Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS FRÁ uppsetningu Nemendaleikhússins á Trúðum. Reglur leiksins Hverfjall en ekki Hverfell Frá Frá Kristjáni Þórhailssyni FYRIR nokkru sýndi sjónvarpið myndina Dimmuborgir, kynjaheim við Mývatn. Handrit sömdu Ari Trausti Guðmundsson og Friðrik Dagur Am- arson. í myndinni er farið rangleg með nafn á fjalli við Mývatn, þar ( ætíð talað um Hverfell en sem kunn- ugt er heitir fjallið Hveríjall. Eftir ^mngjynjndarinnar^va^htó^nv einn gígur en svo er um Hverfjall þetta formhreina íjall sem svo mjög seti’.r =vip sinn á Mývatnssveit. Hver- tj.-Jlsyigui'nn er að meðalþvermáli - 1.016 metrar. Frægasta erlenda eld- fiali af þ&ssari gerð er Diamond Hood ' l’oooiulu. Hverfjöllin myndast af ’.'prengingum í einu sprengi- ■ : Hverfjall við Mývatn miklu j .-.g; cö' pykkasta ljósa Heklulagið Frá Haraldi Jónssyni: UM ÞESSAR mundir standa yfir sýningar á leiknum Trúðum i Nem- endaleikhúsinu í Lindarbæ, og er þetta fýrsta lokaverkefni útskriftar- nemenda Leiklistarskóla íslands af þremur á þessum vetri. Það er ekki á hverjum degi sem maður bregður sér í leikhús og enn sjaldnar sem manni bregður á jafn ánægjulegan hátt og raun varð á í síðastliðinni viku. Þetta er sannkall- aður hvalreki á fjörur áhugamanna um gott ieikhús. Auðvitað liggja fjölmargar ástæð- ur að baki slíkri upplifun en fyrsta ber að nefna þá vinnuaðferð sem suður-ameríski leikhúsmaðurinn Mario Gonsalez beitir til að virkja hina ungu leikkrafta tii fullnustu. Hann byggir einfaldlega á þeirri grunnreglu sem allur leikur felst í leynt eða ljóst, hvort sem það er í alíslenskri glímu eða á Ólympíuleik- unum í fótbolta; að halda stöðugri athygli og taka fyllsta tillit til ann- arra á meðan. Á sviðinu hreyfa leikararnir sig alveg út í dans, gefa frá sér orð og skiptast á setningum eða hverfa hreinlega á bak við leiktjöldin í þögn. Atburðarásin breytist frá einni sýn- ingu til annarrar og enginn veit hvað gerist næst. En til þess er leik- urinn gerður. Hér flækist enginn í fyrirsjáanlegum söguþræði sem oft- ar en ekki er festur í handrit og síð- an rakinn upp með tungu leikarans og tilheyrandi látbragði. Hérna byggist leikurinn á því að fanga augnablikið og sleþpa því lausu, byija og enda á hárnákvæmu andar- taki sem ekki fylgir neinni forskrift annarri en þeirri sem sett var í upp- hafi. Ekkert er til án samhengis og sannast það enn og aftur í þessari sýningu þar sem þéttofið net óvæntra atvika og skipulagðra til- viljana nær að leggja undir sig hug- ann þannig að maður sér sig tilknú- inn til að koma aftur og aftur. HARALDUR JÓNSSON, Lindargötu 25, Reykjavík. Fjall eða fell? Frá Ara Trausta Guðmundssyni: ENN ER deilt um örnefni á ís- landi og þykjast deiluaðilar hvorir fyrir sig vita réttast. Hverfjall við Mývatn hefur heitið svo í mín- um huga lengi og á það líka við um margan Mý- vetninginn. Not- aði ég ávallt þetta heiti (sjá t.d. bókina Is- landselda) þar til ég vann að sjón- varpshandriti um Dimmuborg- ir með einum heimamanna úr Mývatnssveit 1993. Fyrir honum og nokkrum öðrum fyrir norðan heitir fjallið Hverfell. Hann benti mér m.a. á að Landmælingar ís- lands hafa breytt nafninu á nýleg- um kortum. Ekki grunaði mig að með því að taka kort og orð land- varðar við Mývatn gild, lenti ég á milli atlagna í eins konar bænda- glímu milli örnefnafylkinga Þin- geyinga. Lítill munur Reyndar finnst mér lítill munur á orðunum fell og fjall og er ekk- ert við Hverfjall(fell) sem hjálpar manni að sjá hvort réttara kunni að vera. Hitt er víst að Hverfell er til á einhveijum bókum og Hverfjall líka, sbr. Þorvald Thor- oddsen, Sigurð Þórarinsson og Ólaf Jónsson (höfund verksins Ódáðahraun). En þeir félagar Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson kalla gíginn Sandfell á 18. öld og skyldi þá ekki einhver taka það gilt? Og nú er Hverfellið sem sagt komið á kort og í sjónvarpsþátt. Hreint ekki ljóst Sjálfur ætla ég að halda mig við Hverfjall í næstu ritverkum; fylgi forverunum í jarðfræðinni. En mér finnst réttast að menn leggi minni tilfinningahita í deil- urnar og haldi mér hér eftir utan við þær. Hvað varðar lesendabréf Kristjáns Þórhallssonar í Morgun- blaðinu, þar sem hann segir Sjón- varpið ekki hafa leiðrétt „villuna" í Dimmuborgarþættinum, vil ég upplýsa að dagskrárdeild RÚV hafði við mig samband út af sím- tölum að norðan. Ég taldi RÚV á að leiðrétta ekkert enda málið hreint ekki ljóst ef horft væri til þess að heimamenn teldust ósam- mála og kort ósamkvæm. Væntanlega verða bæði heitin lengi við lýði og deilurnar halda áfram, en ég hef sagt mitt síðasta orð um þær. ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON, Nökkvavogi 5, Reykjavík. Hjartanlega þökkum viÖ börnum okkar, barna- börnum og mökum þeirra fyrir að fara um langan veg til aÖ gera okkur ánœgjulega kvöld- stund í tilefni 50 ára brúÖkaupsafmœlis okkar. Einnig þöíckum viÖ nágrönnum og vinum fyrir blóm, skeyti og góðar óskir. GuÖ launi fyrir okkur. Einnig þökkum viÖ œttingjum, sveitungum og vinum, sem glöddu okkur í sumar á 70 ára afmceli Tómasar. Lifið heil. Hlífog Tómas, Þorlákshöfn. Ari Trausti Guðmundsson slysi! IÁTUM l|0S OKKAR SKINA Heildarverðmæti vinniiiga 16.472.000, m.a. Mitsubishi Galant GLSi, Y-6, árg. ’95, að verðmæti 2.670.000, sjónvarpstæki og videotökuvél firá Japis, ferðavinningar, skíðapakkar o.m.fl. Endurskinsborði er einfalt öryggistæki - hjálpið okkur að láta ljós bamanna skína. Miðaverð kr. 789 JAPISt 789 vinningar PÓSTUR OG SÍMI Agæti bifreiðareigandi! Við höfum sent þér happdrættismiða þar sem fram kemur bílnúmer þitt og hvert bílnúmer hefur sitt ákveðna lukkunúmer. I boði eru 789 vinningar. Þátttaka og stuðningur þinn getur leitt til fækkunar slysa á börnum í umferðinni. Það er vinningurínn sem við sækjumst öll eftir. Landsátak um velferð barna BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA í umferðinni. SPARISIOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.