Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
f AFHVERXJ VlLTlfmkl T \FAf£A UTMÉÐ MÉH, L/WA1
] 'iftjj /o-r
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reylg'avík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Misskilningur
varðandi kosn-
ingalagaskrif
Frá Þorkeli Helgasyni:
VALGARÐUR Guðjónsson ritar í
þennan dálk hinn 28. okt. sl. at-
hugasemd við fyrstu grein mína
af þremur um gildandi kosningalög
sem birtist í Mbl. fímm dögum
fyrr. Andmælir hann tveimur full-
yrðingum sem hann telur vera í
grein minni. Andmælin byggjast á
misskilningi bréfritarans. Það sem
farið hefur fram hjá Valgarði er
að greinar mínar snúast um kosn-
ingalög á grundvelli núverandi
stjómarskrárákvæða einvörðungu.
Þetta er kirfilega tekið fram í inn-
gangi greinarinnar og síðan klifað
á því víðar í greininni svo og þeim
greinum sem á eftir koma. Mis-
skilningur bréfritarans sýnir því
að bréf hans er meir ritað af kappi
en forsjá.
Rökstuðningur þegar birtur
Valgarður segir mig fullyrða „að
úthlutunarákvæði geti ekki í senn
verið sanngjöm og einföld", nokk-
uð sem megi hrekja með því að
benda á þá einföldu leið að hafa
iandið eitt kjördæmi og úthluta
sætum með reglu d’Hondts. Enn á
ný: Ég er aðeins að fullyrða að
innan hins gefna ramma stjórn-
arskrárinnar um misstór kjördæmi
með innbyggðu misvægi atkvæða
en engu að síður kröfu um jöfnun
milli flokka geti kosningalög ekki
í senn verið sanngjörn og einföld.
Rökstuðningur fyrir þessari full-
yrðingu birtist í grein í Mbl. hinn
30. okt., þ.e.a.s. eftir að bréf Val-
garðs birtist! Bréfritari hefði mátt
bíða eftir rökunum áður en hann
hóf gagnrýnina. Vissulega er
gagndæmi Valgarðs einfalt en slíkt
fyrirkomulag er ekki til umræðu í
grein minni, eins og yfirvegaður
lestur hefði leitt í ljós.
Las ekki greinina i samhengi
í öðru lagi telur Valgarður
mig fullyrða að regla d’Hondts
sé „vilhallari atkvæðamestu list-
um en aðrar aðferðir" og þar
með sé ég „að gefa í skyn að hún
sé ósanngjörn". Enn les Valgarð-
ur grein mína ekki í samhengi.
Tilvitnunin er úr umfjöllun um
úthlutun kjördæmasæta og þar
er skýrt hví þessi ummæli eru
viðhöfð. Skömmu síðar í grein-
inni segir hins vegar að í kosn-
ingalögunum sé „viðurkenndur
sá skilningur . .. að d’Hondts-
regla sé viðhlítandi mælikvarði á
það hvort samræmi sé milli þing-
mannatölu og heildaratkvæða-
tölu hvers þingflokks. Til að
hnykkja enn frekar á þessum
skilningi tók löggjafinn af öll
tvímæli um . . . að þeirri reglu
skyldi beitt við uppgjör í sveitar-
stjórnarkosningum . . .“ Löggjaf-
inn var þannig ekki í vafa um
sanngirnismælikvarða þann sem
felst í d’Hondts-reglu og geri ég
þá skoðun að minni.
Vangaveltur um tilgang
í niðurlagi bréfsins er bréfrit-
ari með vangaveltur um tilgang
minn með ritun umræddra fróð-
leiksgreina. Er því tilefni til að
árétta þennan tilgang: Hann er
sá að vekja athygli á því að ekki
megi vænta neinna töfralausna
varðandi einfaldleika og sann-
girni við úthlutun þingsæta svo
lengi sem krafist er jafnaðar á
milli flokka en um leið viðhaldið
kjördæmaskipan sem felur í sér
misvægi atkvæða eftir búsetu.
Að vísu má einfalda núgildandi
kosningalög nokkuð, eins og vik-
ið verður að í seinustu grein
minni, en full sanngirni verður
ekki tryggð um leið. Frekari
umræða um úthlutun þingsæta
hlýtur því að verða að snúast um
allróttækar breytingar.
ÞORKELL HELGASON,
Strönd, Bessastaðahreppi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt t
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.