Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 AÐSENDAR GREIIMAR Spurningin Hvað er svona gott við Gevalia kaffi? Bolli prestsmaddömunnar: Það er svo ótrúlega himneskt. Bolii böisýnismannsins: Ég hef ekki séð það svartara og betra. GEVALIA - það er kaffið! Boiii listamannsins: Það gefur svo mikinn innblástur. Fantur hörkutóisins: Það er svo ljúft og milt. Bolli tannlæknisins: Það hefur svo ríka fyllingu. Hvernig eru íslend- ingar að verða? ÉG HEF undanfarið skrifað nokkuð um umferðarmál. Þau eru í mínum huga hiuti af umgengnismenningu okkar íslendinga. Og þar hefur víða gengið yfir mann og þar skera umferðarmálin oft mjög svo i augu, þannig að ég hef ekki getað orða bundist. En það er víðar pottur brot- inn en í umferðarmálum og því mið- ur gætir ómenningar, óhlýðni, óheiðarleika, tillitsleysis, öfundar, skorts á kunnáttu í umgengni og kurteisi, öfundarhugar, eigingimi og allskyns agaleysis í vaxandi mæli. En flokkast ekki einmitt allt þetta undir menningarskort? Og þegar við tölum um „menningu", þá segir hegðun og framkoma þjóð- ar segir til um menningarstig henn- ar í augum útlendinga. Hvar stönd- um við þar? Þegar þetta er skoðað, kemur upp spumingin um það, hvort ekki sé full ástæða til að við íslendingar fömm að skoða sjálfa okkur á hlut- lausan hátt - og hvernig við lítum út í augum annarra, bæði útlend- inga og samferðamannanna, hvern- ig við hugsum, komum fram og breytum við náunga okkar: hvers- konar samfélag við emm að skapa og hvernig það hefur breyst? Spyrj- um sjálfa okkur hvernig samfélagið og við höfum breyst. Viljum við hafa það svona? Viljum við eitthvað annað? - Samfélagið er nefnilega bara við. Þetta er kannski ekki vandamál okkar einna. Fleiri hafa eitthvað samskonar. Við smitumst t.d. úr sjónvarpi, hasarmyndum, skmm- skælingu þess hvað sé að vera mað- ur með mönnum. Þess vegna þurfum við að gá að okkur - varast að til- einka okkur ágalla annarra. Ég spyr hvernig emm við íslend- ingar að verða? Er það menningarmerki að fólk skemmi bíla annarra, t.d. á bílastæðum, og hverfi svo og skilji ná- ungann eftir með skað- ann? Hvemig líður okk- ar sjálfum á eftir? Já, hvernig, þó við sleppum við peningaskaðann? Er það menningarmerki, að hrópa á fólk á götu, eins og Kristján Jó- hannsson óperusöngv- ari segir hafa gerst gagnvart sér - þó okkur fmnist eitthvað um eitt- hvað, sem við kannski erum bara alls ekki dómbær á? Er það merki um mikla menningu, þegar við á stóru óbyggðardrekunum okkar ökum utan vega og skemmum landslagið, án tillits til sameiginlegrar velferð- ar? Er það merki um hátt þroska- stig, að aka bílunum okkar alltaf á meiri hraða en það sem hæst er leyfilegt bara af því að lið teljum okkur örugg um að lögreglan sé hvergi nærri? Nei, menningarstigið byggist iiefnilega ekki á því, hvernig lög við höfum eingöngu, heldur því, hvemig við hugsum út frá almennum um- gengnisreglum. Lög segja til um hvemig á að hafa hlutina í samfé- laginu svo gott samkomulag hald- ist, svo gott sé að vera í samfélagi saman, svo við séum hvert öðra til gagns og þægilegt sé að lifa lífinu saman. En höfuðatriðið er, að við fáum þetta til að vera hluta af því sem okkur fínnst að eigi að vera. Höfum tilfínningu og temjum okkur hana fyrir því hvemig hlutimir þurfa að vera okkar í milli til að Sveinn Ólafsson 15-40% afsláttur Rýmum fyrir nýjum vörum 10% stgr.afsl. af öðrum vörum Verslunin Laugavegi52 • Sfmi 624244 bæði okkur og öllum hinum líði vel. Það er menning, því menning er ekkert annað en að vera maður, en ekki eins og skepna, dýr eða villidýr. Ef við högum okkur alltaf eins og ljón, tígrisdýr, nöðrar og ránfuglar þá er kannski hægt fyrir okkur að ímynda okkur að við séum óskaplega „töff“, en það er bara ekki menning. Það er villi- dýrsháttur og það sem við þurfum að passa okkur á er að við kom- um ekki þannig fram að ekki verði líkt við neitt annað en skynlausar og jafnvel grimmúð- ugar skepnur. Við eigum að vera eins og menn og þeir gæfír, góðlynd- ir, velviljaðir og hjálpfúsir eftir föng- um. Og kristilegt hugarfar, svo höfðað sé til trúarinnar, sem er vís- indin um hvemig á að lifa svo gott sé að lifa, það er þetta og ekkert annað. Það skyldu menn gera sér ljóst. Og svo líka, hvernig við geram okkur hér á jörðu kemur út hjá okkur í næsta lífí - það. heldur áfram og er ekkert búið þó við för- um héðan, það segir Heilög ritning okkur afdráttarlaust. Útlendingar sem við viljum að Þurfum við ekki að líta okkur nær, spyr Sveinn Ólafsson, og athuga á hvaða menningarstigi við stöndum? sæki landið heim taka eftir þessu. Margir eru hræddir að ferðast hér sökum tillitsleysisins í t.d. umferð- inni. Af hverju? Jú, okkur vantar oft að vera mannlegir, tillitssamir, fumlausir og rólegir og sýna öðrum nærgætni, t.d. að víkja vel á þröng- um vegum, en böðlast ekki áfram oft á miðjum vegi, svo aðrir verða nánast að fara útaf veginum til að verða ekki fyrir ruddaskapnú'tn. Þetta hefur maður heyrt að útlend- ingar hafí upplifað og ekki verið par hrifnir af. Og útlendingar verða ekki eins ginkeyptir fyrir að „sækja ísland heim“ ef þeir verða fyrir miklu af svona „menningu". Og t.d. Kristján Jóhannsson, sem hefur gert garðinn frægan og á allra kosta völ annars staðar og getur fengið miklu hærri greiðslur þar en við „getum“ borgað hér - ætli hann langi eins mikið til að vera okkur góður og koma heim til að lofa okk- ur að njóta sinna mikilsmetnu hæfí- leika - ef framkoman útaf því sem talið hefur verið sanngjamt og borga honum - og kleift - verður sú að íslensk öfund leiði af sér hróp og köll og ókvæðisorð til hans á götum úti - af hendi ókurteisra íslendinga, sem ekki verður líkt við neitt annað en götulýð á lægsta menningarplani - ef menningarnafnið þá á nokkuð við slíkt? Ætli verði ekki að endurtaka Þakka þér, Þórarinn! „Hættulega lélegt“ Á RÁÐSTEFNU um launa- og starfsmanna- mál ríkisins nýverið lét Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, þau áhrifaríku orð falla að grunnskólakerfið væri orðið „hættulega lé- legt“. Þeir sem starfa innan grunnskólakerfisins hafa vitað það lengi að aðbúnaður nemenda og kennara hefur tekið fá og hæg skref fram á við frá 1974. í þeirri uppstokkun heimil- ishalds sem átti sér stað upp úr 1970, þegar húsmæðurnar flykktust út á atvinnumarkaðinn, áttu sér stað veigamiklar breytingar innan veggja skólanna. Frá þeim tíma margföld- uðust kröfur þjóðfélagsins á grunn- skólann. Ójöfn hlutverk Allt sem vaxandi einstaklingi er nauðsynlegt í uppeldi, námi og þroska varð nánast einhliða hlutverk grunnskólans. í þjóðfélaginu skap- aðist þegjandi samkomulag um þetta viðamikla hlutverk grunnskólakenn- arans án þess þó að skapa honum viðunandi aðstæður til starfans. Með bros hins algóða og alvitra tók grunnskólakennarinn hlutverkið að sér í veldi sérþekkingar sinnar. Um leið minnkaði rýmið sem eðlilega hefði átt að vera fyrir foreldrana. Skipting Fáar umræðuöldur hafa risið á þessum 20 árum um stöðu grunn- skólans að undanskilinni einni þegar árangurslítil verkföll kennara stóðu yfír fyrir tíu árum. í áðurnefndu ásköpuðu hlutverki grunnskólakennarans þróaðist með honum blanda af vonleysi, reiði, uppgjöf — og yfirþyrmandi ábyrgð. Má þar að hluta finna skýringu á máttlausum sóknarleik kennara á þjóðarvelli virðingar og stöðu. Ekki er bót í að sakast við orðinn hlut heldur stíga fyrstu skref morg- undagsins til þess að leiðrétta verð- mætamat allra. á fjöreggi þjóðarinn- Guðrún Þórsdóttir ar og gæslumönnum þess. Valdhafar Þórarinn, þú hefúr lög að mæla: Hreiðrið er orðið gisið og langt frá því að vera fullnægjandi fyrir svo dýrmætt inni- hald. Þess vegna tek ég því fagnandi þegar áhrifa- maður í íslensku at- vinnulífi gerir aðbúnað grunnskólans að um- ræðuefni í köntóttum orðasviptingum um fjár- mál ríkisins og verð- mætaskiptingu. Það hefur mikið skort á að málefni grannskólans liggi þeim mönnum á hjarta sem hafa pólitíska burði til að breyta áherslum og viðhorfum. Nú eru fjárlagagerðir borgar og rík- is í vinnslu en einmitt þar reynir á raunverulegan vilja í afgreiðslu for- gangsflórunnar. Málsvari Málsvarar grunnskólans hafa allt frá stofnun hans verið fáir í röðum stjórnarliða lýðveldisins. Því þakka Það hefur mikið skort á það að málefni grunn- skólans liggi þeim mönnum á hjarta, segir Guðrún Þórsdóttir, sem hafa pólitíska burði til að breyta áherslum og viðhorfum. ég þér, Þórarinn, beittu orðin, þó úr þeim blæði og lít á þig sem öflug- an liðsmann í að bæta íslenska grunnskólakerfið sem þó er ótrúlega gofy miðað við það hólf sem við höfum úthlutað því hingað til. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.