Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 46
 46 FIMMTUDAjGUR 3. NÓVEMBER 1994 fyrir 4-6 að eigin vaii, með a.m.k. tveimur tegundum áleggs. Ókeypis Iftill skammtur af brauðstöngum og 1,5 lítri af gosí. MORGUNBLÁÐIÐ ÍDAG Farsi SKÁK Umsjón Margcir I’ í t u r s s o n ÞESSI staða kom upp á sterku atskákmóti í Garm- isch Partenkirchen í Þýska- landi um'fyrri helgi í viður- eign tveggja ungra stór- meistara sem báðir tefldu í tveimur mótum á Islandi í febrúar. Loek Van Wely (2.560), Hollandi, var með hvítt, en Ivan Sokolov, (2.625), Bosníu, var með svart og átti leik. sjá stöðumynd 34. - Bxh3+!, 35. Kxh3?? (Það var óþarfi að leika sig í mát. Eftir 35. Kh2 hefur hvítur að vísu tapað peði, en jafntefli væri samt líklegasta niðurstaðan). 35. - Dhl+ 36. Kg4 - f5+ og Van Wely gafst upp, enda síðustu forvöð, 37. Kf4 — De4 er mát. Úrslit atskák- mótsins. 1. Adams ll'A v. Sokolov IOV2 v. 3. - 4. Short og Stangl 9 v. 5. Hertneck 8V2 v. 6. - 7. Hug og Land- enbergue, báðir Sviss 8 v. 8. - 10. Bischoff, Hiibner og Kindrmann 7‘/2 v. 11. Lutz 7 v. 12. Viktor Kortsnoj 6V2 v. 13. Brunner, Sviss 6 v. 14. - 15. jusupov og Van Wely 5V2 v. 16. Lobron 2V2 v. Eins og sjá má af úrslitum getur allt gerst á slíkum hraðmótum. Ef farið er vit- laust fram úr rúminu á morgnana getur heilt mót virið ónýtt. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Frá þakklátum áhorfanda UM ÞESSAR mundir ganga Trúðarnir í Nem- endaleikhúsinu í Lind- arbæ. Hefur undirritaður þegar séð þijár sýningar og telur sig þó ekki búinn að sjá nóg. Trúðarnir sýna frábæran leik, eru fyndnir og skemmtilegir og koma öilum í gott skap. Hvet ég vægast sagt alla að leggja leið sína í Lindarbæ eitthvert næstu kvölda að skemmta sér með Trúðunum. Ólafur Jónsson Tyggigúmmí á gangstéttum LESANDI hringdi og vildi benda á þann óþrifnað sem er af tyggi- gúmmíklessum á gang- stéttum út um alla borg. Eftir að hafa lesið grein í bresku dagblaði um kostnað og fyrirhöfn við að ná þessum kless- um af gangstéttum í London fór hann að at- huga þetta hér heima og komst að því að Reykvík- ingar eru því miður engir eftirbátar breskra hvað þetta varðar, því hér í borg má alls staðar sjá þessar klessur sem upp- hækkaða, svarta bletti á gangstéttunum. Trúlega hefur tyggjó- neysla Islendinga aukist eitthvað við herferð tannlækna um aukna notkun svokallaðs tann- hreinsityggigúmmís, en varia hafa þeir lagt til að fólk hrækti tryggjóinu út úr sér á gangstéttir eða annars staðar á al- mannafæri. Hvetur lesandinn fólk til að setja tyggigúmmíið í ruslið eftir notkun svo og annað rusl sem til fellur. Tapað/fundið íþróttataska tapaðist í Alftamýri BLÁ Mizuno-íþrótta- taska með íþróttafötum í hvarf úr stigagangi í Álftamýri 18, 25. eða 26. október sl. Viti einhver um töskuna er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 30007. Sól- veig. LÍTIL brún dúkka tapað- ist á leið frá Reykjavík til Blönduóss í júlí. Eig- andi dúkkunnar tekur missi hennar ákaflega nærri sér og eru því þeir sem kynnu að vita um afdrif dúkkunnar vin- samlega beðnir að hringja í síma 38662 eða 623636. Auður og Sveinn. Kvenveski tapaðist BLEIKT kvenveski tapaðist annaðhvort á Þjórsárgötu eða Egg- ertsgötu við Hjónagarða sl. laugardagskvöld. í veskinu voru m.a. skilríki og myndir. Finnandi vin- samlega hringi í síma 687110. Gæludýr Er Alex fundinn? UNGUR bröndóttur högni með ljósa bringu fannst í Seláshverfi sl. helgi. Hefur greinilega verið iengi að heiman. Er sérstaklega blíður. Gæti verið Alex sem spurt var um í hverfinu fyrir nokkrum vikum. Hann er nú í Kattholti. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI var á dögunum staddur í hljómplötuverzlun og heyrði þá á tal nokkurra pilta, sem voru þetta 14, 15 og 16 ára. Þeir voru komnir í búðina þeirra erinda að kaupa geisladisk með tónlist sem hafði verið leikin í partíi helgina áður. Og hvaða tónlist skyldi það nú hafa verið, sem var leikin í þessu samkvæmi ungmennanna? Prodigy, REM, Crash Test Dummies, Met- allica eða Cranberrys ? Nei. Hetjur kvöldsins voru munkarnir frá Silos og piltarnir voru mættir til að kaupa gregorískan kirkjusöng! xxx ETTA atvik leiddi huga Vík- veija að vaxandi vinsældum sígildrar tónlistar og þá einkum meðal unglinga. Sjálfur man Víkveiji, þegar „Nessun dorma“ í flutningi Pavar- ottis var kynningarlag heimsmeist- aramótsins í fótbolta 1990. Fótbolti var ekki meðal aðaláhugamála Vík- veija og Presley, Bítlarnir og Fats Domino voru hin eina sanna sígilda tónlist. En þessi blanda af bolta og klassík hreif Víkveija. Svo fór fyrir fleirum, því þessi óperuaría komst í efsta sætið á breska vinsældalist- anum. Og þegar heimsmeistara- keppninni lauk var Víkveiji búinn að horfa á fleiri fótboltaleiki, en hann langar til að muna! MEÐ tónleikum tenóranna þriggja í lok heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu náði sí- gild tónlist út fyrir raðir óperuunn- enda og langt út fyrir raðir fótbolta- unnenda. Þeir sungu hana -inn í hjörtu heimsins. Víkveiji átti því láni að fagna að fylgjast með heimsmeistaraein- vígi þeirra Fischers og Spasskys í Laugardalshöllinni og minnist þess skákáhuga, sem það kveikti í mönn- um og þá ekki sízt unglingum. Tón- leikar Pavarotti, Domingo og Carre- ras í rústum Caracalla baðanna í Róm voru slíkt dramatískt heims- meistaraeinvígi. Allt í einu voru allir farnir að syngja óperuaríur. Og geisladiskurinn með söng þeirra þremenninga seldist í yfir 10 millj- ónum eintaka. xxx EN ómurinn frá Caracallaböðun- um var vart dáinn út, þegar Nigel Kennedy lék árstíðir Vivaldis þannig, að hrifningu vakti langt út fyrir raðir unnenda sígildrar tónlist- ar. Eins og tenónarnir áður, lék Kennedy tónlistina inn í hjörtu heimsins. Hann var hinn dramatíski heimsmeistari leikinnar tónlistar. Víkveiji klökknar enn í hjarta sínu, þegar hann riljar upp tónleika Nigels Kennedys í Kaplakrika í fyrrasumar. Og það sama gildir um söng Pavarottis á Listahátíð í Reykjavík. MADONNA og Michael Jackson voru á toppnum í tónlistinni, þegar einn góðan veðurdag allt aðrir tónar settust um hjörtu fólks. Og nafnið Górekci fór upp fyrir hin tvö á sölulistunum. Ekki var þar á ferðinni bandarískur rappari heldur pólskt tónskáld og verkið þriðja sin- fónía hans, svonefnd sorgarsöngva- sinfónía. xxx OG heimurinn snýst. Tenórarnir þrír hafa sungið saman aftur. Munkarnir frá Silos hafa sungið inn á sína jólaplötu. En nýjungin í ár er geisladiskur, þar sem Hilliard sönghópurinn enski og norski saxófónleikarinn Jan Garbarek leiða saman hesta sína. Hugmyndin að þeirri blöndu kviknaði reyndar á íslandi, þegar útgefandinn Manfred Eicher ók um landið í leit að tökustöðun fyrir kvikmynd. Honum segist svo frá, að í út- varpinu hafi hann heyrt kórsöng eftir Christobal Morales. Og sem hann ók um auðnir Islands blandað- ist kórsöngurinn jazzleik Garbareks í huga hans. Á endanum hreifst hann svo að hann ákvað að gera þessa tónlistarblöndu að veruleika. Menn eru strax farnir að tala um annan geisladisk, þar sem Garb- arek spinnur djassinn utan um mið- aldasöng Hilliardhópsins. Það verður líka partí um næstu helgi. + i ö « € € i G € 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.