Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
ræð Svava Bernharðsdótt-
ir, Vogatungn 15, Kópa-
vogi, áður til heimilis í
Barðavogi 18, Reykjavík.
Afmælisbarnið tekur á móti
gestum í Félagsheimili
Kópavogs í kvöld kl.
20-22.30.
BRIDS
Umsjón Guöm. Páli
Arnarson
VESTUR leggur niður lauf-
r' ás í fyrsta slag og skiptir
síðan yfir í tromp, sem er
besta vörnin.
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ 83
4 D74
♦ K1043
| * D1082
i!
Suður
♦ K76
V ÁKG62
♦ ÁDG5
♦ 9
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass Pass Dobl
Pass 1 grand Pass 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
1 Hvernig er best að spila?
Það er augljóst af sögn-
. um að vestur á spaðaásinn.
En ef hann á aðeins tvílit
í trompi er hægt að sækja
tíunda slaginn á spaðast-
ungu í borði með því að
spila strax smáum spaða
frá báðum höndum. Síðan
I kóngnum og vona að vestur
eigi ekki þriðja trompið.
Þessi leið er ekki slæm,
| en önnur betri er til.
Norður
♦ 83
V D74
♦ K1043
♦ D1082
Vestur Austur
♦ ÁG5 ♦ D10942
V 985 11111 V 103
♦ 82 1 lllll ♦ 976
♦ ÁK764 ♦ G53
Suður
♦ K76
V ÁKG62
♦ ADG5
♦ 9
Sagnhafi tekur trompin
strax, spilar síðan ADG í
tígli og yfirdrepur gosann
með kóng. Spilar svo lauf-
drottningu úr borðinu og
hendir spaða heima. Vestur
á slaginn á laufkóng, en
verður að gefa slag á svart-
an lit. Blindur á 108 í laufi
og mikilvæga innkomu á
tígultíu.
Pennavinir
BELGÍSKUR 32 ára karl-
maður, safnar póstkortum
með myndum frá borgum
og bæjum:
| Luc Canbegin,
| Deschuyffeleerdreef 61,
178 Wemmel,
Belgium.
Árnað heilla
pyrvÁRA afmæli. í dag,
( ^3. nóvember, er sjö-
tug Asta S. Magnúsdóttir,
Hrauntungu 16, Hafnar-
firði. Hún og eiginmaður
hennar Júlíus Sigurðsson
taka á móti gestum eftir
kl. 15 laugardaginn 5. nóv-
ember í húsi Hjálparsveita
skáta í Hafnarfirði (við
Hrauntungu).
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 6. ágúst sl. í Hóla-
kirkju af sr. Jóni Hjálmars-
syni Friða Björk Gylfa-
dóttir og Unnar Már Pét-
ursson. Heimili þeirra er á
Eyrarflöt 4, Siglufirði.
py/\ÁRA afmæii. I dag,
I V/3. nóvember, er sjö-
tugur Sigurður Blöndal,
fyrrverandi skógræktar-
stjóri, Hallormsstað. Hann
tekur á móti gestum í Hús-
stjórnarskólanum á Hall-
ormsstað, frá kl. 20 á af-
mælisdaginn.
Ljósm, Petersen, ljósmyndaþ.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 25. júní sl. í Sauðár-
krókskirkju af sr. Hjálmari
Jónssyni Sigríður Mar-
grét Ingimarsdóttir og
Kristján Orn Kristjáns-
son. Heimili þeirra er á
Kambastíg 1, Sauðárkróki.
Með morgunkaffinu
u> VÞtoj
Takk, pabbi!
Ast er...
að fmna ástarbréf I
íþróttatöskunni.
TM Reg U.S. Pml 0(1 — •« rtghts wanwl
Af hverju á ég að
fara í megrun ?
Það er þensla í öllu
þjóðfélaginu
LÉIÐTÉTT
Bílasala
í texta undir töflu yfir
söluhæstu fólksbílateg-
undir fyrstu tíu mánuði
ársins á viðskiptasíðu
Morgunblaðsins í gær
urðu þau mistök að fullyrt
var að sala á Renault
hefði rúmlega fjórfaldast.
Hið rétta er að salan á
Opel hefur rúmlega fjór-
faldast en söluaukningin
á Renault var 19,3% á
tímabilinu. Beðist er vel-
virðingar á þessum mis-
tökum.
Höfundarnafn
misritaðist
Höfundarnafn misritaðist
undir minningargrein um
Ásgeir Örn Sveinsson á
blaðsíðu 34 í Morgunblað-
inu á þriðjudag. Höfundar
greinarinnar eru Bertha
Kristín Óskarsdóttir og
Stefanía Kristjánsdóttir.
Hlutaðeigendur eru inni-
lega beðnir afsökunar á
mistökunum.
Framboðslisti 1987
Ónákvæmni gætti í
fréttaskýringu á miðopnu
blaðsins í gær. Skilja
mátti af samhenginu að
Friðrik Sophusson hefði
leitt framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins i Reykja-
vík fyrir þingkosningarn-
ar árið 1983. Að sjálf-
sögðu er átt við kosning-
arnar 1987, en fyrir þær
stofnaði Albert Guð-
mundsson Borgaraflokk-
inn og hvarf úr efsta sæti
framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drakc
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins: Þú
nýturþess sem lifíð hefur
upp á að bjóða oghefur
gott skopskyn.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) W*
Fjármálin eru ofarlega á
baugi, og nú er hagstætt að
ræða við ráðamenn.
Skemmtu þér vel án þess að
eyða of mikiu.
Naut
(20. apnl - 20. maí)
Smá vandamál kemur upp
heima í dag og breytingar
geta orðið á fyrirætlunum
þínum, en samband ástvina
er mjög gott.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sumir kynnast ástinni fyrir
milligöngu starfsfélaga. Þér
gengur vel í vinnunni, en
gættu þess að ana ekki að
neinu.
Krabbi
(21. júní - 22. júli) H&g
Rómantík og afþreying eru
í fyrirrúmi í dag, og sumir
verða ástfangnir. Smá mis-
skilningur getur komið upp
milli vina.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú gefst tækifæri til að taka
til hendi heima, en varastu
óþarfa stjórnsemi. Fréttir
sem þér berast eru óáreiðan-
legar.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) a?
Ferðalög og samskipti við
aðra eru á dagskánni í dag,
og þér berast mjög góðar
fréttir símleiðis eða í pósti.
V^g
(23. sept. - 22. október)
Þú tekur mikilvæga ákvörð-
un varðandi fjármálin. Hafðu
augun opin fyrir tækifærum
sem bjóðast í dag til að bæta
fjárhaginn .
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9lj(0
Haltu þér utan við deilur sem
upp geta komið í vinnunni í
dag. Notaðu tækifærið og
skrepptu i innkaup fyrir
heimilið.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Frumkvæði þitt veitir þér
brautargengi í dag, og við-
ræður um fjármál bera góð-
an árangur. Kvöldið verður
róæegt.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Gríptu tækifæri sem gefast
til að blanda geði við aðra,
og varastu deilur um pen-
inga, sem stafa af misskiln-
ingi.____________________
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) 0k
Dagurinn færir þér vel-
gengni og viðurkenningu í
vinnunni, en starfsfeálagi er
öfundsjúkur. Njóttu kvölds-
ins heima.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Dagurinn hentar vel til
ferðaiaga, og þér berast góð-
ar fréttir langt að. Erfítt
getur verið að gera góðum
vini til geðs.
Stjörnuspdna d a<) lesa sem
dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi
byggjast ekki d traustum grunni
visindalegra staóreynda.
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 47.
* t 1 >
Ókeypis lögfræðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöidi milii
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
. ORATOR, félag laganema.
MATVÆLADAGUR
NN'94
Ráðstefna um matvælaiðnað og manneldi
í Borgartúni 6 laugardaginn 5. nóvember
Dagskrá:
9:00 Skráning
9:30 Setning ráðstefnunnar.
Iðnaðarráðherra, Sighvatur Björgvinsson.
9:40 Matvælaiðnaður og manneldismarkmið.
Dr. Laufey Steingrímsdóttir,
forstöðumaður manneldisráðs.
10:00 Mjólk og manneldi.
Auðunn Hermannsson, forstöðumaður
vöruþróunardeildar MBF.
10:20 Geta bakarar stuðlað að æskilegu
mataræði þjóðarinnar?
Stefán Sandholt, formaður Landssambands
bakarameistara.
10:40 Þróun í framleiðslu drykkjarvara.
Pétur H. Helgason, matvælafræðingur.
11:00 Kaffihlé.
11:20 Fiskur og heilsa.
Dr. Guðmundur Stefánsson, deildarstjóri
vinnslu- og vöruþróunardeildar R.f.
11:40 íslenskar kjötvörur og manneldismarkmið.
Stefán Vilhjálmsson, matvælafræðingur,
Kjötiðnaðarstöð KEA.
12:00 Tilbúnir réttir - hvert stefnum við?
Dr. Hannes Hafsteinsson, forstöðumaður
matvælatækni Iðntæknistofnunar.
12:20 Almennar umræður.
12:40 Verðlaunafhending og ráðstefiiuslit.
Þátttökugjald: 800 kr. (innifalin ráðstefnugögn,
kaffi og meðlæti).
Þátttaka tilkynnist til Brynhildar Briem, s. 622502
eða Ástríðar Sigurðardóttur, s. 888152.
Leggið inn skilaboð á símsvara ef enginn er við.
Matvæla- og næringarfiræðingafélag Islands.