Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
Kort eftir
vatnslita-
mynd
Asgríms
ÚT ER komið listaverkakort eft-
ir vatnslitamynd Ásgríms Jóns-
sonar, Arnarfell, frá árinu 1927,
á vegum Listasafns íslands og
Safns Ásgríms Jónssonar. Enn
fremur hefur kort eftir olíumál-
verki Ásgríms, Skammdegissól
yfir Hafnarfirði, frá 1929-30
verið endurprentað, en það hefur
ekki fengist undanfarin ár.
Kortin eru til sölu í Listasafni
íslands, sem er opið alla daga
nema mánudaga kl. 12-18 og
Safni Ásgríms Jónssonar að
Bergstaðastræti 74, en það er
opið á laugardögum og sunnu-
dögum kl. 13.30-16. Hægt er
að panta kortin hjá Listasafni
íslands kl. 8-16.
Ríkharður sýn-
ir á Húsavík
NÚ STEND-
UR yfir sýning
Ríkharðs Þór-
hallssonar,
myndlistar-
manns og
galdrakarls, í
Safnahúsinu á
Húsavík og
þetta er þriðja
sýning hans á
Húsavík, en hann hefur áður
sýnt verk sín á Akureyri, Reykja-
vík og víðar.
Ríkharður tileinkar sýninguna
minningu þriggja listamanna,
sem hann segir að hafi kennt sér
mikið í þeim kynnum sem hann
hafði af þeim, en þeir eru Svein-
björn Beinteinsson allsheijar-
goði, Dagur Sigurðarson skáld
og Steinar Sigurjónsson rithöf-
undur.
Alls eru á sýningunni 33 verk,
þrettán blek og blýantsteikning-
ar og 20 verk sem listamaðurinn
nefnir „Necromantica".
Samsýninff á
Kaffi 17
VERSLUNIN Smíðar & skart,
Suðurlandsbraut 52, stendur fyr-
ir samsýningu átta listamanna á
Kaffi 17, Laugavegi 91. Sýning-
in samanstendur af myndum og
verkum unnum í smíðajám, leir
og gler.
Listamennirnir sem sýna eru
Æja (Þórey Magnúsdóttir), Þor-
steinn Yngvason, Óskar Rútsson,
Kristján Ari Einarsson, Hrafn
Magnússon, Hermann Ólafssón,
Árni Jóhannesson og Bjarnheið-
ur Jóhannesdóttir.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma frá kl. 10-18 virka daga
og kl. 10-16 á laugardögum.
Opið grafík-
verkstæði í
Hlaðvarpanum
GRAFÍKVERKSTÆÐI í kjallara
'Hlaðvarpans, Vesturgötu 3b,
verður opnað almenningi á morg-
un, föstudag. Til að byrja með
verður opið frá kl. 14-18 á föstu-
dögum og kl. 11-15 á laugardög-
um. Þarna munu starfa sex
myndlistarmenn. Einnig verður
þarna vísir að galleríi og fólki
gefst kostur á að fylgjast með
myndlistarmanni að starfí.
FuTurA
og úthald
Sala á þessu vinsæla fæðubótarefni hefur nú verið leyfð á íslandi
Fæst í apótekum
KEMIKALtA
25
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
HA6KAUF
\ 'ú.%/ ■■
% -j/. »/p
Wk
s> >
% : %
--* '/ //v
l
ytlukeppni
Botnið eftirfarandi ferskeytlur og skilið botnunum
í næstu Hagkaupsverslun eða póstsendið til:
Hagkaup, Skeifunni 15,108 Reykjavík, fyrir
25. nóvember, merktum: „Ferskeytlukeppni".
Ferskeytla 1
Fyrri partur: Þegar bæta á þjóðarhag
þarf að reikna mikið,
Seinni partur: -------------------------
Ferskeytla 2
Fyrri partur: Sérhver maður ætti að
elska konu sína,
Seinni partur: ____________________________
Fyrir þrjá bestu botnana verða veitt vegleg verðlaun.
Dómari er Flosi Ólafsson.
Nafn:
Heimilisfang:
Sími:
t