Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Útdráttur úr endurminningum ekkju fjármálamannsins Roberts Maxwells FJÖLMIÐLAJÖFURINN Robert Maxwell var í upphafi heillandi ungur maður en breyttist með árunum í harðstjóra sem kúgaði fjölskyidu sína, gagnrýndi og gerði lítið úr þeim sem elskuðu hann. Svo farast ekkju hans, Betty, orð í endur- minningum sínum um Maxwell, en útdráttur úr þeirn var birtur í Sunday Times um helgina. í kafla, sem birtur var í síðustu viku, er full- yrt að Robert Maxwell hafi barið syni sína tvo, Kevin og Ian, þegar þeir voru í skóla og síðar skipt sér um of af einkalífi þeirra. Tengdadæt- ur- og synir hans voru stöðugt gagnrýnd, þar sem hann þoldi ekki að neinn skyggði á hann. Skyldur barnanna við föðurinn ættu að vera ofar öllu öðru. Lífeyrissjóðir sviknir Maxwell drukknaði árið 1991 og eftir lát hans kom í ljós að lífeyris- sjóðir fyrirtækja hans höfðu verið notaðir til að reyna að bjarga illa stöddu Ijölmiðlaveldinu. Um 20.000 eftirlaunaþegar bíða þess enn að fá greislur úr sjóðum sínum, greiðslurn- ar nema sem svarar 40 milljörðum ísl. króna. Eiga synimir nú yfir höfði sér dóm fyrir íjármálamisferli. Breskir fjölmiðlar hafa getið sér til um að Betty Maxwell hyggist afla fjár með útgáfu bókarinnar, þar sem hún hafi Ijármagnað vörn son- anna, en mál þeirra er ennþá fyrir dómstólum. Heillandi en gerðist harðstjóri í öðrum kaflanum sem birtur er úr bókinni lýsir Betty eiginmanni sínum sem heillandi, lima- fögrum og þolgóðum. Maxwell var fæddur í Tékkóslóvakíu og hét upprunalega Jan Hoch. Heillaði hann hina frönsku Betty, réttu nafni Elizabeth Meynard, upp úr skónum er þau kynntust í París 1945, en Maxwell var þá liðsforingi í breska hernum og kallaði sig Ivan du Maurier. Vildi verða forsætisráðherra Kvaðst hinn ungi Maxwell myndu hljóta heið- ursmerki fyrír hugprýði, stofna fjölskyldu og efnast mjög og gekk það allt eftir. Hiris vegar varð hann aldrei forsætis- ráóherra eins og hugur hans stóð til. Eftir að unga parið gifti sig, fór hins vegar að bera mjög á því hversu eigingjarn, gagnrýninn og jafnvel ill- gjarn Maxwell varð. Þrátt fyrir þetta hé hann áfram að skrifa eiginkon- ur i ástríðufull bréf. Hún segir hins ve -. ar að hann hafi átt ómögulegt m> 1 að sýna sér ást sína augliti til at litis. Ofyrirsjáanlegar geðsveiflur hans hafi orðið æ meira áberandi, hann hafi ýmist heillað alla upp úr skónum eða verið einstaklega ruddalegur og afbrýðissamur. Þessir skapgerðar- brestir hafi gert það að verkum að illbærilegt hafi verið að vera návist- um við hann. EOBERT Maxweií kú . . . --j að Betty, til hægri við mann sinn, til vinstri er döttirin Ghislane. Reuter Bannað að snerta RÚSSNESKUR liðsforingi í gagnnjósnaþjónustunni kemur í veg fyrir sð gestur snerti mál- verk á sýningu sem haldin var í Moskvu í gær. Þar voru sýnd nokkur verk sem tékkneska lög- reglan gerði upptæk hjá rúss- neskum ríkisborgara sem reyndi að smygla Iistaverkunum til Austurríkis árið 1992. Málverk- unum var skilað til Rússlands fyrir skömmu. Spillingarumræðan heldur áfram í Bretlandi Dagblað notfærði sér falsað símbréf London. Reuter. BRESKIR fjölmiðlar halda áfram að saka íhaldsflokkinn um spillingu og í gær voru þessi mál forsíðuefni allra helstu dagblaða en umræður hófust_ um ásakanirnar á þingi í gær. Á hinn bóginn hefur komið í ljós að fjölmiðlar eru heldur ekki með hreinan skjöld. Komið hefur í ljós að dagblaðið Guardian falsaði símbréf með því að nota bréfsefni þingsins og var markmiðið að ná í upplýsingar um meint misferli að- stoðarráðherra í ríkisstjórn Johns Majors. Ritstjóri Guardian, Peter Pres- ton, sagði sig á þriðjudag úr siða- nefnd fjölmiðla, hann bar því við að hann óttaðist að símbréfs-málið gæti skaðað álit nefndarinnar. Stephen Dorrell, ráðherra sem fer með málefni fjölmiðla, sagði úrsögn Prestons úr siðanefndinni ekki koma sér á óvart. „Mér finnst það gjörsamlega óvetjandi blaða- mennska hjá Guardian að nota bréfsefni sem virðist hafa átt að fá fólk til að halda að einhver annar [en blaðið] væri sendandi“, sagði hann. Búist var við þvi í gær að Tannlækn- ingar í hjáverkum London. Reuter. í LJÓS hefur komið að Sir Paul Beresford, aðstoða- rumhverfismálaráðherra Bretlands, hefur haft með höndum annað starf jafn- hliða. Hann hefur stundað tannlækningar. Hent hefur verið gaman að málinu í þingsölum og fjölmiðlum. Beresford hefur verið líkt við „fyllingu“, auk þess sem John Major forsæt- isráðherra er hvattur til að komast fyrir „rót“ vandans. Sjálfur segist Beresford ekki spilltur, hann hafi sinnt tannlækningum á laugar- dögum til að halda kunnátt- unni við. Preston yrði kallaður fyrir þing- nefnd til að útskýra mál sitt. íhaldsmönnum hyglað? Major forsætisráðherra hefur varið Aitken sem m.a. hefur verið sakaður um að hafa í fyrra þegið óeðlilega fyrirgreiðslu saudi-arab- ísks fjármálamanns er greitt hafi fyrir hann hótelreikninga. Dagblað- ið The Daily Mirror réðst harkalega á Aitken í gær á forsíðu, sagði hann óhæfan til að gegna embætti sínu. Hann hefði farið á svig við lög um erlendar fjárfestingar er hann stjórnaði sjónvarpsstöðinni TV-Am á níunda áratugnum. „Enginn getur borið traust til ráðherra - sérstak- lega í fjármálaráðuneytinu - sem er svo léttúðugur", sagði blaðið. Breska sjónvarpið, BBC, hefur kannað stöðuveitingar í ýmsum hálf-sjálfstæðum stofnunum sem fara með almannafé og fullyrðir að íhaldsflokkurinn raði þar eigin fólki á jötuna. Bent er á að makar 24 íhaldsþingmanna gegni slíkum störfum en aðeins einn maki þing- manns Verkamannaflokksins. Stjórn Mandela í Suður-Afríku boðar róttækar sparnaðaraðgerðir Laun forseta og ráðherra lækkuð um allt að 20 prósent Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. STJÓRN Suður-Afríku hefur kynnt áform um sparnað, fækkun opinberra starfsmanna og róttæka uppstokkun á stjórnkerfinu. Stjómin bregst þannig við ásökun- um um að ráðamennirnir hugsi meira um að skara eld að eigin köku en að breyta þjóðfélaginu. Margir stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins (ANC), þeirra á með- al nóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu erkibiskup, höfðu sakað ráða- mennina um peningagræðgi og sögðu þá ekki aðhafast neitt til að stemma stigu við taumlausri fjársóun sem viðgengist hefði lengi í stjórnkerfinu. Ríkisstarfsmönnum fækkað Stjórnin hyggst nú stokka upp í embættismannakerfinu og stefnir að því að fækka ríkisstarfsmönn- um um allt að 200.000. Ríkiseignir, m.a. byggingar og stór fyrirtæki, kunna að verða seld- ar til að grynnka á gífurlegum skuldum sem stjórn hvítra skildi eftir sig. Thabo Mbeki varaforseti sagði að ráðherrarnir myndu sýna gott fordæmi með því að lækka laun sín um allt að 20%. Grunnlaun Nelsons Mandela forseta verða lækkuð úr jafnvirði 12,4 milljóna króna á ári í tæpar 10 milljónir. Laun varaforsetanna, Mbeki og F.W. de Klerks, lækka úr 10,8 milljónum í 8,6. Ekki hefur verið ákveðið um laun þingmanna, en lagt er að þeim að fara að dæmi ráðherranna og fallast á launa- lækkanir. Áform stjórnarinnar mælast vel fyrir og þykja til marks um að ótti hægrimanna við að Afríska þjóðarráðið aðhyllist enn marxisma sé ástæðulaus. Stjórnin boðar ekki þjóðnýtingu, heldur einkavæðingu, sem gæti hafist á næsta ári. Margir telja þó draumóra að ætla sér að fækka ríkisstarfsmönn- um, sem eru um milljón og flestir Búar, um 200.000 þar sem bráða- birgðastjórnarskráin verndar rétt þeirra til að halda störfum sínum þar til þeir fara á eftirlaun. 410 farast í flóðum og eldi UM 410 manns biðu bana í flóðum í suðurhluta Egypta- lands í gær, flestir þegar elds- neytistankur sprakk og bfenn- andi bensín blandaðist flóð- vatni sem hafði kaffært hús i bænum Dronka. 63 drukknuðu í flóðinu. Fjöldamorð á börnum TUTTUGU og sex börn voru á meðal þijátíu og sex þorpsbúa sem létu lífið í árás vopnaðra manna á heimabæ þeirra í Rúanda um helgina. Sameinuðu þjóðirnar staðfestu í gær að árásin hefði verið gerð, en ekki er vitað hveijir voru þar að verki. Böndin bein- ast þó að hútúum. Lögregla gegn mótor- hjólasmygli DANSKA lögreglan veitti bandarískum starfsbræðrum sínum aðstoð á þriðjudag í leit að stolnum mótorhjólum er hún tók í sína vörslu um 190 vélfáka af gerðinni Harley Davidson. Þá voru tveir mótor- hjólasalar handteknir. Er talið að flest hjólin hafi verið flutt ólöglega inn í landið með fals- aðar númeraplötur. Zhírínovskíj fær áritun VLADIMIR Zhírínovskíj, þjóð- ernisinninn rússneski, hefur fengið ferðamannaáritun til Bandaríkjanna. Veittu yfirvöld honum áritun til að hann geti flutt ræðu sína um „Nýtt Rússland" í San Fransisco í næstu viku. Tóku þau sérstak- lega fram að með þessu væri ekki verið að lýsa yfir stuðn- ingi við skoðanir hans en gyð- ingar hafa gagmýnt þessa ákvörðun mjög harðlega. Sakaður um banatilræði BANDA- RÍSKIR lög- gæslumenn telja nú að að maður- inn, sem handtekinn var fyrir að skjóta á Hvíta húsið, embættisbú- stað Bandaríkjaforseta, hafi í raun ætlað sér að myrða Bill Clinton forseta, að sögn dag- blaðsins The Washington Post. Er talið að maðurinn, Franc- isco Duran, verði sóttur til saka. fyrir banatilræði. Akærður fyr- ir mútuþægni JAROSLAV Lizner, sem stjórnaði einkavæðingu í Tékklandi, hefur verið hand- tekinn og ákærður fyrir mútu- þægni, að sögn innanríkis- ráðuneytisins í Prag í gær. Einkavæðingin fólst í því að Tékkar gátu fengið hlutabréf í einkavæddum fyrirtækjum gegn ávísunum sem þeir fengu fyrir lágt verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.