Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 12
12 FINIMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI íslenska útvarpsfélagið svarar Neytendafélagi Akureyrar Myndlykil má taka með út af heimilinu „ÉG ER mjög ánægður með þessi svör,“ sagði Vilhjálmur Ingi Ámason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, en hann hefur nú fengið svör við margvíslegum spumingum sem hann lagði fyrir forráðamenn Is- lenska útvarpsfélagsins í kjölfar myndlyklaskipta og nýrra áskriftarskil- mála, en fjölmargar fyrirspumir bárust í kjölfar þess. Ein spuminga félagsins varðaði 2. grein áskriftarskilmálanna þar sem segir að áskrifanda sé óheimilt að tengja áskriftarbúnaðinn við sjón- varpstæki utan heimilis síns eða skráðs notkunarstaðar hans en félag- ið vildi vita hvort áskrifandi mætti flytja myndlykilinn með sér, t.d. í sumarbústað. í svari útvarpsstjóra kemur fram að sumarbústaður eða annar tímabundinn dvalarstaður áskrifanda er skilgreindur sem heim- ili hans og ákvæðið einungis sett inn til varnar því að áskrifandi geti stundað skipulagða framleigu eða lán á myndlykli. Forráðamenn séu fylgj- andi því að áskrifendur geti notið dagskrár Stöðvar 2 hvar sem þeir eru. Fram kemur í svarinu að kostn- aðarverð áskriftarbúnaðar er 15 þús- und krónur en í skilmálum kemur fram að eyðileggist eða glatist bún- aður í vörslum áskrifanda beri honum að greiða ÍÚ kostnaðarverð nýs og mun sú upphæð aldrei hækka um- fram verðlagsþróun í landinum. Hvað varðar þá grein að ÍÚ ábyrg- ist ekki útsendingar og móttökuskil- yrði miðla sinna segir í svarinu að með þessu ákvæði sé félagið að tryggja sig fyrir því að áskrifendur með lélegan eða ófullnægjandi loft- netsbúnað eða þeir sem eru þannig landfræðilega staðsettir að þeir ná illa útsendingum stöðvarinnar geti gert kröfu á hendur félaginu. Um hitt gegni öðru máii að þegar búnað- ur stöðvarinnar bilar muni áskrifend- um verða mætt á miðri leið. „Að þessu leyti gera þeir betur en Ríkisút- varpið og greinilegt er að kappkosta á að veita góða þjónustu," sagði Vil- hjálmur Ingi. Snjónum kyngdi niður FLJÚGANDI hálka var á götum Akureyrar í gærdag. Þær voru sandbornar en stöðugt hríðaði þannig að það gagnaðist lítið. Þrjú óhöpp höfðu orðið í umferð- inni síðdegis, engin meiðsl urðu á fólki en eignatjón þó nokkuð. Einn bílanna reyndist óökufær og var dreginn á brott. Brynhild- ur Björnsdóttir í Norðurgötunni lét hins vegar ekki deigan síga og mokaði í gríð og erg snjó- fargi af blómaskálanum við húsið hennar. Snjó hefur kyngt niður síðustu daga og menn eru famir að gramsa í geymslum eftir skíð- um og skautum. Morgunblaðið/Rúnar Þór íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Eiðismýri 30 - Seltjarnarnesi í þessu húsi eru 2ja og 3ja herb. íbúðir sem eru til afh. nú í desember. Kynnið ykkur verð og fyrirkomulag. Byggjendur eru Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Allar frekari upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson hjá byggingardeild Félags eldri borgara, Borgartúni 31, sími 621477 milli kl. 9 og 12. Fyrstujóla- trén felld EKKERT lát er á snjókomunni Norðanlands og með naumindum að starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga komist um klofháa skaflana til að höggva jólatrén. „Það er á mörkunum að menn komist um, aðstæður em að verða ansi erfiðar, en við höfum engar áhyggjur enn; erum þess fullvissir að snjóinn taki upp,“ sagði Hallgrímur Indriðason framkvæmdasljóri félagsins. Æpingur Byijað er á að fella stór tré, svokölluð útitré, sem komið er fyrir á torgum, á vegum sveitar- félaga og fyrirtækja en síðar kemur að því að jólatré sem munu prýða stofur Eyfirðinga verða höggvin. Gert er ráð fyrir að um tvö til þrjú þúsund jólatré verði höggvin fyrir þessijól. „Það er mikill æpingur eftir þessu, við erum út um allt að sækja trén, í Fossselsskóg í sam- vinnu við Suður-Þingeyinga, í Kjarnaskóg, á Miðháls og Lauga- land á Þelamörk," sagði Hall- grímur en á myndinni er Aðal- steinn Svanur Sigfússon starfs- maður Skógræktarfélags Eyfirð- inga að fella tré í Kjarnaskógi. 1<. 1W 8.7».% Ert þú að selja? Ætlarðu að kaupa? Skráum eignir og kaupendur samdægurs SÍMI 880150 lÉl^STUTT Djass á heitum fimmtu- degi DJASSAÐ verður í kvöld, fimmtudagskvöld, á „Heitum fimmtudegi" í Deiglunni. Poul Weeden, sem er Akur- eyringum að góðu kunnur, leikur á gítar og með honum spila Karl Olgeirsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Karl Petersen á trommur, allt kennarar í Tónlistarskól- anum á Akureyri. Nýstofnaður djasskvintett skipaður tónlistarmönnum úr Eyjafírði mun hita upp fyrir þá félaga. Dassklúbbur Karó- línu og Listasumars var með eindæmum vel sóttur og þar lék fjöldi þekktra tónlistar- manna. Sýningin Sal- on 1994 framlengd MYNDLISTARSÝNINGIN „Salon 1994“ sem staðið hefur í Deiglunni hefur hlotið góðar viðtökur og var áætlað að henni lyki um helgina, en vegna þess hve aðsókn hefur verið góð verður hún fram- lengd um viku. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga nema næst- komandi laugardag 5. nóv- ember. Henni lýkur 13. nóv- ember. Sögusýning haldin í Lista- safninu í TILEFNI af því að 2. bindi Sögu Akureyrar er að koma út um þessar mundir býður menningarmálanefnd Akur- eyrar til útgáfusýningar í Listasafninu á Akureyri, Kaupvangsstræti 4. Sýningin stendur í fjóra daga, ophar laugardaginn 5. nóvember og lýkur þriðjudag- inn 8. nóvember og er opin frá kl. 14 til 18. Markmiðið er að gefa áhugamönnum um Sögu Ak- ureyrar örlitla innsýn í það mikla verk sem sagan er en hún er 350 síður að stærð, prýdd fjölda gamalla Ijós- mynda er margar hafa aldrei fyrr komið fyrir augu almenn- ings. Poul Weeden á þrennum tónleikum Djassgítarleikarinn Poul Weeden kemur fram á þrenn- um tónleikum á Norðurlandi um helgina. Fyrstu tónleikamir verða í Deiglunni í kvöld, þá leikur hann á Hlöðufelli á Húsavík á föstudagskvöld og Hótel Varmahlíð á laugardagskvöld. Poul Weeden hefur leikið með mörgum heimsþekktum tónlistarmönnum, m.a. um tíma með Count Basie, og er þekktur fyrir góða stemmn- ingu á tónleikum. Með honum leika Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson og Karl Petersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.