Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
PRÓFKJÖR Á REYKJANESI
Þingmennirnir
stefna hærra
]
Árni R. Árnason, alþingismaður, Keflavík. Árni M. Mathiesen, alþingismaður, Hafnarfirði. Kristján Pálsson, fyrrverandi bæjar- stjóri, Njarðvík.
1 w Wk / M ■ WMjSM M wSmm . fllfW
Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Garðabæ. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ. SigriðurAnna Þórðar- dóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ.
fjm já . * Vv ' 1 ^jfá 1
Sigurrós Þorgríms- dóttir, stjórnmála- fræðingur, Kópavogi. Stefán Þ. Tómasson, útgerðarstjóri, Grindavík. Viktor B. Kjartansson, tölvunarfræðingur, Keflavík.
INNLENDUM
VETTVANGI
Þingmennirnir sækjast
effcir efstu sætunum í
prófkjöri Sjálfsfcæðis-
flokksins á Reykjanesi.
Að mafci Helga Bjarna-
sonar er mesti þrýst-
ingurinn á annað sætið
sem Salome Þorkels-
dóttir, forseti Alþingis,
skipar nú þar sem þing-
mennirnir þrír sem
skipuðu sæti neðar á
listanum stefna ofar.
Þá sækja þrír nýir
frambjóðendur af Suð-
urnesjum inn á listann
---------3-----------
þar sem Arni Ragnar
Árnason er fyrir.
PRÓFKJÖRIÐ sem fram fer
á Reykjanesi næstkom-
andi laugardag er opið,
fólki sem undirritar stuðn-
ingsyfirlýsingu við flokkinn er heim-
ilt að kjósa auk flokksfólks. Að því
leyti er prófkjörið frábrugðið próf-
kjöri flokksins i Reykjavík þar sem
menn urðu að ganga í flokkinn til
að fá að kjósa. Það einkennir þetta
prófkjör, eins og prófkjörið í Reykja-
vík, hvað frambjóðendur eru fáir,
aðeins níu. í þeim hópi eru allir fimm
þingmenn flokksins í kjördæminu
og fjórir nýir.
Kosningabaráttan var frekar
bragðdauf framan af, enda var hún
háði í skugga prófkjörsins í Reykja-
vík fram á síðustu helgi. Heldur
meira líf virðist vera i tuskunum
þessa síðustu viku.
Baráttan er með hefðbundnu
sniði. Allir frambjóðendur eru með
kosningaskrifstofur og fimm fram-
bjóðendur eru með tvær skrifstofur,
þ.e. á Suðurnesjum eða Mosfellsbæ
og í Hafnarfirði. Eitthvað er hringt
i fólk, gefnir út bæklingar og send
út póstkort. Vegna þess að prófkjör-
ið er opið þurfa frambjóðendur að
senda bæklingana inn á öll heimili
á svæðinu. Frambjóðendumir mæta
saman á opna fundi á nokkrum stöð-
um þar sem kjósendum hefur gefist
kostur á að bera fram fyrirspumir.
Þá reyna þeir að láta sjá sig sem
víðast um kjördæmið.
„Geta sýnt biðlund“
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
fyrir síðust alþingiskosningar hlaut
Ólafur G. Einarsson örugga kosningu
í fyrsta sæti listans og Salome Þor-
kelsdóttir fékk langflest atkvæði í
annað en atkvæðin í það sæti dreifð-
ust þó meira. Nýir frambjóðendur,
Ámi M. Mathiesen úr Hafnarfirði,
Árni R. Ámason úr Keflavík og Sig-
ríður Anna Þórðardóttir úr Mos-
fellsbæ, voru kosin í næstu þijú sæt-
in sem gáfu þeim þingsæti. Þau gefa
kost á sér ný og stefna ofar á list-
ann. Árni Mathiesen biður um stuðn-
ing í eitt af þremur efstu sætunum,
Sigríður Anna biður um eitt af efstu
og Ámi Ragnar sækist eftir 2.-3.
sæti listans. Margir líta svo á að þau
séu fýrst og fremst að sækjast eftir
2. sætinu þar sem Salome er fýrir
og hafa sést merki um spennu í þing-
mannahópnum vegna þess. Lengi var
óvissa um það hvort Salome hyggði
á endurkjör, hún kynnti það síðust
þingmannanna, og myndaði það
ákveðið tómarúm.
Ámi Mathiesen tekur fram að
hann sé ekki að ráðast á vígi ein-
hvers annars. „En ef fólk vill breyt-
ingar þá er ég tilbúinn og hef metn-
að til að axla meiri ábyrgð,“ segir
Árni þegar hann er spurður hvernig
beri að túlka ósk hans um eitt af
þremur efstu sætunum. Árni Ragnar
segist hafa metnað til að gegna
stærra hlutverki á framboðslistanum
og stefni því ofar en ekki megi túlka
það sem gagnrýni á þau sem síðast
skipuðu þessi sæti. Salome segist
trúa því að fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins fái eindregna kosningu í
fyrsta sætið og hún leggi jafnframt
mikla áherslu á að halda öðru sæt-
inu. „Mér fínnst að þeir þingmenn
sem eru búnir að sitja eitt kjörtíma-
bil hljóti að geta sýnt biðlund. Ég
ýtti engum til hliðar þegar ég færð-
ist upp listann og hlýt að geta ætl-
ast til hins sama hjá þeim sem nú
eru í þessari aðstöðu," segir Salome.
Nýju frambjóðendurnir stefna að
„öruggum sætum“. Kristján Páls-
son, fyrrverandi bæjarstjóri í Njarð-
vík, biður um stuðning í 3.-4. sæti
og Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjórn-
málafræðingur í Kópavogi, stefnir
að 4. sætinu. Viktor B. Kjartansson,
tölvunarfræðingur í Keflavík og
varaþingmaður, stefnir að 5. sætinu
og Stefán Þ. Tómasson, útgerðar-
stjóri í Grindavík, biður um 5.-6.
sæti. Athygli vekur að þrír af nýju
frambjóðendunum koma af Suður-
nesjum og fjórði Suðurnesjamaður-
inn er í þingmannahópnum. Virðist
vera tölúverð barátta þeirra í milli
um sæti ofarlega á listanum.
Þeir sem greiða atkvæði í prófkjör-
inu eiga að kjósa sex frambjóðendur,
hvorki fleiri né færri, og númera þá
í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi
framboðslistann. Kjósendum er heim-
ilt að raða mönnum eins og þeir vilja
innan þessa ramma. Framboð manna
í einstök sæti er aðeins markaðssetn-
ing viðkomandi, sýnir hvaða mark-
mið hann hefur í prófkjörinu.
Sömu málefni
Lítið fer fyrir málefnaágreiningi
frambjóðendanna eins og fram kem-
ur í viðtölum við þá hér á opnunni.
Flestir tala um jöfnun atkvæðisrétt-
ar, vegamál og atvinnumál og síðan
nefna menn til sögunnar sín sérstöku
áherslumál.
Árni R. Arnason
Atvinnulífið fái
að dafna í friði
Árni R. Árnason segir að jöfnun
atkvæðisréttar sé eitt mikiivæg-
asta málið sem nú sé unnið að. „Eg
tel það miklu varða að fólk haldi
fullri mannlegri reisn hvar á land-
inu sem það býr. Ekki er hægt að
blanda þessu saman við umræður
og átök um kjaramál og lífskjör
almennt."
Árni vill auka íjölbreytni at-
vinnulífsins og telur best að gera
það með því að leyfa atvinnulífinu
að dafna án beinna afskipta stjórn-
valda. „Það er ekki hlutverk stjórn-
valda að standa fyrir nýsköpun því
ég tel að athafnamenn og stjóm-
endur fyrirtækja séu betur færir
um það. Það er hlutverk stjóm-
valda að greiða götu nýrrar starf-
semi-með almennum aðgerðum."
Hann segist leggja áherslu á
þróttmikið skólastarf og góð sam-
skipti skóla og atvinnulífs. Mikil-
vægt sé að fá meira af menntuðu
fólki fyrir atvinnulífið, skólakerfið
skili of mörgum embættismönnum
en of fáum athafnamönnum.
Þá telur hann mikilvægt að
bæta samgöngur, ekki síst á höfuð-
borgarsvæðinu og á Suðurnesjum
og raunar einnig til Suður- og
Vesturlands.
Árni M. Mathiesen
Stöðugleiki og
jafnvægi
Stöðugleiki og jafnvægi eru
lykilorðin hjá Árna M. Mathiesen.
Hann segist leggja mestu áhersl-
una á að viðhalda stöðugleika og
jafnvægi í efnahagsmálunum, það
sé mikilvægasta verkefni næsta
kjörtímabils. „Ég legg áherslu á
að upp úr þessum stöðugleika
geti sprottið ný atvinnutækifæri.
Þar á ferðaþjónustan mikla mögu-
leika. Hún er þegar farin að njóta
stöðugleikans því menn í þessari
atvinnugrein þurfa að gera áætl-
anir langt fram í tímann og selja
þjónustu sína mörgum mánuðum
áður en hún er veitt. Til þess að
við getum vonast eftir áframhald-
andi aukningu í ferðaþjónustunni
verðum við að gæta vel að um-
hverfinu því það er helsta ástæða
þess að erlendir ferðamenn koma
til jandsins."
Árni telur einnig mikilvægt að
viðhalda stöðugleika og jafnvægi
heimilanna og í uppeldi barnanna
í skólum og æskulýðsstarfi. Þá vill
hann að á yfirstandandi þingi náist
fram jafnvægi atkvæðanna. Það
verði gert með’breytingum á kosn-
ingalöggjöfinni sem gerðar verði
um leið og breytingar á mannrétt-
indakafla stjórnarskrárinnar.
Kristján Pálsson
Nýsköpun í
atvinnulífinu
Kristján Pálsson leggur mesta
áherslu á nýsköpun í atvinnulífinu.
Hann vili opna landið fyrir erlend-
um fyrirtækjum með frísvæða-
samningum. Telur að þar eigum
við mikla möguleika ef skattakerf-
ið verði sveigt þannig að það henti
fýrirtækjum á alþjóðamarkaði. í
því sambandi bendir hann á að
slíkir samningar hafi verið gerðir
hér á landi, til dæmis um álverið
í Straumsvík.
Telur Kristján að þingmenn
Reykjaness og Reykjavíkur eigi að
beina kröftum sínum rneira að
málefnum kjördæma sinna. Þeir
eigi til dæmis að vinna betur sam-
an að úrbótum í vegamálum svæð-
isins. Bendir hann á að íbúar þess-
arra kjördæma greiði 70% af öllum
gjöldum til vegamála en fái ekki
nema brot af þeim til baka þó brýn-
ar úrbætur á samgöngukerfi svæð-
isins kalli á aukið fé.
Hann er með hugmyndir um
breytingar á stjórnkerfinu. Telur
m.a. ástæðu til að kanna mögu-
leika á að flytja fjármögnun og
umsýslu félagslega íbúðakerfisins
frá Húsnæðismálastofnun til sveit-
arfélaganna og húsbréfakerfið til
bankanna.
Ólafur G. Einarsson
Arangur í efna-
hagsmálum
Ólafur G. Einarsson segir að
ríkisstjórnin hafi náð mjög góðum
árangri í efnahagsmálum á kjör-
tímabilinu. „Verðbólga er lág og
viðskiptakjör jákvæð. Atvinnuleysi
er minna og það til muna en í
nágrannalöndunum og stöðugleiki
ríkir á vinnumarkaði. Erlendar
skuldir hafa verið greiddar niður
um 23 milljarða og ríkisútgjöld
verið lækkuð. Það er megin bar-
áttumál mitt í þessu prófkjöri að
leggja mitt af mörkum svo hægt
verði að halda áfram á þessari
braut.“ [
Hann segir að það hafi lengi ,|
verið kappsmál sitt sem þingmanns ,
að kosningalögum verði breytt og ,
atkvæðisréttur jafnaður. Einnig
telur hann brýnt að gert verði átak
í atvinnumálum svo og samgöngu- \
málum í kjördæminu.
Síðast en ekki síst segist Ólafur j
leggja áherslu á skólamál. „Ég hef
sem menntamálaráðherra fengið
tækifæri til að vinna að umfangs-
miklum endurbótum á menntakerf-
inu. Ég vil sjá það gerast að auknu
ijárframlagi verði varið til skóla- j
mála hér á næstu árum. Þetta
þýðir augljóslega breytta for-
gangsröðun frá því sem nú er en
að slíkum breytingum vil ég gjarn-
an stuðla.“
Salome Þorkelsdóttir
Endurmat
jafnréttismála
Salome Þorkelsdóttir lítur á
jafnt vægi atkvæða íbúa landsins
sem eitt af grundvallarmannrétt-
indum hvers einstaklings. Telur
hún að nú sé lag, meðal annars í
Ijósi þess að ungliðahreyfingar
stjórnmálaflokkanna hafi samein-
ast um að krefjast útbóta í þessu
máli.
Hún vill að Sjálfstæðisflokkur-J
inn taki jafnréttis- og fjölskyldu-
málin til endurmats og lagi þau;
betur að breyttum aðstæðum í
þjóðfélaginu. í þessu sambandi vís-
ar hún til umræðna á ráðstefnu-
ungra sjálfstæðiskvenna sem hald-
in var fyrir skömmu og staðreynda
um aukið ofbeldi unglinga og jafn-
vel ungra barna.
Salome segir að taka þurfi á
ýmsum öðrum málum sem varði
heimilin og afkomu þeirra. Til þess
ætti nú að vera tækifæri þegar
tekist hafi að koma á stöðugleika
í efnahagsmálunum. Nefnir hún
atvinnumálin sérstaklega, hús-
næðismál ungs fólks svo og ýmis
atriði sem leiðrétta þurfi í skatta-
málunum, t.d. hækkun skattleysis-
marka, möguleika á nýtingu per-
sónuafsláttar maka og barna og
afnám tvísköttunar lífeyris.
Sigríður A. Þórðardóttir
Menntamál eru
efnahagsmál
Sigríður Anna Þórðardóttir telur
menntamálin vera eitt stærsta
efnahagsmál þjóðarinnar. „Mennt-
unin er undirstaða sóknar í at-
vinnulífinu. Við erum með allt of
einhæft atvinnulíf og þurfum að
byggja upp eitthvað sem veigur er
í við hliðina á sjávarútveginum.
Menntamálin eru einnig mesta