Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Obærilegur sársauki _____LEIKLIST Þ j óð I e i k h ú s k j a 11 a r- í n n ÞAÐ MUN ENGINN SKUGGI VERA TIL Höfundar: Björg Gísladóttir og Kol- brún Ema Pétursdóttir. Leikstjóri: Hlin Agnarsdóttir. Leikari: Kolbrún Ema Pétursdóttir. SIFJASPELL er umíjöllunarefni þessa leikþáttar og segir frá konu, sem er stödd í kirkju, þar sem hún ætlar að segja frá sjálfri sér. Segja presti, Guði, englunum, einhvetj- um. Það er ekki ljóst og það er kannski ekki heldur aðalatriðið. Hún þarf að tala við einhvem sem hlustar án þess að dæma hana. En þegar til kemur fmnst henni hún ekki hafa neitt. að segja; líf hennar hafí verið ómerkilegt, ekk- ert frásagnarvert hafí gerst. En það truflar hana bara hvað hún er framkvæmdalaus og daufur kar- akter. Sjálf veit hún orsökina fyrir því en hefur heyrt að það sé aum- ingjaháttur að velta sér upp úr fortíðinni. Það sagði henni önnur kona, sem varð líka fyrir sifjaspell- um í æsku. Sú kona sé dugleg og sterk. En þar með er boltinn gefinn upp. Hún hefur í rauninni játað, það leyndarmál, sem er órsökin að skömm hennar, lélegu sjálfsmati, öryggisleysi og sorg. Eftir það kemur frásögnin í brot- um og sveiflast á milli munnlegrar frásagnar og leiknum atriðum af samskiptum hennar við föðurinn, sem var sá sem misnotaði hana í æsku. Það er óhugnanleg opinber- un. Svo óhugnanleg að mann lang- ar mest að leggja á flótta og halda áfram að vera ópersónulega sjokk- eraður yfír því að svona nokkuð geti gerst. Það er svo vont að sitja og horfa á það hvernig atburðarás- in er í sifjaspellum, lið fyrir lið: Vanmátt barnsins, sorgina sem á einu augnabliki fyllir líf barnsins og fylgir því um alla tíma til enda veraldar, reiðina sem auðvitað má ekki sýna því yfírvaldi sem foreldr- ið er. Sjá hvernig persónuleikinn klofnar; hugurinn svífur svo mark- eraður af reynslunni að snertir ekki heilbrigða fleti, heldur svífur stjómlaust á flótta sínum frá skelf- ingu veruleikans, líkaminn svo dof- inn að enginn sársauki megnar að snerta harin framar. Hann er þung- ur og jarðnegldur á meðan hugur- inn flýgur um heima og geima. Það myndast hyldjúp gjá milli hugar og líkama, sem tekur einstakling- inn ár og daga að fylla upp í eftir að hann (eða hún) horfíst í augu við þá óbærilegu reynslu sem hann hefur orðið fyrir. Leikritið er feikivel skrifað og kemur staðreyndum málsins um líkamlega og tilfinningalega reynslu vel til skila. Maður fyllist svo mikilli sorg yfír því að foreldri og aðrir þeir sem eiga að gæta velfamaðar barna, skuli geta feng- ið af sér að sprengja líf þeirra í tætlur. En þótt verið sé að lýsa óhugnaði er ekki hægt annað en fyllast þakklæti og dást að þeim konum sem stíga fram fyrir skjöldu og miðla reynslu sinni af óbærileg- um sársauka. Kolbrún Ema Pétursdóttir leikur hlutverk konunnar sem segir frá. Hún fer frábærlega með sveiflur hennar og brotakennda frásögn. Hún hefur mikið að gefa í þessu dramatíska hlutverki og vinna henn- ar með líkamstjáningu var sérlega góð; frá því að vera hin bælda, eigin- lega staða, kvenpersóna, sem ekki getur einu sinni tjáð sig með svip- brigðum, hvað þá orðum eða hreyf- ingu, yfír í ungu konuna sem á sér kannski einhveija von eftir að hafa gengið í gegnum þá eldskím að tala út um vandamál sitt. Leikstjómin er mjög góð. Sýn- ingin rígheldur áhorfandanum við efnið, gróf og ógeðfelld atriði eru unnin af einskærri smekkvísi, mik- illar nákvæmni gætir í sveiflum konunnar sem segir frá. Tjáningin fer aldrei yfir í ofurdrama eða móðursýki og umgjörð sýningar- innar er einföld en sláandi táknræn. Súsanna Svavarsdóttir Beint að efninu BOKMENNTIR T r ú a r 1 j ó ð HVER MORGUNN NÝR Jónas Gíslason: Hver morgunn nýr. 159 bls. Utg. Vígslubiskupsembættið í Skálholti. Reykjavík, 1994. SÉRA Jónas Gíslason er maður lærður í sinni grein, kennari við guðfræðideild Háskólans árum saman og höfundur kristnisögu auk fleiri rita. Þessari bók hans er þó ekki ætlað að kenna heldur að pred- ika, boða. »Guðfræðin á heima á skrifstofunni. Fagnaðarerindið á heima í prédikunarstólnum,« segir hann í lokakafla bókarinnar. Hver morgunn nýrer safn opinna ljóða sem hvert um sig á við einn helgidag ársins. Að leggja sams konar mat á trúarljóð og almenna ljóðlist þykir ekki hæfa. Sértækt efni og markmið trúarbókmennta verður að meta sem slíkt til jafns við skáldskapargildið. Sýnt er að séra Jónas þolir önn fyrir fjarlægð og einangrun sem kristið helgihald hefur mátt sæta og freistar þess hér með að fínna boðskap sínum leið út í daglega lífið. Hann notast því takmarkað við hefðbundið tákn- mál guðfræðinnar en skírskotar þeim mun meira til veruleika líð- andi stundar og yrkir á máli sem hver maður skilur. .Helgisöguna klæðir hann í hversdagsbúning. Til að mynda gerir hann sér í hugar- lund að Kristur yrði - væri hann uppi hér og nú - að auglýsa í blöð- um eins og aðrir sem vilja vekja athygli á boðskap sínum. Auglýs- ingin gæti þá hljóðað svo: Mig vantar fleiri lærisveina. Kaupið er lágt og vinnutíminn langur. Óþægindi og áhætta og mikil ferðalög fylgja starfínu. Búast má við erfiði - og jafnvel ofsóknum. Hér er augljóslega horfíð frá venjulegum ræðustíl og hefðbund- inni predikun sem oftar en ekki einkennist af hátíðlegu orðfæri og líkingum úr ritningunni. Hvort sem menn nú kalla það kost eða löst er svo mikið víst að höfundur geng- ur hér beint að efninu og flytur mál sitt vafningalaust. Orðum sínum beinir hann til allra sem heyra vilja en einkum til þeirra sem leita skjóls og huggunar í trúnni. Minnugur er höfundur þess nei- kvæða sem fylgir orðinu predikun en hafnar því að predikunar sé ekki lengur þörf. Hann dregur enga fjöð- ur yfir að sjálfur sé hann að predika - en aðeins undir nýjum formerkj- um. Að hætti langflestra kenni- manna samtímans leggur hann megináherslu á kærleiksboðskap kristninnar en gerir sér jafnframt ljóst að við lifum í hörðum heimi þar sem ekki tjóir að loka augunum fyrir skuggahliðum mannlífsins. En þar sem nú trúræknin hefur löngum byggst á hátíðleika og við- höfn má vera að einhverjum þyki hann ganga fulllangt til móts við hversdagsleikann. Hvað um fyrir- sögn eins og Fer Guð í sumarfrí? Er ekki þar með verið að gera alvör- una broslega? Fljótt á litið kannski. Eða þar til ljóðið hefur verið les- ið til enda. En þar seg- ir frá manni á sumar- ferðalagi sem kærði sig ekki um að aðstoða annan mann sem var hjálpar þurfi þar sem það hefði jafngilt því að hann hefði orðið að vinna í fríinu sínu! Efasemdarmannin- um gleymir höfundur ekki. Rödd hans héyrist á öllum tímum. Læri- sveinamir gátu efast. Höfundur kveður efa þeirra vera sér til trú- arstyrkingar. Efinn krefst íhugunar, rannsóknar. Því lengur sem maður berst gegn efa sínum því sterkari verður sannfæring hans þegar hann hefur sigrast á efasemdunum. En sannfæring sína sækir kristinn mað- ur að sjálfsögðu til upprisunnar: Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn! Enda þótt hugvekjur þessar minni um margt á laust mál er ljóst að höfundur hefur orðið fyrir áhrifum af nútímaljóðinu. Þannig hefur hann kosið að setja texta sinn upp sem ljóð. »Hugleiðingar í formi prósa- ljóða,« kallar hann það í formála. En þá má segja að nútímaljóðlistin hafi endanlega unnið sér fulla hefð þegar virðulegur kennimaður kýs form hennar sem farveg til að koma boðskap sínum á framfæri. Erlendur Jónsson Séra Jónas Gíslason Leikræn túlkun og gamansemi roMisi Gcrðasafn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Agústa S. Agústsdóttir og Harpa Harðardóttir, báðar sópran með und- irleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Þriðljudagur 1. nóvember 1994. TVÆR ungar söngkonur, sem fyrir nokkru hafa lokið námi, héldu sína fyrstu tónleika í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, og fluttu söngv- erk, sem bæði heyra til alvöru og gamansemi, allt frá Henry Purcell til Jenna Jónssonar. Þrátt fyrir að þær stöllur hafi teygt sig svona vítt til beggja handa, var efnís- skráin ótrúlega samfelld, enda var leikræn túlkun og gamansemin undirtónn tónleikanna. Tónleikarnir hófust á tvísöngvum eftir Purcell, We the spirits of the air, My dearest, my fairest og Sound the trumpett, allt góðir tvísöngvar, sem þær stöllur sungu mjög vel. í síðasta laginu hefði píanóið mátt vera ögn veikapa hjá Kolbrúnu, sem að öðru leyti lék vel. Tvö ljóð, Die Klosterfraúl- ein og það glettna lag Die Scwest- ern, bæði eftir Brahms, voru í heild vel sungin þó brigði fýrir hjá Ág- ústu, að hún þrengdi tóninn um of í veikum hátónum í Die Klosterfr- aúlain og vildi þá hanga í tóninum. Þetta var það eina sem finna mætti að, svo sanngjarnt sé, hjá Ágústu, sem hefur fallega og vel þjálfaða rödd. Schumann átti tvo fallega tvísöngva, L’ndliches lied, og Das Glúck, sem þær stöllur fluttu á skemmtilegan máta, þar sem saman fór þokkafullur söngur og glettinn leikur. Síðustu lögin af alvarlegu gerðinni voru þrír söngvar, eftir Benjamin Britten, sem heita Næt- urgandreiðin, Regnboginn og Skip- ið frá Ríó, skemmtilegir söngvar, sem þær fluttu ágætlega. Eftir hlé var slegið á léttari strengi og skipst á einsöng og tví- söngvum og var flutningur Ágústu á La Diva eftir Satie mjög góður. Harpa söng Hymne a’ l’amour eftir Monnot og Le filles de Cardix, eft- ir Delibes. Harpa hefur góða rödd, sem henni hættir þó á stundum til að ofgera í sterkum söng, er sér- staklega kom fram í lagi Deliebes. í öðrum lögum og sérstaklega í tvísöngslögunum gætti þessa ekki. Eftirminnilegur var söngur beggja í dúett eftir Irving Berlin, Anything you can do, og augljóst að söng- leikjatónlist á vel við þær stöllur, því svo létt er þeim um að tjá sig í leik. Síðustu lögin voru islensk, fyrst Kossavísur, Páls Isólfssonar og síð- an var skiptst á að syngja lög eftir Karl 0. Runólfsson, Jón Múla Árna- son, Jenna Jónsson og tónleikunum lauk með tvísöng, íslensk ástarljóð, eftir Sigfús Halldórsson. Það var létt yfir þessum tónleiku- m og í heild var söngur Ágústu og Hörpu mjög góður og samstilltur, bæði í söng og leik og óhætt að fullyrða að þar fara efnilegar söng- konur, sem þegar hafa aflað sér góðrar söngmenntunar. Samleikari þeirra Kolbrún Sæmundsdóttir átti ágætan hlut að músíkalskri mótun tónleikanna, með vönduðum leik, er kom hvað best fram er þær stöll- ur þurftu leikrænan stuðning í gam- anlögum, eins og eftir Satie, Britt- en, Berlin og í Systrunum eftir Brahms. Jón Ásgeirsson KVARTETTINN Út í vorið syngur á Vesturlandi um helgina. Út í vorið heldur söng- tónleika á Vesturlandi KARLAKVARTETTINN Út í vorið heldur söngtónleika á Vesturlandi nú um helgina. Á morgun, föstu- dag, verða tónleikar í Dalabúð, Búðardal, kl. 20.30 og á laugardag í Stykkishólmskirkju kl. 17. Kvartettinn var stofnaður 1992. Síðan hefur kvartettinn haldið marga tónleika, sömuleiðis hefur hann oft komið fram á lokuðum samkomum, í útvarpi og Ríkissjón- varpinu og síðastliðið sumar kom hann fram á sex tónleikum víða á Englandi og í London í tónleika- ferð Kórs Langholtskirkju. í kynningu segir: „Efnisskráin mótast mjög af þeirri hefð sem ríkti meðal íslenskra karlakvart- etta fyrr á öldinni og hefur helst verið sótt í sjóði Leikbræðra og MA-kvarttettsins. Má því á efnis- skránni finna lög eins og Hanna litla, Bráðum vagga, Rokkararnir eru þagnaðir og Laugardags- kveld.“ Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böð- varsson. Við hljóðfærið er Bjarni Þ. Jónatansson, sem jafnframt er aðal þjálfari og leiðbeinandi kvart- ettsins. Bjarni starfar sem píanó- kennari og organisti í Reykjavík og hefur starfað með fjölda ein- söngvara og kóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.