Morgunblaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994
Morgunblaðið/Sigurgeir
ikastað!
'yrirtæki í hár saman
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti-
húsanna ætlar ekki að láta
„stríðsyfirlýsingu IS“ ósvarað.
SÖLUSAMBAND íslenskra físk-
framleiðenda getur orðið bit-
bein í átökum á milli SH og ÍS.
hér heima og erlendis. Vinnslustöðin
borgar að jafnaði á ári á milli 35 og
40 milljónir króna í umboðssölulaun
til móðurskrifstofunnar, þ.e. höfuð-
stöðva SH í Aðalstræti 6, en auk
þess er um beinar umboðssölugreiðsl-
ur að ræða, til dótturfyrirtækja SH
erlendis. Auk þess greiðir Vinnslu-
stöðin, eins og aðrir framleiðendur,
til SH sérstakt vaxtaálag á greiðslu-
flýtingalán, álag á fraktflutninga
o.fl.
Ágreiningur um fraktflutninga
Eimskip hefur einnig misst spón
úr aski sínum, þar sem Vinnslustöðin
hefur hingað til flutt megnið af út-
flutningi sínum með Eimskip og Jökl-
um. Vinnslustöðin mun á liðnu ári
hafa greitt Eimskip og Jöklum á bil-
inu 130 til 150 milljónir króna fyrir
fraktflutninga. Frá næstu áramótum
flytur Vinnslustöðin, að sögn tals-
manna ÍS og Vinnslustöðvarinnar,
allt með Samskipum, en Vinnslustöð-
in eignaðist eins og kunnugt er lítinn
hlut í Samskipum nú í sumar.
Um þetta atriði ríkir þó ágreining-
ur, þar sem SH lítur þannig á, að á
meðan SH er með framleiðslu
Vinnslustöðvarinnar í umboðssölu,
þá muni SH halda áfram að flytja
vöruna, sem seld er, með skipafélagi
sínu Jöklum og Eimskip, samkvæmt
þeim samningum, sem SH hefur gert
við Eimskip.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH segir
að samningur Sölumiðstöðvarinnar
við Eimskip grundvallist á því, að
félagið flytji allar afurðir sem SH
flytur út, á tiltekna markaði, í tiltek-
inn tíma.
„Að sjálfsögðu er inni í því sá fisk-
ur sem við höfum til sölu frá Vinhslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum, eins og
öðrum fyrirtækjum. Það er ekki
mögulegt, eftir fimmtíu ára hefð, að
þessu leyti, að sá fiskur sem við höf-
um til sölu og semjum um afhend-
ingu á, njóti ekki þeirra kjara, sem
samningar okkar við viðkomandi
skipafélög bjóða upp á,“ segir Frið-
rik. Hann telur samning Vinnslu-
stöðvarinnar við Samskip í engu
breyta samningi SH við Eimskip.
Skoðun Sighvatar Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar-
innar, er önnur. Hann segir einfald-
lega: „Ef menn skoða lög og sam-
þykktir Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, þá stendur þar, að enginn
framleiðandi er skuldbundinn til þess
Titringur í
viðskiptalífínu
■KAUPIS á svo stórum hluta
Vinnslustöðvarinnar hafa valdið
umtalsverðum titringi í viðskipta-
lífinu, eins Og fram hefur komið
undanfarna daga. Raunar má
segja að margir úr innsta hring
viðskiptalífsins í dag líti þannig
á, að IS og Vinnslustöðin hafi í
sameiningu kastað striðshanskan-
um og nú hljóti hiti að færast í
leikinn á markaðnum hér innan-
lands, því þessari stríðsyfirlýsingu
verði ekki látið ósvarað.
Aðrir lita þannig á, að sjónar-
miðið um stríðshanskann sé gam-
aldags og úrelt, því það séu hrein-
ræktuð viðskiptasjónarmið, sem
hafi ráðið ferðinni hjá IS, með
stuðningi VÍS, ESSO og Samskipa,
en ekki tilraun til þess að „blása
lífi í hið dauða Samband" eins og
það hefur verið orðað í mín eyru.
Málið sé einfaldlega það, að SH
og Eimskip séu að missa af við-
skiptum — þeir séu að missa spón
úr eigin aski og því sé gripið til
fornfálegra pólitískra útlegginga,
sem varla geti talist boðlegur kost-
ur síðla árs 1994. Þeir hjá SH og
Eimskip hafi einfaldlega verið
værukærir og sofið á markaðs-
verðinum og geti því við enga
nema sjálfa sig sakast í þeim efn-
um.
Vinnslustöðin og stjórnendur
hennar hafi ekki haft neitt annað
í huga en að lækka skuldir fyrir-
tækisins um samtals 400 milljónir
króna, og að ná inn nýju hlutafé
í reksturinn, sem hafi tekist. Það
séu ekki litlir hagsmunir í húfi,
ekki bara hjá sjálfu fyrirtækinu,
heldur hjá Vestmannaeyingum öll-
um, því starfsmenn Vinnslustöðv-
arinnar eru 405 talsins.
að hlíta fyrirkomulagi SH að því er
tekur til fraktflutninga og vátrygg-
inga. Hins vegar verðum við að kaupa
af þeim umbúðir, sem er gott og
vel. Út frá þessum staðreyndum tók-
um við hjá Vinnslustöðinni ákvörðun
um að gera þetta öðruvísi. Við erum
búnir að tilkynna þeim hjá SH þessa
ákvörðun okkar, og gerðum það með
þriggja mánaða fyrirvara og því verð-
ur ekki breytt."
Sighvatur áætlar að Vinnslustöðin
spari sér á ársgrundvelli um 20 millj-
ónir króna, með því að flytja allt með
Samskipum. Rétt er að geta þess,
að efasemda gætir hjá þeim hjá SH
og Eimskip, um að þær sparnaðárá-
ætlanir fái staðist.
Skerpast línur?
Líkur eru taldar á því, að endur-
fjármögnun Vinnslustöðvarinnar og
þeir aðilar sem að henni koma, beint
eða óbeint, þ.e. ÍS, ESSO, VÍS og
Samskip, verði til þess að gamlar
pólitískar línur í viðskiptalífinu eigi
eftir að skerpast á nýjan leik, þannig
að SH, Eimskip, Sjóvá-Almennar og
jafnvel Tryggingamiðstöðin, keppi
við fyrrgreind fyrirtæki um markaðs-
hlutdeild, af mun meiri hörku en
undanfarin misseri. Rétt er þó að
geta þess, að flestum ber saman um
að Tryggingamiðstöðin myndi seint
taka þátt í slíkri blokkarmyndun,
enda sé félagið í mikilli samkeppni
við önnur tryggingafélög, þar á með-
al Sjóvá-Almennar.
Það liggur í augum uppi, að val
þeirra feðga, Bjarna Sighvatssonar
og Sighvatar sonar hans, að kjósa
að ganga til samstarfs við ofangreind
fyrrum Sambandsfyrirtæki, hefur
ekki endilega verið auðvelt — og þó.
Það mun hafa vegið þungt, í þessari
ákvörðun þeirra feðga, að um all-
nokkurn tíma hefur, að sögn, andað
heldur. köldu í þeirra garð, bæði frá
SH og Eimskip.
Raunar hafa ákveðnir forsvars-
menn Sölumiðstöðvarinnar látið í ljós
ákveðna vanþóknun í garð
Sighvatar, sem einatt hef-
ur ekki þótt sýna SH til-
hlýðilega virðingu! Eru
þeir feðgar Bjarni og Sig-
hvatur sagðir vera búnir
að fá nóg af takmörkuðum hlýleika
sem leikið hefur um þá og fyrirtæki
þeirra í Vestmannaeyjum frá SH og
Eimskip og hafa þeir ekki talið sig
verða vara við mikinn velvilja í garð
Vinnslustöðvarinnar, þessa stóra við-
skiptavinar, hvorki frá SH né Eim-
skip.
Þessi afstaða mun ekki hvað síst
hafa ráðið þeirri ákvörðun Vinnslu-
stöðvarinnar í sumar, að gerast lítill
hluthafí í Samskipum hf., en þá
keypti fyrirtækið þriggja milljóna
króna hlut í Samskipum.
Neikvæð svör SH
Þá mun það einnig hafa haft viss
áhrif á það hver niðurstaðan varð,
að Vinnslustöðin fékk neikvæð svör
frá meðeigendum sínum í SH síðast-
liðið vor, þegar fyrirtækið vildi að
SH leysti út 7,8% hlut Vinnslustöðv-
arinnar í SH og hugðist þannig bæta
skuldastöðu sína.
Svör SH voru á þann veg, að sam-
kvæmt lögum SH væru ákveðnar
reglur, sem giltu um það með hvaða
hætti SH leysti til sín eignarhluta,
og því væri ekki hægt að verða við
ósk Vinnslustöðvarinnar að greiða
út hlut hennar, 154 milljónir, á einu
bretti. Reglur SH kveða á um, að
eignarhlutur sé greiddur út á tíu
árum eftir að úrsögn tekur gildi og
er þá einungis greitt út bókfært verð.
Sé litið til þess að eiginfé SH var í
árslok í fyrra 2.935 milljónir króna,
þá er 7,8% eignarhlutur Vinnslu-
stöðvarinnar gott betur en 154 millj-
óna króna virði, eða um 229 milljóna
króna virði, en jafnvel sú tala er tal-
in allt of lág, þegar rætt er um hversu
mikils virði 7,8% eignarhlutur í SH
sé í raun og veru.
Hugsanlega ræður þessi staðreynd
nokkru um það, að hinir nýju stóru
eignaraðilar að Vinnslustöðinni, ÍS í
samvinnu við Olíufélagið sem á tæp-
lega 18% hlut í Vinnslustöðinni, virð-
ast vera horfnir frá áformum um
formlega úrsögn úr SH og hyggjast,
að sögn, eiga hlutinn áfram, a.m.k.
um sinn, samkvæmt þeim upplýsing-
um sem aflað hefur verið. Verði sú
raunin, mun líklega enn meiri harka
hlaupa í það viðskiptastríð sem nú
virðist vera í uppsiglingu á milli ÍS
og SH.
Nú blasir það við að ÍS, keppinaut-
ur SH, mun selja alla framleiðslu
Vinnslustöðvarinnar innan tíðar og
ekki getur það talist fysi-
legur kostur fyrir SH að
Vinnslustöðin verði áfram
þriðji stærsti eigandi SH
og Sighvatur Bjarnason,
framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar, sitji áfram sem
stjórnarmaður í SH og í stjórn dóttur-
félags SH í Bretlandi, Icelandic Fre-
ezing Plants Ltd.
Saltfiskstríð líka?
Hugsanleg áform SH um að hefja
umboðssölu á saltfíski, geta hleypt
kergju í marga. SH hefur hingað til
ekki hugleitt umboðssölu á saltfiski
Átök SH og ÍS
harðna til
muna
af nokkurri alvöru, þótt þeirri hug-
mynd hafi öðru hvoru skotið upp.
Aðalástæða þess hefur verið viður-
kennd verkaskipting á milli SH og
ÍS annars vegar og SÍF hf. hins veg-
ar, sem hefur jú um áratuga skeið
annast saltfisksölu fyrir saltfisk-
framleiðendur. SÍF var í fyrra með
á sínum snærum rúmlega 60% alls
saltfísksútflutnings, eða í kringum
25 þúsund tonn.
í þessu samhengi er fróðlegt að
líta á hveijir eru stærstu hluthafarn-
ir í SÍF, því með þessum kaupum ÍS
í Vinnslustöðinni aukast ítök gamalla
svonefndra SÍS-saltfiskframleiðenda
að sama skapi í SÍF.
Olíufélagið hf. er stærsti hluthaf-
inn í SÍF, með 4,3% (ESSO á 3,8%
í ÍS);'Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
(KASK) á 4,1% (KASK á 8,5% í ÍS);
Kaupfélag Eyfírðinga (KEA) á 3,6%
(KEA á 4,5% í ÍS) og Vinnslustöðin
á tæp 4%. Aðrir stórir eignaraðilar
í SÍF eru Síldarvinnslan hf. með 3%,
Isfélag Vestmannaeyja með 2,2%,
Fiskanes hf. með 2,2%, Þorbjörn hf.
með 2,1%, Bakki hf. með 1,7% og
Tangi hf. með 1,6%. 71,8% skiptast
milli íjölmargra smærri hluthafa.
Þannig hafa því fyrrum Sam-
bandsfrystihús, nú með liðsinni þess
eignarhalds, sem ÍS og ESSO hafa
í sameiningu á Vinnslustöðinni, yfir
um 25% eignarhlut í SÍF að ráða,
en SH frystihús ráða yfir 22%. 25%
eignarhald getur að margra m?.ti
verið mjög sterkt og ráðandi afl í
Sölusambandi íslenskra fiskframleið-
enda hf. þegar litið er til þess hversu
geysilega dreifð eignaraðildin er.
Sighvati Bjarnasyni, stjórnarform-
anni SÍF, þykja samsæriskenningar
sem þessar um saltfiskinn mjög
fyndnar, því hann skellihlær þegar
hann er spurður hvort hann telji að
ÍS stefni að því að ná undirtökum á
saltfiskmarkaðnum hérlendis.
Tengsl við almúgann
„Svona hugtnyndir, séu þær settar
fram í alvöru, sýna vel hvað þessir
ágætu menn hjá SH eru í miklum
tengslum við það sem er að gerast
hjá okkur almúganum. SÍF hf. er
hlutafélag sem sér um að selja salt-
fisk fyrir framleiðendur sem það
vilja. Saltfiskframleiðendur, sem eru
svo sannarlega í hinu ágætasta jarð-
sambandi, eru þannig þenkjandi, að
þeir selja einfaldlega framleiðslu sína
í gegnum það „apparat" sem skilar
þeim mestum peningum, óháð því
hvort það heitir SÍF, Jón Ásbjörns-
son, Seifur, eða eitthvað annað,“ seg-
ir Sighvatur.
Hann segir að munurinn á raun-
veruleikanum og vernduðu umhverf-
inu innan SH kristallist í þessu, því
SH sé stærsta sameignarfyrirtæki
landsins, þar sem menn séu fastir
með sína framleiðslu og komist ekk-
ert annað, þótt þeir gjarnan vildu.
„í saltfisknum getur þú valið þér
umboðssöluaðila, allt eftir því hvar
þú færð besta verðið hvetju sinni.
Ef svo ólíklega færi, að ÍS eignuðust
meirihlutann í SÍF, þá segðu menn
einfaldlega: „Þarna er komið sam-
særi og því seljum við einhvers stað-
ar annars staðar. Við ætlum ekkert
að láta þá græða á okkur.“
Okkur hjá SÍF hefur á þessu ári
tekist að standa okkur betur en áð-
ur, bæði með hærra skilaverði, og
lægri tilkostnaði og það er ástæðán
fyrir styrkri stöðu SÍF og engin önn-
ur. Við höfum staðið okkur í sam-
keppninni, en engu að síður get ég
skemmt mér vel yfír samsæriskenn-
ingum sem þessum!“ segir Sighvatur.
Ef þær grunsemdir SH-manna, um
að ÍS sé ljóst og leynt, en þó aðal-
lega leynt, að reyna að sölsa undir
sig saltfisksöluna, með því að seilast
til mikilla áhrifa í SÍF, eiga við rök
að styðjast, verða hugleiðingar þeirra
um að víkka út sölustarfsemi sína á
erlendri grund, með því að hefja
umboðssölu á saltfiski, skiljanlégri
en ella.
í síðari grein um þetta mál, sem
birtist hér í blaðinu á morgun, verður
m.a. fjallað um spurningu, sem ýms- •
ir úr viðskiptalífinu velta fyrir sér, í J
kjölfar þess að Islenskar sjávarafurð- .
ir og fyrirtæki þeim tengd keyptu :
30% hlut í Vinnslustöðinni: „Dó Sam-
bandið aldrei?“
1 — -------- ---------- *