dvalar-
heimilisins á Höfn í Hornafirði,
Heilsustofnunarinnar í Hveragerði
og Garðvangs í Garði, en þar er
helmingur sjúkraliða í Sjúkraliðafé-
lagi íslands og helmingur í Starfs-
mannafélagi Suðurnesja. Sjúkralið-
ar á sjúkrahúsinu á Akranesi munu
vinna í verkfallinu.
Verkfallið nær til öldrunarheimil-
anna á höfuðborgarsvæðinu, heima-
hjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og
stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. A
þessum sjúkrastofnunum verða áhrif
verkfallsins mest.
Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri Borgarspítalans,
sagði að hugsanlegt verkfall sjúkral-
iða myndi hafa mjög alvarleg áhrif
á starfsemi Borgarspítalans. Verk-
fallið kæmi mismunandi niður á ein-
stakar deildir sjúkrahúsins. Það
kæmi verst við öldrunardeildir og
endurhæfíngar- og taugadeildir.
Anna Biraa sagði fyrirsjáanlegt að
senda yrði sjúklinga heim af þessum
deildum ef til verkfalls kæmi og eins
væri ljóst að aðgangur aldraðra að
spítalanum skertist. Hún sagði að
verkfallsboðunin hefði þegar haft
þau áhrif að dregið hefði verið úr
innlögnum á öldrunarlækningadeild.
Samkvæmt reglum um fram-
kvæmd verkfalls er Borgarspítalan-
um gert að hafa eina öldrunarlækn-
ingadeild opna í verkfalli, en nú er
ein og hálf deild opin á spítalanum.
Verkfallið mun því leiða til þess að
hálfu deildinni verður lokað og sjúk-
lingar sem ekki geta farið heim
verða fluttir yfir á hina öldranar-
lækningadeildina.
Þjónusta minnkar
Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrun-
arframkvæmdastjóri á Landspít-
alanum, sagði að stjórnendur spítal-
ans væru ekki búnir að gera sér
fulla grein fyrir áhrifum verkfalls-
ins, þar sem ekki lægi skýrt fyrir á
hvaða deildum sjúkraliðar myndu
vinna ef til verkfalls kæmi. Hún
sagðist ekki geta svarað því hvort
einstökum deildum yrði lokað. Hún
sagði þó ljóst að þjónusta við sjúk-
linga myndi minnka. Bergdís sagði
að ekki væri farið að draga úr inn-
lögnum á spítalann ennþá, en nýjum
sjúklingum væri að sjálfsögðu til-
kynnt að verkfallið gæti haft áhrif
á sjúkralegu þeirra.
Logi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landakotsspítala,
sagði ljóst að ef til verkfalls kæmi
neyddist spítalinn til að draga veru-
lega úr innlögnum sjúklinga og ein-
stökum deildum yrði hreinlega að
loka, t.d. öldrunardeildum. Hann
sagði að ágreiningur væri milli
spítalans og Sjúkraliðafélagsins um
hvort sjúkraliðum væri skylt að
vinna á hjúkrunardeildum og bráða-
deildum. Hann sagði óljóst hvernig
sá ágreiningur yrði leystur, en hann
útilokaði ekki að honum yrði vísað
til Félagsdóms.
BirnaKr. Svavarsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri á hjúkrunarheimilinu
Eir, sagði að áhrif af hugsanlegu
verkfalli sjúkraliða yrðu veruleg á
Eir. Hún sagði að verkfall myndi
þýða minni þjónustu við heimilis-
menn. Hún sagði að hjúkrunarfræð-
ingar myndu reyna að sinna þjón-
ustunni eins vel og þeim væri kost-
ur. Ekki væri þó um það að ræða
að ófaglært starfsfólk tæki að sér
störf sjúkraliða, en hjúkrunarfræð-
ingar myndu sinna hjúkrunarþjón-
ustu heimilisins hér eftir sem hing-
að til. Birna sagði að sá kostur
væri ekki inni í myndinni að senda
fólk heim þar sem Eir væri heimili
fólksins.
^ j
Heilsustofnunin lokar á
mikið veika
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Heilsustofnunarinnar í Hvera-
gerði, sagði að ef til verkfalls
sjúkraliða kæmi myndi það hafa
veruleg áhrif á starfsemi stofnunar-
innar. Hann sagði að brugðist yrði
við með því að draga úr innlögnum
sjúklinga og létta á hjúkrunar-
þyngdinni. Þetta yrði gert með því
að draga mikið úr eða hætta að
taka við mikið veikum sjúklingum
á endurhæfingardeild, sem sjúkra-
húsin hafa í auknum mæli sent til
Heilsustofnunnar í sparnaðarskyni.
Hann sagðist þar m.a. eiga við
sjúklinga sem þarfnast endurhæf-
ingar eftir skurðaðgerðir.
Engin hreyfing á viðræðum
Lítil hreyfing hefur verið í samn-
ingaviðræðum sjúkraliða og ríkisins,
að sögn Kristínar Á. Guðmundsdótt-
ur, formanns Sjúkraliðafélagsins.
Fundur hefur verið boðaður með
deiluaðilum á morgun, föstudag-
Krafa sjúkraliða er um sambærileg-
ar hækkanir og heilbrigðisstéttir
hafa fengið að undanförnu. Ágrein-
ingur er milli samningsaðila um hvað
þessar hækkanir eru miklar.
Sjúkraliðadeilan var lítillega rædd
á Alþingi í gær. Tilefnið var að fjár-
málaráðuneytið greiddi sjúkraliðum,
sem boðað hafa verkfall, laun um
síðustu mánaðamót frám til 10. nóv-
ember. Fjármálaráðherra sagði þetta
gert í samræmi við mótaðar starfs-
reglur í ráðuneytinu.