Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 37 þeirra beið skemmtileg heimsókn ef þau voru að koma til þín, pínulít- ið góðgæti í litla munninn, það klikkaði ekki, svo að skoða allar myndirnar þínar, af þér og ömmu i tilhugalífinu, alltaf saga á bakvið hverja mynd, nú og svo að kíkja í bækurnar, t.d. Skipstjóra- og stýri- mannatal sem var alltaf jafn gaman að glugga í með þér. En núna eigum við bara allar góðu minningarnar sem við geym- um í huganum til að geta sagt börnunum okkar sem eru of ung til að muna eftir þér. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Öll- um ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Inga Björg, Matthildur og Hjörleifur Þórðarbörn. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (J. Hallgrimsson) Með þessum fögru og fleygu orðum ljóðskáldsins góða minntist ég Guðjóns á Skyldunni fyrir nokkrum árum. Því þykir mér hlýða að kveðja nú Sigursvein sam- starfsmann okkar um mörg ár með sömu upphafsorðum. Drengur góð- ur, traustur vinur og einkar sam- viskusamur samstarfsmaður er genginn. Sigursveinn var fæddur á Krossi í Beruneshreppi, Suður-Múlasýslu, 2. maí 1917, næst elstur fimm systkina. Árið 1925, skömmu áður en síðasta barnið fæddist, drukkn- aði heimilisfaðirinn í róðri á Beru- firði. Má gera sér í hugarlund þá miklu erfiðleika, er biðu ekkjunnar með börnin öll í ómegð. Árið 1929 flyst fjölskyldan til Neskaupstaðar og þar bætist fósturdóttir í barna- hópinn. Sigursveinn, bræður hans og systur, þurftu því snemma að taka til hendi og hlaupa undir bagga með móður sinni til að sjá heimilinu farborða. Ungur að árum eða um ferm- ingu hóf Sigursveinn að stunda sjóróðra, fyrst sem háseti og einn- ig mótoristi. Árið 1941 lýkur hann minna fiskimannaprófi á Akureyri og átti eftirminnilegt kvöld heima hjá ömmu. Ekki datt mér í hug að það væri í síðasta sinn sem Isak væri með okkur. En svona er lífíð. ísak giftist Sonju Geirharðsdótt- ur, og átti með henni þrjá syni, Pál, búsettan í Danmörku, Bjarna sem lést af slysförum árið 1979 í Krossá, og Ragnar búsettan í Reykjavík. ísak og Sonja skildu. I desember 1990 fór ísak á Heilsuhælið í Hveragerði og kynnt- ist þar yndislegri konu, Guðrúnu Arnardóttur, og eyddu þau saman síðustu árum hans. Það var svo gaman að sjá þau, hve hamingju- söm þau voru og ánægð. En þá var hann tekinn frá okkur öllum. Við vitum þó að hann dó hamingjusam- ur. Ég vil þakka Guðrúnu fyrir alla þá ást og hlýju sem hún gaf hon- um, hann átti hana svo sannarlega skilið. Það er skrýtið að keyra framhjá Skálabrekku núna og sjá ísak ekki og vita að hann kemur aldrei aftur að vinna á litla verkstæðinu sínu. En ég á góðar minningar um' ferðir mínar þangað sem ég geymi vel. Ég bið Guð að styrkja Guðrúnu, ömmu og alla aðra. Ragnheiður Ólafsdóttir. Seinni part dags 26. október barst okkur sú sorgarfrétt að afi okkar væri látinn. Erfitt er að ímynda sér að maður sem alla tíð og næstu árin vóru margar svað- ilfarirnar farnar með fisk á erlend- an markað og að öllu jöfnu á að- eins 60 tonna báti. Árið 1950 lýk- ur hann meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Sigursveinn reyndist ávallt fiskinn og farsæll skipstjórnarmaður og síðustu 20 árin sem hann var á sjónum var hann á hvalveiðibátun- um og þar af sjö ár sem skipstjóri á Hval 8. í ársbyijun 1972 hóf hann störf hjá Slysavarnafélagi íslands og gegndi varðstöðu hjá Tilkynninga- skyldu íslenskra skipa. Á þeim vettvangi kom berlega í ljós hversu heill og sannur Sigursveinn var í starfi, skyldurækinn og ósérhlíf- inn. Starf það er þannig vaxið að æði oft þurfa „karlarnir á Skyld- unni“ að hafa samskipti við fjölda aðila, sjómennina sjálfa og að- standendur þeirra, að sinna fyrir- spumum um ferðir skipanna. Sér- staklega mæðir oft mjög á starfs- mönnum Skyldunnar, þegar veður eru válynd og voveiflegir atburðir hafa dunið á. Á slíkum stundum var gott að eiga styrka og trausta samstarfsmenn sér við hlið, sem miðlað gátu af reynslu og þekkingu og höfðu sem sjómenn alist upp við og tileinkað sér göfgi og hug- sjón slysavama- og björgunar- starfsins. Hinn 31. desember 1985 lét Sig- ursveinn af störfum af heilsufars- ástæðum. Við þau tímamót var hann sæmdur þjónustumerki SVFI úr gulli og á sjómannadaginn 8. júní 1986 var hann meðal hinna „öldnu kempna“, sem heiðraðar vom þennan dag. Að baki var 41 ár sem starfandi sjómaður, við- burðaríkur starfsvettvangur, kröfuharður og erfiður. Milli Sigursveins og konu hans Bjargar Björnsdóttur ríkti djúp- stæður kærleikur, sem maður fann svo vel í viðmóti hennar, þegar hún kom í heimsókn á Skylduna. Björg andaðist árið 1988 og var það Svenna mínum þungt áfall. Þá fannst honum líka sem „skjótt hafi sól brugðið sumri“. Við þessi þáttaskil er Sigursveini send hinsta kveðja vináttu og samstarfs í virð- ingu og þökk. Börnum hans og öðrum aðstandendum er vottuð dýpsta samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi' hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Islands. hefur gegnt stóru hlutverki í lífi okkar skuli svona skyndilega og fyrirvaralaust vera horfinn. Afí bar alltaf velferð okkar barnabarnanna fyrir brjósti og alltaf mundi hann eftir afmælisdögum okkar. Þeirri væntumþykju og hlýju sem hann veitti okkur í gegnum árin er erfitt að lýsa með orðum og sárt er að hafa ekki fengið lengri tíma.til þess að endurgjalda hana. Oft áttum við barnabörnin góðar stundir með afa í bílnum hans, til dæmis þegar hann tók okkur með sér í veiðitúra og bíltúra eða þegar hann sótti okkur heim til sín í mat, en hann var snilldarkokkur og framreiddi margar veislumáltíðirn- ar. Margar góðar sögur hafði hann að segja okkur og oft var stutt í grínið og góðlátlega striðnina. Ófá- ar eru þær góðu stundir er við höf- um fengið að njóta í návist afa okkar og harmþrungið er að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Fráfall hans er kaldur skuggi á þessu hausti og söknuður er það eina sem fyllir hug okkar. En hug- ljúf minning hans mun lifa með okkur um ókomna tíð og við þökk- um guði fyrir að hafa gefið okkur hann. Við biðjum guð að varðveita hann og styrkja hana Guðrúnu sam- býliskonu hans og hana lang- mömmu okkar í þeirri raun sem þær nú þurfa að takast á við. Barnabörn. HELGA AGUSTA HALLDÓRSDÓTTIR + Helga Ágústa Halldórsdóttir fæddist í Hnífsdal 31. ágúst 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Elías Jónsson, formaður, frá Naustum í Skut- ulsfirði og kona hans Salóme Páls- dóttir. Helga átti einn bróðurj sem hét Jón Olafur. Helga giftist Eg- gerti Sveinssyni frá Hálsi í Grundarfirði, f. 24. desember 1906, d. 19. febrúar 1994. Helga og Eggert eignuðust sex börn. Þau eru: Halldór Salóm- on, f. 12. febrúar 1931, kona hans er Hlíf Jónsdóttir, Sig- urður, f. 9. janúar 1933, kvænt- ur Elínu Sigurvinsdóttur; Guðný Anna, f. 2. júní 1934, gift Kenneth D. Crist, búsett í Bandaríkjunum; Salóme Osk, f. 4. september 1935, gift Hjalta Guðmundssyni; Sveind- ís, f. 29. júní 1940, gift John Charais, búsett í Bandaríkjun- um, og Ásgeir Valur, f. 26. ágúst 1942, var kvæntur Hall- dóru Stewart. Helga og Egg- ert slitu samvistir 1942. I tutt- ugu ár bjó Helga með Einari Jónssyni, f. 7. júlí 1918, d. 31. maí 1977. Útför Helgu fer fram frá Fossvogskapellu í dag. VIÐ andlát Helgu tengdamóður minnar koma upp í hugann minn- ingar um góða og hjartahlýja konu, sem alla vildi umvefja með kærleika sínum. Hún var kölluð héðan fyrirvara- laust. Oll söknum við hennar mjög, en við vitum, að hvíldin var henni kærkomin. Hún var orðin lúin og þreytt og lausnin vár henni kær- komin og mikil blessun og við vit- um, að hún hefur nú gengið á fund frelsara síns Jesú Krists, sem hún trúði og treysti á. Honum hefur hún falið sig og sína og leitað skjóls hjá honum á erfiðum stundum lífs- ins og alltaf átti hann skjól og næga birtu, sem lýsti inn í hjarta hennar og veitti henni margar gleðistundir í lífinu. Stærsti ijársjóður hennar voru börnin hennar, sem hún elskaði öll innilega og heitt. Þau voru henni allt og hún lifði fyrir þau. Hún vildi gera allt fyrir þau, sem hún megn- aði. Þegar þau voru ung, gaf hún þeim hinn fegursta fjársjóð, sem nokkur móðir getur gefið. Hún leiddi þau inn í dýrðarheim bænar- innar. Hún kenndi þeim bænir og vers, sem þau geymdu síðan í hjarta sínu alla ævi og gátu síðan gripið til hvenær sem var á lífsleiðinni. Hún kunni líka ógrynni bænaversa og sálma sem hún fór oft með, sér og öðrum til blessunar. Helga var mikil bænakona og hún endaði hvern dag með því að biðja fyrir börnunum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Þétta voru mörg nöfn og engum var gleymt. Állir voru fólgnir Drottni í bænum elsk- andi móður. Einnig bað hún fyrir öllum þeim, sem hún vissi, að leið illa eða áttu erfítt og hún gaf þá bestu gjöf, sem hún þekkti, en það var bænin til Guðs á himnum. Á kveðjustund reikar hugurinn til baka og ég sé hana fyrir mér unga að árum vestur á ísafjarðar- djúpi, þar sem rætur hennar lágu. Hún var stolt af því að vera Vest- firðingur og af hinni ágætu Arnar- dalsætt. Hún minntist oft á dvöl sína í Grunnavíkurhreppi, þar sem hún kynntist hinum merka presti sr. Jónmundi Halldórssyni, en hún bar mikla virðingu fyrir honum og minntist oft á hann með hlýjum orð- um. Hún átti gott heimili hjá elskandi foreldrum, sem allt vildu fyrir hana gera. Það var sagt um Halldór föður hennar, að hann væri mikill öð- lingur og sérstakur ágætismaður, fallegur og myndarlegur. En sorginni kynntist Helga ung, því að hún missti móður sína 17 ára göm- ul. Það var mikil sorg, er hún lést á besta aldri. Ég sé Helgu fyrir mér, þegar hún kemur til Grundarfjarðar rétt fyrir 1930 til að fara þar í vist. Þessi unga og fallega stúlka vakti athygli hvar sem hún fór og hún kveikti eld í hjörtum ungu mann- anna þar vestra. Heitastur brann hann í hjarta unga bóndasonarins á Hálsi. Það var Eggert Sveinsson og þau Helga drógust hvort að öðru og gengu í hjónaband. Börnin þeirra urðu sex og Helga átti ellefu barnabörn og sextán langömmu- börn og hún var orðin langalan- gamma tveggja barna. Þau Helga og Eggert slitu sam- vistir 1942, en héldu alltaf vináttu sín á milli, sem fór vaxandi síðustu árin. Eggert lést fyrr á þessu ári, eða 19. febrúar, svo að þau systkin- in hafa mátt sjá á bak báðum for- eldrum sínum á skömmum tíma, en við minnumst þeirra beggja með miklum kærleika og djúpri þökk fyrir allar þær góðu stundir, sem við höfum átt með þeim. Um tuttugu ára skeið bjó Helga með Einari Jónssyni og var hann henni ákaflega góður og nærgæt- inn. Þau átti gott líf saman og fóru nokkrum sinnum í utanlandsferðir saman, m.a. að heimsækja dætur Helgu, sem eru búsettar í Banda- ríkjunum og fjölskyldur þeirra og voru þessar ferðir Helgu til mikillar gleði. Einar andaðist 31. maí 1977. Síðusut árin dvaldi Helga á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar góðrar umhyggju og hjúkrunar. Þar var hlúð að henni af miklum kærleika og erum við fjölskylda hennar ákaflega þakklát starfsfólk- inu á deild 3A og biðjum Guð að blessa það í göfugu starfi. Við horfum yfir farinn veg með einlægu þakklæti í huga fyrir allar samverustundirnar og allar gleði- stundirnar. Það er ljúft að kveðja yndislega góða konu, sem elskaði fjölskyldu sína af öllu hjarta og vildi gefa þeim allt, sem hún átti og dýrmætustu gjöfína gaf hún í elsku sinni og kærleika og í sínum hreinu og tæru bænum, sem allar voru helgaðar heill og hamingju barnanna og fjölskyldna þeirra. Guð blessi góða og hjartahlýja konu. Hjalti Guðmundsson. Nú hverfur þú á braut, Helga, tengdamóðir mín. Hvernig var að fæðast á Vestfjörðum árið 1909 og alast þar upp? Þegar konur hverfa úr þessum heimi á þeim aldri sem Helga var er sjaldnast stofnunum lokað vegna jarðarfara eða margar opnur teknar undir minningargreinar í blöðum. En þetta er samt sú kynslóð sem ruddi okkur brautina og varðaði veginn. Konur unnu gjarnan „óæðri störf- in“ svokölluðu og settu sjálfar sig sjaldan í fyrsta sætið. Karlmennirn- ir áttu að hafa sig í frammi og hafa skoðanir á landsmálunum. Þannig var tíðarandinn þegar Helga ólst upp. Hún fæddist fyrir vestan, en þaðan kemur gjarnan kjarngott fólk. Hún var falleg stúlka, svo laglég að líklegt er að hún hefði komið til greina í fegurð- arsamkeppni ef hún hefði fæðst á öðrum tíma. En frá Vestfjörðunum kom hún til Grundarfjarðar þar sem hún sá draumaprinsinn sinn standa á bryggjunni. Hann var í bláum galla. Þessa sögu sagði hún mér oft. Þetta var Eggert Sveinsson frá Hálsi í Grundarfirði. Hann var glæsilegur piltur eins og öll hans systkini og allt hans ættfólk ber með sér. Fram á síðustu stundu gekk hann teinréttur, grannur og glæsilegur og mætti til okkar um jólin síðustu hress og kátur. Þá spilaði hann við sonarbörn sín og hló og spjallaði, en hann kvaddi þennan heim aðeins fyrir nokkrum mánuðum. Helga og Eggert hafa verið fal- leg hjón og að skoða gamlar mynd- ir af þeim og börnum þeirra litlum er eins og maður skoði myndir af kvikmyndastjörnum. Helga og Eggert eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Þeim auðnaðist ekki að ganga leiðina saman lengi en slitu samvistir 1942. Það hefur kannski ekki verið neitt sældarlíf að vera orðin einstæð með sex börn eins og það kallast í dag. Helga þurfti að láta börnin í fóstur og fengu þau öll gott.atlæti og eru hennar afkomendur orðnir margir. Helga var svo lánsöm að eiga góðan föru- naut síðari árin, sem var Einar Jónsson. Hann var vandaður maður sem reyndist henni vel en féll frá um aldur fram. Börnin hennar Helgu voru alltaf í fyrsta sæti. Aldrei kom hún svo í heimsókn að hún gæfí ekki öllum eitthvað. Krakkarnir okkar sátu oftast í glugganum og biðu þegar von var á Helgu ömmu í heimsókn. Þegar Helga kom inn þyrptust þau að henni og vildu fá sögu, vildu fá pönnukökur og síðast en ekki síst vildu þau að amma gisti um nótt- ina. Öllum bænum þeirra varð hún við, enda þekktu þau ekki annað. Amma Helga signdi alltaf yfir börnin þegar þau voru sofnuð. Því gleymdi hún aldrei. Helga var góð tengdamóðir að eiga að. Hún gerði aldrei kröfur fyrir sjálfa sig, aðeins fyrir aðra. Samband hennar og barna hennar var óvenju hlýtt og fallegt, þar bar aldrei skugga á, enda reyndust þau henni öll vel og voru ræktarleg við hana fram á síðustu stundu. Helga Ágústa Halldórsdóttir var sönn í sinni trú og ást á fjölskyldu sína. Hún var ekta og heiðarleg, en yfirborðsmennska og tilgerð var ekki til í hennar framgöngu. Þann- ig manneskjur eru því miður ekki á hveiju strái í dag. Ég þakka tengdamóður minni fyrir samfylgdina og allt það sem hún var minni fjölskyldu. Jólin verða ekki söm nú í ár þegar tengdaforeldrar mínir eru báðir á braut. Það er ekki tilviljun að þau hverfa með svo stuttu millibili, það er Guðs vilji. Nú munu þau á ný hvíla hlið við hlið, en það var þeirra beggja ósk að vera jarðsett þannig. Síðustu andvörpin tók Helga í örm- um sonar síns Sigurðar og hefur það einnig verið æðri máttarhönd sem því stjórnaði. Blessuð sé minn- ing trúaðrar móður. Elín Sigurvinsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK Hamarshöfða 4 H.F. sími 871960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.