Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 56
 HEWLETT PACKARD HP A ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mðguleika til veruleika <Ö> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjárfestingareignir íslendinga erlendis meira en tvöfaldast á þremur árum íslendingar áttu 8,1 milljarð kr. erlendis FJÁRFESTINGAREIGNIR íslend- inga erlendis voru samtals um 8,1 milljarður um síðustu áramót, en til samanburðar má nefna að í árs- lok 1990 voru þessar eignir um 3,7 milljarðar. Á síðasta ári má rekja eignaaukningu íslendinga erlendis nær eingöngu til útgerðar og drykkjarvöruframleiðslu. Erlendir aðilar áttu fjárfestingareignir fyrir um 8,2 milljarða hér á landi um síðustu áramót, en í árslok 1990 voru eignir þeirra 7,7 milljarðar. Eignir útlendinga hér eru aðallega í stóriðju. Þessar upplýsingar koma fram í Hagtölum októbermánaðar sem Seðlabanki íslands gefur út. Þar segir, að um 8,1 milljarðs eign ís- lendinga erlendis í árslok 1993 hafi skipst þannig, að um 4,7 milljarðar voru bókfært eigið fé og lánakröfur umfram skuldir voru um 3,5 millj- arðar. Tekið er fram, að samkvæmt skilgreiningu OECD teljist lánavið- skipti milli móður- og dótturfyrir- tækja til beinna fjárfestinga. í Hag- tölum eru slík lánaviðskipti nefnd sem ein ástæða hreinnar eignar- aukningar íslendinga erlendis. Þá námu hrein hlutabréfakaup erlend- is, þ.e. nýfjárfestingar, um 540 milljónum á síðasta ári og voru svo til eingöngu í tengslum við útgerð og drykkjarvöruframleiðslu. End- urfjárfesting íslendinga, þ.e. sá hluti af hreinum hagnaði sem skil- inn er eftir í fyrirtækjum erlendis, var tæplega 300 milljónir í fyrra. Af 8,2 milljarða fjárfestingareign erlendra aðila hér á landi um síð- ustu áramót var eigið fé um 5,9 milljarðar, en í árslok 1990 var eig- ið fé þeirra 7,4 milljarðar af 7,7 milljarða heildareign. Sé tekið mið af föstu gengi er rýmun eigin íjár erlendra aðila í atvinnurekstri hér mun meiri, eða um 2,6 milljarðar og skýrist það af miklum tap- rekstri. Að viðbættum lánum er- lendra fyrirtækja til innlendra dótt- urfyrirtækja hafa fjárfestingar- eignir erlendra aðila minnkað held- ur minna, eða um tæpan milljarð, að teknu tilliti til gengisáhrifa. Milljarður til vamar eiginfjárstöðu Eignir útlendinga hér á landi eru aðallega í stóriðju, en þar á eftir Fjárfestin íslending og útlen 1990 kemur hlutur þeirra í verslun og annarri þjónustu, þ. á m. fjárfest- ingar í olíufélögum. Nýfjárfestingar erlendra aðila hér í fyrra, í formi aukins hlutafjár, voru um 300 millj- ónir. Eingöngu var um að ræða hlutaíjáraukningu í starfsemi tengdri fiskeldi og járnblendi. Til viðbótar greiddu eríendir aðilar í áliðnaði tæpan milljarð til varnar því að eiginfjárstaðan lækkaði enn. Bami bjargað úr húsgmnni Var fast upp að mitti í vatns- og leirpolli Egilsstöðum, Morgunblaðið. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir „EG VAR reyndar búinn að halla mér útaf og byrjaður að lesa, fannst ekkert liggja á, því veður var svo gott. Ég var nýlagstur þegar mér finnst ekki duga að slóra þetta og lá óvenjumikið á að komast af stað,“ sagði Björn Andrésson blaðberi Morgunblaðs- ins í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, um það er hann var að hefja vinnu sína á þriðjudagsmorgun. Björn býr í húsi númer 6 við Ullartanga og þegar hann er kom- inn á móts við hús númer 4 finnst honum hann heyra óljós köll í barni. Hann heldur áfram og þeg- ar hann kemur að húsi númer 2, þar sem byggingaframkvæmdir eru nýhafnar við húsgrunn, heyrir hann greinilega í barninu. Hann lítur ofan í grunninn, sem er 3-4 metra djúpur og þverhníptur. Þá sér hann dreng hálfan ofan í vatnspolli. „Snorri, en svo heitir drengurinn, beygði sig fram til þess að losa fæturna, sem greini- lega voru fastir. Hann var snökt- andi og þegar hann beygði sig INNAN Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefur verið gefið í skyn, að Sölumiðstöðin kunni á næstunni að færa út kvíarnar og hefja um- boðssölu á saltfiski. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa hugmyndir sem þessar verið á kreiki öðru hvoru innan Sölumið- stöðvarinnar, en nú munu þær ræddar, m.a. vegna þess að íslensk- ar sjávarafurðir hafa keypt 30% hlut í vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum. SH telur að með þéssum kaupum fram snerti andlit hans vatnsyfir- borð pollsins. Ég snarast niður og byija strax að toga í stráksa. í þann mund sem ég byrja að toga hrynur aurfylling niður úr jarð- veggnum og skvetti vatni yfir okkur báða. Ég varð hræddur um að veggurinn myndi alveg gefa sig og við yrðum báðir fastir þarna. Það varð þó ekki, heldur náði ég Snorra upp úr, en hann hafði miklar áhyggjur af því ann- ar nýi kuldaskórinn hans varð eftir í leirnum. Við hjón höfðum fengið okkur göngutúr fyrr um morguninn og þá hafði konan mín haft á orðfér við gengum fram- hjá húsgrunninum að hann væri mikil slysagildra,“ sagði Björn. Hann fylgdi Snorra heim þar sem hann hlýjaði sér og var fljót- ur að jafna sig. Hann hafði mestar áhyggjur af skónum sínum og gat ekki farið á leikskólann í gær fyrr en hann hafði komið við í skóbúð- inni að kaupa kuldaskó. I gær var fyllt upp í grunninn þannig að pollurínn er horfinn. á svo stórum hlut í Vinnslustöð- inni, hafi IS m.a. verið að seilast til meiri valda og áhrifa innan SÍF (Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda), þar sem Vinnslustöðin á tæp 4%. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, er stjórnarformaður SIF. SÍF með 60% útflutnings SÍF hf. hefur um áratuga skeið annast saltfisksölu fyrir saltfisk- framleiðendur og var í fyrra með á sínum snærum rúmlega 60% alls Hólpinn SNORRI situr hægra megin við Björn en auk þeirra eru bróðir Snorra og vinkona á myndinni. Björn segist viss um að hann hafi fengið hug- boð þegar hann rauk upp og fór út frá blaðinu sem hann ætlaði að lesa í rólegheitum. Hann hafi oft upplifað slíkt þegar hann var við búskap fyrr á árum. saltfisksútflutnings, eða í kringum 25 þúsund tonn. Fyrrum Sambandsfrystihús, auk þess eignarhalds, sem IS og ÉSSO hafa í sameiningu á Vinnslustöð- inni, hafa yfir um 25% eignarhlut í SÍF að ráða, en SH-frystihús ráða yfir 22%. Eignarhald í SÍF er mjög dreift, en fjórir stærstu hluthafarn- ir í SÍF eru ESSO, KASK, KEA og Vinnslustöðin og eiga þeir sam- tals um 16%. ■ Stríðshanska kastað!/28 * Avöxtun- arkrafa húsbréfa í 5,9% ÁV ÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur farið ört hækkandi undanfar- ið og fór síðast í gærmorgun úr 5,85% í 5,9-5,95%. Hefur krafan þá hækkað um nálægt 0,6 pró- sentustig frá því í byijun september og svarar það til þess að afföll hafi aukist um 5%. Forsvarsmenn verðbréfafyrir- tækja telja vart við því að búast að ávöxtunarkrafan hækki mikið meira en orðið er og fremur megi búast við lækkun þegar líða tekur á nóvembermánuð. Ávöxtun ríkisvíxla hækkaði enn- fremur í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Meðalávöxtun samþykktra tilboða til 3ja mánaða var 5,14% samanborið við 5,06% og meðal- ávöxtun ríkisvíxla til 6 mánaða 5,7% samanborið við 5,6% áður. Engin tilboð bárust í ríkisvíxla til 12 mánaða. ■ Útlit fyrir/C2 SH íhugar að hefja útflutning á saltfiski Leit hefst að nýju að „gullskipinu“ í vor Leitað úr lofti með segulmæli LEIT að hollenska kaupfarinu Het Wapen van Amsterdam sem strand- aði á Skeiðarársandi 1667 hefst næsta vor að sögn Kristins Kristins- sonar hjá Björgun hf. sem er verk- stjóri leitarmanna, og er rætt um maímánuð í því sambandi. Mun leit- in fara fram úr lofti, en leitarmenn hafa til umráða svokallaðan eins manns „gyrokopta" sem er sam- bræðingur flugvélar og þyrlu, og verður fullkominn segulmælir festur í vélina sem fljúga á í um tveggja metra hæð yfir ströndinni og á 45 km hraða, sem er einstæð aðferð í leit af þessu tagi að sögn Kristins. Leitað verður á vestasta hluta Skaftafellsfjöru á svæði sem er 4-5 ferkílómetrar að stærð, og munu fimm eða sex menn vinna að leitinni að sögn Kristins. Seinustu ár hefur lítið farið fyrir leitinni að flaki skips- ins, en síðastliðið sumar bjuggu leit- armenn til flugvöll fyrir vélina og gerðu nokkrar tilraunir með leit á þennan hátt. Kannski seinasta leitin Að sögn Kristins er áætlað leitar- svæði þannig yfirferðar að leita þarf úr lofti og hefur það ekki verið kann- að áður eða þessum aðferðum beitt. Kvaðst Kristinn reikna með að um tvær til þrjár vikur tæki að kanna svæðið til hlítar, en leitartíminn sé þó háður veðri. Niðurstöður segul- mælinganna eru tölvuskráðar og verða sendar til Orkustofnunar til úrvinnslu, þannig að finnist skipið kæmi það í ljós eftir að leit er lokið. Kristinn segir að þegar búið verður að leita á svæðinu sem þyki „álit- legt“ í þessu sambandi, hafi allur Skeiðarársandur verið kannaður. Komi ekki neinar nýjar upplýsingar fram í leitinni næsta vor, sé hætt við að hún verði sú seinasta hjá þessum hóp. Morgunblaðið/Sverrir Létt gegn ítölum ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik sigraði það ítalska nokkuð auð- veldlega í fyrstu umferð Alþjóðlega Reykjavíkurmótsins í handknattleik sem hófst í gær. Lokatölur urðu 26:15 eftir að staðan hafði verð 10:9 í leikhléi. Sigurður Sveinsson var markahæstur með 10 mörk en Patrekur Jóhannesson, sem sækir hér að marki ítala, gerði fjögur mörk. ■ Síðari hálfleikur dugði/E2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.